Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Side 12
12 Spurningin MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Hvernig brauð finnst þér best? Ólafur Marteinsson nemi: Fransk- brauð bara yfirleitt. Ólafur Konráðsson nemi: Bónda- brauð finnst mér best. Hanna Ástvaldsdóttir hársnyrtir: Heilhveitibrauð frá Samsölunni. Guðný Baldursdóttir, vinnur í Búnaðarbankanum. Heilhveiti- brauð. Gréta Kristjánsdóttir, vinnur í Búnaðarbankanum: Þriggja korna og heilhveiti. Ásta Björnsdóttir ellilífeyrisþegi: Múslíbrauð finnst mér mjög gott. Lesendur Þjónustufulltrúinn minn og þinn Fleiri kort, fleiri myndir, betri skil, meira öryggi. Já, bankaöryggi gegn þjón- ustufulltrúum. Guðmundur Einarsson skrifar: Það hefur gengið á ýmsu í banka- starfsemi hér á landi á síðustu árum. Bankar hafa verið lagðir nið- ur, þeir hafa verið sameinaðir. Og þeir hafa lánað og tapað stórfúlgum. Þeir leggja milljónir króna til hliðar sem eiga að mæta afskriftum á lán- um stórmógúlanna sem sífellt eru á sokkaleistunum að snudda í kring- um bankastjórana til að fá meiri lán. - Almenningur lætur sér ekki bregða. Það er þá fyrst að almenningur rankar við sér þegar eitt og eitt mál er dregið út úr hjá bönkunum og lýsir það vel hráskinnaleiknum öll- um. Landsmenn sætta sig sem sé vel við að lánveitingar til nánast fjár- glæframanna gufi upp - og það með samþykki ráðamanna - en þegar kemur að einstaklingnum, t.d. þegar einn og einn „þjónustufulltrúi" snýr upp á eyrun á viðskiptavini, þá verður allt sjóðandi. Og nú skarta allir bankarnir „þjónustufulltrúum". Þeir eru orðn- ir helsti tengiliður bankanna við kúnnann. Ef þú ert með einhver vandamál sem snerta krónur og aura þá talar þú við þjónustufulltrú- ann. Ef þú vilt geyma verðmæti, svo sem hlutabréf, silfur eða aðra dýr- gripi í bankahólfi, þá talar þú við þjónustufulltrúann og hann leiðir þig um dimman dal völundarhúss- ins og bendir þér á bestu hirslurnar. Þú kvittar fyrir, kveður og ferð út í sólskinið. En sumir þjónustufulltrúar eru þess ekki verðir að taka við svona verðmætum, láta bara slag standa og nota þessa dýrgripi þína fyrir sig og sína. Þeim hefur orðið nokkuð hált á þessu, þjónustufulltrúunum upp á síðkastið, og því er það að við- skiptavinirnir verða háífáttavilltir þegar þeim er bent á að „tala bara við þjónustufulltrúann". Næsta skref bankanna hlýtur að verða það að koma sér upp sérstök- um hverfafulltrúum í bönkunum, sem kúnninn þekkir persónulega, eða a.m.k. kannast við úr götunni, og getur því fylgst með ef „þjónustu- fulltrúinn“ fer að haga sér óeðlilega í einkaneyslu, með ferðalögum til útlanda eða kaupir sér fleiri en tvo bíla, svo dæmi sé tekið. Eða er það ekki framtíðin hvort eð er, að nágrannar fylgist með hverjir öðrum? Til að lagfæra skatt- skilin? Svo geta bankarnir líka látið útbúa mynd af þjónustufulltrúunum til að afhenda viðskiptavinunum, og haft hana í veskinu: - Þjónustufull- trúakortið mitt og þitt, með þjón- ustufulltrúanum mínum og þínum. Heittrúarmenn á alla kanta Björn Kristjánsson skrifar: Félagar í sértrúarsöfnuði í Vest- mannaeyjum hafa rækilega hrært upp í umræðunni um ofstæki. Nú vilja allir vera svo ofsalega hat- rammir gegn ofstæki að það liggur við meiðyrðum i tjölmiðlum og á opnum fundum. Þeir sem gagnrýna framferði ungs fólks í Eyjum, sem brenndi bækur og geisladiska, dug- ar ekki minna en að líkja atburðin- um við framferði nasista í Þýska- landi, og þannig myndast ofstæki gegn ofstæki. Og við heyrum og sjá- um heittrúarmenn á alla kanta. Ég gat þó ekki annað en hlegið mig máttlausan við að horfa á sjón- varpsfrétt frá fundi stúdenta um trúarbrögð og bókabrennur. En þar komu fram helstu talsmenn þessara hópa, sem hér um ræðir. Nefnilega forstöðumaður Betelsafnaðarins í Eyjum og guðfræðinemi í Háskólan- um og þekktur sem grínari í frí- stundum. - Báðir voru þeir áheyri- legir, en mér var ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Þarna fóru tveir heittrúarmenn og trúði ég hvorug- um. Sértrúarsöfnuðir eru um allan heim og eru það þeirra mál, allar prédikanirnar og boðanirnar um nýtt líf og frelsun. Allt getur þó gengið of langt, og ef boðskapurinn fer út í ólöglegar aðgerðir þarf að sjálfsögðu að grípa í taumana. Ég get þó ekki séð að þótt safnaðarfólk í Eyjum brenni bækur og geisla- diska, sem þeim líkar ekki, þurfi armur „góðborgaranna" að brjálast. Ég veit ekki betur en Ríkisútvarpið hafi á sínum tíma látið „brjóta" eitt- hvert magn af hljómplötum vegna þess hve tónlistin var farin að fara í „taugarnar" á fólki! (Snoddas-lagið og fleiri). Getur ekki verið að popp- ið og graðhestatónlistin sé farin að fara í taugarnar á einhverjum? Það er heldur engin glæpur að brenna leiðinlegar bækur - ef menn vilja farga þeim á þann hátt. Sjávarútvegsstjóri ESB ávarpar íslendinga Gunnlaugur skrifar: Margir hafa eflaust horft á sjón- varpsviðtal fréttamanns Sjónvarps í Brussel við Emmu Bonino, núver- andi sjávarútvegsstjóra Evrópusam- bandsins. - Þetta viðtal var hið fróð- legasta. Það var ekki komið að tóm- um kofunum hjá þessari kjarna- konu, sem hefur lagt hart að sér til að mæta' kröfum um þekkingu á sjávarútvegi og fiskveiðum. Henni hafði verið brigslað um að þekkja lítið til í þeim málum, svo að hún hófst handa á eigin spýtur og hefur, að sögn fjömiðla, náð mikilli þekk- ingu á þessum málum. Hún lýsti fiskveiðum sem eins konar þróunarþjóðaatvinnuvegi - kallaði þær raunar fátækra-atvinnu- veg, og gaf sterklega í skyn, að við íslendingar skyldum ekki gera okk- ur of háar vonir um að þessi at- vinnugrein gæti haldið okkur uppi í framtíðinni. Hún væri góð með, en því aðeins að við kynnum og vildum halda auðlindinni, fiskimiðunum, í horfinu af fullri ábyrgð. Þetta er allt að koma fram nú, þegar við töpum hverju málinu á fætur öðru gegn öðrum þjóðum sem virða okkur og eins gott að taka mark á Emmu Bon- okkar þarfir að vettugi. Það er því ino, hún hefur flest til síns máls. Emma Bonino, sjavarutvegsstjóri ESB. - bréfinu. Tökum mark á henni, segir m.a. í Engin heimskreppa framar? Gestur hringdi: Nú segja menn mér að héðan af geti aldrei orðið heimskreppa í líkingu við það sem gerðist um 1930 og átti upptök sín í Banda- ríkjunum. Nú sé allt öðruvísi umhorfs á fjármálamörkuðum í heiminum. Ég held að þetta sé verulega rangt mat því peningar lúta ævinlega sömu lögmálum um fjárfestingu og hagnað. Fróð- legt væri að einhver efnahags- gúrú hér tjáði sig um málið. Hvar eru ..eggja- bændur“? Sigurður hringdi: Ég sat í kaffi með vinnufélaga mínum nýlega og sagðist hann hafa hlýtt á morgunútvarp þann sama morgun þar sem rætt var við „eggjabónda" og þrástagast á „eggjabændum" fram og til baka. - Er enginn kunnáttumaður um málfar neins staðar á þessum út- varpsstöðvum?, spurði hann æst- ur. Eru hinir þá „kjötbændur" og „mjólkurbændur", ekki bara sauðfjárbændur eða kúabændur eins og verið hefur? En m.a.o. - eru framleiðendur eggja ekki einfaldlega eggjaframleiðendur? Erlendar úttektir í skúffum Amór skrifar: Hve margar skyldu þær vera „úttektirnar", sem við íslending- ar látum gera fyrir okkur erlend- is eða af erlendum sérfræðingum hér heima, sem liggja i skúffum hér og þar í kerfínu, án þess að nokkur lesi þær svo, hvað þá noti þær? Nú síðast las maður um úttekt danskrar sérfræði- nefndar á stjórnskipulagi Sjúkra- húss Reykjavíkur! Ég spyr hins vegar: Eigum við enga sérfræð- inga meðal allra sérfræðinganna sem geta unnið allar þessar út- tektir? Við borgum þetta þó, er það ekki? Og í gjaldeyri í þokka- bót. Franskan gildir í Evrópu Magnús Ólafsson skrifar: Þeim ætlar seint að takast að finna mann við hæfi í starf fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Frakkar beita neitunar- valdi óopinberlega. Segja um- sækjanda verða að vera frönsku- mælandi. Þetta komast Frakkar upp með vegna þess að Evrópu- þjóðir - líka Bandaríkjaménn - eru sammála Frökkum um að franskan gildi í Evrópu. Hún hef- ur verið mál hinna menntuðu í álfunni og „elítan" hefúr lært hana og beitt henni fyrir sig þar sem það á við. Flest meiri háttar störf i Evrópu eru skipuð frönskumælandi mönnum. Þeir sem ekki læra frönsku verða að bíta í það súra epli, en hún stendur öllum til boða í flestum skólum. Slæmt hótel í Glasgow Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Ég var nýlega á ferð í Glasgow og gisti á Caring Cross Tower Hotel. Þetta er 3. flokks hótel þótt nýlegt sé. Morgunverður var t.d. afar slæmur, miðað við önnur hótel í borginni, og engin er her- bergisþjónpsta, svo að þeir sem vilja njóta veitinga á herbergi verða að kaupa þær sjálfir úti í bæ. Eitthvað er eldvarnarkerfl líka áfátt þarna því alltaf fór það af stað á morgnana og fólk varð að yfirgefa staðinn í skyndi frá morgunverðarborði eða fáklætt frá herbergjum. Aldrei hef ég heyrt bölvað á jafn mörgum tungumálum og þama. Ég bendi á þetta sem viðvörun til þeirra sem eru á leið til Glasgow, því mörg önnur hótel eru betri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.