Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Page 26
42 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 Fólk í fréttum Björn O. Steffensen Björn Ottó Steffensen, bffvéla- virki og körfuknattleiksmaður, Gautlandi 7, Reykjavík, var kjör- inn herra Scandinavia um borð í glæsiferjunni Cinderella sl. fimmtudagskvöld eins og fram kom í DV-frétt á mánudaginn var. Starfsferill Björn fæddist í Reykjavík 6.12. 1965 og ólst þar upp í Álfheimun- um. Hann var í Langholtsskóla, stundaði nám við MS einn vetur, var í menntaskóla og keppti í körfuknattleik í Bandaríkjunum, lauk stúdentsprófi frá Ármúla- skóla 1989, stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík og hefur lok- ið námi í bifvélavirkjun. Bjöm hefur keppt með meist- araflokki ÍR í körfuknattleik frá fimmtán ára aldri og varð Reykja- víkurmeistari með liðinu á þessu ári. Hann lék með landsliðinu í körfuknattleik á árunum 1985 og 1988, auk þess sem hann þjáffaði meistaraflokk lA er liðið komst i úrvalsdeild 1992. Fjölskylda Sonur Björns er Davíð Aron Björnsson, f. 9.3. 1989. Systur Björns eru Þóra Steffen- sen, f. 9.12.1962, læknir í Boston, gfft Garry Mayers tölvufræðingi og eiga þau eina dóttur; Berglind Steffensen, f. 23.7. 1967, læknir í Minnesota, gfft Kristjáni Odds- syni lækni og eiga þau tvö böm. Foreldrar Björns eru Bjöm Steffensen, f. 21.3. 1937, bifvéla- virkjameistari í Reykjavík, og k.h., Agnes Steffensen, f. 2.4. 1936, húsmóðir. Æít Björn er bróður Helgu Steffen- sen brúðuleikstjóra. Björn er son- ur Björns Steffensens, löggilts endurskoðanda í Reykjavík, hálf- bróður, samfeðra, Jóns Steffen- sens læknis og hálfbróður, sam- mæðra, Sveins Ólafssonar bruna- varðar. Björn var sonur Valdi- mars Steffensens, læknis á Akur- eyri, Jónssonar Steffensens, kaup- manns í Reykjavík, Stefánssonar. Móðir Valdimars var Sigþrúður, systir Helga, læknis á Sigluíirði. Helga var dóttir Guðmundar, bæj- arfulltrúa og útgerðarmanns á Hólnum í Reykjavík, bróður Jóns í Hlíðarhúsum, Þórðar, hafnsögu- manns í Ráðagerði, og Péturs, foð- ur Þórðar í Oddgeirsbæ. Guð- mundur var sonur Þórðar, lóðs í Borgarabæ í Reykjavík, Guð- mundssonar, útgerðarmanns og verslunarmanns í Marteinsbæ, Bjarnasonar. Móðir Guðmundar var Vilborg Jónsdóttir frá Arnar- hólskoti. Móðir Sigþrúðar var Valgerður, háffsystir Jóhannesar Lárusar Lynge, prests á Kvenna- brekku. Valgerður var dóttir Jó- hanns, prests og skálds í Hesta- þingum, Tómassonar. Móðir Björns endurskoðanda var Theodóra Sveinsdóttir, báta- smiðs í Hafnarfirði, Magnússonar, og Eyvarar, systur Lárusar, föður Inga T. tónskálds. Systir Eyvarar var Ágústa, móðir Lovísu, móður Arndísar Björnsdóttur leikkonu. Ágústa var einnig móðir Ólafar, móður Halldórs Péturssonar teiknara. Önnur systir Eyvarar . var Guðrún, langamma Kristins Hallssonar og Ágústs, föður Guð- rúnar, forseta borgarstjórnar. Ey- vör var dóttir Snorra, prests á Desjarmýri Sæmundssonar, prests á Útskálum, Einarssonar. Móðir Björns bifvélavirkja var Sigriður Árnadóttir, steinsmiðs og yfirverkstjóra hjá Landssjóði, Zakaríassonar, rennismiðs og út- gerðarmanns í Bergi í Reykjavík, Árnasonar. Móðir Árna var Sig- ríður Erlendsdóttir. Móðir Sigríð- ar var Helga, systir Ófeigs í Ráða- gerði, fóður Tryggva útgerðar- manns, fóður Rannveigar, móður Herdísar Hallvarðsdóttur tónlist- arkonu og fóður Herdísar, móður Herdísar Þorgeirsdóttur. Helga var dóttir Ófeigs, hreppstjóra á Ejalli, Ófeigssonar rika, ættföður Fjallsættarinnar Vigfússonar. Móðir Ófeigs hreppstjóra var Ing- unn Eiríksdóttir, ættfoður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar. Móðir Helgu var Vilborg Eyjóffsdóttir, hreppstjóra i Auðsholti, Guð- mundssonar og Sigríðar Ólafsdótt- ur. Agnes er dóttir Ottós Olsens, bílstjóra og síðan verkstjóra hjá Björn Ottó Steffensen, Togaraafgreiðslunni í Reykjavík, sonar Péturs Antons Olsens, hval- veiðiskyttu á ísafirði, af norskum ættum, og Jarþrúðar Oddgeirs- dóttur. Móðir Agnesar var Gíslína Sig- urðardóttir. Móðir Gíslínu var Guðbjörg Guðmundsdóttir. Andlát________________ Aagot Vilhjálmsson Aagot Vilhjálmsson húsfreyja, Miðleiti 5, Reykjavík, lést á Borg- arspítalanum 15.10. sl. Útför hennar fór fram frá Fossvogs- kirkju í gær. Starfsferill Aagot fæddist á Seyðisfírði 7.4. 1900 og ólst upp í foreldrahúsum á Reyðarfirði. Hún stundaði nám í unglingaskóla á Seyðisfirði og síðan viö Gagnfræðaskólann á Akureyri. Aagot var mikil hannyrðakona og sérstaklega áhugasöm um klæðagerð úr íslenskri ull. Hún var sjálf einkar vandvirk og mik- ilvirk við að prjóna ullarflíkur. Þá starfrækti hún litla hannyrða- verslun á Vopnafirði. Aagot starfaði með Kvenfélagi Vopnafjarðar í fjölda ára, sat í stjórn félagsins, var lengst af gjaldkeri þess og mörgum sinn- um fulltrúi félagsins á sambands- fundum austfirskra kvenna. Fjölskylda Aagot gfftist 3.6. 1920 Árna Vil- hjálmssyni, f. 23.6. 1894, d. 9.4. 1977, héraðslækni. Hann var son- ur Vilhjálms Guðmundssonar, b. að Ytri- Brekkum á Langanesi, og k.h., Sigríðar Davíðsdóttur, b. að Heiði á Langanesi, Jónssonar. Aagot og Árni eignuðust ellefu börn. Börn þeirra: Snorri, f. 10.7. 1921, d. 21.12. 1972, lögfræðingur á Seffossi, en ekkja hans er Eva Þorfinsdóttir kennari og eignðust þau sex börn; Kjartan, f. 8.12. 1922, d. 21.5. 1978, héraðslæknir á Höfn í Hornafirði en kona hans var Ragnhildúr Sigbjörnsdóttir húsmæðrakennari sem einnig er látin og eignuðust þau fjögur börn; Árni, f. 26.11. 1924, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, kvænt- ur Kristínu Tómasdóttur hús- móður og eiga þau fjögur böm; Kristín Sigríður, f. 30.6. 1926, lengst af kaupkona, búsett á Sel- tjarnarnesi, gfft Sveinbirni Jóns- syni verslunarmanni; Sigrún, f. 6.9. 1927, ritstjóri í Reýkjavík, ekkja eftir Óskar Halldórsson há- skólalektor og eru börn þeirra sex; Valborg, f. 12.2.1930, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, var gift Inga B. Halldórssyni stýri- manni en þau skildu og eiga þau þrjú börn; Vilhjálmur, f. 20.4. 1933, járnsmiður í Kópavogi, kvæntur Valgerði Stefánsdóttur skrffstofumanni og eiga þau eina dóttur og einn fósturson; Aagot, f. 7.4. 1935, fulltrúi, búsett í Mos- fellsbæ, gfft Guðmundi Halldórs- syni, starfsmanni hjá íslenskum sjávarafurðum, og eiga þau fimm börn; Rolf Fougner, f. 3.11. 1937, tæknifræðingur, búsettur á Skagaströnd, var kvæntur Guð- laugu Sæmundsdóttur ritara en þau skildu og er kona hans Anna Ármannsdóttir húsmóðir; Aðal- björg, f. 17.1. 1939, hjúkrunar- fræðingur í Reykjavik, gift Árna G. Stefánssyni, lektor við KHÍ, og eiga þau fjögur börn; Þórólfur, f. 9.11. 1941, verslunarmaður, bú- settur á Áfftanesi, kvæntur Magnhildi Gísladóttur þroska- þjálfa. Systkini Aagot urðu átta en tveir bræður hennar dóu í frum- bernsku. Systini hennar: Valborg Fougner; Sverre Fougner; Arthur Fougner; Hákon Fougner, sem nú er einn eftir á lffi; Johan Thulin; Olga; Rolf, og Otto. Foreldrar Aagot voru Rolf Jo- hansen, kaupmaður og útgerðar- maður á Reyðarfirði, og k.h., Kitty Överland húsfreyja. Ætt Foreldrar Aagot voru bæði frá Noregi. Rolf var sonur Johan Thulin Johansen, lögfræöings í Stafangri, og k.h., Albínu Johan- sen húsmóður. Kitty var dóttir Orm Överland lögfræðings, sem fór til Ameríku, og k.h., Katrínar Överland, fæddrar Jelsa. Afmæli Árni Tómasson Árni Tómasson, löggiltur endur- skoðandi, Hraunbraut 20, Kópa- vogi, er fertugur í dag. Starfsferill Árni fæddist i Reykjavík en ólst upp í Kópavogi þar sem hann hef- ur átt heima alla tíð. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1975, við- skiptafræðiprófi frá HÍ 1979 og er löggiltur endurskoðandi frá 1984. Árni starfaði á Endurskoðunar- skrffstofu Björns Steffensen og Ara Ó. Thorlaciusar 1979-85, var í starfsnámi í Noregi 1982-83 hjá Lorange og Brænde og Co en hef- ur verið eigandi að Lögiltum end- urskoðendum hf. frá 1985. Þá hef- ur hann verið stundakennari við viðskiptadeild HÍ frá 1985. Árni sat í stjórn Félags löggiltra endurskoðenda 1987-89, var form- aður þess 1989-91 og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Þá hefur hann setið í nokkrum opinberum nefndum um skattamál og fjármál, haldið fjöl- mörg erindi og samið rit fyrir Fé- lag löggiltra endurskoðenda og Endurmenntunarstofnun HÍ. Fjölskylda Árni kvæntist 1.10.1977 Mar- gréti Bimu Skúladóttur, f. 29.6. 1955, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Skúla Guðmundssonar, verkfræðings í Reykjavík, og k.h., Aðalbjargar Björnsdóttur kennara. Börn Árna og Margrétar Birnu eru Berglind Þóra, f. 25.7. 1978, nemi við MH; Björn Steinar, f. 15.3. 1981, nemi; Guðný Anna, f. 28.3. 1988, nemi. Systkini Árna: Eiríkur, f. 8.6. 1950, hrl. og prófessor við HÍ, bú- settur í Reykjavík; Tómas Þór, f. 16.8. 1959, aðstoðarframkvæmda- stjóri, búsettur í Kópavogi; Gunn- ar Guðni, f. 16.2. 1963, doktor í verkfræði og dósent við HÍ, bú- settur í Reykjavík. Árni Tómasson. Foreldrar Árna eru Tómas Árnason, f. 21.7. 1923, fyrrv. ráð- herra og seðlabankastjóri, og k.h., Þóra Kristín Eiríksdóttir, f. 13.3. 1926, húsmóðir. Til hamingju med afmælið 25. október 90 ára Sigurragna Jónsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. Sigþrúður Sig- rún Eyjólfsdótt- ir,Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í safnað- arheimili Ás- kirkju sunnudag- inn 29.10. milli kl. 15.00 og 18.00. 85 ára Elísabet Sigurðardóttir, Dalbraut 27, Reykjavík. 80 ára Sigurþór Sæmundsson, Litlagerði 14, Hvolhreppi. 75 ára Ólafur Þórðarson, Akursbraut 24, Akranesi. Jónas Þórarinn Ásgeirsson, Kópavogsbraut 1 B, Kópavogi. 70 ára Sólveig Sigiu-ðardóttir, Brekkulandi 4, Mosfellsbæ. Stefanía Hinriksdóttir, Vogagerði 1, Vatnsleysustrandar- hreppi. Gunnar H. Valdimarsson, Heiðarhvammi 1 D, Keflavfk. 60 ára Jónasína Þórey Guðnadóttir, Asparfelli 8, Reykjavík. Lára HaUa Jóhannesdóttir, Látraströnd 24, Seltjarnarnesi. Hallgerður Ásta Þórðardóttir, Kambaseli 6, Reykjavík. 50 ára: Guðný Björg Þorvaldsdóttir skrffstofumaður, Túngötu 3, Fá- skrúðsfirði. Eigin- maður hennar er Sigurður Þor- geirsson skipaaf- greiðslumaður. Guðný Björg er að heiman. Hörður Finnur Magnússon, Drekavogi 8, geykjavík. Þorvaldur Friðfinnur Jónsson, Aflagranda 3, Reykjavík. Katrín Grímsdóttir, Steiná III, Bólstaðarhlíðarhreppi. Guðrún Jónsdóttir, Lerkihlíð, Hálshreppi. 40 ára Guðjón Skarphéðinsson, Árkvörn 2A, Reykjavík. Jón Gxmnar Harðarson, Víðiteigi 30, Mosfellsbæ. Einar Tryggvi Thorlacius, Ártröð I, Eyjafjarðarsveit. Kristján Ólafur Hilmarsson, Foldahrauni 2, Vestmannaeyjum. Þórunn Hreggviðsdóttir, Marbakkabraut 38, Kópavogi. Svanhildur Hrönn Pétursdóttir, Tunguhálsi, Lýtingsstaðahreppi. Svanhildur Ágústa Ámadóttir, Hraunbæ 188, Reykjavík. Anna Þórey Hallgrímsdóttir, Karlsrauðatorgi 19, Dalvík. Ásta Margrét Eggertsdóttir, Hjarðarlundi 7, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.