Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Page 15
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 15 Frægðarþreyta „Engin lögmál halda... Meira að segja Elísabet Taylor er hafnað þegar hún kemur til snyrtivörufyrirtækis og vill selja síðustu lyktina sem hún hefur komið sér upp.“ Fyrir nokkrum árum var sú kenning borin fram að í fjölmiðla- heimi okkar tíma gæti hver og einn átt von á því að verða heims- frægur í kortér. Þessi spá hefur ekki ræst. Stjörnukerfið og mark- aðurinn vilja ekki alltof mörg nöfn. Aðeins fáein merki, nokkur nöfn. Annars verður svo þröngt á þingi að sjálft frægðarkerfið getur hrunið. Frægðin er alæta Frægðin er næsti bær við Himnaríki eins og allir fjölmiðla- notendur vita. Þó er frægðin bæði hlutskipti réttlátra og ranglátra. Hún fæst fyrir afrek og glæp og til- viljun og tóma vitleysu. Frægðin fæst fyrir mikinn skáldskap og löng læri og mjótt mitti og hjásofelsi í frægu rúmi, glæsileg fótboltamörk og yfirþyrmandi fjár- málafrekju, gífurlegan gróða og feikilegt tap. Fyrir að spila á flygil og fyrir að jafnhatta flygil og hlaupa með hann út af sviðinu. Twiggy var mesta rengla heims, Madonna kjaftforasta söngkona heims, O.J. Simpson er ríkasti eig- inkonukvalari heims, íslensk kona ólétt eftir frænda Noregskonungs. Frægðin er oftast í fylgd með velgengni og miklum peningum og það eru þeir sem jafna út allan greinarmun á tilefnum frægðar. Auður snjalla gjörir alla! Og því er það tíska og siður að þeir sem vilja frama, til dæmis í stjórnmálum, reyna sem mest þeir mega að „klessa sér upp við þá sigursælu", eins og Amríkanar segja, komast inn í ljómann af frægðarfólki hvað sem það tautar og raular. Sjást í þess fylgd. Eða svona hefur það verið. Nú er nóg komið Fyrir nokkru átti norski fiski- ráðherrann fund með Emmu Bon- ino, framkvæmdastjóra fiskveiða. EB, þar sem hann bauð ESB upp á samninga um veiðar í „Norska hafinu" og er gert ráð fyrir að við- ræður um slíka samninga geti haf- ist fljótlega. Af góðvild sinni og lít- illæti tók sá norski um leið fram að íslendingar ættu engan rétt til veiða í Smugunni. Upplýst er að íslendingar veiða yfir 90% af afla í Smugunni í flottroll (karfatroll með 135 mm riðil), sem bannað er að nota á þorsk við ísland, og að Norðmenn banna alla veiði með flottrolli í norskri fiskilögsögu. Norðmenn hafa í huga að banna alla veiði í flottroll í Smugunni og beita til þess „íslensku tillögunni" um að strandríki eigi rétt á að banna önnur veiðarfæri en þau sem not- uð eru í fiskilögsögu viðkomandi lands. Islenskir útgerðarmenn mega því gera ráð fyrir að þetta komi til framkvæmda mjög fljótlega, þótt stríðshetjurnar á Þórshöfn segi að þeir geti ekki gert þetta fyrr en í desember, eða eftir þrjá mánuði. Engin viðbrögð hafa komið fram af hálfu íslenskra stjórnvalda sem ekki hafa einu sinni grett sig fram- an í áhorfendur í sjónvarpinu, svo sem oft er. Kjallarinn Árni Bergmann rithöfundur og frægðin sé ofkeyrð og dösuð. Hvunndagsfólkið er búið að fá nóg. Að vísu eru Amríkanar enn iðnir við frægðarkolann, sem og íslend- ingar, en Bretar til dæmis, sem eiga fræknustu frægðarslúðurblöð í heimi, þeir eru orðnir þreyttir á öllu saman. Aðdáunin fyrirvaralausa er á flótta. í staðinn heyrast stunur og kvörtunarbréf: æ, erum við ekki búin að heyra nóg af leikaranum og hórunni, af því hvort Díana prinsessa er fórnarlamb eða mann- æta, af holdafari Fergie sem hefur lést um helming, æ, varðar mig um það hvort einhver gaur vill sjúga tána á Madonnu í beinni út- sendingu? Ekki nóg með að fólk sé þreytt, það gerist illkvittið, það beinlínis fagnar því þegar eitthvað fer úr- skeiðis í stjörnuheimi. Menn hugsa ekki lengur: aumingja ríka stelpan, vesalings þotuliðið, þetta eru nú manneskjur eins og við. Menn segja: gott á pakkið! Svona Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Norðmenn og Spánverjar Nú hafa Spánverjar tekið við formennsku í ESB og af því tilefni gekk utanríkisráðherra Noregs, Björn Tore Godal, á fund starfs- bróður síns, Javier Solinas, í Ma- drid hinn 19. þ.m. til að bjóða fram samstarf Noregs við ESB, einkum á sviði fiskveiða, sjá DV 20. sept. Sá spænski tók honum fagnandi, enda hafa Spánverjar 650 út- hafsveiðiskip á lausu og í aðgerða- leysi eftir að þeim var vísað úr er ósvífnin mikil í heiminum. Það hefur gerjast einhver þörf fyrir hefnd, fyrir útrás handa leiðanum og ergelsinu sem fylgir því að það er ekki flóafriður fyrir frægð, hvert sem litið er í blað eða á skjá. Minna er betra Engin'lögmál halda. Ekki heldur það að mikið vilji meira, frægðin kalli á meira um frægðarfólk. Það er til eitthvað sem heitir offylli. Minna er betra, hugsið ykkur ann- að eins. Meira að segja Elísabet Taylor er hafnað þegar hún kemur til snyrtivörufyrirtækis og vill selja síðustu lyktina sem hún hef- ur komið sér upp. Meira að segja eitt helsta slúðurblað Bretlands fiskilögsögu Marokkó frá 1. maí sl. „Noregur er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og því eðlilegt að samvinna verði aukin, sérstaklega á sviði sjávarútvegsmála . . .“ sagði Solinas. „Okkur finnst rök- rétt að þróa samvinnu á einstök- um sviðum, en eftir er að ákveða hvernig þeirri samvinnu verður háttað. En við erum mjög ánægðir með þær jákvæðu móttökur sem óskir okkar hafa fengið hjá Spán- verjum,“ sagði Godal. Hér bætir DV réttilega við: „Hann leynir því ekki að tilgangurinn með aukinni samvinnu er að hafa áhrif á stefnu ESB í fyrrnefndum málaflokkum, ekki síst í sjávarútvegsmálum." Hvað gera ísiendingar? íslenskum stjórnmálamönnum og útgerðarmönnum ætti að vera ljóst að Norðmenn vinna nú að því stærir sig af því að það sé yfirlýst fyrsta Madonnulausa svæði í heimi. Og sá klóki nýi formaður Verka- mannaflokksins breska, Tony Bla- ir, sem ætlar sér heldur betur að gefa íhaldinu á baukinn, hefur gef- ið það upp á bátinn að reyna að selja sitt tilbrigði við vinstri- mennsku með því að fara í stjörnu- leik. Hann hefur víst svo næmt nef að hann finnur að það gengur ekki lengur. Það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það, sagði þingmaðurinn. Þetta er merkilegt. Það skásta við heiminn er reyndar það að hann hættir ekki að koma manni á óvart. Árni Bergmann öllum árum að útiloka íslendinga frá öllum veiðum í Norðurhafinu, þ.e. utan 200 mílna fiskilögsögu ís- lands. Þegar þeir hafa gengið frá samningum við ESB telja þeir sig einnig hafa fengið endanlega við- urkenningu á sjálfteknum rétti þeirra til fiskilögsögu við Jan Mayen, Svalbarða og Bjarnarey, svo sem uppdrættir þeirra sýna og margsinnis hafa verið birtir af öll- um fjölmiðlum hér, meira og minna athugasemdalaust. Ef ís- lendingar ætla að varðveita rétt sinn til veiða á þessum fiskislóð- um, þá verða þeir að gera ráðstaf- anir til þess strax. Godal er þegar búinn að afhenda óskalista Norð- manna yfir þau málefni sem Norð- menn vilja fá stuðning við hjá EBS. Veiðarnar í Norðurhafinu eru örugglega á þeim lista. Önundur Ásgeirsson Með og á móti Launagreiðslur ríkisins verði opinberar Opinberir starfsmenn eru starfs- menn þjóðarinnar „Opinberir starfsmenn eru starfsmenn þjóð- arinnar, starfs- menn kjösenda. Þjóðin hlýtur að eiga kröfu á því að upplýsingar og gögn um launakjör starfs- manna hennar ,r*®inZrQ*'Þíðu- seu fyrir hendi hverju sinni þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir hvemig skattfénu er skipt á milli starfsmannanna. Upplýsingar um tekjulægstu hópana liggja fyrir. Þar fara laun eftir kjarasamningum sem farið er eftir í einu og öllu. Um þetta veit þjóðin og launatöflur eru opinber gögn. Eftir því sem ofar dregur í launastiganum verða upplýsing- arnar hins vegar minni og minni. Laun ákvarðast minna og minna eftir kjarasamningum og opinber- um launatöflum og fyrir suma hópa eru litlar sem engar upplýs- ingar tU. Óljósar og litlar upplýsingar um þessi mál hljóta alltaf að vekja upp grun um að málum sé öðra- vísi háttað en skattgreiðendurnir reikna með. Umræður um leyni- lista og forsendur Kjaradóms og Kjaranefndar ýta auðvitað undir þennan grun. Ákvarðanir um kjör toppanna, og breytingar á þeim, eru lokaðar inni í leyniklúbbum og jafnvel forsætisráðherra fær ekki að vera með. Þetta eiga þeir sem greiöa launin ekki að þurfa að sætta sig við.“ Upplýsingar um árangur vinnunnar þurfa að liggjafyrir „Munur á starfskjörum op- inberra starfs- manna og ann- arra á að vera sem, minnstur. Á vegum fjár- málaráðherra er verið.að endur- skoða starfs- mannastefnu ríkisins til að auka hag- kvæmni og bæta þjónustu. Ein- falda þarf launakerfi ríkisins og auka svigrúm stjórnenda til að ákveða laun einstakra starfs- manna með tilliti til frammistöðu. Sá sem auglýsir fermetraverð á íbúðarhúsnæöi verður að geta veitt ítarlegar upplýsingar um húsnæðið ef auglýsingin á að hafa einhverja þýðingu. Vinnuveitandi sem upplýsir mánaðarfaun starfsmanna sinna verður með samsvarandi hætti að vera í stakk búinn til að veita upp- lýsingar um árangur vinnunnar sem launin era greidd fyrir.“ -rt \ „Stjörnukerfið og markaðurinn vilja ekki alltof mörg nöfn. Aðeins fáein merki, nokkur nöfn. Annars verður svo þröngt á þingi að sjálft frægðarkerfið getur hrun- ið.“ En nú ber svo við að það er eins Noregur herðir sóknina „Norðmenn hafa í huga að banna alla veiði í flottroll í Smugunni og beita til þess „íslensku tiHögunni“ um að strand- ríki eigi rétt á að banna önnur veiðarfæri en þau sem notuð eru í fiskHögsögu við- komandi lands.“ Steingrímur Ari Arason, aðstoðar- maður fjármálaráð- herra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.