Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Síða 15
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 15 ísland 1 samstarfi Evrópuríkja ESB-ríkin hafa þróað með sér samstarf á ýmsum sviðum at- vinnu-, mennta- og menningar- mála. Má þar nefna svæðaþróun- aráætlanir sem einkum miða að því að styrkja þróun innan svæða með einhæfar og úreltar atvinnu- greinar, vinna gegn atvinnuleysi og auðvelda ungmennum inn- göngu á vinnumarkaðinn. Mennt- unarsamstarf ESB felst m.a. í áætl- unum um menntun, rannsóknir, samskiptaiðnað og uppbyggingu samskiptakerfa. Frjáls samvinna ekki miðstýring Markmiðið er að efla hagvöxt ríkjanna og aðlaga starfsmenntun fólks að nýjum kröfum. Með því er jafnframt unnið gegn atvinnuleysi. Á sviði menningarsamstarfs má nefna stuðning við tungumál og bókmenntir smáþjóða og þjóðar- brota, eflingu evrópskrar kvik- myndagerðar og gerð evrópsks sjónvarpsefnis. Auk þessa eru ýmis samstarfsnet styrkt af fram- kvæmdastjórn ESB en önnur byggja alfarið á eigin framlagi. Mynduð hafa verið um 20 sam- starfsnet borga innan ESB sem eiga við lík vandamál að etja. Einnig má nefna samstarfsnet höf- uðborgasvæða, samstarfsnet um samskiptatækni, upplýsinganet svæða (IRIS), samstarfsnet háskóla við svæða- og borgaryfirvöld, og svo mætti lengi telja. Vegna sérhagsmuna hafa íslend- ingar kosið að standa utan Evr- ópusambandsins að sinni en það má þó ekki leiða til þess áð ísland vérði utanveltu í samstarfi Evr- ópuríkjanna. Hagsmunir íslands snúa ekki einungis að tollamálum og fiskveiðum. Við erum lítil og afskekkt þjóð og búum við stopulli samgöngur en önnur Evrópuríki. EES-samn- ingurinn veitir okkur aðgang að hluta þess starfs sem fram fer á vegum framkvæmdastjórnar ESB, en þess ber að gæta að það er að- Kjallarinn Bjarki Jóhannesson doktor í skipulagsfræði eins hluti af samstarfi ESB-ríkj- anna. Mikill hluti fer fram í ýms- um undimefndum, vinnuhópum, háskólum, rannsóknarstofnunum og á hinum frjálsa markaði. Lögð er áhersla á að ESB byggist á frjálsri samvinnu ríkjanna fimmt- án en ekki miðstýringu, eins og margir vilja halda fram. Framtíð íslands Höfuðstöðvar þessa samstarfs eru í Br”ssel og flest Evrópuríki auka þar stöðugt umsvif sín til að geta fylgst betur með því. ESB-rík- in hafa þar ótal svæðaskrifstofur, norskir atvinnurekendur hafa þar ráðgjafarskrifstofu en ísland og Austur-Evrópuríkin reka starf- semi sína gegnum sendiráðin. ísland er þar með 15 manna sveit frá ráðuneytunum sem hefur þann aðalstarfa að fylgjast með lagafrumvörpum og reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar. Að sögn gerir þessi sveit sitt besta til að fylgjast með öðrum málum ESB, en ætla má að lítill tími sé af- lögu til þess því það hlýtur að vera ærinn starfi að fylgjast með lagafr- umvörpunum sem unnin eru með- al 17.000 manna starfsliðs fram- kvæmdastj órnarinnar. Að sjálfsögðu fylgir þvi ærinn kostnaður að fylgjast með en líta ber á það sem langtíma fjárfest- ingu. Að hluta til má eflaust leysa málið gegnum norræna samvinnu en það krefst þess að ísland eigi þar ötula starfsmenn innan raða embættismannakerfisins sem skilji nauðsyn málsins. Mikilvægt er að vel sé að þessum málum stað- ið og fullur skilningur verður að ríkja á nauðsyn ríkjasamstarfs í nútíma samfélagi. Framtið fslands veltur á aðgangi að því samstarfi. Bjarki Jóhannesson „EES-samningurinn veitir okkur aðgang að hluta þess starfs sem fram fer á vegum framkvæmdastjórnar ESB, en þess ber að gæta að það er aðeins hluti af samstarfi ESB-ríkjanna.“ Höfuðstöðvar ESB í Br”ssel. - Flest Evrópuríki auka þar stöðugt umsvif sín til að geta fylgst betur með samstarfinu, segir Bjarki í greininni. Með og á móti Umgengni Landsvirkjun- ar við Þingvallavatn Afleit „Umgengni Landsvirkjunar við lífríki Þingvalla- vatns hefur ver- ið afleit. Vatns- borðs sveiflur, sem áttu þátt í landbroti, settu kuðungableikj- una í hættu og eyddu að mestu þeim urriða- stofni sem lifði af virkjun Efra- Sogs. Urriðinn var rándýrið á toppi fæðukeðjunnar sem tempraði sveiflur i murtustofnin- um. Afleiðingin birtist í offjölgun og smækkun murtunnar og hruni veiðanna. Vatnsborðssveiflurnar hafa haft afgerandi áhrif á veiði á murtu og annarri bleikju. Þær þrengja stöðugt að lífsmöguleikum kuð- ungableikjunnar sem er uppistaða veiðanna utan murtunnar. Bænd- ur hafa aldrei fengið bætur. Hvað varðar Sogið sjálft hefur Lands- virkjun gengið hörmulega um líf- ríki árinnar með gríðarlegum rennslisbreytingum, enda stór- laxastofninn frægi horfinn. Þetta er auðvitaö skelfileg niðurstaða. Ég deili ekki á þá sem upphaf- lega stóðu fyrir þessu, þeir voru börn síns tíma. En ég fyrirgef ekki sinnuleysi Landsvirkjunar í dag. Hún er líklega eina stofnunin sinnar tegundar í heiminum sem ekki skipuleggur áætlun til að styrkja lífríkið sem hún hefur laskað. Þrátt fyrir góð orð hefur Landsvirkjun nákvæmlega ekkert gert af sæmilegu viti til að styrkja urriðann en ég tel eyðingu hans hörmulegt slys. Ég sit í Þingvallanefnd Alþingis og þar undrast menn að heyra ekki orð um aðgerðir af hálfú Landsvirkjunar. Sjálfir erum við í sambandi við ijölda erlenda sér- fræðinga og erum núna að velta fyrir okkur alþjóðlegri ráðstefnu um stórurriða og Þingvallavatn. Það átti auðvitað Landsvirkjun að vera búin að gera fyrir mörgum árum.“ Ossur Skarp- héðinsson al- þingismaður. Atök fyrir „vestan“ Það er komið upp gúlag vestur í Bandaríkjunum. Þetta gúlag hefur orðið til ósjálfrátt, alveg eins og gúlagið hans Stalíns varð til vegna þess að kommarnir tóku einokun á öllu frumkvæði. Fólk mátti ekki hafa frumkvæði til að reyna að sjá fyrir sér. Þeir fengu „afgangsfólk", sem passar ekki inn í efnahagslíf- ið, sem hvorki fékk vinnu né mátti hafa frumkvæði um atvinnustarf- semi sjálft. Þetta fólk var sett í vinnubúðir. Hlutverk vinnubúðanna var að koma í veg fyrir „flæking á fólki“, alveg eins og bændur gerðu við Is- lendinga með því þrælahaldi sem kallað var vistun á bæi. En þær vinnubúðir urðu fljótlega útrým- ingarbúðir, þar sem fólk gekk á líkama sinn við virðislitla at- vinnustarfsemi og dó ótímabærum dauða. Tölfræðin sýndi ávinning af þessu, því þá þurfti minna af at- vinnutækifærum, læknum, kenn- urum, dagmæðrum, skólum og svo framvegis. Þetta er eins og þegar atvinnuástandið batnar hér innan- lands við að fólk er neytt tfl að flýja land vegna tillitslausrar efna- hagsstefnu. Erfiðara vestra Af nokkuð margvirkum orsök- um er mun erfiðara fyrir svarta menn að fá vinnu og stunda at- vinnustarfsemi vestur í Bandaríkj- unum. Ein orsökin er t.d. sú að Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkværffdastjóri þegar svörtum manni er misgert hugsar hann með heift vegna kyn- þáttafordóma, oft ekki að ástæðu- lausu. Sambærilegur hvítur mað- ur hefur enga slíka afsökun, hann verður að sæta misgerðinni og „bíta í sig“ eins og þeir segja fyrir vestan. Af þessu leiðir starfsemi sem er ekki í samræmi við efnahagskerf- ið og er kölluð glæpir. Eins og bruggið hér heima þegar atvinnu- leysið kom. Afleiðingin er svo miklar fangelsanir á fólki sem ekki hefur í sér beina glæpa- hneigð. Það er að segja, að hafa í sér hugljómun um verknað sem er siðlaus og ólöglegur. Og síðan framkvæmd slíks verknaðar þegar einstaklingurinn heldur að ekki komist upp um hann. Þessar fang- elsanir eru í reynd gúlag sem felur gífurlegt atvinnuleysi svartra manna. Þetta gengur svo langt að fangelsin eru sum einkavædd. Um langan tíma hefur verið hægt að græða á spákaupmennsku með myndir. Peningar hafa hækk- að og lækkað í verði, eftir því hvaða vaxtastigi miðbanki við- komandi rikja hélt uppi. Það er mikið tfl af peningum en lítið til af arðbærri raunstarfsemi í sam- ræmi við það. Það lýsir sér í að nóg lánsfé er til en engin veð. Fjármálamenn reka nú harða pólitík fyrir að fjárlög Bandaríkj- anna verði haflalaus svo þeir geti setið eftir með gróðann. Það þýðir haröa peningapólitík og enn aukið atvinnuleysi. Það sama er að koma upp og í orsökum kreppunnar miklu 1929. Það er að segja að ávís- anaverðmætin eru ekki í sam- ræmi við raunverðmætin. Til að halda uppi verði peninga verður að verðfella eignir og fólk, annars fellur verðið á peningum. En haOi á fjárlögum er í reynd prentun á peningum og veldur verðfaUi þeirra. Það sem nú er spurt um er hvort verður ofan á, verðbólga eða verðhjöðnun eigna og atvinnutækja. Á tímum Reagans fórum við mjög Ola út úr slíkum sveiflum á verði gjaldmiðla, nú er rétt að gæta sín. Það er eins víst að veru- leg átök á íjármálamarkaði verði tO óeirða nú. Spennan til þess er fyrir hendi. Þorsteinn Hákonarson „Það sama er að koma upp og í orsökum kreppunnar miklu 1929. Það er að segja að ávísanaverðmætin eru ekki í samræmi við raunverðmætin. Til að halda uppi verði peninga verður að verðfella eignir og fólk, annars fellur verðið á peningum.“ Þorsteinn Hilm- arsson, upplýs- ingafulltrúi Lands- virkjunar. Vönduð vinnubrögð „Landsvirkj- un hefur undan- farin 10 tO 12 ár haldið vatns- borði Þingvafla- vatns mjög stöð- ugu til hagsbóta fyrir lífríkið. Þá hefur fyrirtæk- ið rannsakað leiðir til að bæta aðstæður fyrir hrygningu og uppeldi ur- riða við útfaO Þingvallavatns og hyggst gera þær ráðstafanir sem ótvírætt eru til bóta þegar þetta er fuOkannað. Engar rannsóknir sýna að urriði geti ekki þrifist þarna samhliða rekstri Steingrímsstöðvar. Þótt Landsvirkjun hafi af ófyrirséðum ástæðum skert rennsli í Sogi neð- an virkjana i fáeinar mínútur í einu á undaniomum árum bendir ekkert til að það hafi haft varan- leg áhrO- á veiði í ánni. Almennt leggur Landsvirkjun mikla áherslu á vönduð vinnu- brögð í umhverfismálum í öOu því sem hún gerir. Við rannsóknir á framtíðarvirkjunarkostum er tO dæmis lögð áhersla á að kanna umhverfisatriöi í upphafi og leita bestu leiða við hönnun mann- virkja." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.