Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 12
12 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 Spurningin Stundar þú líkamsrækt? Erna Svanlaug nemi: Já, í leikfimi i skólanum. Ragnheiður Hrönn Björnsdóttir blómaskreytinganemi: Já, ég fer í sund alla virka daga. Lasse Lepisto nemi: Já, ég stunda reiðmennsku. Jakko Turpoingen nemi: Já, ég æfi mig í tölvuleikjum! Perla Egilsdóttir nemi: Nei, ég æfði þegar ég var lítil og fékk þá nóg. Lesendur Upprætum skattsvikin en dæmum engan fyrir fram Það er líka hægt að efnast án þess að beita brögðum, segir Konráð m.a. í bréfinu. Konráð Friðfinnsson skrifar: Fjárlagahallinn hefur loðað við fjárlagafrumvörp hér lengi. Nýja frumvarpið miðast - eins og önnur - við hallalausan rekstur árið 1996. Til að ná þessum núll-rekstri hjá ríkinu er nokkuð ljóst að niður- skurður útgjalda mun halda áfram, nema til komi auknar tekjur ríkis- ins. Annaðhvort í formi aukinnar skattheimtu eða í aukinni fram- leiðslu á landsvísu, er leiðir til meiri útflutnings. Um það atriði er þó borin von, þótt auðvitað ætti aldrei að segja aldrei. Háværar raddir segja að.skattsvik hér séu landlæg. Að ríkið fái ekki nema hluta þeirra tekna sem því ber. Og í því sambandi hafa menn bent á fólk sem eigi miklar eignir en greiði „vinnukonuútsvar" til samfé- lagsins. Og svona tal hefur lika heyrst af vörum manna í valdastétt. Spurningin nú hlýtur því að vera hvers vegna menn gangi þá ekki í það verk að fá einhvern dæmdan, öðrum til viðvörunar, úr því að mál- in liggja svona ljóst á borðinu. Ég dreg hins vegar enga dul á það að undanskot frá gjöldum til hins opinbera er staðreynd á Islandi. Og það er aíleitt, að mínu mati, að tala bara og aðhafast ekkert. Láta þar með hina, sem eiga kannski nokkra bíla, búa í stóru og vönduðu einbýl- ishúsi fullbúnu dýrustu húsgögnum og geta leyft sér utanferðir með stuttu millibili, sitja eftir sem „óhreina" eða „saknæma", vegna þess að þeir berast á í þjóðfélaginu, þó svo að þeir séu með allt sitt á „þurru“. Þannig fólk er nefnilega líka til hér. Sem betur fer. Svona tal manna minnir mann stundum á þær aðferðir er Stalín (þessi frumkvöðull um framkvæmd kommúnismanns) beitti á valdatíma sínum, gagnvart svokölluðum „Kúlögum". En „Kúlagar" voru efn- aðir stórbændur sem áttu miklar eignir í Rússlandi. Þessi einræðis- herra hóf aðfórina gegn þeim með þeirri aðferð að úthrópa fyrst þessa menn á meðal almennings áður en gengið var í það verk að svæla þá burt af jörðum sínum. Og sakargift- in gegn þessu fólki var: „Þið eruð ríkir og ekki vinir fólksins". En sannanirnar, hvar voru þær? Slík hugsun finnst mér vera dálít- ið á kreiki hér þegar þennan mála- flokk ber á góma. Það breytir ekki því að skattsvikin þarf að uppræta. En það er hægt að efnast á íslandi án þess að beita til þess brögðum er stangast á við þau lög er gilda í landinu. - Munum það. Þegar þú sérð leigubíl næst, Guðrún, þá brostu Hjalti Garðarsson skrifar: í DV þann 25. október er lesenda- bréf frá Guðrúnu Bjarnadóttur þar sem hún úthúðar okkur leigubíl- stjórum. Mér finnst Guðrún taka nokkuð stórt upp í sig þegar hún alhæfir að obbinn af leigubílstjórum sé tillits- lausir og frekir ökumenn sem haldi að þeir séu öðrum ökumönnum fremri. Guðrún mín! Hefur þú aldrei þurft að bíða eftir leigubíl? Sem bet- ur fer þá veita flestir aðrir ökumenn okkur forgang í umferðinni vegna þess að þeir hafa einhvern' tíma þurft að bíða eftir leigubíl sjálfir. Varðandi það atriði að við séum öðrum ökumönnum fremri þá ók ég á síðasta ári 55.000 km tjónlaust. Þetta er rúmlega þrefaldur ársakst- ur hjá meðalökumanni. Að lokum vil ég segja þetta: Þótt ég hafi hvorki séð þig né hitt, Guð- rún Bjarnadóttir, þá þykir mér samt vænt um þig. Þess vegna vil ég benda þér á að leita þér sérfræðiað- stoðar og finna óuppfylltum vonum og brostnum draumum annan far- veg en að tiltaka ergelsi út í umferð- ina og þá sérstaklega okkur, leigu- bílstjóra. Það getur aldrei endað vel. Næst þegar þú sérð leigubíl, brostu þá og sjáðu hvort þér líður ekki bet- ur á eftir. Bílbelti 1 rútur og strætó „Ég hefði hins vegar ekki verið í vafa hefðu verið belti í strætó, hvað þá í rútubíl," segir Anna Margrét m.a. Anna Margrét skrifar: Ætli slysið í Hrútafirðinum breyti einhverju í sambandi við ör- yggisbelti í langferðabifreiðum? Vonandi á núna við orðatiltækið: Allt er þá þrermt er. Mér finnst að það ætti að vera skylda að hafa bíl- belti í öllum langferðabifreiðum, gömlum sem nýjum. Einnig í stræt- isvögum. Ástæða er fyrir því að ég nota ekki strætisvagna. Hún er sú að þeg- ar ég fór í strætisvagni fyrir u.þ.b. tveimur árum með dóttur mína, þá tveggja ára, kom tvennt til greina: að sitja með hana og henti óhapp þá hefði ég kramið hana á milli mín og sætisbaksins fyrir framan — eða láta hana sitja lausa við hlið mér — og þá hefði hún skollið á sætisbakið, því ekki náði hún að halda sér, eða þá flogið yfir bakið við harðan árekstur. Hvort hefði verið örugg- ara? Ég hefði hins vegar ekki verið í vafa hefðu verið belti í strætó. Nú er ég komin með lítið barn og ekki dettur mér í hug aö fara í strætó, hvaö þá í rútubíl, fyrr en komin eru bílbelti þannig að ég geti jafnvel fest bamastólinn í sætið. Liklega ferð- umst við bara í okkar einkabíl vel spennt með sætisólunum. Þegar ég las um slysið mikla í Hrútafirði varð mér hugsað til þess þegar ég fór með rútu í sveitaferð með leikskólanum um árið. Sum börnin stóðu í sætunum, önnur stóðu í gangveginum og nokkur voru frammi í að syngja. Ég var „vonda mamman" og mín stelpa varð að sitja kyrr í sætinu. Ég er ekki þekkt fyrir að ofvernda börnin en öryggi í umferðinni er númer eitt. Þetta er ekki eins og í gamla daga. Núna eru fleiri bílar í umferð- inni og fleira fólk sem ekur mun hraðar en áður. Umferðin er gjör- breytt. Hún krefst meira öryggis alls staðar. Hver kaupir 3 stöðvar? Lárus hringdi: Mér þykir heldur betur risið á okkur íslendingum að ætla að reka 3 eða 4 sjónvarpsstöövar í framtíðinni. Ég man þá tíð að ís- lendingar bölsótuðust yfir einni erlendri sjónvarpsstöð (Keflavík- urstöðinni) sem var þó öllum að kostnaðarlausu og hefði náðst um allt land hefði skynsemin fengið að ráða. Nú á að berjast um 3 eða 4 stöðvar. Hver kaupir 3 stöðvar? Eitthvað mun undan láta. Vonandi ekki allar stöðv- amar.' Svo kynni þó að fara. Margir veldu t.d. annað en sjón- varp RÚV væru þeir frjálsir menn i þeim efnum en ekki ánauðugir þrælar ljósvakakerfis ríkisins. Hlátur Clintons forseta Svanur skrifar: Það er sjaldan að maður sér menn i lykilembættum, hvað þá ráðamenn stórvelda, hlæja inni- lega. Margir þeirra brosa ekki einu sinni. Það var því kærkom- ið fyrir heimsbyggðina að heyra og sjá Clinton, forseta Bandaríkj- anna, hlæja innilega eftir inn- skot Rússlandsforseta. Það var létt yfir hlátri Clintons. Hann verður nær fólki fyrir bragðið. Svigrúm til að svíkja Jóhannes skrifar: Nýlega var bréf í DV er ræddi skattsvik og staðhæft að það væri ekki nema eðlilegt að menn sæktust eftir svartri vinnu á meðan himinháir skattar héldu fólki í klemmu. En það er ekki bara að hér ríki skattakúgun heldur eru alþjóðasamningar, svo sem GATT og EES, svo kirfi- lega sniðgengnir af stjórnvöldum að væntingar, sem almenningur reiknaði með í lægra vörverði, eru ekki einu sinni í augsýn, hvað þá meir. Er hægt að búast við öðru en fólk leiti eftir svig- rúmi til að svíkja hið opinbera hvenær sem færi gefst? Húsnæðisnefnd Reykjavíkur Viðar Björnsson skrifar: Verið er að nofa mína og þína skattpeninga, útsvar og tekju- skatt til að yfirbjóða mig á hin- um frjálsa íbúðamarkaði á not- uðum íbúðum. Löggjafmn á að grípa hér í taumana og Húsnæð- isnefnd Reykjavíkur verði bann- að með lögum að kaupa notaðar íbúðir á hinum frjálsa markaði sem óneitanlega leiðir til hærra verðs á notuðum íbúðum fyrir þá sem eru að reyna að standa utan hins félagslega kerfis. Hús- næðisnefnd Reykjavíkur láti byggingameistara um að byggja fyrir sig og fari tafarlaust af markaðinum með notaðar íbúð- ir. Að öðrum kosti verður að stofna samtök fólks sem stendur utan við hið félagslega íbúða- kerfi. Launahækkanir sjúkrahúslækna — leiörétting Páll Þórðarson skrifar: í súluriti, sem birtist í DV 21. okt. sl., er að sjá að sjúkrahús- læknar hafi fengið 18% launa- hækkun í síðustu samningum. Svo er því miður ekki. í samn- ingnum var bílastyrkur, sem læknar höföu haft, færður inn í grunnlaunin á þann hátt að samningsaðilar voru allir sam- mála um að læknar hefðu haldið óbreyttum kjörum. Laun sjúkra- húslækna hækkuðu strax um 1,8% og 1. jan. 1996 munu þau hækka um 3%. Greiðslur i lífeyr- issjóð munu hækka í áfbngum, alls um 1,8% á samningstíman- um til 31. des. 1996. Um aðrar hækkanir er ekki að ræða og hækkunin því samtals 6,75%, en ekki 18%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.