Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Fréttir Suðurlandsskjálfti ailt að 7 á Richter talinn verða innan fárra ára: Líklegt að hús á Sel- fossi standi á sprungum allt að 100 manns hafa farist í jarðskjálftum á íslandi Jarðeðlisfræðingar spá Suður- landsskjáifta á næstu árum og tald- ar eru 90 prósent líkur á að hann verði innan 20 ára. Á Selfossi, og reyndar fleiri þéttbýlisstöðum, eru þekkt upptök jarðskjálfta og þar er vitað um sprungur bæði austan og vestan við bæinn. Innan byggðar er ekki vitað hvort um sprungur er að ræða en af sumum jarðeðlisfræðing- um talið líklegt. Árið 1987 fór fram rannsókn sem þó er talin ófullkom- in. Þá töldu vísindamenn sig sjá sprungur sem liggja þvert í gegnum bæinn á því svæöi þar sem m.a. Grunnskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands standa. Þrátt fyrir að þekking sé til stað- ar til að greina hvort um sprungur sé að ræða þá hefur enn ekki verið lagt í slíka rannsókn. Það er mjög alvarlegt ef í ljós kemur að mann- virki standa á sprungum því ef til jarðskjálfta kemur verður misgengi og slíkt myndi granda þeim bygg- ingum. Nýrri byggingar á þessum svæðum er reistar með tilliti til Suð- urlandsskjáifta en ekki með hliðsjón af sprungum þar sem þær eru ein- faidiega ekki þekktar. Mesta [arðskjálfta- svæði Islands Suðurland er mesta jarðskjálfta- svæði íslands og þar eru þekktir stórir jarðskjálftar frá því land byggðist. í íslandsmetabók Amar og Örlygs eftir Steinar J. Lúðvíksson segir frá skjálftum á Suðurlandi sem taldir eru þeir mestu sem geng- Jarðeölisfræðingar spá Suðurlandsskjálfta á næstu árum og taldar eru 90 prósent líkur á að hann verði innan 20 ára. Á Selfossi eru þekkt upptök jarðskjálfta og þar er vitað um sprungur bæði austan og vestan við bæinn. ið hafa yfir landið ffá því byggð hófst. Þar segir frá skjálftum sem áttu sér stað 14. og 16. ágúst 1784 og eru taldir hafa verið 7,5 á Richterkvarða. í þessum skjáiftum eyðiiögðust eða skemmdust flestir bæir í Ámessýslu og Rangárvalla- sýslu. Að auki féllu bæir í Borgar- fjarðarsýslu og Kjósarsýslu, þó ekki væri í sama mæli og á Suðurlandi. Talið er að jarðskjálftarnir hafi átt upptök sína annars vegar við Vörðufell á Skeiðum en hins vegar aðeins vestar. Aðrir miklir jaröskjálftar sem vit- að er um em Suðurlandsskjálftinn 26. ágúst 1896, sem talinn er hafa verið um 7 á Richter, og Suðurlands- skjálftinn árið 1912 sem var með svipaðan styrkleika. í báðum skjálft- unum urðu mikil tjón á bæjum í Ár- nessýslu og Rangárvallasýslu og jöfnuðust sumir þeirra algjörlega við jörðu. Eftir að mælingar hófust hafa mestu skjáiftamir orðið nálægt Reykjavík 23. júlí 1929 og 27. mars varð jarðskjálfti sem átti upptök sín nálægt Dalvík þar sem urðu miklar skemmdir á húsum. Á Málmeyjar- grunni varð jarðskjálfti 23. mars 1963 og vestan Krísuvíkur 5. desem- ber 1968. Tæplega hundrað manns farist Samkvæmt íslandsmetabókinni er talið að alls hafi farist tæplega hundrað manns eða um 98 manns í jarðskjáiftum frá því byggð hófst en til samanburðar má nefna að talið er að hátt í 700 manns hafi farist í snjóflóðum. Vitað er með sæmilegri vissu að níu manns fómst í jarð- skjáifta á Suðurlandi 21. mars 1734 en að auki slasaðist mikill fjöldi fólks alvarlega. í Suðurlandsskjálft- anum árið 1784 fómst aðeins þrír og í Suðurlandsskjálftanum árið 1912 fórst einn maður. Það sem hættu- svæði vegna snjóflóöa og jarð- skjálfta virðast eiga sameiginlegt á íslandi er að viðbúnaður og hættu- mat er í lágmarki og þrátt fyrir þekkingu sem er til staðar er iítið gert til að nýta hana. Þar nægir að benda á mannskæð snjóflóð á Vest- fjörðum og Austfjörðum síðustu 20 árin þar sem farist hafa um 60 manns. Þrátt fyrir það ræðst hættu- mat enn af duttlungum fremur en þekkingu, ef hún er þá til staðar á annað borð. Þegar litið er til jarð- skjálftahættunnar, sem vissulega blasir við, skortir hættumat á ein- stökum stöðum þrátt fyrir að yfir- gripsmikil þekking sé til staðar. Sagan segir íslendingum að tvennt sé ömggt með reglulegu millibili. Annars vegar jarðskjálftar og hins vegar snjóflóð. Spumingin er aðeins hvort bíöa þarf eftir að hamfarirnar dynji yfir áður en viðbrögð verða eða hvort nýta á þekkinguna til að fá mynd af mögulegum náttúruham- förum og bregðast við í samræmi við það. -rt Dagfari Krummi krunkar úti Þaö hefur veriö hljótt um þjóðar- skelfinn Hrafn Gunnlaugsson um skeið. Hrafhinn virtist hafa lækkaö flugið og unað sér í ró og næði í hreiðri sínu í Laugamesi. En auð- vitað hlaut að koma að því að kmmmi lyfti sér til flugs á nýjan leik með háværu krunki. Nú kaus Hrafn að hefja upp raust sína í út- varpi allra landsmanna og lesa þar smásögu eftir sjálfan sig. Sagan er raunar ekki ný af hálinni og kom út á prenti fyrir nokkmrn ámm án þess að vekja mikla athygli. Hrafn kann því hins vegar ifla ef verk hans vekja ekki verðskuldaða at- hygli og umtal. Því brá hann á það ráð að leita til eldklerksins í Efsta- leiti og fá pláss í kvölddagskrá út- varpsins til að lesa sögu sína. Klerkurinn tók Hrafni ljúfmann- lega að venju, enda hafa öll fyrri samskipti þeirra einkennst af gagnkvæmri aödáun og virðingu. Og það var ekki nóg með að út- varpspresturinn fagnaði þessu tækifæri til að koma Hrafni á fram- færi heldur lét hann auglýsa sögu- lesturinn lon og don fyrir fram eins og stundum er gert þegar um merka menningarviðburði er að ræða í útvarpinu. Dagfari missti því miður af þess- um upplestri listamannsins góö- kunna, sem var víst einn skandall frá upphafi til enda. Það er alltaf slæmt að missa af góðum skandal en sem betur fer voru aðrir vel á verði og lögðu við hlustir þetta kvöld. Og viðbrögöin létu ekki á sér standa. Guðrún Pétursdóttir reið á vaðið með skeleggri grein í Mogganum undir fyrirsögninni Skáldið og skræfan. Guðrún segir að undir yfirskini smásögu hafi Hrafn verið að koma á framfæri heift sinni og bræði í garö Auðar Laxness „sem hann setur í hiut- verk álappalegrar eiginkonu sem í afbrýðisemi sinni einangrar mann sinn frá samneyti við aðra snill- inga“. Guörún upplýsir enn fremm- að eftir að Hrafn kvikmyndaði Silf- urtúnglið hafi Halldór Laxness ekki mátt heyra Hrafn nefndan á nafn. Á Gljúfrasteini hafi verið hlegið að Hrafni Gunnlaugssyni. Nú sé Hrafn að leita hefnda og spræni yfir þjóðina úr útvarpinu. Undir grein Guðrúnar stendur að hún sé skólasystir Hrafns og heimagangur á Gljúfrasteini. Daginn eftir birtist greinarstúf- ur í Mogganum þar sem Auöur Laxness þakkar Guörúnu þetta drengskaparbragð. En það kom líka grein frá Hrafni. Þar neitar hann því að hafa verið í skóla með Guðrúnu Pétursdóttur og segist ekki einu sinni vita hverrar ættar sú kona sé, þótt hún virðist halda að aðrir viti það. Þarna blakar krummi vængjunum svo um mun- ar og veitir Guðrúnu þungt högg. Það er ekki mikið mark takandi á konu sem lýgur því blákalt að hún hafi verið í skóla með Hrafni til að upphefja sjálfa sig. Og þegar þar við bætist að Hrafn kannast ekki við ættir hennar gefur augaleið að hér er um slíkan ómerking að ræða að ljúflingurinn á Laugar- nestanga telur það vera fyrir neðan sína virðingu að diskútera skáld- skap sinn við slíka persónu. í Morgunblaðinu í gær ryðst síð- an fram á ritvöllinn kona að nafni Gunnhildur Jónsdóttir. Hún rekur hvorki ættir sínar né skólagöngu en hefur uppi stór orð um smásögu Hrafns. Sagan sé með því auvirði- legasta mannfyrirlitningarbulli sem yfir íslenska þjóð hafi dunið. Gunnhildur fer ekki launkofa með þá skoðun sína að útvarpsstjóri sé þátttakandi í samsæri Hrafns gegn þjóðinni. Slíkt beri ekki vott um kristilegt hugarfar og það sér tíma- bært fyrir klerkinn að fara að svip- ast um eftir ööru starfi. Það er greinilegt að enn einu sinni hafa þeir Hrafn og Heimir sýnt sitt rétta eðli frammi fyrir alþjóð og fer ekki mifli mála að í þeim býr fól sem erfitt er að hemja. Þótt klerkurinn í Efstaleiti sé eindreginn stuðn- ingsmaður þeirrar hugmyndar menntamálaráðherra að stofna innlendan her verður ekki undan því vikist að ráðherra láti þetta nýjasta hneyksli til sín taka. Það verður að ætla að Hrafn viti þó hverrar ættar Bjöm Bjamason er. Dagfari. ■0- Meö hverjum Opel bíl fylgir þjófavörn í samlœsingum og þjófavörn í útvarpi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.