Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Síða 18
34
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995
Menning
Redurírós-
mynstraðri skál
Ámi IngóLfsson 1 Galleríi Sævars Karls og Ásmundarsal
Það er orðið býsna algengt að listamenn bregöi á það
ráð að skipta upp sýningum sínum. Yfirleitt er tilgang-
ur listamannanna sá að sýna ólíkar áherslur í list
sinni, en stundum er það einfaldlega sýningarhús-
næðið sem setur viðkomandi of þröngar skorður. Svo
virðist sem hið síðamefnda hafi ráðið því að Ámi Ing-
ólfsson setti upp sýningar á sama tíma í Galleríi Sæv-
ars Karls og í Ásmundarsal. A.m.k. tengjast verkin
innbyrðis og allt heíði fallið í ljúfa löð hefðu sýningam-
ar veriö á sama stað. Á báðum stöðum færir Árni sér
í nyt hversdagslega hluti og tákn til að miðla hugmynd-
um, oft kiisjukenndum, um samskipti kynjanna, vald,
yfirborðsmennsku, siðsemi o.fl.
Gálgahúmor og hráskinnsleikur
í Galleríi Sævars Karls er um að ræða innsetningu
sem byggist á klisjunni um það hvernig mannkynið
fjölgar sér. Þrír skaufar úr hrágúmmíí teygja sig upp
úr rósmynstraðri postulínsskál og í átt að þokukennd-
um ljósmyndum af blómabreiðum er hvíla á stöngum
úr stáli. Inntaki og efnivið er lýst á upphafinn hátt í
sýningarskrá og eykur listamaöurinn þar með við
gálgahúmorinn sem einkennir iimsetninguna. Hér er
allt á léttum nótum hráskinnsleiks með væntingar
sýningargesta og fyrir fram skilyrt viðbrögð við tákn-
myndum sem ættu að vera á hvers manns borði í
veisluhöldum fjölmiðla nútímans, en eru það ef til
vill ekki. Til að kóróna slíka tilvísun til veisluborðs
menningarinnar nefnir Ami þetta verk sitt Þrír aust-
firskir geitaostar og eru þeir nafngreindir sem Mari-
netti, E1 Greco og Lissitsky..
Þanþol klisjunnar
Svipað er uppi á teningnum í Ásmundarsal. Gálgahú-
morinn er þar allsráðandi í skeytingarleysi gagnvart
siðareglum og þjóðlegum gildum. Eitt verkið nefnist
Nokkur auðveld vers úr sálmum séra Hallgríms og
samanstendur af þurrkuöu hrossataði í glærri plastk-
úlu sem hvílir á stálgrind alsettri loftnetum. Segja má
að Ami sé með þessari sýningu að reyna á þanþol hug-
mynda og mörk klisja og frumlegrar hugsunar. Þó er
eins og hann sé einum of upptekinn við að draga fram
mögulegar hneykslunarhellur án þess að hafa til þess
gildar ástasður. Bitastæðasti skúlptúrinn á sýningunni
samanstendur af hermannaskóm, steyptum í ál, er sitja
á stálstöngum er mynda hring og yfir trónir svört regn-
hlíf. Heiti verksins virðist hins vegar gersamlega út í
Þrír skaufar úr hrágúmmíi teygja sig upp úr rós-
mynstraðri postulinsskál á sýningu Árna Ingólfssonar
í Galleríi Sævars Karls.
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
hött, eins og reyndar fleiri á sýningunni; Ofurölvi.
Reðurinn fær sitt í Ásmundarsal ekki síður en í
Galleríi Sævars Karls. Hér eru þrjú verk sem byggjast
á þátttöku reðursins. í verki sem ber hið undarlega
heiti Frá og með 20. apríl, ókey, eltist reður er líkist
slöngu úr áli við þrjú saklaus sáputyppi sem „nei“ er
greypt í. Og í öðru verki sem heitir Hann kemur grænn
undan vetri gefst gestum kostur á að fleygja bláum
skaufa upp á vegginn og láta hann skakklappast niður
á við í átt að sinni heittelskuðu sem er „sold as a no-
velty only“. Verk númer fimm hefur nokkra sérstöðu
á þessari sýningu fyrir þær sakir að þar er ekki kom-
ið inn á kynlíf og vald, en samskipti kynjanna eru þar
vissulega til meðferðar í nostalgískri uppriijun.
Það er margt áhugavert á þessum sýnignum Árna
Ingólfssonar og það er ekki ónýtt að hafa húmor þegar
kemur að hinum stóru málum. Þó er jafnframt ljóst
að meira býr í hstamanninum en hér kemur fram og
verður vonandi ekki eins langt að bíða næstu sýning-
ar og þessara sem standa til 29. október.
Með hauskúpu á f ingrinum
íslenskur píanóleikari hélt tónleika í Hafnarborg síð-
astliðið miðvikudagskvöld. Þetta var Valgerður Andr-
ésdóttir og hefur hún ekki verið áberandi í íslensku
tónlistarlífi hingað til. Enda er hún ung að árum og
hefur dvalist fjarri heimabyggð. Svo er ekki langt síð-
an hún lauk námi, en fyrir þremur árum útskrifaðist
hún frá tónlistarháskólanum í Berlín.
Fyrsta verkið á efnisskrá tónleikanna var „Hugleið-
ingar um fimm gamlar stemmur" eftir Jórunni Viðar.
Það er prýðilega samið; hugmyndaríkt og tilfinninga-
þrungið. Nokkur önnur íslensk tónskáld hafa samiö
svona tónlist sem byggist á forníslenskri sönghefö, en
tónsmíð Jórunnar er trúlega ein af þeim bestu. Val-
gerður lék þetta verk af öryggi og kom því ágætlega
til skila.
Næst á dagskrá var prelúdían „Sokkna dómkirkj-
an“ og síðan etýða nr. 11 eftir Debussy. Þar kom styrk-
ur Valgerðar sem píanóleikara hvað best fram. Hún
hefur einstaklega fallegan tón og tókst að skapa alls
kyns htbrigði með túlkun sinni. Tónhst Debussys var
líka fuh dulúðar og var unaður á að hlýða.
Við nokkuð annan tón kvað í tveimur ballöðum eft-
ir Chopin, sem á eftir fylgdu. í gegnum tíðina hefur
skapast hefð fyrir að leika verk þessa tónskálds með
endalausum hj-aðabreytingum og helst eins hratt og
mögulegt er. Sjaldnast er beðið um þennan órólega
hraða í upphaflega textanum, og þegar svona er spilað
verður útkoman hræðhega khsjukennd. Tónhst Chop-
ins er skáldskapur beint frá hjartanu og þarfnast ekki
þeirrar afskræmingar sem svo oft er viðhöfð. Því mið-
ur viröist Valgerður að einhverju leyti hafa falhð í
þessa gryfju, þó margt gerði hún mjög fallega. Hún
býr hka yfir mikilli tækni og virðist geta spilað nokk-
um veginn hvað sem er. Það sannaði hún í fyrra verk-
inu eftir hlé, sem var sónata í D-dúr, KV. 576 eftir
Mozart. Þetta er ein erfiöasta sónatan eftir meistar-
ann, en samt lék hún í höndunum á Valgerði. Hún
spilaði hana líflega og af miklum þokka.
Eftir heiðríkjuna í tónhst Mozarts skah á sól-
myrkvi, því síðasta verkið á tónleikunum var hin svo-
Valgerður Andrésdóttir.
Tónlist
Jónas Sen
kallaða Dante-sónata eftir Liszt. Liszt átti það til aö
mála sig náhvítan í framan og ganga með hauskúpu-
hring, enda samdi hann verk eins og Dauðadans,
Djöflavals og önnur slík ljúflingslög. Dante-sónatan er
í þessum stíl, hún er innblásin af Hinum guðdómlega
'gleðileik eftir Dante, og þá sérstaklega þeim hluta
verksins sem gerist í víti. Valgerður lék sónötuna
ágætlega og sýndi það og sannaöi að hún er á góðri
leiö með að komast í fremstu röð íslenskra tónhstar-
manna.
Norðurljósa-
barokk
Musica Antiqua stendur fyrir þrennum tónleikum í samvinnu við Ríkis-
útvarpið um þessar mundir og ganga þessir tónhstardagar undir heitinu
Norðurljós. Fyrstu tónleikarair í þessari röð voru haldnir á sunnudaginn
var og kom þar fram Bachsveitin í Skálholti ásamt einleikurunum Cam-
ihu Söderberg á blokkflautu, Sörúh Buckley á víólu og Martial Nardeau
á barokkþverflautu.
Það var Alessandro Scarlatti sem átti fyrsta orðið með Konsert í a-
moh fyrir blokkflautu, tvær fiðlur og fylgirödd.
Alessandro er fyrst og fremst
þekktur fyrir hinar fjölmörgu #
óperur sínar, kantötur og söngtón- Tónlist
hst. Hann var faðir Domemcos, _____________________________________
semvarmikhlsnilhnguráharpsic- - .. ...
ord og þekktastur fyrir tónsmíðar ASkell MaSSOn
fyrir það hljóðfæri. --------------------------------
Þetta ágæta verk Alessandros er í fimm stuttum þáttum og var það vel
leikið af Bachsveitinni, sem verður stöðugt betri, og ekki brást Camilla
fremur en endranær og skilaði hún frábærum leik í aha staði.
Konsert í G-dúr fyrir víélu, strengi og fylgirödd eftir Georg Phihp Tele-
mann var leikið næst og var einleikari Sarah Buckley! Þetta er sérlega
skemmtilegt og fallegt verk. Flutningurinn var þó full líflaus og hljómaði
t.d. fyrsti þátturinn fremur dapur. Sarah lék þó af öryggi og með fína
intonation en verkið var þó á heildina htið tæplega næghega vel mótað.
Martial Nardeau lék síðan með Bachsveitinni Konsert í G-dúr fyrir
þverflautu, strengi og fylgirödd eftir Johann Joachim Quants. Hér gekk
allt upp og lék Bachsveitin mjög vel með Martial, sem fór á kostum.
Tónleikunum lauk með Konsert í e-moh fyrir blokkflautu, þverflautu,
strengjasveit og fylgirödd eftir Telemann. Þetta er bráðskemmtileg tón-
smíð og nutu flautuleikaramir tveir sín til fuhs hvort sem var í syngj-
anda largo-þáttanna tveggja eða leifturhröðu allegroinu og sveitadansi
lokaþáttarins.
Hugmyndaflug
Sýningaopnanir eru um margt merkir mannfundir. Th þeirra er boðið
listamönnum, kvenskörungum og þéttingskörlum þjóðlífsins. Þangað
slæðast og margir óboðnir fyrir forvitnisakir, nokkrir af veislugleði og
sýnihneigö og loks einhveijir af helberum áhuga fyrir listinni. Lík þessu
er samsetning gesta á Kjarvalsstöðum, í Listasafni íslands og öðrum
góðbúum þegar verið er að opna samsýningar eöa yfirlitssýningar af ein-
hveiju tagi. Þegar einstakhngur opnar sýningu fer fjöldi virðingarfólks
eftir orðstír hans en ættingjum og vinum fjölgar í hlutfahi við aðra gesti
eftir því sem frægð hans er minni og á fyrstu sýningar unglistamanna
mæta oftast ekki aðrir en uppveðruð ættmenni og nánir vinir auk hörð-
ustu samkvæmisljónanna. Eins og gefur að skhja er ég einhvers staðar
þama í flokki og fer því oft á mannfundi sem þessa.
Á Kjarvalsstöðum standa yfir
Atburðir
Úlfar Þormóðsson
þrjár sýningar þessa dagana. Ein
þeirra var opnuð fyrir nokkru síð-
an. Það er sýning á ýmsum verkum
eftir meistara Kjarval. Tvær sýn-
ingar voru opnaðar um helgina;
sýning á verkum Einars Sveins- ------------------------------------
sonar arkitekts og yfirlit verka 16 ungra myndlistarmanna. Er skemmst
frá því að segja að eftirvænting mín beið skipbrot á báðum þessum nýju
sýningum en fékk nokkra fró á Kjarvalssýningunni. Vegna vonbrigðanna
festi ég hugann ekki nema stutta stund við sýningamar en fór að gefa
mig að fólkinu og spjalla, því opnanir eru ekki síður sýning á fólki en
öðrum listaverkum. Margar samræður snerust einvörðungu um hvernig
hefurðu það og þakka þér fyrir síðast og hvernig líst þér á og hvað ertu
að bauka og gott er blessað veðrið og vertu ævinlega blessaður. Þær tek-
ur fljótt af og hægt að hehsa upp á aragrúa fólks með þessum hætti á
örstuttum tíma. Ég var einhvern veginn ekki í formi til slíkra viðræðna
í miklum mæh og settist því fljótt í skammarkrókinn en það er hthl bás
í kaffistofunni þar sem annars flokks borgurum og reykingafólki er heim-
ht að dekra við nautnir sínar á meðan fyrsti flokkur A spígsporar um
sýningarsvæðið í nautnagælum sínum við freyðivín, talar saman eins og
að framan greinir eða ræðir eðalkúnst af viti og þekkingu.
Sannast sagna hef ég langalengi ekki skemmt mér eins vel á opnun og
ekki áður haldist jafn lengi við á atburði af þessu kyni; skyndilega voru
liðnir tveir og hálfur klukkutími, gestimir famir og byijað að vaska upp
kaffibolla og tertudiska. Það bar þannig til að fyrst hitti ég fyrir í skammar-
króknum nokkra brennivínsgerðarmenn (og konur) ofan úr Borgarnesi.
Þeir voru í snarpri menningarreisu th borgarinnar og höfðu meiri tíð-
indi að segja en aörir sem ég hafði rætt við fyrr um daginn. En þetta
fólk gerði stuttan stansþví það var að fara að skoða osta og síðan á óform-
legt stefnumót á Hótel Islandi við hehan rútufarm af konum frá Þormóði
ramma í Siglufirði.
En það gaf á að líta i básnum þegar Borgnesingamir voru famir því inn
í krókinn komu fjórar konur héðan og hvaðan og þekktu hvor aðra mism-
ikið og minnst mig. En samræður hófust skjótt af slíkri andagift, gleði-
blöndnu lífsháði, kersknisfuhri þjóðfélagsgagnrýni og myndugleik að
tíminn flaug fjaðralaus hjá við kraftbirtingu kvensálarinnar. Hefði ég
skrifað frá þessu kvennafari fyrir daga jafnréttisins myndu ummæhn
hafa verið að fornum hætti; konur þessar höfðu mannsvit.
Ég var því upphafinn þegar ég gekk út og enn þegar vatt sér að mér
einn síðfóruh sýningargestur sem sagði: „Þér hafa greinilega þótt þetta
góðar sýningar."
Vegna ávarpsins fór ég í huganum yfir sýningarnar tvær. Viö það sá
ég fyrir mér htla frétt af verðlaunasamkeppni um nafn á nýja sjónvarps-
stöö. Þar var skýrt frá bestu hugmyndinni sem fram hafði komið á land-
inu öhu og vissi þá hvað mér hafði fundist um sýningarnar. En ég svar-
aði manninum ekki, heldur brosti th hans því ég var ennþá haugfuhur
af því sem opnunin hafði fært mér og óskaplega feginn aö þurfa ekki að
skrifa myndlistagagnrýni af hugmyndaflugi yngstu myndhstarmanna
þjóðarinnar.