Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 10 ■> ' ÍS. Nf MÆ{/ 0a Kvenfélögin eiga rætur í íslenskri menningu - segir Anna Nílsdóttir, formaður Kvenfélags Olafsvíkur „Kvenfélagið í Ólafsvík vinnur að ýmsum mannúðarmálum í bænum. Við stöndum fyrir fjáröflunum og styrkjum gjaman einhver góð mál- efni,“ segir Anna Nílsdóttir, formað- ur Kvenfélags Ólafsvíkur, sem stofn- að var 19. júní 1950. Hún segir að oftast komi upp í hendur þeirra ákveðin mál til að styrkja án þess að þær hugsi það fyrirfram. „Hér hafa einstaklingar notið góðs af starfseminni, svo og kirkjan og leikskólinn. Starfið hefur verið mis- öflugt og þær sem eru virkar eru mjög duglegar. Kvenfélög eiga í vök að veijast þvi önnur líknarfélög eru starfandi í landinu. Ég er á því að kvenfélögin séu alíslensk og eigi mjög sterkar rætur í íslenskri menn- ingu sem vel má rækta,“ segir Anna. Kvenfélagskonur sjá um jólatrés- skemmtim, sjá um 17. júní kaffi, selja sólarpönnukökur og sjá um aðventu- hátíð en ágóðinn af henni rennur til kirkjunnar. „Við reynum líka að gera ýmislegt fyrir félagskonur svo sem standa fyr- ir gagnlegum námskeiðum. Mér þyk- ir alltaf vænt um kvenfélögin af því þau eru íslenskari en önnur sam- bærileg félög." Erf itt að læra beygjurnar segir Mónika Bereza 1 Fiskkaupum Mónika segir mun skemmtilegra að stýra lyftaranum en vinna í vinnsl- unni. Hún tók lyftarapróf i Ólafsvík og hefur síðan setið undir stýri. „Ég tók lyftaraprófið héma í Ól- afsvík. Mér finnst meira gaman á lyftaranum heldur en í vinnsl- unni,“ segir Mónika Bereza frá Póllandi. Hún hefur unniö í Fisk- kaupum í tvö ár og segir sér líka ágætlega, stundum sé mikil vinna og inn á milli rólegra. Mónika talar svo góða íslensku að í fyrstu var ekki að merkja að hún væri af erlendum uppruna. Hún kom til Ólafsvíkur fyrir fimm árum. „Ég kom hingað til að vinna í frystihúsinu, kynntist manni og gifti mig. Við eigum tvo stráka, 2ja og 3ja ára,“ segir Mónika. í upp- hafi ætlaði hún aöeins að dvelja á íslandi í sex mánuði við vinnu enda segist hún ekki hafa verið hrifin af hugmyndinni í upphafi. „Það hringdi maður í mömmu og bauð mér vinnu hér. Mér fannst það ekki spennandi en allt í lagi í stuttan tíma. Manninum mínum kynntist ég fljótlega og því er ég hér enn,“ segir Mónika og brosir. Köld sumur Aðspurð segist hún hafa farið tvisvar í heimsókn til Póllands og þar hafi margtbreyst til batnaðar. Vöruskortur sé ekki áberandi og fólk hafi meira handa á milli. „Mér finnst bara fínt að vera á íslandi en kalt. Vetumir eru líka kaldir í Póllandi en þar er heitt og gott sumar,“ segir hún og kvartar undan íslenska sumrinu. „Vetur- inn í fyrra var mjög erfiður, mikill snjór og kuldi." Hugur hennar stefnir til Reykja- víkur en í Ólafsvík segir hún gott að ala upp börn og viðmót heima- manna hafi aUtaf verið jákvætt. Þegar Mónika er spurð um glím- una við íslenskuna segir hún: „Mér fannst ekki erfitt að læra ísiensku nema „beygjumar". Þær em erfið- ar og ég get ekki lært þær,“ segir hún og á við erfiða beygingafræði málsins. Þurf um ekkert að sækja suður - segir Jensey Skúladóttir, umsjónarmaður félagsheimllisins Eitt glæsilegasta félagsheimili landsins er Klif í Ólafsvík. Þar er umsjónarmaður Jensey Skúladóttir. Hún segir að aðstaða til aUrar félags- starfsemi sé eins og best verði á kos- ið. „Hér er mjög gott leiksvið en því miður er frekar UtU starfsemi hjá leikfélaginu í augnabUkinu. Húsið er mikið notað fyrir mannfagnaði en aðaUega á vorin og sumrin. Hingað koma hljómsveitir tíl að spUa á böU- um og það er samdóma áUt að hljóm- burður sé mjög góður. Sinfónían spU- aði hér og hljómaði mjög vel,“ segir Jensey. Húsinu er auðvelt að skipta niður eftir þörfum. Eldri borgarar nota húsið vikulega en aðeins hluta þess. Svo er húsið leigt undir afmæU, erfi- drykkjur og aUa þær samkomur sem einstaklingar og félög vUja halda. Er orðinn Ólsari Jensey er aðflutt tíl Ólafsvíkur en segist kaUa sig Ólsara nú orðið. Hún bjó áöur á Siglufirði og í Reykjavík. „Mannlíf er ágætt hér að mörgu Jensey segir að Ólsarar þurfi ekkert að sækja suður lengur. Jensey með dóttur sinni, Guðrúnu Sigríði Guð- mundsdóttur, 7 ára, og vinkonu hennar Sigríöi Kristínu Björnsdóttur, 7 ára. DV-mynd RaSi leyti. Undanfarið hefur atvinnu- ástand ekki verið nógu gott en það horfir tíl bóta. Sjálf er ég bjartsýn á samstarfið við KEA á Akureyri og trúi því að það verði lyftistöng fyrir atvinnulífið," segir Jensey. „Það er mjög gott að ala upp böm héma. Nýlokið er endurbótum á grunnskólanum og nú er skóUnn ein- setinn. Aðstaða fyrir nemendur og kennara er aiveg til fyrirmyndar. Einsetinn skóh gerir krökkunum kleift að nota skíðalyftumar eftir hádegi meöan birtu nýtur.“ Aðspurð segir Jensey að ungt fólk hafi flutt í bæinn á síðustu mánuð- um. TUtölulega auðvelt sé að fá hús- næði og stutt bið eftir dagvistunar- plássi. „Það em margar flottar fataversl- anir hér og nú bjóðast okkur vörur frá Bónusi í Reykjavík á sama verði og þar. Það eina neikvæða við Ólafs- vík er rokið," segir Jensey og hlær. „Það er aUtaf rok hérna miðað við stUluna á Siglufirði. Þess utan emm við með aUt hérna og þurfum ekki að leita suður." Anna Nílsdóttir, tormaður Kvenfélags Ólafsvíkur, og Ingibjörg Steinsdóttir, formaður Kvenfélags Hellissands, við veisluborðið sem Snæfellsbæingum var boðið upp á. Fyrir innan beið önnur eins hnallþóra. DV-myndir RaSi Kleinur í bátana helsta fjáröflunin - segir formaður Kvenfélags Hellissands „Okkar helsta fjáröflunarleið er kleinusala í bátana. Við komum sam- an og bökum úr 50 kfióum af hveiti og bökum allt hvað af tekur. Þetta hefur reynst góð fjáröflunarleið og ég veit að við emm öfundaðar af þessu framtaki sem var hugmynd einnar félagskonunnar," segir Ingi- björg Steinsdóttir, formaður Kvenfé- lags HeUissands. Kvenfélagið fagnar 75 ára afmæU sínu í byijun næsta árs. Leikskólinn hefur notið góðs af starfi kvenfélagsins, svo og heUsu- gæslan og gmnnskólinn. Með öðrum kvenfélögum á svæðinu styðja þær starfsemi dvalarheimiUs aldraðra. Ingibjörg segir að innan vébanda Sambands breiðfirskra kvenna séu níu kvenfélög. Ár hvert, þann 19. júní, komi þær aUar saman og helst á íslenskum búningi og geri sér glað- an dag. Hún segir að starfsemin hafi eflst og konum fiölgað þegar meira af starfinu sé fyrir félagsmenn sjáifa. „Við förum út að borða saman og förum í leikhús saman. Þá sjá þær yngri að þetta er ekki félag sem ein- beitir sér að bakstri eingöngu," segir Ingibjörg. Hún og Anna, formaöur í Ólafsvík, eru sammála um að ímynd kvenfélaga sé röng því þar innan kunni konur fleira en að baka. Þeirri ímynd þurfi að breyta þar sem tímarnir hafi breyst. En þrátt fyrir það byggist starf Kvenfélags HeUisands á fiáröflun til hagsbóta fyrir aðra í samfélaginu. „Við keyptum kyrtla í kirkjuna fyr- ir nokkru. í fyrra keyptum við sjón- varp og myndbandstæki fyrir grunn- skólann. Við reynum að hjálpa til þar sem þarf og það má geta þess að kvenfélagiö stofnaði leikskólann á sínum tíma og hefur alltaf sinnt hon- um vel,“ segir Ingibjörg. „Starfsemi kvenfélaganna hefur farið allt of hljótt af því að við erum ekki nógu duglegar að koma okkur á framfæri." Þau voru hress bömin i Ólafsvik sem DV hitti á dögunum. Þau voru úti að ganga með hundana sina. Steinunn Lárusdóttir, Tómas Alfonsson, Andri Már Sigurðsson, Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir og Sigurður Arnar Sölva- son. DV-mynd RaSi Ég ræð alveg hvað ég vil „Ég vil heldur búa í Reykjavík þar sem ég átti heirna," sagði Steinunn Lárusdóttir þegar hún var spurð um lífið í Ólafsvík. Tómas Alfonsson var nýkominn úr sjoppunni með sælgæti í poka sem hann deildi á milli þeirra. „Ég ræð alveg hvað ég vil. Pabbi og mamma eru á Akureyri," sagði Tóm- as þegar hann var spurður hvort nokkuð væri nammidagur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.