Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 5 Kaupin á Ásmundarsal: Borgin yfirbauð myndlistarmenn - húsið sagt menningarsögulega mikilvægt Þetta er húsnæði sem er sérstak- lega teiknað fyrir myndlistarmann og byggingarsögulegt gildi hússins er ómetanlegt bæði hér á landi og erlendis. Þetta er einstakt eintak af fúnksjónalískum byggingarstíl og svo til óskemmt frá upprunalegu horfi,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, ' vefari og eiginkona Leifs Breið- fjörðs myndlistarmanns, en þau hjónin gerðu Arkitektafélagi íslands kauptilboð í Freyjugötu 41, Ásmund- arsal, í haust en Reykjavíkurborg eignaðist húsið með því að yfir- bjóða. Þau hjónin höfðu hugsað sér að búa í húsinu og hafa þar vinnu- aðstöðu sína. Verule'grar óánægju hefur gætt meðal myndlistarmanna, sérstak- lega félagsmanna í Myndhöggvara- félaginu, um þá ákvörðun borgar- innar að kaupa húseignina Freyju- götu 41, Ásmundarsal, af Arkitekta- félagi íslands og breyta húsinu í leikskóla á vegum Dagvistar barna. Myndlistarmenn benda á að íslensk myndlist hafi verið tengd húsinu í 62 ár enda var það Ásmundur Sveinsson myndhöggvari sem lifði og starfaði í húsinu. „Þetta hús er menningarsögulega mikilvægt, sérstaklega fyrir mynd- listarmenn, og það versta sem gæti gerst er að önnur starfsemi væri sett inn í það og húsinu þar af leið- andi breytt. Það væru mikil mistök. Mér sýnist húsið frekar óhentugt fyrir barnaheimili og kostnaður við að breyta því yrði ákaflega mikill. Það gæti því verið spurning hvort ekki sé ódýrara að byggja nýtt hús undir dagheimili. Ég vona að borg- aryfirvöld endurskoði afstöðu sína í þessu máli,“ segir Sólveig Eggerts- dóttir, formaður Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, SÍM. „Óskadraumur myndlistarmanna hefði verið sá að borgin hefði keypt húsið og rekið þar sýningarsal, gestavinnustofur með íbúð eða ein- hvers konar starfsemi tengda mynd- list. Næstbest hefði verið að sjá ein- hvern myndlistarmann kaupa húsið og nota það á þann máta sem það var byggt til á sínum tíma,“ segir hún. Sólveig segist búast við að Mynd- höggvarafélagið og SÍM muni koma skoðunum myndlistarmanna á framfæri við borgina í von um að hún endurskoði ákvörðun sína, hús- ið fái standa í sinni upprunalegu mynd og myndlistarstarfsemi fari fram í því. -GHS Formaður stjórnar Dagvistar barna: Kemur ekki til greina að hafa þarna vinnustofur - kostar 15-20 milljónir að breyta húsinu í leikskóla Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna, segir úti- lokað að borgin breyti ákvörðun sinni um að reka leikskóla i húsinu við Freyjugötu 41, Ásmundarsal, og hafi sýningarsal eða vinnustofur fyrir listamenn í húsinu. Ákvörðun um að hafa leikskóla í húsinu hafi verið tekin og hún sé endanleg. - Það er ekkert hægt að breyta því? „Nei. Það er ekki inni í myndinni að borgin reki þarna sýningarsali," segir Árni Þór. Stefnt er að því að taka leikskól- ann í Ásmundarsal í notkun á fyrri hluta næsta árs og verður á næst- unni farið i að hanna breytingar á húsinu innan dyra, á lóð og við að- komu. Ekki er gert ráð fyrir breyt- ingum á útliti hússins sjálfs en Árni Þór segir að til greina komi að breyta veggjaskipan innan dyra. Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við breytingarnar nemi 15-20 milljónum króna en kaupverð húss- ins var 19 milljónir króna. Tvær leikskóladeildir fyrir 40-45 börn verða í húsinu. -GHS Fréttir Asmundarsalur við Freyjugötu. Þar verður leikskóli í framtíðinni. Ásmundarsalur við Freyjugötu: Að mestu í sinni upprunalegu mynd Húsið við Freyjugötu 41, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Ásmundarsalur, er hannað af Sig- urði Guðmundssyni, frumherja ís- lendinga í arkitektúr, fyrir mynd- höggvarana, Ásmund Sveinsson og Gunnþórunni konu hans. Húsið var byggt árið 1933. Upprunalega var vinnustofa Ásmundar í helmingi hússins og hinn helmingurinn var íbúð með vinnustofu Gunnþórunn- ar. Eftir lögskilnað Ásmundar og Gunnþórunnar skiptist húsið. Gunnþórunn bjó í íbúðinni og Ás- mundur hélt vinnustofunni. Árið 1955 var vinnustofunni skipt í tvær hæðir, lofthæðin í vinnustofunni minnkuð og íbúð innréttuð á neðri hæðinni. Úr varð vinnuaðstaða fyr- ir myndlistarmenn. Ásmundarsalur hefur komið við sögu í myndlist og arkitektúr frá tíma Ásmundar og Gunnþórunnar og telja margir myndlistarmenn að húsið við Freyjugötu sé slíkur kjör- gripur að leitun sé að öðru eins í gervallri Evrópu. Húsið er að mestu leyti í upp- runalegri mynd. -GHS Vatteruð spariefni og skinn- munstruð efni VSRKA Mórkin 3 við Suðurlandsbraut ÞANNIG VIRKAR TÖLVAN RON WHITE Timothy Edward Downs og Sarah Ishida myndskreyttu Þannig virkar tölvan er skemmtileg leið til að kynnast tölvunni og framar öllum í sinni röð. Alfred Poor, PC Magazine Sláandi... fræðandi... auðskilin. L.R. Shannon, The New York Times Hnökralaus samsetning texta og mynda gera flókna eðlisfræði einkatölvunnar eins sjálfsagða og þyngdarlögmálið. Larry Blasko, The Associated Pre Bó og gesslsdiskur! Pöntun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.