Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 7 dv Fréttir ísfélag Vestmanna- eyja kaupir nótaskip Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur gengið frá kaupum á notuðu nóta- skipi frá Skotlandi. Skipið, sem heitir Antares LK-419, er smíðað í Noregi 1980 og síðan lengt árið 1986 og er nú 58,33 metra langt og 9 metra breitt. Aö sögn Harðar Óskarssonar fjár- málastjóra lítur skipið mjög vel út bæði að utan og innan. „í skipinu er ný vél, B&W Alpha, 2600 hestöfl, sem sett var í það í sumar. Antares er búið sex sjókæhtönkum, alis 950 rúmmetrar og getur borið 1000 tonn þegar veitt er til bræðslu. Antares er einnig búið til veiða með flot- troll,“ sagði Hörður. Antares verður afhent 1. apríl á næsta ári en samningurinn er gerður með fyrirvara um að seljandi fái veiðileyfi skipsins flutt á annað skip. Einnig eru nokkrir fyrirvarar af hálfu ísfélagsins í samningnum. Kaupverð er rúmar 300 milljónir króna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða skip verður úrelt í stað Antares og er verið að skoða þau mál. „Tilgangurinn með kaupunum er að eignast öflugt skip til veiða á uppsjávarfiski sem geti skilað góðu hráefni til manneldis og framleiðslu á gæðamjöh. Einnig er horft til veiða á fleiri tegundum en loðnu og síld,“ sagði Hörður að lokum. Veðurstofan villjarðskjálfta- stöðíVest- mannaeyjum Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum: Veðurstofa íslands telur nauðsyn- legt að koma upp jarðskjálftastöð í Vestmannaeyjum sem tengist hinu svonefnda SIL-kerfi sem er nýtt jarð- skjálftamælikerfi á íslandi sem tengt er sjálfvirku úrvinnslu- og viðvörun- arkerfi. Þetta kom fram á fundi almanna- varnanefndar fyrr í þessum mánuði og lagði nefndin áherslu á að nýrri jarðskjálftastöð yrði komið upp í Eyjum en vísaði máhnu að öðru leyti th bæjarstjórnar. Suöumes: Óskar f ormaður Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Óskar Gunnarsson, forseti bæjar- stjómar Sandgerðisbæjar, var kos- inn formaður Samhands sveitarfé- laga á Suðurnesjum á fyrsta fundi nýrrar stjórnar sem haldinn var á dögunum. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar Reykjanesbæjar, var kosin varaformaður. Reykjanesbær mun eiga formanninn næsta ár og svo annað hvert ár. Madntosh Performa 630 er einstök í sinni röð. Hún nefnilega búinn tveimur öigjörvum. Hinum öfluga 68LC040 og 66 Mhz 486DX2. Þetta gerir það mögulegt að vinna jöfhum höndum í hinu vingjamlega Madntosh- umhverfi og í DOS- eða Windows-umhverfi. Það er því varia möguleiki að fi tölvu sem býður uppá meiri samhaefhi milli þessara ólíku umhverfa. Það tekur aðeins augnablik að skipta á milli. Einnig er mögulegt að klippa og líma á milli þeirra eins og ekkert sé. Macintosh Performa býður líka uppá ein- staklega fjölbreytta tengimöguleika sem gerir hana að mjög öflugri maigmiðlunarvél. Með sérstöku sjónvarpsspjaldi er hægt að horfa á útsendingar sjónvarpsstöðva á tölvuskjánum. Macintosh Performa 630 er með 12 megabæta vinnsluminni, 500 Mb harðdiski 14" Apple MultiScan litaskjá og innbyggðu fjórhraða geisladrifi. Macintosh Performa 630 Staðgreilt aðeins: 148.000 kr. Afborgunarverð 155.789 kr. Apple-umboðið • SkipboIli21 • Sími511 5111 Heimasíðan: bllp:llwww. apple. is KASTARADAGAR frá 23. október til 4. nóvember mjmg Rafkaup ARMULA 24 - S: 568 1518 ■ AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KÖSTURUM + STÓRAFSLÁTTUR AF ÁKVEÐNUM TEGUNDUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.