Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER rro Rono uuU UUUU MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblaö | FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995. Sigurbjört Eggertsdóttir: Ægilegar „ stundirað bíða eftir fréttum „Ég á ættingja í húsum sem lentu í flóðinu. Ég bíð bara eftir að heyra af þeim. Enn veit ég ekkert og það eru ægilega stundir að bíða eftir fréttunum," sagði Sigurbjört Egg- ertsdóttir, kaupmaður á Élateyri, í samtali við DV í morgun. Hún var sjálf á öruggum stað og hefur í morgun afhent öll hlífðarföt og raunar allt sem til var úr verslun- inni til björgunarmanna. „Hér eru allir komnir út sem vetl- ingi geta valdið en það er mjög erfitt að átta sig á hvað hefur gerst. Það er þreifandi bylur og ekkert hægt að sjá,“ sagði Sigurbjört. „Mér líst illa á framhaldið hér,“ sagðihún. -GK Konráö Konráösson: Snjórinn kom - allurínótt „Það virðist sem allur snjórinn hafi fallið í nótt. í gær var varla meira en föl en nú en snjórinn nærri tveir metrar á dýpt,“ segir Konráð Konráðsson, ungur maður sem flýja varð með fjölskyldu sinni úr húsi við Hjallaveg í nótt. Konráð taldi að um hundrað metr- ar væru í flóðið frá húsinu þar sem hann býr. Öll fjölskyldan er nú kom- in neðar á eyrina og úr allri hættu. Ættingjarnir bjuggu þó einnig við Hjallabrautina í húsi númer fjögur og það fór í flóðinu. í húsinu voru fimm manns, hjón, tvö böm og frændi þeirra. Þau björguðust öll í nótt. „Þetta leit ekki svo illa út í gær- kveldi en þaö er greinilegt að snjó- koman hefur verið gríðarleg í nótt,“ sagðiKonráð. -GK Rauðikrossinn: Skrifstofanopnuð aðstandendum Rauði kross íslands við Rauðarár- stíg opnaði skrifstofu sína strax og fregnaðist um snjóflóðið á Flateyri í morgun. Aðstandendur Flateyringa gátu leitað þangað og fengið upplýs- ingar að vestan auk þess sem áfalla- .þjálp var veitt. Upplýsingar eru veittar hjá Rauða krossinum í síma 562-6722. -bjb LOKI Ætli maður segi mikið í dag. Hjón lokuð inni á efri hæð húss á Flateyri eftir snjóflóðið í nótt: Horf ði á húsið við hliðina þjóta fram hjá - segir Gunnar Valdimarsson, sem beið ásamt konu sinni björgunar „Ég vaknaði um klukkan flögur stræti. Gunnar sagðí að ekkert gera sér grein fyrir ástandinu. Þó ekki mikið meira í sortanum," við að hundurinn varð vitlaus en amaði aö þeim enda voru þau á sagðist hann sjá að sex raðhús í sagði Gunnar. heyrði sjálfur ekkert. Ég var kom- efri hæð i steinhúsi og ætluðu að nágrenninu væru öll farin og flest Gunnar sagði að rafmagn og hiti inn fram á rúmstokkinn og leit út bíða þess að hægt væri að moka hús í nágrenni við hann. Þar var heföi farið af húsi hans en að öðru um eldhúsgluggann. Þá sé ég að þau út. m.a. timhurhús við hliðina og það leytí hefðu þau hjón það ekki húsið við hliðina þýtur fram hjá í „Það var lán að fólkið sem býr á fór í heilu lagi af grunninum og út slæmt, miðað við aöstæður, í hús- heilu lagi,“ segir Gunnar Valdi- neöri hæðinni var ekki heima. í sjó. inú. marsson, sjötugur maður sem býr Flóðið nær hér upp að eldhús- „Mér sýnist að öll húsin við Unn- „Þeir buðust til að moka okkur við Hafnarstræti á Flateyri ásamt glugganum og ég reikna með að arstíg séu meira og minna í maski. út í morgun en ég bað þá að fara konu sinni, Mörtu Ingvarsdóttur. neðri hæðin sé alveg full af snjó,“ Þetta átti að vera öruggt svæði en að hjálpa þar sem meiri þörf væri DV ræddi við Gunnar í sima í sagði Gunnar. það er engu að treysta í þessum á. Við gerum hvort eð er ekkert morgun. Þau hjón voru þá innilok- Hann sagði að þreifandi bylur efnum lengur. Skúr við húsið hjá annað en að bíða þótt við sleppum uð í húsi sínu númer 43 við Hafnar- væri á Flateyri og ekki auövelt að mér hefur sópast í burtu en ég sé hér út,“ sagði Gunnar. -GK Menn unnu hörðum höndum að því að ferma varðskipið Ægi lyfjum og búnaði á Miðbakkanum í morgun. Varð- skipið hélt áleiðis til Flateyrar laust fyrir klukkan átta. DV-mynd Sveinn Flateyrarslysið: Björgunarfólk og hundar með Ægi „Við sendum um 100 manns með varðskipinu nú, björgunarsveitar- menn af höfuðborgarsvæðinu, hjúkrunarfólk og fólk sem þjálfað hefur verið í að veita áfallahjálp. Að auki fara tveir leitarhundar með skipinu," sagði Björn Hermannsson, formaöur.Landsbjargar, í samtali við DV á Miðbakkanum í morgun þegar varðskipið Ægir var að leggja úr höfn áleiðis til Flateyrar. Björn sagði menn búa að þeirri reynslu sem feng- ist heföi nýhðinn vetur eftir slysið í Súðavik. -sv Hjálparstarfið: Sjúkrahúsin sendu 17 manns Landspítalinn og Borgarspítalinn sendu hjálparsveitir, samtals 17 manns, vestur á Flateyri í morgun. Frá Landspítalanum fóru tvær fjög- urra manna greiningarsveitir. í hvorri sveit eru þrír læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Frá Borgarspítalanum fór sérstak- ur áfallahjálparhópur sem í eru einn læknir, tveir hjúkrunarfræöingar og prestur. Þetta fólk er sérþjálfað í áfallahjálp. Síðan fór fimm manna greiningarsveit sem í eru 4 læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Hóparnir fóru ýmist með varðskip- inu Ægi frá Reykjavík í morgun eða með þyrlu til Grundarfjarðar þar sem varðskipið Óðinn tók hjúkr- unarfólk og aðrar hjálparsveitir. Áfram 11-12 vind- stigfyrirvestan „Ekki er annað að sjá fyrir Vest- flrðina en áframhaldandi hvassviðri og niðurkoma i dag. Veðurhæðin verður 45-55 hnútar, um 11-12 vind- stig, og hún fer ekki að ganga niður fyrr en undir miðnætti," sagði Gunn- ar Hvammdal veðurfræðingur í morgun. Hann sagði að á Norður- landi, frá Eyjafirði og vestur úr, væri mjög hvasst og mikil snjókoma og þar sem svo hagaði til gæti allt gerst. -sv Veðriðámorgun: Stinnings- kaldi Á morgun verður norðankaldi eða stinningskaldi og él um norð- anvert landið en þurrt syðra. Hiti -3 stig til 3 stig, hlýjast suð- austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 brother Litla merkivélin Loksins með Þ ogÐ Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 ÞREFALDUR1. \TVMXGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.