Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 Spurningin Hefur þú einhverja kosti? Guðbjörg Antonsdóttir fatahönn- uður: Já, ég myndi segja að ég hefði marga kosti. Súsanna Kristín Knútsdóttir nemi: Nei, eiginlega enga sérstaka. Hólmfríður Knútsdóttir, 11 ára: Já, mér gengur vel í skólanum. Páll Óli Knútsson, 4 ára: Já, ég er duglegur að hjóla og teikna. Jóhann Gíslason vélstjóri: Já, ég er lífsglaður og léttur. Þrúður Sigurðardóttir sölukona: Já, ábyggilega marga. Lesendur Þrautastundir ríkisstj órnarinnar: Þung viðfangsefni framundan Órói á vinnumarkaði, dráttur á samingum um úthafsveiðar og kólnandi veð- urfar lofar ekki gósentíð í okkar norðiæga landi. Kristján Sæmundsson skrifar: Ég minnist ekki að við einni rík- isstjórn hér á landi hafi blasað þyngri viðfangsefni en nú. Það e'r ekki bara að í hönd fari óróatímar á vinnumarkaði heldur eru líka marg- ir óvissuþættir framundan sem aug- ljóslega kemur til kasta ríkisstjórn- ar eða ráðherra hennar að takast á við. Ég nefni nokkra: Samningar við Norðmenn, Rússa og jafnvel enn fleiri um fískveiðar á fjarlægum fiskimiðum, t.d. í Barentshafi og kannski á miðunum suður af fs- landi. Þetta mál ætlar að verða þyngra og erfiðara en menn héldu í fyrstu. Þrautalendingin kann að vera málshöfðun íslendinga í Haag en þar með er allur friður úti um samninga, a.m.k. á næstu misser- um. Þá eru óhjákvæmilegir samning- ar við mörg sveitarfélög um varnir og eða skaðabætur handa íbúum nokkurra þorpa þar sem byggt hefur verið á snjóflóðasvæðum. Ákvörðun um að kaupa upp húseignir á Súða- vík leiða til þess að fleiri sveitarfé- lög telja sig eiga tilkall til sömu fyr- irgreiðslu hins opinbera. Það er þó engan veginn réttlætismál þótt íbú- ar þorps sem þegar hefur lent í óbætanlegum skaða fái skaðabætur. Þá má nefna stóriðjuframkvæmd- ir hér á landi og mikil eftirmál vegna þeirra drauma sem við höfum haft um byggingu álvera, sinkverk- smiðju og annarra stóriðjuverk- smiðja. Þessi mál eru enn á full- komnu byrjunarstigi og engin fuU- vissa fyrir því að hér verði um frek- ari umsvif að ræða. Verði hins vegar hvorugt uppi á teningnum — hvorki samningar um aUverulegar veiðar á úthafsmiðum í fullkominni sátt við nágrannaþjóðir né uppbygging orkufreks iðnaðar í meiri mæli en nú er — þá erum við íslendingar komnir í verri stöðu en við kröflum okkur fram úr einir. Sama væri hvaða ríkisstjóm eða valdhafar sætu hér, það breytti éngu. Ef við bætist órói á vinnumarkaði nú vegna ímyndaðra launahækkana á vinnumarkaðnum verður gengið svo rösklega fram í því að skera á þann litla stöðugleika sem þó hefur skapast að engin von er til þess að við sjáum til lands aftur í þeim efn- um um ókomin ár. — Og ekki bætir úr skák sú hætta sem framundan er vegna spár um verulega kólnandi veðurfar á landinu öllu. Og harður vetur og sein vorkoma annað sinn í röð gerir það að verkum að fólk flýr verstu óveðursbælin. Þá þarf heldur ekki að spyrja að leikslokum. Pitsa eða plokkfiskur? Steingrímur St. Th. Sigurðsson: Ármúli hefur visst aðdráttarafl. Þar er Póstur og sími — aðalbæki- stöðvar — og við þessa götu er til húsa herforingjaráðið í íslenskri hestamennskulist (Eiðfaxi), og þar fram eftir götunum. í Ármúlanum eru líka óvenjulegar verslanir. Og ekki má gleyma ristorant eins og ítalir kalla öldurhús. Hafnarstúd- entarnir gömlu kölluðu veitinga- staði jafnan knæpur. Einn dag um hádegisbil kom bréf- ritari þeysandi á reiðskjótanum sín- um — forláta djassreiðhjólinu sínu með allar dýru græjurnar ofan úr Breiðholtinu góða á leið sinni í mið- borgina, sjálfa „Borgina", alias, Hót- el Borg, Austurstræti, Austurvöll o.s.frv. Öndvert við pósthúsið er saman kominn hópur fólks, aðallega stútungskonur og ungviði sem véku bölvanlega fyrir íhaldsbláa djass- reiðhjólinu og knapanum. Og nú litið til vinfctri. AD- AMS’PUB — þetta nafn kunnuglegt frá Englandsárum höfundar, þá er joint og bitter og gin on peppermint var talið gefa svo mikla brjóstbirtu að léttúðin var stundum helst til of mikil en þó ekki svo að teljandi vandræði hlytust af. Sest inn á AD- AMS’ ristorant: og góður matur all- an daginn stóð á gluggarúðum. Beð- ið um plokkfisk með tilbehör, svörtu rúgbráuði og glás af pipar. Þetta var ósvikinn plokkfiskur, æð- islegur, eitthvað svo innilega langt frá pitsudraslinu sem þessi um- komulausa þjóð er farin að neyta sýknt og heÚagt — mann langar til að segja sér til sorgar og vansa. Allt litrófið af besta þjóðlega ís- lenska matnum sem gerði okkur hraust og stælt er þarna á boðstól- um eins og í fornu ævintýri. Úti var sól, októbersól — og fólk gekk fram- hjá í eða úr hádegismat. Það var far- ið að líða á vinnuvikuna. En að finna þennan stað — ADAMS’BUB, var eins og að finna vin í eyðimörk- inni. Það sem-lifði eftir af þessum októberdegi var langtum jákvæðara en ella. Hverju er það að þakka? — ADAMS’PUB, að sjálfsögðu. Kjúklingabændur svíkja neytendur Helga Gunnarsdóttir skrifar: Það sló mig að lesa um kvörtun kjúklingaframleiðenda vegna inn- flutnings Bónuss á sænsku kjúkling- unum, sem fylgt hafi innmatur í plastpoka, og að það sé bannað hér á landi. Það bann er þó ekki víðtæk- ara en svo að öflum kalkúnum sem hér eru seldir fylgir innmatur í plastpoka. Auðvitað á innmaturinn að fylgja heflum fuglum, annað eru svik við neytendur af hálfu kjúklingaframleiðenda. Innmatur- inn nýtist í annað í matargerð svo sem sósu. Engum dytti í hug að kaupa heilan kalkún án þess að fá innmatinn með. En kannski selja kjúklingafram- leiðendur lifur og annan innmat til framleiðslu á öðrum kjötvörum? Úr einhverju eru t.d. allar þessar kæfu- tegundir (,,paté-in“) framleiddar. Lesendasíða DV kannaði málið lítillega. — Samkvæmt upplýsingum eins fulltrúa kjúklingabænda var sett reglugerð af hinu opinbera um að henda ætti öllum innmat í frosn- um kjúklingum áður en þeir færu á markaðinn. Skýringu vantar hins vegar hvers vegna innmatur má þá vera i kalkúnunum. Hvað verður um innmatinn úr kjúklingunum? DV Slysið í Hrútafirði: Ófullkominn fréttaflutningur Pétur Jónsson skrifar: Mér finnst (eins og stundum áður í svona tilvikum) ófullkom- inn fréttaflutningur af slysinu úr því að verið var að tíunda það á annað borð. Geta hefði mátt um hvar konumar sem létust sátu í bifreiðini. Það skiptir miklu máli. Voru þær með bilbelti (ef þær sátu framarlega og belti þar)? Var bíllinn með nagla- dekk? Mega rútubílar vera með þau yfirleitt? Landslög leyfa ekki notkun nagladekkja fyrr en 1. nóv! Hvemig eiga menn þá að út- búa bíla til vetraraksturs á Is- landi fyrir þann tíma? Allt er þetta óútskýrt og ófullkomið í fréttum af svona slysum. Rannsóknar- nefnd umferð- arslysa Friðrik Friöriksson skrifar: Mér fannst óraunhæf fréttin um að dómsmálaráðherra hygð- ist skipa nefnd manna til að rannska orsakir slyssins hörmu- lega í Hrútafirði sl. sunnudag. Slík rannsókn er algjörlega tfl- gangslaus eftir vinnubrögðum snöggskipaðra nefnda að dæma. Viturlegra er að koma á sams konar nefnd og flugslysanefnd sem kemur á vettvang strax eftir slys. Ég á við meiri háttar slys, t.d. hópslys, og dauðsfoll í tengsl- um við þau, ekki algenga árekstra eða þess háttar. Konur og karlar ekki jafnvíg í störf Ásta skrifar: í ummælum forseta íslands sl. mánudagskvöld í sjónvarpi í til- efni af kvennadeginum komst hún svo að orði að konur gengju jafnar tfl starfa og karlar og væru þeim jafn vígar. Auðvitað er þetta rangt. Enda hafa konur aldrei sóst eftir að fara t.d. til sjós á togara og gerast þar háset- ar til jafns við karla. Konur hafa aðallega sóst eftir innistörfum, einkum á skrifstofum og í ýms- um stjórnunargeirum - og þá mest í opinberum störfum. Jöfn- uður karla og kvenna er enginn þegar að starfsgetu kemur. Og afar eðlilegt. t Verslunarferðir til Bandaríkj- anna? Kristján Sigurðsson skrifar: Ég er sammála bréfritara í DV sl. þriðjudag þar sem hann lýsir verölagi í Bandaríkjunum og vitnar þar til könnunar á verð- lagi fyrir ferðamenn í mörgum löndum þar sem fram kom að Bandaríkin hafa þar vinninginn, a.m.k. miðað við flest lönd í ná- grenni við okkur. Væri ekki snjallt að ferðaskrifstofur aug- lýstu hópferðir, t.d. til Baltimore eða New York, fyrir jólin, eins konar verslunarferðir, líkt og á sér stað um Bretlandsferðir? Nema hvað Ameríkuferðirnir borguðu sig miklu betur fyrir þá sem vilja kaupa til jólanna. Bílbelti í fremstu sætin Gunnar P. hringdi: Það er fjarri lagi aö hafa ekki sætisbelti í fremstu sætum á hverjum rútubíl. Það er klifað á því aö þetta sé svo dýrt. Það get- ur varla kostað stórfé að koma fyrir sætisbeltum í tvö fremstu sætin þar sem farþegar hafa ekki sætisbak sem öryggi fyrir fram- an sig. líka að hafa sætisbelti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.