Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1995 Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Rristjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, Sl'MI: 550 5000 FAX: Auglýsingan 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingan 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Forseti Rússlands er róni í beinni útsendingu frá blaöamannafundi fyrir helgina rak dauðadrukkinn forseti Rússlands utanríkisráðherra landsins úr embætti og réð hann aftur daginn eftir á flug- vellinum í Moskvu, einnig í beinni útsendingu frá blaða- mannafundi, illa haldinn af langvinnri ofdrykkju. Síðan hefur forsetinn leikið hlutverk fíflsins vestur í Bandaríkjunum, þar sem hann sótti valdsmannaþing Sameinuðu þjóðanna og hitti Bandaríkjaforseta. Þar hef- ur forseti Rússlands velkzt um, útblásinn og þrútinn og tínt af sér fula brandara drykkjusjúklings. Heita má, að síðustu misserin sjáist ekki til forsetans öðruvísi en timbraðs, drukkins eða kófdrukkins á al- mannafæri. Þetta ástand er honum og Rússlandi til van- sæmdar. Enn verri eru þó áhrifin, sem þetta óeðlilega ástand hlýtur að hafa á stjórn erfiðra Rússlandsmála. Þessi fyrrverandi þjóðhetja Rússlands hefur misst tök- in á srjórn landsins og hrekst úr einu víginu í annað und- an andstæðingum sínum. Flestir umbótamennirnir í kringum hann eru horfnir á braut eða búa við skert áhrif, en gagnslausir jámenn eru setztir í stólana. Svo djúpt er Rússland sokkið, að foringi lífvarðar for- setans er orðinn annar valdamesti maður landsins út á það að hjálpa forsetanum í rúmið á morgnana og sinna öðrum þörfum drykkjurútsins. Þekkt er í mannkynssög- unni, að lífvarðarforingjar srjórna fyrir róna. Umbætur eru um það bil að fjara út í Rússlandi. Glæpaflokkar hafa sig æ meira í frammi og hafa tekið við raunverulegri srjórn mála á ýmsum sviðum. Rúss- neska mafian veldur vaxandi áhyggjum á Vesturlöndum vegna mikilla umsvifa og óvenju grófra vinnubragða. Greinilega kom fram í eftirleik átakanna í Tsjetsjeníu fyrr á þessu ári, að forsetinn réði ekki við málið, þannig að forsætisráðherra landsins varð að lokum að grípa í taumana. Enda má ljóst vera, að sídrukkinn forseti get- ur ekki brugðizt skynsamlega við uppákomum. Undir stjórn Jeltsíns hefur Rússland orðið að óróaafli í umheiminum eins og íran eða írak eða Kína. Það sáir til vandræða í ríkjum Sovétríkjanna fyrrverandi og á Balkanskaga. Það er orðið Ula útreiknanlegt og óvinsælt og nýtur ekki nauðsynlegs stuðnings að utan. í stað þess að nota pólískan mátt Rússlands til að búa til valdamikla virðingarstöðu þess á fjölþjóðlegum vett- vangi, fær þessi máttur í vaxandi mæli útrás á neikvæð- an hátt og leiðir ekki til þeirrar virðingar og áhrifa, sem efni ættu að standa til við eðlilegar aðstæður. Verst er tilhugsunin um, að það er annað mesta kjarn- orkuveldi heimsins, sem hefur fordrukkinn forseta með puttana við atómstjórntöskuna og getur hleypt af stað kjarnorkustríði í óráði og minnisleysi. Þess vegna er nauðsynlegt að vekja athygli á ástandi forsetans. Áfengi hefur löngum verið flótti Rússa frá vandamál- um líðandi stundar. Þar í landi er ríkjandi rótgróin lin- kind gagnvart geigvænlegum afleiðingum almennrar of- drykkju á öllum stigum þjóðfélagsins. Þar í landi er al- ger róni talinn hothæfur sem æðsti maður ríkisins. ¦ Vestrænir fjölmiðlar taka á máli þessu með silki- hönskum og stuðla þannig að þeirri sjálfsblekkingu margra Rússa, að þjóðarlöstur þeirra sé frambærilegur og að þolanlegt sé að hafa drykkjurúta í æðstu embætt- um. Betra er að tala hreint og skiljanlega um vandamál- ið. Það er botnlaus niðurlæging fyrir Rússland að forseti landsins skuli vera róni, sem veltist blmdfullur um heiminn, útblásinn og þrútinn af langvinnum ólifnaði. Jónas Kristjánsson Ekki nægilegt fé milli handanna? Mjög sjaldan er minnst á það að mistökin hafi byggst á óþörfu bruðli, segir m.a í grein Jóns. Þekking og hagvöxtur Á þessu ári kom út tímamótarit í hagfræði sem nefhist á frummál- inu „Economic Growth", þ.e. hag- vöxtur. Höfundarnir eru þeir R.J. Barro og X. Sala-I-Martin. í riti þessu er að finna ítarlegustu og nýjustu samantektina á rannsókn- um nokkurra virtra hagfræðinga sem á síðustu árum hafa verið að kanna frumorsakir hagvaxtar. Furðulegt nokk þá lágu rannsókn- ir á þessu grundvallaratriði niðri um tuttugu ára skeið, það er frá ca 1960-1980. Á meðan var fjöldi hagfræðinga upptekinn við að rannsaka fremur léttvæg viðfangsefni, svo sem ár- angurríkt verðbréfabrask. Sumir þeirra urðu ríkir fyrir bragðið. Á meðan biðu mörg meginviðfangs- efni hagfræða og þjóðfélags óleyst Þekking megingrundvöllur hagvaxtar í inngangi fyrrgreindrar bókar er undirstrikuð sú aðalniðurstaða hinna nýju rannsókna að þekking sé megingrundvöllur langtímahag- vaxtar. Þetta hafa margir talið sig vita um langan tíma. Ekki ætti að þurfa hámenntaða fræðimenn og marga áratugi til að ná áttum í þessu efhi. Ekki gerir það hlut hagfræðinnar glæsilegan að hafa vanrækt þetta meginviðfangsefni um áratugaskeið meöan atvinnu- leysi óx hröðum skrefum. Ekki síst þegar ljóst er að veigamiklar lausnir á því er að finna í hagvexti af ýmsu tagi, auk bættrar nýtingar auðlinda. Ef ég man rétt þá var það Georg- es Bernhard Shaw sem sagði eitt sinn að vísindamenn væru fólk sem beitti flóknum og tímafrekum aðferðum til að komast að augh'ós- um niðurstöðum. Þótt þetta sé aug- ljóslega röng staðhæfing um margt þá á hún ótrúlega víða við. Mér virðist að svo sé í þessu tilviki og myndi vilja bæta við að veigamikl- Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans Mistökin yrðu bara enn þá meiri! Þetta ýkta dæmi er tekið til að vekja athygli á því sérstaka fyrir- bæri í íslensku þjóðfélagi að þegar óvitar hafa fengið ómælt fé til ráð- stöfunar og komið málum sínum eða umbjóðenda sinna í ómælt klúður á mettíma er afar oft gripið til þeirrar útskýringar að vandinn hafi bara verið sá að þeir hafi ekki haft nægilegt fé milli handanna! Mjög sjaldan er minnst á það að mistökin hafi byggst á óþörfu bruðli ellegar að menn hafi ekki ' kunnað að haga seglum eftir vindi miðað við tiltæka fjármuni. Stað- reyndin er nefnilega sú að oftast má ná árangri þótt fé sé af skorn- um skammti. Stundum jafnvel þrátt fyrir mik- ið fjársvelti. Bara ef þekkingin er í góðu lagi og dugnaður, þraut- seigja, útsjónarsemi höfð að helstu „Ekki gerir þaö hlut hagfræðinnar glæsi- legan að hafa vanrækt þetta meginvið- fangsefhi um áratugaskeið meðan at- vinnuleysi óx hröðum skrefum." ar niðurstöður komi oft ótrúlega seint! Augljóst orsakasámband Maður sem kann til verka, það er býr yfir þekkingu, hefur for- sendur til að nýta starfsorku sína og fé á arðvænlegan og árangurs- ríkan hátt. Sá sem á hinn bóginn býr ekki yfir þekkingu nýtir þessa sömu hluti gjarnan í óarðbærar fjárfestingar eða jafnvel til skaða. Hann er eins og óviti sem sest við stýrið á bfl. Akstur hans endar oft- ast með ósköpum. Ekki myndi bæta úr skák að láta þennan óvita fá enn þá stærra ökutæki til að sjá hvort ekki færi að ganga betur. leiðarljósum. Ótímabær og ótak- markaður aðgangur að fé getur oft verið beinlínis skaðlegur í sjálfu sér eins og fjöldi dæma sanna. Lykilþáttur þekkingar Hagfræðin hefur alltof lengi ein- blínt á einhæfar skýringar á hag- vexti og efnahagslegum árangri: Þáttur þekkingar og upplýsinga hefur lengi verið hálfgerð horn- reka í þessu sambandi. Kominn er tími til að þekking fái miklu meiri áherslu innan hagfræðinnar. Eins í allri þjóðmálaumræðunni. Jón Erlendsson Skoðanir annarra Samkeppni um lífeyrinn „Viðbrögð forystumanna lífeyrissjóðanna, bæði verkalýðsforustunnar og forustu VSÍ, hafa verið allt of neikvæð gagnvart breytingum. Það er eins og líf- eyrissjóðunum séu allar bjargir bannaðar, ef breyt- ingar verða gerðar á starfsumhverfi þeirra. En það er langt frá því. Þeir hafa verulegt forskot á sam- keppnisaðila ... Mikilvægt er við allar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu að tryggja að ekki verði tekin óeðlileg áhætta við ávöxtun fjármuna. Nýleg dæmi eru um slíkt." Úr forustugrein Mbl. 25. okt. Tekjuskatturinn „Frá árinu 1983 hafa beinir skattar einstaklinga, þ.e. tekju- og eignarskattar, til ríkissjóðs liðlega tvö- faldast á fóstu verðlagi... Á sama tíma hefur skatt-s hlutfallið hækkað og tekjutenging ýmissa bóta verið aukin þannig að jaðarskattar á meðállaun fjölskyldu eru orðnir allt að 60-80%. Aðeins einn af hverjum þremur framteljendum greiðir tekjuskatt þegar upp er staðið og búið að taka tillit til barna- og vaxta- bóta. Tekjuskattskerfið, sem er að stofni til frá árinu 1988 — þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp — hefur í stórum dráttum gengið sér til húðar." Óli Björn Kárason í Viðskiptablaðhiu 25. okt. Kvennafrídagurinn „Þessi dagur skipti verulegu máli. Ég er sannfærð um að þarna er röð atburða, eitt leiddi af öðru. Ef Rauðsokkahreyfingin hefði ekki verið stofnuð heföi enginn kvennafrídagur veriö haldinn. Ef kvennafrí- dagur hefði ekki verið haldinn hefði Vigdís Finn- bogadóttir líklega ekki verið kosin forseti. Ef hún hefði ekki verið kosin forseti þá hefði líklega aldrei orðið neitt kvennaframboð. Ef kvennaframboð hefði aldrei komið til þá væri ég ekki borgarstjóri." Ingibjörg Sólrún Gísladótt ir í Tunanum 25. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.