Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Side 2
2 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Fréttir Kjaramálin: Menn biða eftir svari frá ríkisstjórninni „Launanefndin kom saman á stuttan fund á laugardaginn en þar gerðist svo sem ekki neitt því nú bíða menn bara eftir svari frá ríkis- stjórninni sem væntanlegt er næst- komandi miðvikudag. Við báðum um túlkun hennar á því hvemig tekist hafi til með framkvæmdina á þeirri yfirlýsingu sem hún gaf við gerð kjarasamninganna í febrúar," sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, í samtali við DV i gær. Verkalýðsleiðtogamir halda því fram að vanefndir ríkisstjómarinn- - segir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ ar á því sem hún lofaði að gera séu miklar. Þeir telja margir að þær vanefndir valdi því að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að þess vegna verði hægt að segja kjarasamningunum upp. Aðalatriði þess sem ríkisstjómin lofaði við gerð kjarasamninganna vom eftirfarandi: Ríkisstjóm hefur lofað samnings- aðilum að verðtrygging fjárskuld- bindinga, sem miðast hafa við láns- kjaravísitölu, miðist framvegis við framfærsluvísitölu. Þetta þýðir að lán hækka ekki þótt laun hækki en þannig hefur það verið. Ákveðið var aö á þessu ári verði heimilt að draga 2 prósent af 4 pró- senta framlagi launþega í lífeyris- sjóð frá tekjum til álagningar skatta. Frá og með 1. júlí 1996 verður heim- ilt að draga frá 3 prósent og 4 pró- sent 1. júlí 1997. Ríkisstjómin lofaði að breyta skattalögum þannig að reki atvinnu- rekandi bifreið sem hann flytur starfsmenn sína í til og frá vinnu teljist hlunnindi starfsmanna af slíkum ferðum ekki til skattskyldra tekna. Skattamati á kostnaði vegna ferða verði breytt þannig að heimilaðm- er frádráttur vegna ferða sem fam- ar em á vegum atvinnurekenda án tillits til fjölda ferða en hámark í hverri ferð séu 30 dagar. Heimild verði fyrir framlagi til jöfnunar húshitunarkostnaðar upp á 50 milljónir í fjárlögum gegn jafh háu framlagi orkufyrirtækja. Reglugerð vegna endurgreiðslu á kostnaði vegna ferða- og dvalar- kostnaðar vegna sérfræðiheimsókn- ar og innlagna á sjúkrahús verður endurskoðuð. Varðandi húsnæöismál og greiðsluerfiðleika fólks mun Seðla- bankinn, Félagsvísindastofnun og Húsnæðisstofhun ríkisins skila at- hugun sinni á umfangi vanskila og eðli greiðsluerfiðleika heimilanna á næstunni. Næstu vikur verði nýttar til að skilgreina vandann og til hvaða aðgerða eigi að grípa. Nokkur önnur minni atriði em í pakka ríkisstjómarinnar. -S.dór Kjaramálin: Mörg verka- lýðsfélög búin að fá heimild til uppsagnar samninga Á sama tíma og verið er aö reyna að ná samkomulagi innan launa- nefndarinnar em mörg stór verka- lýðsfélög búin eða em aö afla sér heimildar til að segja kjarasamning- unum upp þannig að þeir séu lausir um áramótin. Benedikt Davíösson, forseti Al- þýðusambandsins, sagði í samtali við DV í gær að menn væru orðnir mjög óþolinmóðir og allar líkur á aö uppsagnir kjarasamninganna fæm að streyma inn. Meðal félaga sem em búin að afla sér heimildar em Verkamannafélag- ið Dagsbrún, Hlíf í Hafnarflrði, verkalýðsfélagið á Selfossi, Verka- lýðsfélag Húsavíkur og um helgina var Eining í Eyjafirði með félags- fundi til að afla sér heimilda til upp- sagna samninga. Verkamannasam- bandið ályktaði sem kimnugt er á þingi sínu á dögunum að skora á að- ilarfélögin að segja samningunum upp. -S.dór Ekið þrisvar út af á sama stað Tveir útafakstrar áttu sér stað á nákvæmlega sama stað á veginum á Torfnesi aðfaranótt sunnudags og á sunnudagsmorgun. Engin slys urðu á fólki en ökutækin era talsvert skemmd. Samtals hefur veriö ekið þrisvar út af á þessum sama stað frá því um seinustu helgi og er hálku um aö kenna í öll skiptin. -pp Björgunar- sveitir leita ekki að týndum ketti Óskað var aðstoðar Slysavamafé- lagsins í gsér vegna kattar sem var týndur. Eigandi kattarins hringdi í Slysavamafélagiö í gær og var mik- iö niðri fyrir og óskaöi eftir því að björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu yrðu kallaðar út til leitar að kettinum. Hann fékk þau svör aö ef beiöni um aöstoð við leit að kett- inum bærist frá lögreglu yrði brugð- ist viö en annars ekki. Síðast þegar fréttist hafði Slysavamafélaginu ekki borist slík beiðni. -pp Nýlegur breskur skuttogarí frá Hull festist á sandrifl við Engey í fyrrinótt. Dráttarbáturinn Strákur var með togarann, sem ber hið kunnuglega nafn gamals landhelgisbrjóts, Southella, f togi en vél hans hafði bilað 100 mílur úti í.hafi. Engir hafnsögumenn voru með í för þegar togarinn festist en Southella náðist aftur á flot klukkustundu seinna. Skip- ið skemmdist ekki að því er talið er en samkvæmt upplýsingum hafnsögumanna verður það tekið upp f slipp til við- gerðar. DV-mynd Sveinn Héraösdómur Reykjaness dæmir útgerð til aö greiða bætur: Greiði skipstjóra tæpa hálfa milljón - vegna fiskverðs og uppsagnar Útgerö Alberts Ólafssonar HF 39 hefúr veriö dæmd í Héraösdómi Reykjaness til að greiða fyrrverandi stýrimanni og skipstjóra sínum bæt- ur upp á tæpar 500 þúsund krónur. öm Hólm, sem er stefnandi í mál- inu, krafðist bóta á þeim grundvelli aö útgerðin hefði ekki greitt honum rétt fiskverð á tímabilinu 26. júlí - 24. ágúst árið 1993. Kröfuna byggði hann á upplýsingum frá Fiskmark- aði Hafnarfjaröar. Útgerðarmaður- inn viðurkenndi réttmæti þeirrar kröfú en krafðist sýknu þar sem hann hefði depónerað fyrir kröf- unni. Af hálfu stefnanda er því hald- ið fram aö um undanskot á verð- mætum hafi verið að ræða. í öðm lagi krafðist stefnandi þess að fá greiddan þriggja mánaða upp- sagnarfrest samkvæmt sjómanna- lögum og gildandi kjarasamningum. Útgerðarmaðurinn sagði Emi upp störfum með bréfi dagsettu þann 8. desember 1994 og fékk hann upp- sagnarbréfið í hendur daginn eftir. Hann starfaði áfram hjá útgerðinni og var lögskráður til áramóta þegar sjómannaverkfall skall á. Verkfallið leystist þann 14. jaiiúar. Þann 15. janúar var stefnandi á sjó á öðmm báti, Bjama KE 23. Skipstjórinn á Alberti Ólafssyni, Karl Óskar Óskarsson, sem er sonur útgerðarmannsins, hringdi þá í Öm um hádegsibil. Öm heldur því fram aö hann hafi verið tilbúinn til að mæta til skips þegar hann yrði boð- aður en það hafi skipstjórinn ekki gert. Bjami KE kom að landi klukk- an 16.30 þennan dag en Albert Ólafs- son lét úr höfn klukkan 22.30 án þess að Öm væri meö í för. Útgerð- in bar því við að hann hefði ekki mætt til skips. Fram kemur hjá Emi að hann hafi hringt um borð í Al- bert Ólafsson og innt eftir ástæðum þess að hann hafi ekki verið boðað- ur til skips. Hafi skipsfjórinn þá sagt honum að hann vildi ekki hafa hann um borð. Fram kom að stefnandi fékk greidd laun út janúar þrátt fyrir meiningar um aö hann hefði horfið fyrirvaralaust úr skiprúmi. Útgerð- in ber því við að hann hafi fengið launin greidd fyrir misskilning. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi útgeröina til að greiða Emi Hólm 471.256 krónur auk dráttarvaxta og einnig var hún dæmd til aö greiða 100 þúsund krónur í málskostnað til stefnanda auk virðisaukaskatts. Dóminn kváðu upp Finnur Torfi Hjörleifsson héraðsdómari, dóms- formaður, og meðdómendumir Ein- ar S. Hálfdánarson héraðsdómslög- maður og Sveinn Sigurkarlsson hér- aðsdómari. -rt Stuttar fréttir Þjóðvaki tapar fýlgi Þjóðvaki nýtur einungis fylgir hjá 1,7% þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar. Fylgi Alþýðuflokksins mældist 14,4%, Framsóknar- flokks 21,3%, Sjálfstæðisflokks 38,3%, Alþýðubandalags 18,2% og Kvennalista 5,4%. Morgunblaðiö greindi frá. Styður veiðileyfagjald Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda, telúr eðlilegt að veiði- Ieyfagjaldi verði komið á núna. RÚV greindi frá. Kosið milli forsetaefna Þingmenn Þjóövaka munu í vikunni leggja fram lagafrum- varp um að fái ekkert forsetaeflia meira en helming greiddra at- kvæða í forsetakosningum skuli kosið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta innan þriggja vikna. Sjónvarpið greindi frá. Interneti settar skorður Ríkissaksóknari telur að bregð- ast þurfi við Intemetinu með nýj- um lagaákvæðum. Á netinu er hægt að dreifa ærameiðingum án þess aö ákveðin lög eða refsingar lúti beint að því. Sjónvarpið greindi frá. Borga fyrir vinnu Grunur leikur á að pólskt verkafólk, sem hingað kemur til starfa í fiskvinnslu, greiði háar upphæðir til umboösmanns í Pól- landi fyrir það eitt að fá vinnuna. RÚV greindi frá. Veikindi á Akureyri Flensufaraldur hefúr geisaö á Akureyri í haust. í október vora skjalfest á sjöunda hundrað veik- indatilfella í bænum. Stöð tvö greindi frá. Addi kominn til írlands Álftin Addi náði heilu og höldnu til írlands á föstudaginn efth’ hrakninga á flugi yfir Atl- antshafið frá íslandi. Síðustu 900 kílómetrana fór Addi á 16 klst. eða meö 57 kílómetra meðal- hraða. RÚV greindi frá. Kallað á úrbætur Jarðefnanámur hér á landi eru allt of margar og litlar. Skipulags- laus námugröftur veldur verð- mætasóun og tjóni á náttúru landsins. í nýrri skýrslu Náttúm- vemdarráðs er kallað á úrbætur. RÚv greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.