Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 atm Fréttir íþróttasamband íslands ber saman félagaskrár aðildarfélaga og þjóðskrá: Um 22 þúsund félags menn eru oftaldir - hefur allt of lengi viðgengist að skráðir séu jafnt lifandi sem dauðir__ „Við erum í fyrsta sinn að koma í framkvæmd skilgreiningu á iökanda annars vegar og félagsmanni hins vegar. Til skamms tíma voru allir þeir sem voru félagsmenn innan fé- laga mælikvarði á stærð íþrótta- hreyfingarinnar en nú erum við farnir til að skilgreina hveijir eru iðkendur. Það er urmull af aðilum í félögunum sem eru ekki beint íþróttaiðkendur í þeim skilningi sem þátttakendur í keppnum og mótum,“ segir Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri íþróttasambands ís- lands, um samanburð sem samband hans er að gera á félagaskrám ein- stakra félaga innan sérsambanda ÍSÍ og þjóðskrá. Við samanburðinn kem- ur í ljós að félagsmönnum fækkaði úr því að vera 86.363 í að vera 64.492. Fækkunin nemur því tæplega 22 þús- und manns. „Þetta er í fyrsta sinn sem við vinn- um þetta eftir nöfnum. Áður voru þetta uppgefnar tölur frá einstökum félögum. Eftir að við settum upp okk- ar góða samskiptanet þá byggir þetta á nöfnum, heimilisfangi og kenni- tölum,“ segir Sigurður. Mesta fækkunin verður meðal þeirra sem taldir voru iðka knatt- spymu. Þeir voru samkvæmt félaga- tab árið 1993 alls 19.892 en við sam- keyrslu fækkaði þeim í 11.769. Hand- knattleiksmönnum fækkaði um tæp- an þriðjung. Þeir voru 6.211 en fækk- ar í 4.472. Badmintoniðkendur fækk- ar um 38 prósent. Þeir voru 7.334 en verða samkvæmt þessu nú 4.501. Stór hlutí þeirra 20 þúsund einstaklinga, sem skráðir eru í íþróttafélög um Stuttar fréttir Knatt- spyrna Karfa Hestar Golf Frjátsar Badminton Hand- knattleikur Fimleikar Sund Skíði Annað Gerður hefur verið samanburður á skráðum félögum innan þeirra íþróttafélaga sem eru innan ÍSÍ. Samanburðurinn, sem gerður er af starfsmanni ÍSÍ, leiðir í Ijós að um 22 þúsund manns eru oftalin innan félaganna. Þar ber hæst að knattspyrnuiðkendur verða tæplega 12 þúsund í stað 20 þúsund áður. Þá fækkar einnig mjög í handboltafélögum þar sem félagatalið hrynur um tæp 30 prósent. allt land, eru ekki til. Dæmi eru um að fólk sem er látið sé skráð í félög en fleiri dæmi eru um að sá fjöldi sem gefinn hefur verinn upp standist alls ekki. Einn viðmælenda DV innan úr íþróttahreyfingunni, sem ekki vill láta nafns sín getíð, sagði að títringur væri innan hreyfingarinnar vegna málsins. Hann segir að sú staðreynd að félagar hafi verið oftaldir snúist um peninga, annars vegar fyrir lottó- ið og hins vegar styrki frá ríki og sveitarfélögum, þar sem félagafjöldi skiptir miklu máh. „Það er verið að skipta peningum þama og nú er komið að skuldadög- um. Þeir sem hafa viöhaft ranga skráningu verða nú að blæða. Það hefur allt of lengi viðgengist að skráðir séu jafnt lifandi sem dauð- ir,“ segir viðmælandi DV. Vigfús Þorsteinsson, net- og gagna- stjóri hjá ÍSÍ sem framkvæmt hefur samkeyrsluna, segir aö þau gögn sem DV byggir á séu vinnugögn sem enn eigi eftir að berast athugasemdir við. „Þetta eru ekki endanlegar tölur. Það er enn verið að vinna þetta. Fé- lögin skila hingað inn þeim kenni- tölum sem eru á bak viö iðkendurna, það er eini munurinn á skráning- unni. Áður fengum við eingöngu upplýsingar um fjölda félaganna," segir Vigfús. -rt Irvingfalasteftirlód Forráðamenn Irving Oil hafa falast eftir lóð Dagsbrúnar á horni Sæbrautar og Snorrabraut- ar í Reykjavík. Skv. Viðskipta- blaðinu hyggst Irving reisa bens- instöð og höfuöstöðvar félagsins á íslandi á lóðinni. Ný framkvæmdaáætlun islenskir aðalverktakar búa sig undir enn írekari niðurskurð á frarokvæmdum fyrir herinn en orðið er. Skv. RÚV munu Banda- ríkjamenn kynna nýja íram- kvæmdaáætlun fyrir helgi. Frystiskip útilokuð ESB getur ekki sent frystiskip til aö veiða 3 þúsund tonna karfa- kvóta sinn í íslenskri lögsögu, skv. samkomulagi sem ísland og ESB hafa gert með sér. Á hinn bóginn hafa ESB-skipin stærra veiðisvæðitilumráða. -kaa Maöur á áttræðisaldri barinn í höfuðið og rændur: „Vonabaraað þessi deli náist" „Ég vona bara að þessi deli náist. Lögreglan tók málið þegar fóstum tökum og sporhundur þeirra rakti slóð árásarmannsins út á Reykjanes- braut. Þar virðist hann hafa verið tekinn upp í bíl,“ segir Ásbjörn Magnússon, 71 árs gamall Hafnfirð- ingur, sem rændur var í fyrrakvöld þar sem hann var við vinnu sína í sjoppu við Suðurgötu. Árásarmaðurinn stökk yfir af- greiðsluborðið meðan Ásbjöm sneri baki að inngöngudyrum sjoppunnar. Ásbjöm hafði nýlokið við að afgreiða viðskiptavin og stóð peningakassinn opinn og þaðan hafði ræninginn með sér nokkur þúsund krónur. Mest af fjármununum.eftir sölu dagsins var ekki í kassanum. „Þetta var stór sláni og klæddur í hálan búning eins og kafari. Ég náði Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já III Á að lögleiða bílbelti í rútum? Alllr I stafrana korflnu roet tðnvalssiwa geta nýtt »ér |ies»a þjðnu»tu. Asbjörn Magnússon, 71 árs gamall Hafnfiröingur, var barinn í höfuðiö þegar ókunnur maður rændi hann í sjoppu viö Suðurgötu í Hafnarfiröi. DV-mynd GVA því hvergi taki á honum. Áður en ég náöi að snúa mér aö honum sló hann mig í höfuðið meö barefli og ég vank- aðist," segir Ásbjöm. Eftír að árásarmaðurinn hafði hrifsað til sín mestallt úr peninga- kassanum stökk hann út og hljóp í átt að Reykjanesbrautínni. Ásbjörn reyndi að kalla á hjálp en enginn heyrði enda klukkan farin að ganga tólf og ró komin á í hverfinu. Ásbjöm hringdi á lögreglu sem kom með sporhund en hann tapaði slóð mannsins við Reykjanesbrautina. Hann var ófundinn enn þegar síðast fréttist. „Árásin kom mér mjög á óvart enda er ég ekki slíku vanur. Hér hefur aldrei neitt komið fyrir öll þau ár sem ég hef verið með sjoppuna," sagðiÁsbjöm. -GK Óhugur í fólM á Vestfjörðum: „Þessi vetur, sem nú er greini- lega genginn í garð, sker úr um hvort hér verður einhver búseta í framtíðinni. Það er óhugur í fólki; það er kvíðið og útlitið ekki björgu- legt eins og núna blæs,“ segir Jón Ragnarsson, vélsfjóri í frystihús- inu Frosta í Súðavík, í viötali við DV. Honum og öörum Vestfirðingum sem DV hefur rætt við ber saman um aö veðurfar sé almennt að versna og nú hefur staðið linnulaus stórhríð með snjóflóðum og ófærð frá því ura helgi. Ekki er útlit fvrir aö skáni fyrr en undir vikulokið. „Það era bara tveir möguleikar með veðrið í vetur. Aimaðhvort verður vetminn eins og í fyrra eða verri,*' segir Guömundur Sigurðs- son, íbúi víð Ólafstún á Flateyri. Þar eru hús á hættusvæði og Guð- mundur sagði að hann væri alvar- lega aö hugsa um að flytja. Ekkert er þó hægt að fara, húsið óseljan- legt og Ofanflóöasjóður kaupir ekki hús á Flateyri eins og í Súöavík og Hnífsdal. Vegna þessa er reiöi í mörgum Flateyringum. „Það er engin vandi fyrír skrif- stofubangsa í 500 kílómetra fjar- lægð að stressa sig ekki yfir ástand- inu, Við sem búum hér finnum fyr- ir öðru; við vitum hvernig það er að sjá ekki einu sinni í næsta Ijósa- staur vikum saman,“ sagði Guð- mundur. Aðrir vilja líta á óveöur síðustu daga sem einstakt hret þótt þeir verði einnig að viðurkenna að það er erfitt að líta björtum augum til framtíöarinnar. „Menn eru orðnir mjög hvekktir á þessu. Ef tíl vill er þessi lands- hluti kominn norður fyrir mörk hins byggilega heims en ef ég tek mig upp þá fer ég heldur til útlanda en að fara í rigninguna og suddann í Reykjavik," segir Steinþór B. Kristjánsson, skrifstofumaður hjá Kambi hf. á Flateyri. Hann bjó á hættusvæöinu við Ólafstún en er nú fluttur á öruggari stað í bænum. Veöurofsi síðustu daga nyrst á Vestfiörðum varö til jiess að al- mannavamanefndin á ísafirði var kölluö saman í gær. Ekki var þó um beint hættuástand að ræða en snjóflóö hafa falliö nærri byggð og spáð var ofsaveöri. „Þetta mynstur sem nú er komið upp ermjög líkt því sem var í fyrra- vetur. íslandslægðin hefur stöðvast viö landið og hæð er yfir Græn- landi, Það þýðir norðan fárviðri á Vestfiörðum," sagði Einar Svein- björnsson veðurfræðingur í sam- tali við DV. Hann hefur í haust kynnt niður- stöður athugana á breytingum á veðrakerfinu við ísland frá því um 1990. Þar er allt á sömu lund og nú er í hreti síöustu daga. Einar vildi þó vara við að dregnar væra álykt- anir af einstökum atburðum og veturinn gæti þess vegna oröið góð- ur þótt nú blési kröftuglega meö vetrarkomunni. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.