Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heímasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdroif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftanrerð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Ogrun er ágæt
í grundvallarverki sínu um mannkynssöguna notaði
Arnold Toynbee sagnfræðingur íslendinga sem dæmi um
mikilvægi ögrunar í sögu þjóða. Hann benti á, hvemig
landnámsmenn urðu að skilja við vini og ættingja, eign-
ir og mestan hluta bústofns til að halda út á hafið.
Það er mikil ákvörðun að brjóta brýr að baki sér og
halda út í óvissuna. Að mati Toynbees felst í því ögrun,
sem getur lyft heilum þjóðum. Þannig hafi norrænar
bókmenntir verið samdar og skráðar á íslandi, en ekki
hjá þeim, sem urðu eftir á heimaslóðum forfeðranna.
Toynbee taldi, að ögrun gæti gengið of langt og benti á
Grænland sem dæmi um það. Þar hafi óblíð náttúra orð-
ið norrænum mönnum of viðamikið viðfangsefni, þannig
að þar reis ekki norræn hámenning og að þar fjaraði nor-
rænt landnám út á nokkrum öldum.
Þessi dæmi eru aðeins tvö af mörgum, sem Toynbee
rekur til stuðnings þeirri kenningu, að nauðsynlegt sé
fyrir fólk og þjóðir að lenda í erfiðleikum. Slíkt hvetji til
átaka við verkefni, hvort sem þau eru á sviði atvinnu eða
efnahags, vísinda eða tækni, lista eða menningar.
Þetta hljómar ekki ókunnuglega. Margir þekkja sam-
líkinguna við deiga járnið, sem herðist í eldinum. Fólk
og þjóðir hafa tilhneigingu til að koðna niður í aðgerða-
litlum þægindum, ef allt gengur í sí|ellu sinn vanalega
gang. Vandamál og tækifæri rekur þá ekki á fjörurnar.
Tuttugasta öldin hefur gefið okkur tækifæri til að
mæta ögrun, sem minnir á landnámsmenn, þótt hún sé
ekki eins róttæk. Það er búseturöskunin í landinu. Um
aldamót bjuggu níu af hverjum tíu íslendingum í strjál-
býli, en nú býr þar innan við einn af hverjum tíu.
Þetta stuðlaði að innri spennu, sem varð sumum
helztu rithöfundum þjóðarinnar yrkisefni á fýrri áratug-
um. Þeir Qölluðu um bóndasoninn, sem flúði á mölina og
glataði sálu sinni. Raunveruleiki flestra flóttamanna var
þó annar og betri. Þeir festu rætur á nýjum stað.
Höfuðborgarsvæðið er niðurstaða þessara miklu þjóð-
flutninga íslendinga á tuttugustu öld. Þar eru sífelldir
tónleikar og listsýningar. Þar eru leikhúsin og kaffihús-
in. Þar eru gefin út blöð og ljósvakamiðlar. Þar fer fram
meginþorri allrar sköpunar í vísindum og listum.
Myndun nútímalegs menningarsvæðis í þéttbýlinu við
Faxaflóa er hin síðari af tveimur byltingum íslendinga-
sögunnar. Flóttinn á mölina varð þjóðinni sú ögrun, sem
lyfti henni inn í menningarlegan nútíma eftir fremur
ömurlega tilveru á nokkrum myrkum eymdaröldum.
Fólkið, sem flutti til höfuðborgarsvæðisins kannast al-
mennt ekki við að hafa skaðazt af þessari röskun. Þvert
á móti varð flutningurinn flestum til gæfu og gengis, þótt
undantekningar séu á því eins og öðru. Röskun búsetu í
landinu var íslendingum mikið heillaskref.
Af pólitískum afturhaldsástæðum hefur verið reynt að
spoma gegn þessari röskun og draga úr ögruninni. Vörn-
in lagðist í fast kerfi á sjöunda áratugnum, þegar farið
var að greiða mönnum stórfellda og sjálfvirka styrki til
að fá þá til að halda áfram búskap í strjálbýli.
Viðnámið hefur borið þann skaðlega árangur, að mjög
hefur dregið úr flutningi fólks úr strjálbýli í þéttbýli á
síðasta aldaríjórðungi. Það hefur sparað mörgum að
lenda í röskun og ögrun búferlaflutninga og að freista
gæfunnar í ótal tækifærum höfuðborgarsvæðisins.
Hin afturhaldssama skoðun, að röskun sé skaðleg og
að hið opinbera eigi að hamla gegn henni, styðst ekki við
reynslu íslendinga og annarra landnámsþjóða.
Jónas Kristjánsson
„Flest bendir til þess að omengaö aflamarkskerfi sé væniegt til að veiða fisk með lágmarkstilkostnaði,“ segir
m.a. í grein Markúsar.
Markmið og að-
ferð í kvótamálinu
Mikil umræða varð um stjórnun
fiskveiða fyrir kosningar, og engar
líkur eru á að málið gufi upp í
bráð, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. Kosningar kalla
ekki alltaf fram bestu eiginleika
frambjóðenda, enda einkenndist
umræðan af yfirboðum og þjónkun
við þá sérhagsmunahópa sem helst
voru falir í hverju kjördæmi.
Því heldur er ástæða til að gera
grein fyrir þeim almennu stefnum-
iðum og grundvallaratriðum, sem
fremur ættu að ráða ferðinni en at-
kvæðaleit á örvæntingartímum
kosningabaráttunnar. Þessum lín-
um er ætlað að vera innlegg í þá
grundvallarumræðu.
Almenn lífskjör og arfur
kynslóöanna
Meginmarkmið .fiskveiðistjórn-
unar og allrar annarrar land-
stjómarvinnu hljóta að vera að al-
menn lífskjör verði svo góð sem
framast má verða og að hver kyn-
slóð komi að jafngóðu og búi og sú
næsta á undan og helst betra. Vert
er að lýsa áðeins nánar hvað hér
er átt við með því að almenn lífs-
kjör eigi að vera sem best, því ekk-
ert auðveldar mönnum fremur að
drepa umræðu á dreif en fallega
orðuð og illa skilgreind markmið.
Með góðum almennum lifskjör-
um er hér verið að ætlast til meira
en að samanlagðar tekjur lands-
manna verði sem mestar. Það er
lítið gagn í háum heildartekjum ef
90% þjóðarinnar hafa það samt
sem áður skítt. Til þess að almenn
lífskjör séu góð þurfa þjóðartekjur
ekki einasta að vera háar, heldur
þarf dreifing tekna að vera tiltölu-
lega jöfn, eöa að minnsta kosti
tækifærin til að afla tekna.
Þannig virðist einsætt að ef bor-
ið væri saman tvenns konar fyrir-
komulag og ef sýnt þætti að 90%
þjóðarinnar farnaðist betur í öðru
kerfinu en hinu, þá hlyti sá kost-
urinn að verða ofan á sem væri
betri fyrir þorra landsmanna.
Dugar gjafakvótakerfið?
Það er ekki fyrir fram óhugs-
Kjallarinn
Markús Möller
hagfræðingur
andi að núverandi fyrirkomulag á
veiðum og eignarhaldi sé það sem
best stuðlar að góðum, almennum
lífskjörum og varðveitir arf kom-
andi kynslóða. Á því hefur hins
vegar ekki verið gerð nein athug-
un sem nálgast að vera fullnægj-
andi. Það sem fyrir liggur eru fjöl-
margar athuganir á þrengra rann-
sóknarefni: Flest bendir til þess að
ómengað aflamarkskerfi sé væn-
legt til að veiða fisk með lágmarks-
tilkostnaði. Það er að vonum og
hagfræðilega kórrétt.
Núverandi kerfi er einkarekstr-
arkerfi með eignarrétti, og það er
almenn niðurstaða í hagfræði að
slík kerfi dugi til að lágmarka
kostnað og koma í veg fyrir að
verðmæti verði engum að gagni.
Og hver efast um að kvótinn muni
gagnast eigendum sínum?
Það eru hins vegar engin sann-
indi til í hagfræði sem segja að
einkarekstur og eignarréttur dugi
til að gefa öllum jöfn tækifæri ef
ójafnt er gefið í upphafi, eða að
það sem einni kynslóð er úthlutað
dugi til að byggja upp varanlega
hagsæld. Dæmi um hið gagnstæða
vantar ekki og nægir að benda
annars vegar á tekjuskiptinguna í
ýmsum olíuríkjum og hagnýtingu
Spánverja á AmeríkuguUinu forð-
um.
Athugum málið!
Nauðsynlegt er að bæta úr og
leita svara við spurningunum hér
að ofan: Dugar núverandi gjafak-
vótakerfi til að stuðla að sem best-
um, almennum lífskjörum og varð-
veita arf komandi kynslóða? Ekki
vantar að íslenskir fræðimenn
■hafi skoðun á málinu, en þeir hafa
flestir tekið afstöðu til þess og telj-
ast af þeim sökum síður hæfir til
að meta valkosti með opnum huga.
Spurningin er nógu áhugaverð
og snúin til þess að hægt væri að
fá úrvalslið hagfræðinga á Vestur-
löndum til að takast á við hana, og
óvíst að miða þyrfti lægra en á
orðna og verðandi nóbelsverð-
launahafa. Slíkt heimslið ætti þó
ekki að skera úr um hvaða leið
yrði farin. Úr því verður skorið
með aðferðum lýðræðisins á vett-
vangi íslenskra stjórnmála. En
þegar fjallað er um fjöregg og
framtið islenskrar þjóðar dugar
ekki annað en hafa þekkingar-
grundvöllinn í lagi.
Markús Möller
„Með góðum almennum lífskjörum er
hér verið að ætlast til meira en að saman-
lagðar tekjur landsmanna verði sem mest-
ar: Það er lítið gagn í háum heildartekj-
um ef 90% þjóðarinnar hafa það samt sem
áður skítt.“
Skoðanir annarra
Tregðulögmál jafnréttismála
„Konur hafa sótt fram á mörgum sviðum. Meiri-
hluti námsmanna við Háskólann er konur. Fyrir
tuttugu árum sátu þrjár konur á þingi, nú eru þær
sextán. Konur hafa verið valdar til að gegna ýmsum
af veigamestu embættum þjóðarinnar. Allt eru þetta
skref í rétta átt. En raunverulegt jafnrétti verður
aldrei tryggt meðan litið er á konur sem annars
flokks þegna á vinnumarkaðinum. Brýnasta verk-
efnið á sviði jafnréttismála er að yfirvinna tregðu-
lögmáliö á því sviði.“
Úr forystugrein Alþbl. 24. okt.
Kvótabrask hins opinbera
„Ekki er annað hægt að sjá en Eignarhaldsfyrir-
tæki Landsbankans, Hömlur, virðist bera hag ein-
stakra útgerða á Norðurlandi mjög fyrir brjósti. Það
er alvarlegt mál, þegar ríkisbanki notar fjármagn
sitt til að braska með aflaheimildir með þátttöku op-
inbers fyrirtækis. Þegar opinbert fjármagn er notað
til að færa aflaheimildir milli landshluta og stuðla
þannig I vaxandi mæli að framgangi og vexti þess
lénsskipulags, sem nú þrífst í sjávarútveginum und-
ir verndarvæng kvótakerfisins."
Örn Erlingsson útgerðarm. í Mbl. 24. okt.
Ríkisrekin frjálshyggja
„Á Islandi er það stóri draumurinn að komast á
opinbera jötu. Það er líka vel þess virði. Þeir, sem
bjóða sig fram til þjónustu við fólkið í landinu eða
starfa við að halda samfélaginu gangandi, eru born-
ir saman við forstjóra örfárra stærstu og best reknu
fyrirtækja landsins og launakjörin ákvörðuð sam-
kvæmt því. Hér er því glæsilega ríkisrekin frjáls-
hyggja, þar sem það, að vera kjörinn eða ráðinn til
að fara með opinber málefni jafngildir því að reka
stór og öflug atvinnufyrirtæki á svokölluðum frjáls-
um vinnumarkaði."
OÓ í Tímanum 24. okt.