Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 9
í FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 IMönd Snúið upp á handlegginn á Ritt Bjerregaard: Ritt hættí við en Politiken birtir Hættulegur leikur Yasser Arafet, leiðtogi PLO, sagöi i gær að sú ákvöröun Banda- rfkjaþings að flytja beri bandaríska sendiráðið tB Jerúsaiem frá Tel Aviv væri hættulegur þröskuldur 1 vegi MðarviðræÖna Palestínu- ímanna og ísraels. „Ég furða mig á þessari ákvörð- iun," sagöi Arafet Yiðræöur um lokastöðu Jerúsalera hefjast á næsta áit Bæði arabar og Israels- menn gera tilkah til borgarinnar. Cönton Bandarflgaforseti hefur lofað að nýta sér klásúlu í frum- yarpinu um sentóáðsflutmnginn og fresta gildistöku þess um sex mánuði. Reuter Danska dagblaðið Politiken gaf í dag út 20 síðna aukablað sem inni- heldur allan texta hinnar inndeildu bókar Ritt Bjerregaard, fulltrúa Dana í framkvæmdasrjórn Evrópu- sambandsins. Þar með var bókin komín út á götuna 12 klukkustund- um eftir að Ritt tilkynnti að hún væri hætt við að gefa hana út en bókin átti að koma í verslanir á laug- ardag. Ritt kvaðst í gærkvöldi vera undr- andi á þessari aðgerð Pohtiken og taldi hana brot á höfundarréttarlög- um. Bókaforlagið Aschehoug til- kynnti að það myndi leita réttar síns. Það er mat dansks sérfræðings í höf- undarréttarmálum að með birtingu á bókinni hafi Politiken brotið gróf- lega á rétti Ritt. Nokkrar kópíur af handritinu að bók Ritt hafa verið í umferð meðal blaðamanna í Kaup- mannahöfh og Brussel undanfarna daga. Ritsrjóri Pohtiken, Töger Seid- enfaden, segir almenning eiga rétt á að fá að kynna sér skoðanir Ritt í heild. Það þjóni ekki almenningi að Ritt hafi látið forseta framkvæmda- srjórnar Evrópusambandsins snúa það mikið upp á handlegginn á sér að hún hafi talið sig neydda til þess að hætta við útgáfu bókarinnar. For- seti framkvæmdasrjórnarinnar, Jacques Santer, kallaði í gærmorgun Ritt á sinn fund og tilkynnti henni að það væri góð hugmynd að hún kæmi í veg fyrir að bókin yrði gefln út. Það þótti Ritt einnig og hún rjáði Santer að hún hefði reyndar'þegar fengið sömu hugmynd sjálf. Samkvæmt upplýsingum heimild- armanna stóð samtal Ritt og Santers aðeins yfir í 20 mínútur. Að sögn heimildarmannanna þurfti ekki að benda Ritt á að samkvæmt sam- komulagi er mógulegt að reka full- trúaífrarnkvæmdastjórninni. Ritzau Popparinn aldni Cliff Richard er harla ánaegöur þar sem hann hampar riddaraorðu sem Elisabet Englandsdrottn- ing afhenti honum i gær. Cliff getur nú bætt titlinum „Sir" fyrir framan nafniö sitt. Simamynd Reuter JOLAGJAFA- HANDBÓK 1995 Miðvikudaginn 6. desember mun hin árlega jóla- gjafahandbók DV koma út í 15. sinn. Jólagjafahandbók DV hefur orðið æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfum fyrir jólin. •Skilafrestur auglýsinga er til 24. nóvember en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdótt- ur eða Ragnar Sigurjónsson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5000 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. ATH.! Bréfsími okkar er 550-5727. + Brosandibarn og hauskúpa íréttarsalnum Mynd af brosandi átta ára gamalh stúlku og röntgenmynd af hauskúpu hennar var varpað saman á tjald við réttarhöldin yfir meinta fjöldamorð- ingjanum Rosemary West, sem er ákærð fyrir að hafa myrt tíu ungar stúlkur með eiginmanni síniun Fred. Það var tannlæknir sem blandaði myndunum svona saman til að sanna að litla stúlkan hefði dáið að- eins nokkrum vikiun eftir að bós- myndin var tekin. Stúlkan var Charmaine, srjúpdóttir Freds Wests. Saksóknari heldur því fram að stúlkan hafi verið fyrsta fórnarlamb Rosemary og að hún hefði verið myrt og síðan grafin undir eldhús- gólfi heimihs West-hjónanna árið 1971 á meðan Fred var í fangelsi. Enneykstfor- skotVerka- mannaflokksins Breski Verkamannaflokkurinn jók forskot sitt á íhaldsflokkinn enn í nýrri skoðanakönnun sem birtist í blaðinu Times í morgun. Verka- mannaflokkurinn nýtur nú stuðn- ings 56 prósenta kjósenda en íhalds- flokkurinn aðeins 27 prósenta. Verkamannaflokkurinn jók stuðning sinn lun fimm prósentustig en íhald- ið tapaði einu stigj. Aðeins 15 prósent aðspurðra eru ánægð með hvernig landinu er srjórnað en 78 prósent eru Óánægð. Reuter o^ v*x geysivinsæla og ^ s* villibráðarhlaðborð með köldum og heitum réttum á aðeins 2.900 krónur Stuuditi e*c hauótié Staduiitui e% JSfauðtið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.