Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 30. OKTÖBER 1995 Fréttir Flateyringar snúa heim og huga að rústum húsa sinna: Það sem heilt er af dóti okkar f er í gám - segir Brynjólfur Garðarsson, íbúi við HjaUaveg 4 Reynir Tiaustason, DV, FTateyri: „Aðkoman hérna er hræðileg, svo ekki sé meira sagt. Það er mikið brot- ið af búslóðinni inni í húsinu og að- eins tveir veggir uppistandandi. Þeir veggir hafa haldið af einhverjum óskiljanlegum ástæðum og ef þeir hefðu gefið sig þá værum við vart til frásagnar," segir Brynjólfur J. Garð- arsson sem sneri heim til Flateyrar frá Reykjavík um helgina. Brynjólfur, sem bjó ásamt eigin- konu sinni, Herdísi Egilsdóttur, og tveimur ungum dætrum aö Hjalla- vegi 4, slapp ásamt fjölskyldu sinni og 11 ára bróðursyni þegar snjóflóðiö mikla lagði hús þeirra í rúst, eins og fram kom í ítarlegu viðtali við þau í helgarblaði DV. Þau fóru með varð- skipi til Reykjavíkur að kvöldi fimmtudags. Brynjólfur segir að kvíðinn fyrir því að snúa aftur til Flateyrar hafi verið mikill. „Ég flaug með íslandsflugi og það var hrikalegt að sjá eyðilegginguna þegar við flugum yfir svæðið sem snjóflóðið féll yfir. Mér leið mjög illa og það lagaðist ekki fyrr 'en ég kom til Flateyrar,“ segir Brynjólfur. Þegar DV ræddi viö Brynjólf í gær var fólk víða að leita í rústum húsa sinna eftir að hafa í fyrsta sinn eftir að hörmungarnar dundu yfir fengið aö fara inn á svæðið. Brynjólfur seg- ir erfitt aö átta sig á því hvað af per- sónulegum munum fjölskyldunnar sé heilt. „Þaö er erfitt að átta sig á því hvaða hlutir hafa orðið fyrir rakaskemmd- um. Við erum með ljósmyndaalbúm og bækur í sjónvarpsherberginu og það er hálffullt af snjó. Það má þó geta þess að styttur, sem við vorum með uppi á vegg sem stúkaði af borð- krókinn, hafa ekki haggast þrátt fyr- ir eyðilegginguna í kring,“ segir Brynjólfur. Hann segir að þau hjónin hafi ekk- ert ákveöið varðandi áframhaldandi búsetu á staðnum. „Við setjum það sem heilt er af dótinu okkar í gám og framtíðin verður að skera úr um það hvar við setjumst að. Við munum dvelja í Reykjavík næstu mánuðina meðan við erum að ná áttum,“ segir Brynj- ólfur. Fremst á myndinni er hluti af einum útvegg hússins númer 3 við Unnarstíg á Flateyri. Þar bjó Eiríkur Finnur Greipsson, fyrrverandi oddviti, ásamt eigin- konu sinni og tveimur sonum. Þau björguðust öll úr flóðinu. Sömuleiðis bjargaðist öll fjölskyldan úr húsinu við hliðina, Unnarstíg 1, sem var tveggja hæða með risi. Efri hluti hússins kubbaðist frá neðri hæðinni og fiaut eina 70 metra ofan á snjóflóðinu. Á myndinni sést hvar efri hlutinn staðnæmdist en í honum voru Guðjón Guðmundsson og Bjarnheiður ívarsdóttir ásamt þremur dætrum sinum. DV-mynd GVA Húsiðfærðist um 70 metra Hetjudáðir unnar hér - segir Einar Oddur - otrúlegur einhugur og ró, segir Einar Kristinn „Við erum komin fram úr okkur ef við förum aö skipuleggja hefidar- lausn strax. Nú er verið að hjálpa, líkna og hlúa hvert að öðru. Fólkið verður allt að fá sinn tíma. Allir okk- ar bestu sérfræðingar eru hér að vinna myrkranna á milli í fjallinu. Þeir munu koma með sínar ályktanir eins fljótt og auðið er. Fyrr getum við ekkert sagt. Öll störf hafa gengið ákaflega vel - það er frábært fólk hér á öllum vígstöðvum," sagði Einar Oddur Krisfjánsson, þingmaður frá Flateyri, í samtali við DV eftir aö borgarafundi þorpsbúa lauk undir kvöld í gær. „Ég legg höfuðáherslu á og við sem höfum fylgst með frá fyrstu mínútu og erum dómbær á verkin að afit starf hér hefur gengið frábærlega. Hér hafa hetjudáðir verið unnar. Á borgarafundinum kom fram aö allt hefur verið sett í gang sem þarf að gera og það liggur fyrir að við mun- um hefja vinnslu í frystihúsinu á mánudag og allir eru að vinna að því sem þarf að sinna - það eru auðvitað hundruð þúsunda atriða," sagði Ein- ar Oddur. Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður frá Bolungarvík, sagði að aðdáunar- vert og lærdómsríkt hefði verið að sitja borgarafundinn og „finna þann einhug og þá ótrúlegu ró sem var yfir íbúunum sem hann sátu.“ „Þessi fundur var mjög gagnlegur. Samstaðan er mjög mikil hjá íbúun- um um að vinna að öllu með festu en taka eitt skref í einu. Ég held að vinnubrögðin hafi verið eins og best verður á kosið, ekki síst hjá sveitar- sfjóminni. Það er enginn vafi á því að flóðin í ár breyta óskaplega miklu fyrir okkur sem búum á Vestíjörðum. En ég held að við sem hér eigum heima hugsum eingöngu um að treysta byggðir á öruggum svæðum," sagði Einar Kr. Guðfinnsson. -Ótt Sandkom Þcgar fyrst var fariði svokall- að„beintflug“ ^ fráAkureyri meðfarþegatil útlandafyrir allmörgum árum hófst ferðalagiðmeð „beinnirútu- ferð“ til Reykjavíkurvegnaóveðurs nyrðra. Þaöan var haldið á vit ævintýra í útlöndum en þegar heim kom aftur var ekki hægt að lenda á Akureyri svo ferðalangamir fengu gistingu í höfuðborginni. Sl. fimmtudagskvöld komu farþegar úr svona „beinu flugi“ heim til Akureyrar, en ekki var nú heimferðin „beinni“ en svo að þeir komu frá Reykj avik þar sem þeir höfðu mátt gista 2 eða 3 nætur eftirheimkomuna því ekki var hægt áð lehda á Ákureyrí. Var loks brugð- ið á þaö ráð í borgínni að halda norð- ur með langferðabifhnð þegar menn voru orðnir þreyttir á að bíða eftir ilugi til sínsheima, en ekki gaftil ílugs noröur vegna veðurs. »* skiptingar" T---: I biaöinu Múia iölafsfirði var viðtal\aðl5ára bæjarbúasem varaðkomaúr veiðiferðmeð togaranum Mánabergiúr Smugunru Sjo- m.umsbloðið : i ólgaríæöum unga drengsins sem segist ákveðiim í að verða sjómaður og hann hefur þegar tileinkað sér talsmáta þeirrar stéttar. M.a. segir hann í viðtalinu að það hafi verið, ,bræla nokkra daga en bara smá kaldaskitur". Hann seg- ir einnig að það hafi farið í taugarnar á sér þegar skipta þurfti um troll: „Það vom eilífar ifi öfuls skiptingar milli trolia, flottroll á daginn en botntroll á nóttunni," sagði kappinn og bætti við að í skóla vildi hann ekki, af þeirri einfóldu ástæðu að hann ætli sér að verða sjómaður. Fleiri góðir Vegna tiðra frásagnaaíáf- rekumrjúpna- skyttannaPers ogKristmund- arAtlahérí blaðinuverður manniáaðætla aðþeireigisér fyrirmyndir þegarþeir halda til ljalla. Skammt er nefnilega síðan sunnlenskm fiölmiðlamaður starfaði á Akureyri um tíma og fór hann títt til rjúpna ásamt kunningja sínum sem var aö stíga sín fyrstu skref í veiöimennskunni. Hóldu þeir g arnan til fjalla, klyfiaðir alls kyns tólum og tækjum, og báðir höfðu m.a. lagt á sigað læra á áttavita svo þeir týndust ekki á leið til byggða með feng sinn. En þrátt fyrir mikínn viðbúnað fengu þeir einhverra hluta vegna ekki nema eina rj úpu eitt árið þrátt fyrir 8 veiðiferðir á sama tíma og aðrir skutu grimmt allt í kringum þá. Húnfannst Rjúpanlétlíf sittþannigað fjölmiðlungur- innsærðihana ogeltisíðan Misstihann sjónaraffugl- inumen skömmu síðar komfélaginná móti honum með rjúpu í hendinni. Sagðist hann hafa fundið hana dauða þar skammt frá. Síðar þennan sama dag týndist þessi fræga rj úpa þegar félagi flölmíðiungsins lagði hana frá sér smástund og fannst hún ekki þrátt iyrir mikla leit Héldu þeir heim á leið með höglin í rassinum s vo not- uð sé samlíking við stangaveiðimenn sem koma heim öngulsártr. En viti menn. í næstu ferð á sömu slóðir varð fengurinn ein rjúpa. Fann fjöl- miðlungurinn hana dauða skammt frá þeim stað þar sem þeir höfðu týnt ijúpunni í ferðinni þar á undan og nu var fengsins vel gætt. Umsjón: Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.