Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1995, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 26. OKTÖBER 1995 Fréttir Gríðarstórt snjóflóð féll á Flateyri og tuga íbúa saknað í nótt: Hús horf in í heilu lagi - algjör eyðilegging blasir hér við, sagði einn björgunarmanna Gríðarstórt snjóflóð, sem kom óvænt úr Skollahvilft og fór yfir snjóflóðavarnir, hreif a.m.k. 17 hús með sér á Flateyri klukkan 4.07 í nótt. Ftíótiega varð bóst aö á þriðja tug íbúa var saknaö. Þegar DV fór í prentun höfðu fréttir borist um einn látinn og a.m.k. tveir voru slasaðir en tugum íbúa hafði verið bjargað. Þeir sem stóðu í eldhnunni á Flat- eyri hvöttu fólk tíl að sýna stíllingu og reyndu að vera bjartsýnir. „Þetta er algjör eyðilegging. Húsin eru horfln í heilu lagi," sagði einn íbúa Flateyrar í samtali við DV um hálfri klukkustund eftir að flóðið féll. Flóðið féll á innanverða Flateyri, við göturnar Ólafstún, Hjallaveg, Tjarnargötu og Unnarstíg og raunar Flugvöll- urinná Þingeyri ruddur Flugvöllurinn á Þingeyri var ruddur í morgun þannig að hann yrði til taks þegar flugfært yrði til Vestfjarða. Að sögn Davíðs Kristjánsson flugvallarstjóra um hálftíu í morgun var búist við að flugbrautin yrði fær í kringum hádegið. Þingeyri er næsti staður við Flateyri með tiltækan flug- völl. Stórhríð var á Þingeyri í morgun og þrjú snjóruðnings- tækinotuðáflugveUinum. -bjb Rauðikrossinn: Tuttugu milljónir í fyrstuað- stoð Srjórn Rauða kross íslands kom saman til fundar í morgun í til- efni snjóflóösins á Flateyri. Stjórnin ákvað að veita 20 rnillj- ónir króna í fyrstu aöstoð við þá sem verða fyrir hamfórunum. Fjórir flokkssrjórar RK í fjölda- hjálp eru á leið til ísafjarðar með varðskipinu Ægi, auk þess sem flokksstjórar frá Bolungarvík og ísafirði eru á leið til Fláteyrar. Rítósstjórnin: Neyðar- fundurí morgun Flestir ráðherrar ríkissrjórnar íslarids komu saman til neyðar- fundar um áttaleytið í morgun vegna hörmunganna á Flateyri. Vigdís Finnbogadóttir forseti kom til fundar viö ríkisstjórnina. Þar var m.a. ákveðið að kalla saman hóp ráðuneytisstjóra, líkt ög gert var vegna flóðsins á Súöa- vik í janúar sL, til að koma skipu- lagj á þær björgunaraðgerðir sem snúa aö ríkisstjórninni sérstak- lega og greiða fyrir því að björg- unarstarf geti gengið snurðulaust áFlateyri. -bjb Flóðiö fór yfir austasta og efsta hluta kauptúnsins á Flateyri. Ekki er vitað með vissu um umfang þess en þó vitað að 17 hús eru ónýt eða skemmd. Fólk var i átta þessara húsa. v* Í' W , '-¦...... * v^iííxow I W"' $ ¦ „' ¦'**'. '¦swðíasr ma«í Snjótjoðið á Flateyri féll utan þess svæðis sem menn töldu hættulegast. alla leiö niður að heilsugæslustöð við Eyrarveg en hann er miðsvæðis í þorpinu. Brak úr húsum barst fram hjá kirkjunni og alla leið niður að pósthúsi sem stendur við Hafnar- stræti neðarlega á eyrinni. Tveggja hæða hús við Unnarstíg fór nánast í heilu lagi niður að heilsugæslustöð- inni. Hríð gerði björgunarsveitarmönn- umogöðiwisemvettlingigátuvald- . ið erfitt fyrir með björgunarstörf. Flateyringar voru einir um björgun- arstörf fyrstu klukkustundirnar vegna mjög erfiðrar færðar. Flóðið var svo stórt að það féll á svæði sem talin voru utan hættusvæðis - yfir snjóflóðavarrár. Fjólskyldunni í húsinu við Hjalla- veg 4 var bjargað í morgun eftir að fólkið, hjón með tvö börn og eitt gest- komandi, haföi beðið í rústum þess í nokkra klukkutíma. Tíu ára dreng- ur skarst nokkuð og var orðinn kald- ur þegar björgunarmenn komu að. Hann er þó ekki í lífshættu. Annað heimilisfólk slapp ómeitt. Björgunarmenn voru þegar síðast fréttist enn að leita um tuttugu íbúa. Þar á meðal var eiginmaður konu sem flúði úr húsi sínu í gærkvöldi og vildi sofa á öruggari stað í nótt. Maðurinn vildi ekki fara úr húsinu og er hans nú leitað. Fólk á Flateyri segir að gífurleg snjókoma hafi verið í alla nótt en ekki var búist við að veörinu slotaði fyrrenífyrstalagiíkvöld. -Ótt/GK Björgunarmenn komu með Æsunni Nokkrir tugir björgunarsveitar- manna frá ísafirði voru á leið til að- stoðar fólkinu sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri í nótt. Þegar DV fór í prent- un í morgun var báturinn Æsan að fara aðra ferð yfir Önundarfjörð með björgunarsveitarmenn frá Holti og hafði gengið vel að flytja þá yfir. Það voru um 13-14 menn frá björg- unarsveitinni Skutii sem fóru með Æsunni frá Holti, annað eins frá Tindum í Hnifsdal og svipað frá Hjálparsveit skáta á ísafirði. Björg- unarsveitarmenn hafa meðferðis öll tæki í eigu sveitanna og búnað til að hlúa að þeim sem lentu í flóðinu. ís- flrðingarnir voru fyrstu björgunar- mennirnir sem komu til Flateyrar. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði og formaður al- mannavarnarnefndar fyrir vestan, var veðurtepptur í Reykjavík þegar snjóflóðið féll á Flateyri. Fulltrúi hans, Sólveig Jóhanna Guðmunds- dóttir, gegndi formennsku í al- mannavarnanefhd í hans stað en Almannavarnir ríkisins í Reykjavík hafa yfirumsjón með bjórgunarað- gerðum. -GHS Elínóra Guðmundsdóttir, Flateyri: Barnabarnið slasaðist farið af húsunum við hliðina en vegg- irnir stæðu eftir. Lítið væri þó hægt að sjá vegna dimmviðris. „Hér er rafmagnslaust og ég heyri ekki í útvarpi. Ovissan er því alger en allir sem geta eru að leita að hin- um týndu. Þetta eru hræðilegar hörmungar og ég veit ekki hvernig verður með framhaldið hér. Þessi ósköp byrja svo snemma," sagði Elínóra. -GK .Jvlaðurinn minn er núna hjá barnabarni okkar í heilsugæslustöð- inni. Þetta er tíu ára strákur og hann var orðinn kaldur en óverulega slas- aður. Ég get bara setið hér og vonað hið besta," sagði Elínóra Guðmunds- dóttir á Flateyri en hún bjó í húsinu númer 7 við Hjallaveg. Húsiö slapp en öll næstu hús fyrir austan eyðilögðust. Elínóra sagði að sér heföi í nótt sýnst sem þökin hefðu Þessi raöhús á Flateyri urðu fyrir snjóllóðinu mikla i nótt. Snjóflóðið á Flateyri: Hefuráður f allið á Hör- uggt" svæði - segir Guðmundur Sigurðsson „Munnmælasögur segja að flóð hafi áður faflið á þetta svæði og gamlir menn segja að stórt flóð hafi faUið um miðjan sjötta áratug- inn á raðhúsalengjuna við Hjalla- veg sem taldist á öruggu svæði," segjr Guðmundur Sigurðsson, íbúi við Ólafstún á Flateyri, en búist er við að snjóflóðið hafl hrifið með sér og gjöreyðilagt hus hans í nótt. Eiginkona Guðmundar hringdi í hann um fimmleytið í nótt á Borg- arspitalann í Reykjavík þar sem hann var í læknisrannsókn til að láta hann vita af snjóflóðinu. Hún hafði verið látin rýma hús þeirra hjóna við Ólafstún, enda taldist það til hættusvæðis, og var stödd hjá tengdaforeldrum sínum með börn- in tvö, 1 og 4ra ára, á öruggu svæði í miðju þorpinu. „Ég hef ekkert annað heyrt. Það hafa engar fréttir borist af húsinu og klukkan fimm í morgun vissi enginn neitt," sagði Guðmundur við DV í morgun. Búist er við að öll húsin við Ólafs- tún séu illa farin eftir flóðið og verða þau látin bíða þar til síðast. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.