Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM AIDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER ¦ •±+Æ 1 Frjálst,óháð dagblað 1 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995. Sigurbjört Eggertsdóttir: Ægilegar ... stundirað bíða eftir fréttum „Ég á ættingja í húsum sem lentu í flóðinu. Ég bíö bara eftir að heyra af þeim. Enn veit ég ekkert og það eru ægilega stundir að bíða eftir fréttunum," sagði Sigurþjört Egg- ertsdóttir, kaupmaður á Flateyri, í samtali við DV í morgun. Hún var sjálf á öruggum stað og hefur í morgun afhent öll hlífðarfót og raunar allt sem til var úr verslun- -*- inni til björgunarmanna. „Hér eru allir komnir út sem vetl- ingi geta valdið en það er mjög erfitt að átta sig á hvað hefur gerst. Það er þreifandi bylur og ekkert hægt að sjá," sagði Sigurbjört. „Mér líst illa á framhaldið hér," sagðihún. -GK Konráð Konráðsson: Snjórinn kom & allurínótt „Það virðist sem allur snjórinn hafi falliö í nótt. í gær var varla meira en fól en nú en snjórinn nærri tveir metrar á dýpt," segir Konráð Konráðsson, ungur maður sem flýja varð með fjölskyldu sinni úr húsi við Hjallaveg í nótt. Konráð taldi að um hundrað metr- ar væru í flóðið frá húsinu þar sem hann býr. Öll fjölskyldan er nú kom- in neðar á eyrina og úr allri hættu. Ættingjarnir bjuggu þó einnig við Hjallabrautina í húsi númer fjögur og það fór í flóðinu. í húsinu voru fimm manns, hjón, tvö börn og frændi þeirra. Þau björguðust öll í &<$ nótt'. „Þetta leit ekki svo illa út í gær- kveldi en það er greinilegt að snjó- koman hefur verið gríðarleg í nótt," sagðiKonráð. -GK Rauðikrossinn: Skrifstofanopnuð aðstandendum Rauði kross íslands við Rauðarár- stíg opnaði skrifstofu sína strax og fregnaðist um snjóflóðið á Flateyri í morgun. Aðstandendur Flateyringa gátu leitað þangað og fengið upplýs- ingar að vestan auk þess sem áfalla- ,___hjálp var veitt. Upplýsingar eru veittar hjá Rauða krossinumísíma 562-6722. -bjb Hjón lokuð inni á efri hæð húss á Flateyrí eftir snjóflöðið ínótt Horf ði á húsið við hliðina þjóta fram hjá - segir Gunnar Vaidimarsson, sem beið ásamt konu sinni björgunar „Ég vaknaði um klukkan fjögur við að hundurinn varð viöaus en heyrði sjálfur ekkert Ég var kom- inn fram á rúmstqkkinn og leit út um eidhúsgluggann. Þá sé ég að húsið við hliðina þýtur fram hjá í heilu lagí," segir Gunnar Valdi- marsson, sjötugur maður sem býr við Hafnarstræti á Flateyri ásamt konu sinni, Mörtu Ingvarsdóttur. DV ræddi við Gunnar í síraa í morgun. Þau hjön voru M innilok- uð í húsi sínu númer 43 við Hafnar- strætl Gunnar sagði að ekkert amaði að þeim enda voru þau á efrí hæð í steinhúsi og ætluðu að bíða þess að hægt væri að moka þau út. „Það var lán að fólkið sem býr á neðrí hæðinni var ekki heima. Flóöið nær hér upp að eldhús- glugganum og ég reikna með að neöri hæðin sé alveg full af snjó," sagði Gunnar. Hann sagði að þreifandi byíur væri á Flateyri og ekM auövelt að gera sér grein fyrir ástandinu. Þó sagðist hann sjá að sex raðhús í nágrenninu væru öll farin og flest hús í nágrenni við hann. Þar var m.a. tímburhús við Miðina og það fór í heilu lagi af grunninum og út í sjó. " • „Mér sýnist að öll húsin við Unn- arstíg séu meira og minna í maski. Þetta átti að vera öruggt svæði en það er engu að treysta í þessum efnum lengur. Skur við húsið hjá mér hefur sópast í burtu en ég sé ekki mikið meira í sortanum," sagði Gunnar. Gunnar sagði að rafmagn og hiti hefði farið af húsi hans en að öðru leytí hefðu þau hjón það ekki slæmt, miðað við aðstæður, í hús- inú. „Þeir buðust tíl aö moka okkur úí í morgun en ég bað þá að fara að hjálpa þar sera meiri þörf væri á. Við gerum hvort eð er ekkert annað en að bíðá þótt við síeppum hérút,"sagðiGunnar. -GK Menn unnu hörðum höndum að því að ferma varðskipið Ægi lyfjum og búnaði á Miöbakkanum í morgun. Varð- skipið hélt áleiöis til Flateyrar laust fyrir klukkan átta. DV-mynd Sveinn Flateyrarslysið: Björgunarfólk og hundar með Ægi „Við sendum um 100 manns með varðskipinu nú, björgunarsveitar- menn af höfuðborgarsvæðinu, hjúkrunarfólk og fólk sem þjálfað hefur verið í að veita áfallahjálp. Að auki fara tveir leitarhundar með skipinu," sagði Björn Hermannsson, formaður.Landsbjargar, í samtali við DV á Miðbakkanum í morgun þegar varðskipið Ægir var að leggja úr höfn áleiðis til Flateyrar. Björn sagði menn búa að þeirri reynslu sem feng- ist hefði nýliðinn vetur eftir slysið í Súðavík. -sv Hjálparstarfið: Sjúkrahúsin sendu 17 manns Landspítalinn og Borgarspítalinn sendu hjálparsveitir, samtals 17 manns, vestur á Flateyri í morgun. Frá Landspítalanum fóru tvær fjög- urra manna greiningarsveitír. í hvorri sveit eru þrír læknar og einn hj úkrunarfræðingur. Frá Borgarspítalanum fór sérstak- ur áfallahjálparhópur sem í eru einn læknir, tveir hjúkrunarfræðingar og prestur. Þetta fólk er sérþjálfað í áfallahjálp. Síðan fór fimm manna greiningarsveit sem í eru 4 læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Hóparnir fóru ýmist með varðskip- inu Ægi frá Reykjavík í morgun eða með þyrlu til Grundarfjarðar þar sem varðskipið Óðinn tók hjúkr- unarfólk og aðrar hjálparsveitir. Áfram 11-12 vínd- stígfyrirvestan „Ekki er annað að sjá fyrir Vest- firðina en áframhaldandi hvassviðri og niðurkoma í dag. Veðurhæöin verður 45-55 hnútar, um 11-12 vind- stig, og hún fer ekki að ganga niður fyrr en undir miðnætti," sagði Gunn- ar Hvammdal veðurfræðingur í morgun. Hann sagði að á Norður- landi, frá Eyjafirði og vestur úr, væri mjög hvasst og mikil snjókoma og þar sem svo hagaði til gæti allt gerst. -sv Veðriðámorgun: Stinnings- kaldi Á morgun verður norðankaldi eða stinningskaldi og él um norð- anvert landið en þurrt syðra. Hiti -3 stig til 3 stig, hlýjast suð- austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 «-4% brother V $#Bttk. Lit,a ^V>^^^^ merkivélin X^^pí^ Loksins *¦ með Þ og Ð í ;7±Tá ;2»1; * d Nýbýlavegi 28-sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.