Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Síða 32
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 44 Össur segir Þorstein hafa lúffað fyrir Norðmönnum. Kúskaður eins og ótíndur strákur „Sjávarútvegsráðherra var kúskaðir eins og ótíndur strákur varðandi flæmska hattinn." Pappírspésarnir „Ég var að reka burt frá mér þann stærsta og ljótasta fjóshaug sem ég hef séð á ævinni. Þessir menn gengu berserksgang til að klekkja á mér en það er komið á daginn að þeir eru ekkert annað en pappírspésar." Pálmi Karlsson fisksali, í DV. Ummæli Sprænir yfir þjóðina „Úr útvarpinu sprænir hann svo yfir þjóðina, Butraldi brunnmígur hinn nýi.“ Guðrún Pétursdóttir, í Morgunblaðinu, um Hrafn Gunnlaugsson. Bullið um fjögur atkvæði „Látið engan heyra að þið leggið trúnað á bullið um að fjög- ur atkvæði í Reykjavík þurfi á móti einu á Vestfjörðum." Halldór Kristjánsson, í Timanum. Leið til að bjarga hjóna- bandi „Ég flyt ógjaman úr húsinu okkar en ég held að það sé eina leiðin til að bjarga hjónaband- inu.“ Pamela Anderson í viðtali. Samkvæmisdansar eru vinsæl keppnisgrein á íslandi. Met í dansi Bill og Bobbie Irvine hljóta að teljast meðal bestu samkvæmis- dansara sem uppi hafa verið því að á ámnum 1960 til 1968 unnu þau þrettán heimsmeistaratitla. Keppnisdansarar eru yfirleitt ungir en Albert J. Sylvestser, sem fæddist 1889, lét ekki aldur- inn á sig fá þegar hann árið 1977 vann fyrstu verðlaun í danskeppni í Englandi. Hann hóf keppnisferil sinn ekki fyrr en 1964 en árið 1981 hafði hann unn- ið til fimmtíu verðlauna. Blessuð veröldin Rokk og djæf Richard Rimmer frá Surrey í Englandi setti úthaldsmet í djæf- dansi 11.-16. nóvember 1979 er hann dansaði án afláts við ýmsa dansfélaga í tæpar 98 klukku- stundir. Samkvæmt hinum ströngu reglum Evrópska Rock ’n Roll sambandsins er viður- kennt þolmet 24 klukkustundir og 5 mínútur. Það var sett af fimm danspörum á Clayton Community Festival í Ástralíu sem haldið var 11.-12. október j 1986. tr Léttskyjað austanlands í dag verður fremur hæg suðlæg eða breytileg átt framundir kvöld en síðan vaxandi austanátt sunnan til. Veðrið í dag Vestan til á landinu verður skýjað að mestu og dálítil súld á stöku stað. Um landið austanvert verður létt- skýjað víðast hvar. Hiti verður yfir- leitt á bilinu 0-6 stig, kaldast i inn- sveitum austan til en hlýjast við vesturströndina. Sólarlag í Reykjavlk: 16.15 Sólarupprás á morgun: 10.14 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.35 Árdegisflóð á morgun: 05.02 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaðir skýjaö skýjaö skýjaö rigning skýjaö 7 2 5 6 4 5 6 skýjaö 0 Keflavíkurflugvöllur skýjaö Kirkjubœjarklaustur hálfskýjaó Raufarhöfn Reykjavíic Stórhöföi Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Mallorca New York Nice Nuuk Orlando Valencia Vín Winnipeg skúr 4 súld 5 skýjaö -5 úrk. í gr. 2 léttskýjaö 3 léttskýjaö -1 skýjaö 3 skýjaó 9 þokumóöa 14 þokumóöa -1 rigning 4 hálfskýjaö 9 skýjaö 6 léttskýjaö 9 þoka 13 skýjaó 2 skýjaö 18 skýjaö 17 skýjaö 7 hálfskýjaö 14 haglél á síð.klst. -1 skýjaö 14 léttskýjaö 22 alskýjaö 4 hálfskýjaö 3 Garðar Jóhannsson, forstöðumaður Eimskips á Akureyri: Spennandi að breyta til og takast á við ný verkefni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það aö flytja norður til Akur- eyrar lagöist strax vel í mig, enda spennandi að breyta til og takast á við ný verkefni í áhugaverðu starfsumhverfí," segir Garðar Jó- hannsson, 36 ára gamall Reykvík- ingur sem tekið hefur við starfi forstöðumanns Eimskipafélags Is- lands á Akureyri. Garðar lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskóla íslands árið 1981. Hann starfaði hjá Eimskipi áður Maður dagsins en stundaði nám i skipamiðlun og flutningafræðum í London á árun- um 1984-1985 og hefur síðan starf- að hjá Eimskip, fyrst sem forstöðu- maður stórflutningadeildar og tvö sl. ár sem forstöðumaður útflutn- ingsdeildar. Þá kenndi hann flutn- ingafræöi sem stundakennari við 3. stig Stýrimannaskólans á árun- um 1990- 1993. „Hér eru nýir hlutir að fást við Garðar Jóhannsson. DV-mynd gk. og ýmislegt sem gerir þetta starf hér á Akureyri áhugavert. Þar koma ekki síst til hinar beinu sigl- ingar héðan til Evrópu sem hefjast í janúar, miklar breytingar standa fyrir dyrum í höfuðstöðvum okkar í Oddeyrarskála og skrifstofan hér á Akureyri verður ábyrg fyrir öll- um sölu- og markaðsmálum Eim- skips á Norðurlandi." Þegar kemur að tómstundunum og áhugamálunum segist Garðar vera svokallaður „íþróttafikiH" en sjálfur lék hann körfuknattleik um árabil með sigursælu liði KR, hann á 10 landsleiki að baki og fjölda unglingalandsleikja. „Já, ég er nánast alæta þegar íþróttir eru annars vegar. Ég fylgist t.d. mjög vel með ensku knattspyrnunni og á þar mitt upp- áhaldslið sem er Tottenham. Ég tek ensku knattspymuna fram yfir bandaríska körfuboltann. Af öðr- um áhugamálum má nefna bæði jeppaferðir og veiðimennsku," seg- ir Garðar. Hann er giftur Laufey Bjöms- dóttur og eiga þau soninn Lárus Björn sem er þriggja ára. Myndgátan Prófsteinn Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki. Málverk og klippimyndir Þórarinn Blöndal sýnir þessa dagana í Götugrillinu í Borgar- kringlunni málverk og klippi- myndir sem hann hefur unnið í Hollandi og hér heima. Þórarinn stundaði nám við Myndlistar- skólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla íslands og var síðan í framhaldsnámi við aka- demíuna í Rotterdam. Þórarinn hefur sýnt verk sín víða, meðal Sýningar annars í Nýlistasafninu, Gallerí Sade Thames í London, Gallerí 11 í Reykjavík og Gallerí Neftu í Rotterdam. Skák Hannes Hlífar Stefánsson hefur byrjað af krafti á íslandsmótinu sem nú stendur yfir í húsakynnum Þýsk-ís- lenska, Lynghálsi 10. Eftir fjórar um- ferðir hafði hann hlotið jafnmarga vinninga. Lokin á skák Magnúsar Pálma Öm- ólfssonar og Júliusar Friðjónssonar úr 3. umferð voru skemmtileg. Magnús hafði hvitt og átti leik í þessari stöðu: 8 m i# ííí 5 iM 4 ■ 1A á i X 2 A & A A ABCDEFGH 21. Rxe5! Dxe5 22. Dxc5Hvitur á nú vinningsstöðu en taflinu lýkur skemmtilega. 22. - Rd7 23. Bxd7 Bxd7 24. Hfel Dg5Eftir 24. - Df5 25. Dxd4 vinnur hvítur létt. 25. Dxf8+! og svart- ur gaf, því að eftir 25. - KxfB 26. Hb8+ er hann mát í mest 2. leik. Jón L. Árnason Bridge Pakistaninn Zia Mahmood og Bandaríkjamaðurinn Peter Weischel voru hinir öruggu sigur- vegarar á Politiken boðsmótinu í Danmörku í síðasta mánuði. Hér á eftir sést fallegt handbragð Weisc- hels í fimm laufa samningi. Sagnir gengu þcmnig, vestur gjafari og allir á hættu: * r- W AG4 > 96 * ÁDG107632 * KG953 V D7 * ÁK873 * 9 4 ÁD82 V 865 4- DG5 * K54 Vestur Norður Austur Suður Lanzar. Weischel Buratti Zia 14 5* p/h Buratti spilaði út spaöa gegn þess- um samningi og Weischel trompaði með tvisti. Hann lagði niður tromp- drottningu í öðrum slag og næst spilaði hann tígulníunni, austur setti lítið og þá kom einnig lítið spil í blindum!. Lanzarotti átti slaginn á kóng og spilaði strax hjartadrottn- ingu. Weischel drap þá á ásinn, spil- aði laufasjöu á kóng, tók spaðaás, henti hjarta heima og spilaði síðan tíguldrottningu. Vestur setti lítið spil og Weischel henti hjarta heima. Dave Berkowitz sat í vörninni í vestur gegn sama samningi og sama útspili í byrjun gegn Dönunum Koch og Auken. Sagnhafi tók strax á spaðaás, henti tígli í blindum og spilaði síðan tígulfimmunni. Berkowitz lagðist undir feld og ákvað loks að setja lítið spil! Austur fékk á tíuna og spilaði aftur spaða. Sagnhafi trompaði hátt, spilaði laufsjöu á kóng, trompaði tígul hátt, spilaði lauftvisti á fimmuna og trompaði síðasta tigulinn. Næst kom hjartaásinn og Berkowitz henti drottningunni! Síðan kom lágt hjarta úr blindum, austur setti tí- una og fékk síðan slag á kónginn. Glæsileg tilþrif hjá Berkowitz í. vörninni og hjá Weichsel í sagn- hafasætinu. (sak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.