Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 5 Fréttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á skrifstofu sinni. Reykj a víkurborg: Hefur greitt 21 þúsund fyr- ir snyrtivörur borgarstjóra Borgarsjóður hefur greitt rúm- lega 21 þúsund krónur fyrir hrein- lætisvörur og snyrtivörur, svo sem hárblásara og púður, sem ákveðið hefur verið að hafa tiltækar á snyrt- ingu borgarstjóra í Ráðhúsinu. Þetta var gert samkvæmt reikningi dagsettum í ágúst síðastliðnum frá snyrtivöruversluninni Hygeu. Sam- kvæmt heimildum DV er þetta í fyrsta skipti sem borgarsjóður greiðir reikninga af þessu tagi fyrir borgarstjóra. „Ég held að í Höfða hafi til skamms tíma verið rakvél og rakspíri til að borgarstjóri geti not- að þá aðstöðu þegar hann kemur úr vinnu og fer í móttöku. Móttökur hafa færst hingað í Ráðhúsið og það fylgir því að vera kona aðrir hlutir en að vera karl. Þess vegna var það skoðun okkar að það væri eðlilegt að aðrir hlutir væru fyrir hendi hér. Þetta er meðal annars það sem al- þingiskonur hafa aðgang að,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. Undanfarin ár hefur tíðkast að greiða reikninga vegna fatahreins- unar fyrir borgarstjóra sem tengjast móttökum eða öðrum opinberum at- höfnum á vegum borgarinnar og hefur sú óskrifaða regla gilt frá því í borgarstjóratíð Markúsar Arnar Antonssonar. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum DV hefur kostn- aður vegna þessa numið nokkrum þúsundum króna á hverju ári. „Ég hef átt fund með skrifstofu- stjóra borgarinnar þar sem ég lýsti yfir efasemdum um réttmæti þess að borgarsjóður greiddi slíkan kostnað. Ef slíkt á að gera tel ég að það beri að setja skriflegar reglur þar um,“ segir Símon Hallsson borg- arendurskoðandi. „Þetta er ákveðinn stofnkostnað-' ur sem lagt hefur verið út í en ég reikna með að þetta komi mjög hægt inn til endurnýjunar. Mér finnst að ekki eigi að þurfa neinar skriflegar reglur. Ef hér er snyrting er hér sápa, sjampó, handklæði. í kaffi- króknum er kaffi og kaffivél. Þetta eru bara hlutir sem fylgja," segir borgarstjóri. „Þetta hlýtur að kalla á frekari skýringar en ég hef ekkert i hönd- unum til að meta það. Þetta hljómar mjög undarlega en það á eftir að skoða þetta betur,“ segir Árni Sig- fússon borgarfulltrúi. -GHS Enn skýtur Sverrir Hermannsson á viðskiptaráðherra: Verður að eiga þetta við sjálfan sig - er svar Finns Ingólfssonar „Einhverra hluta vegna hefur Sverrir fundið þörf hjá sér til að senda mér einhver skot öðru hverju, að ég tel að tilefnislausu. Svona orð- færi og framkoma lýsa Sverri miklu frekar heldur en mér. Hann verður bara að eiga þetta við sjálfan sig, blessaður karlinn,“ sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra við DV en Sverrir Hermannsson, banka- stjóri í Landsbankanum, skaut föst- um skotum að Finni í fréttatíma Bylgjunnar nýlega. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sverrir skýtur opin- berlega á ráðherra bankamála í landinu. Bylgjumenn voru að leita álits hjá Sverri á ummælum Finns á aðal- fundi sparisjóðanna um málefni líf- eyrissjóðanna og að bankar m.a. eigi að taka við lífeyrissparnaði landsmanna. Sverrir sagðist ekki vilja ræða neitt um það sem Finnur segði, hann vildi „ekki vera á sama umræðuplani". Finnur sagðist ekki hafa neitt yfir Sverri að kvarta, hann hefði ekki þurft að hafa af honum nein afskipti frá því hann settist í stól viðskipta- ráðherra í vor. „Ég er vissulega bankamálaráð- herra en Sverrir er ekki skipaður af mér. Hann er skipaður af stjórn Landsbankans þannig að hann er hennar starfsmaður," sagöi Finnur. -bjb Byggðasafn Reykjanesbæjar: Boðið filmusafn á 3 milljónir Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur mælt með tilboði sem nefndinni barst um kaup á filmusafni Heimis Stígssonar. Safnið er frá árunum 1960 til 1995. Kaupverðið yrði 2,5 til 3 milljónir og myndi greiðast á allt að 15 árum. Filmusafnið inniheldur um 23 þúsund passamyndir, 9 þúsund svart- hvítar myndatökur, 8.500 lita- myndatökur, 6 möppur af 35 mm fréttamyndum og 3 þúsund eftirtök- ur af eldri myndum. Seljendur safnsins áskilja sér rétt til afnota af filmunum til eftirtöku en með i kaupunum myndi fylgja aðstoð Heimis Stígssonar við skrán- ingu. Safhið er núna geymt í ófull- nægjandi húsnæði. ^ Hveragerði: Ok ölvaður á tengikassa Ölvaður ökumaður stal sér bíl i Hveragerði í fyrrakvöld og ók hon- um á tengikassa hjá Pósti og sima og sat þar fastur þegar lögreglan kom að. Maðurinn gisti fanga- geymslu lögreglunnar á Selfossi yfir nótt enda var hann að sögn lögreglu óviðræðuhæfur vegna ölvunar. Töluverðar skemmdir urðu á bílnum og eins á kassanum hjá Pósti og síma. -GK Leikur nr. 15 í Lengjunni: FH - Valur Lægsti stuðullinn táknur líklegustu úrslitin. Spáðu í líkumar! Þú velur hvaða úrshtum þú spáir í þessum leik. Stuðlamir sýna möguleikann á hverjum úrshtum (1, X eða 2) á tölfræðilegan hátt. Nú er úr vöndu að ráða, því að jafnar líkur (sömu stuðlar) eru taldar á heimasigri og útisigri. Minnstar líkur (hæsti stuðuhinn) eru taldar á því að leiknum ljúki með jafntefli. En hærri stuðull hækkar líka upphæð vinningsins sem þú getur átt von á! STUÐLAR 14 Mið. 25/10 19:15 Wolves - Charlton 1,70 2,85 3,25 Knatt 15 Mið. 25/10 19:30 FH - Valur 1,90 5,10 L90 Hand 16 Mið. 25/10 19:30 Grótta - Haukar ^ “'Hand ^or;f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.