Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 5
4 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 » Fréttir Golfsamband íslands úr 7. sæti í þaö 4. innan f SÍ: Þettaerbúið að vera lygi og aftur lygi „Loksins komu réttar tölur í þetta. Þetta er búið að vera lygi og aftur lygi. Við erum og höfum alltaf verið með rauntölur vegna þess að það er greitt af hverjum einasta kylfingi í landinu til sambandsins. Hinir hafa verið að ljúga allan tímann til þess að reyna að ná í meiri styrki," segir Frímann Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands íslands sem er með bestu niðurstöðuna þeg- ar borið var saman félagatal og þjóð- skrá. Samanburðurinn leiddi í ljós að miUi áranna 1993 og 1994 fjölgaði félögum innan Golfsambandsins um 4 prósent úr 5.257 í 5.459. Golfsam- bandið er nú fjórða stærsta sérsam- bandið innan ISÍ en var samkvæmt félagaskrám árið 1993 í sjöunda sæti. Frímann segir að þetta eigj sér þær eðlilegu skýringar aö félagaskrá þeirra hafi alltaf verið rétt og byggð á einstaklingum og kennitölum þeirra. „Nú þegar farið er að keyra þetta inn á kennitölum kemur sannleikur- inn í ljós. Við erum eina sérsamband- ið sem getur staðið á hverjum ein- asta meökm og sannað hann," segir Frímann. Hannes Guðmundsson, formaður GolfsambandsinSi segir að sú breyt- ing sem verður á félagatölunni innan sérsambandanna, samkvæmt þeim samanburði sem gerður hefur verið við þjóðskrána, muni hafa mikla þýðingu. „Við höfum haft milh' 800 og 900 þúsund í útbreiöslustyrk. Hann gæti nánast tvöfaldast við að fá réttar töl- ur. Þá getur þetta haft önnur áhrif líka. Við erum í 7.-3. sæti og ég er sannfærður um að innan nokkurra mánaða verðum við næststærsta sér- sambandið. Það er stöðug fjölgun í golfinu,"segirHannes. -rt Félagaskrár voru ekki samviskusamlega uniiar - segir formaður KSÍ „Það er alveg á hreinu hvað knatt- "spyrnuna varðar að félögin hafa, mjög mörg, ekki gert þetta samvisku- samlega í byrjun. Þetta er eitthvað nýtt og menn að skrá þetta þar sem þeir hafa einhvern frest. Menn gera sér ekki alveg grein fyrir alvörunni og að þetta getur þýtt minnkandi tekjur fyrir félögin," segir Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu- sambands íslands sem samkvæmt samanburði á félagatah og þjóðskrá missir um 40 prósent félagsmanna sinna. Samanburðurinn er gerður sam- kvæmt samþykkt þings íþróttasam- bands íslands og byggður á félaga- Ustum sem einstök félög innan sér- sambandanna hafa sent ÍSÍ. Fyrstu niðurstóður benda til þess að mikil röskun verði meðal félaga og sérsam- banda hvað varðar tekjur af lottói og styrki frá ríki og sveitarfélögum. Þá blasir^einnig við að röskun yerður á valdahlutfóllum innan ÍSÍ verði þessar niðurstöður endanlegar. Eg- gert segir að samband hans hafi þeg- ar sent út bréf til aðildarfélaga sinna þar sem lagt er að þeim að senda endurbættar félagaskrár. „Það var fundur hjá ÍSÍ sl. mánu- Eggert Magnússon, formaður KSI. dagskvöld þar sem framkvæmda- stjórinn okkar var mættur. Þar voru þessar tölur lagðar fram og við sjáum strax að þetta eru alls ekki réttar tölur. Ég get ímyndað mér að rétt tala hjá okkur verði um 16 þúsund manns. Við gerðum okkur grein fyr- ir því strax þegar þetta var ákveðið að okkar tölur myndu lækka, sem og annarra. Það er þó ljóst að það á eftir að lagfæra okkar tölur mjög mikið. Það vill verða þar sem stærsta hreyfingin á í hlut, þar verður mesta lagfæringin," segir Eggert. -rt Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur: Á annað þúsund manns „týndir" * „Ég reikna með að við kippum þessu í liðinn, hvenær sem það verð- ur, en við hlaupum ekkert upp til handa og fóta að leita að kenni- tölum," segir Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavíkur sem fékk endursenda hluta af félagaskrá frá ÍSÍ þar sem á annað þúsund nöfn voru með óljósan uppruna. „Skýringin liggur í því að það þarf að handkeyra kennitölurnar. Við skilum inn nafnalistum með heimil- isföngum og símanúmerum. Þetta fer í tölvukeyrslu hjá ÍSÍ og þau nöfh sem finnast þar verða skráðir félagar en þau sem ekki finnast eru send til okkar aftur," segir Sigfús Ægir. Hann segir að varla svari kostnaði að vinna upp félagaskrána. „Það er spurningin hvers virði það er aö vinna þetta upp. Það er einskis virði fyrir félagið. Þetta er spurning um 10-20 þúsund krónur í styrk og varla þess virði að eltast við þaö.. Þetta leiðréttist smám saman með árunum. Það er mjög erfitt að vinna þetta upp og ég get nefht sem dæmi að barn, sem er 10 til 12 ára og er í einhverri íþróttagrein, veit ekki kennitölu sína. Það þýðir að menn verða að fara að fletta þessu upp. Þetta er því spurning um handa- vinnu," segir Sigfús Ægir. Samkvæmt samanburði ÍSÍ fækkar þeim sem iðka badminton úr því að vera 7.334 í það að vera 4.501 eða um 38,6 prósent. Sigríður María Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Badmin- tonsambands íslands segist vita af fækkun en tölur ÍSÍ sýndu þó aðeins of mikla fækkun innan sambandsins. „Það vantar þarna inn í þrjú félög sem eru með þjálfara og mikla starf- semi. Þá eigum við eftir að fá inn fleiri frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavikur. Það eiga eftir að tínast inn félagar sem laga þessa stöðu að- eins. Ég gæti trúað að fækkunin yrði um 30 prósent," segir Sigríður María. -rt Leikur nr. 25 í Lengjunni: ÍR - Grindavík Hæsti stuðullinn táknar ólíklegustu úrslitin Þú velur hvaða úrslitum þú spáir í þessum leik. Stuðlarnir sýna möguleikann á hverjum úrslimm (1, X eða 2) á tölíræðiiegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.