Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Síða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995 Kvenfólk minntist Kvennafrí- dagsins í gær. Skammtaðir molar „Það vantar róttæka kvenna- hreyfingu sem neitar stöðnuðu ástandi, sem neitar skömmtuð- um molum.“ Birna Þórðardóttir, í Alþýðublaðinu. Launamál hafa ekki breyst „Á tuttugu árum hefur ekkert breyst í launamálum kynjanna. Ekki neitt." Steinunn V. Óskarsdóttir, í DV. Ummæli Ekki komið réttlæti „Það er ekki sanngjarnt að að það séu níu karlar og ein kona í ríkisstjórn." Gunnhildur Jónatansdóttir, 9 ára, í Al- þýðublaðinu. Skemmtileg vitleysa „Það skemmtilega er að álverð mun hafa hækkað á föstudaginn, en ekki lækkað eins og fram kom í Morgunblaðinu." Finnur Ingólfsson, í Tímanum. Fangi í fangelsi „Ef maður þorir ekki að vera innan um annað fólk þá er mað- ur eins og fangi í fangelsi." Jóhann Ingi Gunnarsson, í DV: Stórrán eru ekki algeng nú til dags enda öryggisgæsla mikil. Mestu rán sögunnar Mesta rán sem sögur fara af var þegar Ríkisbanki Þýskalands var rændur í upplausninni í stríðslokin (í apríl og maí 1945). Meðal þeirra sem bendlaðir voru við ránið voru bandarískir her- menn. Fyrst voru birtar upplýs- ingar um þetta rán I heimsmeta- bók Guinness árið 1957 en banda- ríska varnarmálaráðuneytið taldi þær upplýsingar „ósannað- an áburð“. Það var ekki fyrr en í Blessuð veröldin bókinni Nasistagull (Nazi Gold), sem kom út 1984, að sagt var frá ráninu í smáatriðum en höfund- ar voru Ian Sayer og Douglas Botting og þar var talið að verð- mæti þýfsins hafl verið allt að 2.500 milljónir punda á núgild- andi verðlagi. Rán á listaverkum Mona Lisa hefur aldrei verið metin til fjár en deila má um hvort hún kunni að vera verð- mætasti gripur sem stolið hefur verið fyrr og síðar. Hún hvarf úr Louvre í París 21. ágúst 1911, en kom aftur í leitirnará Ítalíu 1913 þegar Vincenzo Peruggia var ákærður fyrir að hafa stolið henni. Ofsaveður á Norðurlandi Norðaustan hvassviðri eða storm- ur með slyddu eða rigningu um landið norðanvert fram eftir morgni en sunnan til verður vindur víðast hægari og þurrt. Um og fyrir hádegi bætir enn í vind. Norðaustan og norðan ofsaveður og jafnvel fárviðri Veðrið í dag á Norðurlandi og síðdegis einnig á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Suð- vestanlands verður norðan stormur en suðaustan og austan til er útlit fyrir tiltölulega hægan vind. í nótt dregur víðast hvar lítið eitt úr veð- urhæð. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan stinningskaldi fram eftir degi, en síðan allhvöss eða hvöss norðanátt. Úrkomulaust að mestu. Hiti 2 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.36 Sólarupprás á morgun: 8.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.02 Árdegisflóð á morgun: 7.24 (Stórstreymi) Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri slydda 1 Akurnes alskýjaö 5 Bergsstaöir slydda 1 Bolungarvik slydda 0 Egilsstaöir haglél 0 Grímsey slydda 0 Keflavíkurflugvöllur hálfskýjaö 3 Kirkjubœjarklaustur alskýjaö 4 Raufarhöfn rigning 1 Reykjavíit léttskýjaö 3 Stórhöföi skýjaó 3 Helsinki þokumóda 8 Kaupmannahöfn þokumóöa 9 Ósló þokumóöa 11 Stokkhólmur þokumóöa 9 Þórshöfn rigning 7 Amsterdam skúr á síö.klst. 15 Barcelona þokumóóa 17 Chicago heiöskírt 1 Frankfurt þokumóöa 5 Glasgow skýjaö 9 Hamborg heiöskírt 7 London léttskýjaö 11 Los Angeles heiöskírt 17 Lúxemborg skýjaö 13 Madríd alskýjaó 15 Mallorca skýjaö 15 New York heióskirt 5 Nice léttskýjaö 12 Nuuk snjókoma -2 Orlando léttskýjaö 22 Valencia þokumóöa 17 Vín léttskýjað 3 Winnipeg alskýjaö 4 Vilhjálmur Einarsson, fyrrum skólastjóri og íþróttakappi: Er svo vanur að vera númer tvö Vilhjálmur Einarsson. Einn frægasti íþróttakappi sem við íslendingar höfum átt er tví- mælalaust þrístökkvarinn Vil- hjálmur Einarsson sem vann til silfurverðlauna á ólympíuleikun- um í Melbourne árið 1956 og átti mikilli velgengni að fagna á íþróttasviðinu þar til hann hætti að keppa árið 1962. Það hafa sjálf- sagt margir beðið eftir því að Vil- hjálmur segði frá íþróttaferli sín- um í bók. Nú er sú bið á enda því að í næsta mánuöi er væntanleg frá honum bókin Silfurmaðurinn þar sem hann rekur íþróttaferil sinn, ásamt því sem hann leggur út frá íþróttaþjálfun. í stuttu spjalli Maður dagsins var Vilhjálmur fyrst spurður af hverju hann hefði ekki skrifað þessa bók fyrr: „Það má segja að ég hafi ekki gefið mér tíma til að setjast við skriftirnar fyrr en fyrir tveimur árum þegar ég hætti sem skóla- stjóri. En ég fór fyrst alvarlega að hugsa um að skrifa bókina úti í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þegar ég var við nám í uppeldis- og kennslufræðum. Þar tók ég kúrs í uppeldisfræði íþrótta. Það var eins og ég færi fjörutíu ár aftur í tím- ann þegar ég fór að lesa um hvað væri á bak við þjálfun og afrek og setti mig ósjálfrátt inn í þá mynd. Þetta rak á eftir mér að gera þessu skil í bók og um leið skýra frá hvemig aðstaðan vap þegar ég var að byrja, miðað við hvernig hún er nú.“ Vilhjálmi er mjög hugleikið efni böm í íþróttum og telur að það eigi ekki að etja börnum of fljótt út í eina íþróttagrein, það verði að leyfa þeim að ráða, gefa þeim tæki- færi til að velja sjálf: „Reyndin er oft sú að það eru foreldrarnir sem velja íþróttagrein fyrir bamið sitt. Hæfileikar barnsins geta legið í annarri íþrótt, en skipulagið í hin- um ýmsu greinum er það gott að oft er það svo að nemandinn ánetj- ast vissri íþróttagrein vegna þess að hann kynnist ekki öðrum grein- um.“ Vilhjálmur segir að hápunktur bókarinnaer sé silfurstökkið í Mel- bourne: „Ég hélt nokkuð nákvæma dagbók á þessum tíma og ég læt það fara í bókina eins og ég skrif- aði það þá.“ Vilhjálmur gefur út bókina sjálfur en hann stofnaði bókaútgáfú á Egilsstöðum í fyrra og hefur gefið út eina bók, Magisterinn, sem er listaverkabók og ævisaga um líf og list Steinþórs Eirikssonar: „Silfurmaðurinn er önnur bókina sem ég gef út og það á vel við að þetta sé bók númer tvö hjá mér, ég er svo vanur að vera númer tvö.“ Myndgátan Liggur á liði sínu I Heil umferð í 1. deildinni í handbolta íslandsmótið í handbolta hefur farið vel af stað og margir spenn- andi leikir verið háður í 1. deild karla. í kvöld fer fram heil um- ferð og verður stórleikurinn sjálfsagt á Akureyri þar sem hin- ir ósigruðu KA-menn taka á móti Stjörnunni. Verður róðurinn sjálfsagt erfiður fyrir Garðbæ- ingana. 1 Laugardalshöllinni leikur KR gegn Víkingi, annar íþróttir stórleikur verður í Kaplakrika þegar FH-ingar taka á móti ís- landsmeisturum Vals, ÍR leikur gegn Selfyssingum í Árbænum, á Seltjarnarnesi leikur Grótta gegn Haukum og í Vestmanna- eyjum leika heimamenn í ÍBV við Aftureldingu. Skák Stórstjömur skákarinnar sitja nú að tafli á alþjóðlegu móti í Horgen í Sviss. Meðal þátttakenda eru Kasparov,' Kortsnoj, Ivantsjúk, Short, Júsupov og Timman. Þessi staða er úr fyrstu umferð mótsins. Vaganjan hafði svart og átti leik gegn Timman: 33. - Rxh4! 34. Bxh4 Hf4 Endurheimtir manninn með vöxtum og verðbótum. 35. Bxe6+ Bxe6 36. Bg3 Hg4 37. Re2 Bxg5+ 38. Kdl h5 og Vaganjan vann létt. Skák- inni lauk með 39. Hfl h4 40. Bf4 Be7 41. Be3 g5 42. Kel Bd5 43. Hgl Hxgl+ 44. Rxgl Kf7 og Timman gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Sveitir Kínverja og Frakka mættust í fjórðungsúrslitum í opnum flokki á HM í bridge í Peking. Sá leikur þótti mjög spennandi allt til loka og vakti mikla at- hygli heimamanna sem höfðu aldrei áður komist svo langt í heimsmeistarakeppni í bridge. Þegar staöan í leiknum var 193- 184 fyrir Kínverja og tvö spil eftir af leiknum kom þetta spil upp á tjaldið í sýningarsalnum. Sagnir gengu þannig í opnum sal, suöur gjafari og enginn á hættu: * 7543 «* G10 •+ 87654 4 109 * DG6 V 853 ♦ D2 4 K8653 N V A S 4 ÁK8 «4 ÁD942 ♦ 93 4 D74 4 1092 «4 K76 4 ÁKG10 4 ÁG2 Suður Vestur Norður Austur Lebel Xu Cronier Hu 1G pass 3G p/h Cronier ákvað að láta vaða i 3 grönd á sína 8 punkta við 15-17 punkta grandi Lebels. Xu byrjaði ágætlega í vörninni þegar hann spilaði út hjartagosa. Lebel var fljótur að spila spilið. Hu setti lítið spil, Lebei drap strax á kóng, tók lauf- kóng og svínaði laufgosa. Þegar það gekk voru slagirnir allt í einu orðnir 10 tals- ins. Á hinu borðinu opnaði Kínverjinn Shao á einu grandi en Kínverjinn Rong ákvað að skora aðeins á félaga sinn í tvö grönd. Shao leist ekkert á spilið og pass- aði. Útspilið var það sanja á þessu borði, hjartagosi sem austur gaf. Kínverjinn Shao tók á kónginn og íhugaöi möguleik- ana í spilinu. Til greina kom að taka lauf- svíninguna en ef hún mistækist myndu tvö grönd fara niður. Hinn möguleikinn var sá að sækja sér spaðaslag og treysta á aö hjartað iægi 4-3. Kínverjinn spflaði upp á þann möguleika en fór niður þegar vörnin tók 4 slagi á hjarta og 2 á spaða og Kínveijar töpuðu 10 impum á spilinu. Lokatölur leiksins voru 196-193 fyrir Frakka sem komust í undanúrslitin. ísak Örn Slgurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.