Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1995, Qupperneq 32
Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 1995. Lmrrm alltaf á Miðvikudögnm Litla merkivélin Loksins með Þ ogÐ 1.7 1 J Nýbýlavegi 28-sími 554-4443 MUNIfi NÝTT SÍMANUMER MUNIÐ NYTT SIMANUMER glórulausri hríðinni „Við sjáum enn ekkert hvemig ástandið er hér í hlíðinni íyrir ofan bæinn. Það er glórulaus hrið og varla að það sjáist í næsta hús og : spáin er slik að það rofar kannski ekki til fyrr en á laugardag," sagöi Snorri Hermannsson hjá almanna- varnanefndinni á ísafiröi í samtali við DV í morgun. Þá hafði enn ekki gefist færi á að meta hve miki) hætta var á snjó- flóðum á ísafirði, Hnífsdal og á Flateyri þar sem snjó hefur kyngt niður í gær og nótt. Ástandið er mun skárra í Súðavík og Bolungar- vik enda ekki talin veruleg snjó- flóðahætta þar í norðaustanátt Spáð er að vindur snúist til norð- urs með fárviðri i dag og eru menn við öllu búnir á norðanverðum Vestfiörðum. Um 60 manns i 16 húsum urðu í gær að rýma hús sín á ísafirði og í Hnífsdal. Flest húsanna eru í Hnífsdal þar sem snjóflóðahætta er veruleg í þessari átt. „Þetta minnir óþægilega mikið á síðasta vetur. Það er sama staða uppi í veðrakerfunum og fólk er pirrað á að það virðist ekkert lát ætla að verða á vandræðum hér,“ sagði Snorri. A Flateyri urðu um 30 manns að yfirgefa hús sín. Alls voru rýmd 11 hús efst í bænum en ekki var búið í nokkrum þeirra vegna snjóflóða- hættu. í morgun var ekkert vitað um ástandið í hiíðinni en iitið snjó- flóð féll þar í gær. Það stöðvaðist á snjóflóðavörn. „Það sem gerðist í fyrravetur sýnir hvað getur gerst og því fara menn . úr húsunum nu þótt þaö hefði ekki veriö gert áður. Þetta er eins og rússnesk rúlletta," sagði Magnea Guömundsdóttir, oddviti á Flateyri, en hún er meðal þeirra sem flutti sig af hættusvæðinu í Almannavarnanefndir á flestum stöðum á norðanverðum Vestfiörö- um koma saman um hádegið í dag og meta stöðuna. Ekki er búist viö að þeir sem hafa orðið að yfirgefa heimili sin flytji heim fyrr en veðr- inu slotar, hugsanlega ekki fyrr en um helgi. -GK LOKI Ég á líka úr! FR ÉTTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 SigluQöröur: Þakiðfóraf hótelinu Þakið fauk alveg af Hótel Læk á Siglufirði í aftakaveðrinu í gær- kveldi. Þá urðu víðar skemmdir á húsum, jámplötur fuku af og gluggar brotnuöu. í morgun var búið að hemja flest lausadót á flugi um bæinn en spáð er nýju áhlaupi í dag. Er lögreglan og björgunarsveitin því í viðbragðs- stöðu. Einn bátur fauk og framrúður í tveimur bílum brotnuðu. Verst var ástandið eftir klukkan níu í gær- kveldi og fór ekki að slota fyrr en komið var fram á nótt. Lögreglan varð að sinna 25 útköll- um vegna veðursins og voru björg- unarsveitarmenn og í önnum alla ^ nóttina. -GK ÞingVMSÍ: Dómstóla- leiðin eng- in lausn - sagðiBjömGrétar Þing Verkamannasambandsins var sett í gærkvöld að Hótel Loftleiðum. Björn Grétar Sveinsson, formaður sambandsins, sagði meðal annars í setningarræðu sinni að ekkert hefði breyst frá því að framkvæmdastjóm VMSÍ ályktaði í Vestmannaeyjum á dögunum að segja beri upp kjara- samningum. Að vísa uppsögn kjara- samninga til Félagsdóms leysti eng- an vanda. Á hvorn veg sem úrskurð- ur hans yrði sæti deilan eftir óleyst. Þess vegna ættu menn að setjast nið- ur strax'að loknu þingi Verkamanna- sambandsins og hefia samningavið- ræður. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði í ávarpi sínu að hvemig sem Félagsdómur dæmdi væri trúnaðar- brestur orðinn milli verkalýðshreyf- ingarinnar annars vegar og vinnu- veitenda og ríkisvalds hins vegar. Aðilar kæmust ekki hjá því að setj- ast niður og semja upp á nýtt. Wall Street Joumal: Ólafi vikið úr starfi hjá Sony Samkvæmt heimildum hins virta dagblaðs Wall Street Joumal var Ólafi Jóhanni Ólafssyni vikið úr starfi sem forstjóri Sony Interactive Entertainment í Bandaríkjunum eft- —i ir nokkurra mánaða átök við for- ráðamenn Sony í Japan um verð- lagningu á vinsælum tölvuleik. Blað- ið segir Ólaf hafa haft sigur með verðlagninguna en misst starfið fyrir vikið. Sony hefur ráðið nýjan for- stjóra í hans stað en blaðið segir Ólaf annan forstjóra hjá Sony í Banda- ríkjunum sem missi starfið vegna svipaöra átaka við Japani. Ólafur Jóhann var ráðinn í annað starf hjá Sony í Bandaríkjunum. í samtah við DV á dögumun lýsti Ólaf- ur því yfir að um stöðuhækkun hefði verið að ræða með ráðningu hans sem stjómarformanns fyrirtækis sem hefði yfir að ráða því fyrirtæki semhannstýröiáður. -bjb ísafjörður: Manni bjargað úrhöfninni Maður var hætt kominn í höfninni á ísafirði í nótt þegar hann féll milh skips og bryggju. Var hann að fara um borð í bát um klukkan þijú í nótt þegar óhappið varð. Skipverjar á nærhggjandi skipi heyrðu hróp í manninum og náðu að kasta til hans bjarghring. Var hann síðan hífður upp með krana og mátti ekki tæpara standa. Aö sögn lögreglu var maðurinn öl- ^ vaður og það með óveðrinu í nótt er tahnorsökslyssins. -GK Veðriöámorgun: Hvassviðri eða stormur Á morgun verður norðaustan hvassviðri eða stormur norðan- lands og vestan en mun hægari um austan- og suðaustanvert landið. Snjókoma, slydduél eða kalsarigning norðvestan- og norðanlands en annars úrkomu- lítiö. Hiti 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 I stríði, eins og nú er hafið milli verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda, þykir mikilvægt að gererálar stilli saman klukkur sínar svo þeir séu samstiga. Hér stiHa þeir klukkurnar saman Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ og Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, við setningu þings VMSÍ í gærkvöld. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.