Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
7
Sandkorn
Fréttir
Rjúpnaveiði
Eins og kom
fram i síðasta
laugardags-
blaði DV eig-
um við hér á
blaðinu tvo
kunna
rjúpnaveiði-
menn, þá Per
og Kristmund
Atla. Við vin-
ir þeirra erum alltaf hálfhrædd-
ir um að þeir týnist einhverja
helgina við veiðamar. Þess
vegna var vel tekið eftir því
sem í Vestfirska fréttablaðinu
var kallað Örleiðari undir fyrir-
sögninni „Rjúpnaveiðimanna-
leitartíminn byrjar vel“.
Ein lyfta
Enn kemur
saga úr safni
Róberts
Schmidt á
Suðm-eyri.
Þar segir frá
tveimur göml-
um körlum
vestur á ísa-
firði sem voru
að ræða sam-
an. Þeir stóðu á aðalgötu þorps-
ins og ræddu um Hjallaveginn,
götu sem liggur fyrir ofan eyr-
ina og þykir mörgum þorpsbú-
um erfitt að ganga upp hann.
Þeir veltu því fyrir sér hvort
ekki væri hægt að finna ein-
falda lausn á málinu. Annar
sagði að sennilega væri best að
setja upp lyftu. Hinn karlinn
stamaði nokkuð. Hann tók und-
ir þetta með lyftuna og sagði.
„Ég, ég tek undir að setja, setja
upp lyftu, lyftu, lyftu.“ Þá svar-
ar hinn. „Það er nú nóg að setja
bara upp eina lyftu.“
Viðskiptablað-
ið birtir
stimdum lög-
fræðingasög-
ur. Ein var á
þá leið að
tveir lögfr æð
ingar vora
staddir í
banka þegar
vopnaðir ræn-
ingjar réðust inn. Nokkrir ræn-
ingjanna hófu þegar að krefja
gjaldkerana um peninga en hin-
ir snera sér að viðskiptavinun-
um. Þeim var skipað upp að
vegg og síðan gengu ræningj-
amir á röðina og tóku allt verð-
mætt af fólkinu. Meðan á þessu
stóð lumaði annar lögfræðingur-
inn einhverju smálegu i lófa
hins. Sá þorði ekki að hreyfa sig
en hvíslaði. „Hvað varstu að
láta mig fá?“ Hinn hvíslaði á
móti. „Þetta er fimm þúsund
kallinn sem ég skulda þér.“
Biskupsveisla
Biskup ís-
lands, herra
Ólafur Skúla-
son, vísiteraði
Mælifells-
prestakall í
vor. Að lok-
inni vísiter-
ingu buðu
sóknarnefnd-
irnar og fyrirmenn hreppsins til
veislu á Hótel Bakkaflöt og um
þá veislu orti Sigfús Steindórs-
son á Sauðárkróki.
Á Bakkaflöt er boöiö til veislu
biskupnum yfir íslandi.
Ýmislegt þar er til neyslu,
eins og lítill grísíjandi.
Fleira gott er að finna þar,
fleginn humar og graflaxar.
M”llerspasta og messuvín,
mikiö er þessi veisla fin.
Nú boröa allir sem best þeir geta.
Biskup kunni þaö vel að meta
að prófastur er í pólitík.
Undir borðum var um þaö rætt,
hvemig afkoma presta verði bætt,
svo mannsæmandi þeir mættu lifa
og messa söihuöum til þrifa.
í svöngum manni er sálin snauð,
sífellt hugsa um meira brauö.
Tvö brauö og fimm fiska.
Þeir fara strax á það að giska,
hvort ekki mætti metta
mennina sem svelta
sáru hungri út í hinum stóra heimi.
Drottinn þá geymi.
Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson
Félagsmálaráðuneytið:
Ný áætlun um
jafnréttismál
- næstu fimm árin
Jafnréttisráðherrar Norðurlanda
hafa samþykkt nýja samstarfsáætl-
un á sviði jafnréttismála fyrir tima-
bilið 1995 til 2000. Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra kynnti áætlunina
á blaðamannafundi í gær og sagði
þá að jafnréttismál yrðu áfram for-
gangsmál hér á landi og annars
staðar á Norðurlöndunum. Hann
sagðist í því sambandi binda miklar
vonir við að raunhæfar tillögur
kæmu fljótlega frá nefnd um starfs-
mat undir forystu Sivjar Friðleifs-
dóttur alþingismanns.
Markmið nýju jafnréttisáætlunar-
innar eru þrenns konar: að halda
áffam að þróa sameiginlega lífssýn
Norðurlandaþjóða og sameiginlega
stefnu innan Evrópu og á alþjóða-
vettvangi, stuðla að árangursríkara
og öflugra jafnréttisstarfi innan-
lands og að sjálfsagt verði að gæta
jafnréttissjónarmiða í stefnumótun í
þjóðfélaginu og starfsemi Norrænu
ráðherranefndarinnar.
Norræna ráðherranefndin mun á
næstu fimm árum beina samstarfi
sínu að starfsemi sem stuðlar að því
að kynin fái jafnan aðgang að
ákvarðanatöku í stjórnmálum og
efnahagsmálum, jafnri stöðu og
áhrifum kvenna og karla í efnahags-
málum og varðandi launajafnrétti
kynjanna, jafnri stöðu kynjanna í
atvinnulífi, gefur bætt tækifæri til
að sameina foreldrahlutverk og
launavinnu og hefur áhrif á þróun
jafnréttismála innan Evrópu og á al-
þjóðavettvangi.
-GHS
ANÆSTA
SÖLUSTAÐ
AÐEINS
895 kr.
OG ENNÞÁ
MINNA í ÁSKRIFT
í
T' • > ' ; í --
■
^'pennanbi bék - Ttálíííð ÝÓtoantLsk
- en tintfrant aUt tétt eg fijéUeg
IIS^KBÆKUR
TPi*“
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
kynnti á blaðamannafundi í gær
nýja jafnréttisáætlun á Norðurlönd-
um næstu fimm árin og sagðist þá
meðal annars binda miklar vonir við
tillögur nefndar um starfsmat sem
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður
leiðir. Von er á tillögunum fljótlega.
Á myndinni frá vinstri er Berglind
Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri, Elsa
Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri
Jafnréttisráðs, Páll og Elín R. Líndal,
formaður Jafnréttisráðs.
DV-mynd GS
Kópavogur:
Samið um að
bjarga skóg-
rækt við
Rjúpnahæð
Samningaviðræður eiga sér stað
milli bæjaryfirvalda í Kópavogi og
forsvarsmanna Hitaveitu Reykjavík-
ur og Vegagerðarinnar um lagningu
hitaveituæðar og vegar um skóg-
ræktarland í Rjúpnahæð í Kópa-
vogi. Tæknimenn hjá Kópavogs-
kaupstað hafa lagt til að hitaveitu-
æðin og vegurinn liggi samhliða
þannig að hægt verði að þjónusta
æðina frá veginum. Með því verði
komist hjá veralegu raski í skóg-
ræktarlandinu.
DV greindi frá því fyrir nokkru
að leggja ætti stofnæð á vegum Hita-
veitunnar og veg um land Skógrækt-
arfélags Kópavogs í Rjúpnahæð í
Kópavogi og rífa þyrfti upp ríflega
78 þúsund trjáplöntur vegna þessa.
Formaður Skógræktarfélagsins mót-
mælti raskinu við bæjaryfirvöld í
Kópavogi bréflega og benti á að rífa
þyrfti upp með rótum um helming
af þeim plöntum sem væru á landi
félagsins.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Hitaveitan lýst sig velviljaða fram-
komnum hugmyndum en ekkert
svar hefur borist frá Vegagerðinni.
-GHS
Við tökumjtaf • ■ mm
æðiskðisf
..tryggðu þér sölupláss um helgina
Um helgina verður "æðisleg"
markaðshátíð í Kolaportinu með
fjölbreyttum og skemmtilegum
uppákomum, heimilislistafólki,
barnabásum og kompudóti.
ISLENSKI
HEIMILISLISTA-
MARKAÐUR UM HELGINA
Sérstök dómnefnd mun velja fallegasta
íslenska handverksbásinn um helgina og
fær sá aðili hagkvæma viðurkenningu.
Ennþá eru lausir sölubasar
nokkrar helgar í nóvember og
vid byrjum ad taka nidfur pantanir
inn á helgar í desember frá
og med næstu mánaðarmótum.
Vid minnum einnig á laus pláss á
jolamarkadi Kolaportsins sem
verdur opinn alla daga i desember.
KOMPU KEPPNI
Á KOMPUDÖGUM
Valinn verður besti kompubásinn
og besti sölumaðurinn og veittar
hagkvæmar og skemmtilegar
viðurkenningar.
BREYTTUR
SÖLUTÍMI Á
LAUGARDÖGUM
Opið laugardaaa /
09 sunnudaaa /
kl. NjOO^/jOO /
BARNA- OG
UNGLINGABÁSAR
Börn og unglingar 16 ára og yngri geta leigt sér
aðstöðu um helgina. Valinn verður besti barna- og
unglingabásinn og besti sölumaðurinn í þeirra
hópi. Þessir aðilar fá viðurkenningarskjal ásamt
skemmtilegum og hagkvæmum verðlaunum.
TAKMARKAÐ PLASS
ER FYRIR HVERN HÓP
PÖNTU NARSÍMI ER 562 50 30
KOLAPORTIÐ
MARKAÐSTO R C