Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1995, Side 33
MÁNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1995 Kammersveit Reykjavikur. Rússnesk rómantík Fyrstu tónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur í röð þriggja verða í Listasafni ís- lands í kvöld kl. 20.30. Tónleik- arnir hafa yfirskriftina Rúss- nesk rómantík og verða flutt fimm verk eftir C. Cui, A. Glazu- nov, P. Tsjaikovskij og M. Glinka. Eins og nafnið bendir til er það rómantíkin sem ræður ríkj- um og andi keisaratímans svífur yfir vötnum. Verkin á tónleik- unum eru öll eftir rússnesk tón- skáld sem uppi voru á tímabil- inu 1804-1936. Elstur þeirra var Glinka, sem ruddi brautina fyr- ir þá sem á eftir komu, bæði þá sem aðhylltust þjóðlega steftiu fimmmenninganna eins og Cui og alþjóðlega stefnu Tsjaikov- skíjs. Hljóðfæraleikarar í kammer- sveitinni á þessum tónleikum Tónleikar eru: Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Unnur María Ingólfsdóttir, fiðla, Sarah Buckley, víóla, Herdís Jónasdóttir, víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, Inga Rós Ing- ólfsdóttir, selló, Richard Kom, kontrabassi, Martial Nardeau, flauta, Rúnar H. Vilbergsson, fagott, Emil Friðfmnsson, horn, Elísabet Waage, harpa, og Þor- steinn Gauti Sigurðsson, píanó. Verður álið málið? Verður álið málið eða er málið útrætt? er yfirskrift fundar sem verður haldinn í kvöld kl. 20.00 í íþrótta- húsinu Strand- götu. Frum- mælendur eru Finnur Ingólfs- son, Tryggvi Harðarson og Rannveig Rist. Verndun íslenska arnarins er heiti á erindi sem Kristinn Haukur Skarphéðinsson mun flytja í stofú 101 í Odda, húsi hugvísindadeildar, í kvöld kl. 20.30. Á fundinum verða jafn- framt sýndar glefsur úr kvik- mynd sem Magnús Magnússon er að gera um öminn. Samkomur Félag eldri borgara í Reykjavík Uppskeruhátíð Göngu-Hrólfa verður í dag í Café París, Aust- urstræti 17, kl. 20.00. KIN -leikur að lara! Vinningstölur 18. nóvember 1995 7»8‘11*21*23*25«29 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Ólafía Hrönn í Listaklúbbi Leikhúskjallarans: Lög Ellu Fitzgerald og lög af nýrri plötu í kvöld mun Ólafía Hrönn Jónsdóttir skemmta í Leikhús- kjallaranum ásamt Tríói Tómasar R. Einarssonar en auk hans eru í tríóinu Þórir Baldursson og Einar Scheving. Dagskráin er tvískipt. Fyrri hluta kvöldsins mun Ólafia Hrönn flytja nokkur af vinsæl- Skemmtanir ustu lögum Ellu Fitzgerald og sagt verður frá lífi þessarar drottningar djassins. I seinni hlutanum mun Ólafia flytja lög af nýútkominni plötu, Kossi. Tónlistin og textamir em að stærstum hluta eftir þau Tómas R. og Ólafíu Hrönn. Dag- skráin hefst kl. 21. Hrönn Jónsdóttir og Tómas R. Einarsson flytja meðal annars lög af nýrri plötu. Gönguferð um Álftanes Álftanesið er skemmtilegt til gönguferða enda leita margir þang- að allan ársins hring, þótt ekki'sé nema til að viöra sig. Það er frekar snjólétt á nesinu og að vetri til er Færð á vegum hægt að fara í fjölbreyttar göngu- ferðir og eru fjörumar á vestan- verðu nesinu til að mynda áhuga- verðar. Hægt er að fara í hringgöng- ur og getur ein slík leiö hafist viö Kasthúsatjörn og má fylgja strönd- inni til suðurs alveg að Melhúsum eða jafnvel Hliði. Til baka má svo ganga eftir veginum kringum kjarna byggðarinnar eða jafnvel gegnum byggðina að upphafsstaðn- Systir Steinars Þórs Litla stúlkan á myndinni fæddist á fæðingaráeild Landspítalans 16. nóvember kl. 7.27. Hún var við fæð- Barn dagsins ingu 3995 grömm og 53 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Anna María Sigurðardóttir og Guðjón Steinarsson. Hún á einn bróður, Steinar Þór, sem er fimm ára. Krakkarnir í Kids eru engir fyrir- myndarkrakkar. Börn götunnar í New York Kvikmyndahátíð Regnbogans heldur áfram og þessa dagana er verið að sýna eina af umtöluð- ustu kvikmyndum í Bandaríkj- unum á þessu ár, Kids, sem ekki hefur síður vakið athygli hér á landi enda um óvenju sterka og sjokkerandi kvikmynd að ræða sem lætur engan ósnortinn. Fjallar myndin um tilveru tán- inga i New York en líf þeirra snýst um kynlíf, alnæmi, dag- drykkju, eiturlyf og pillur, partí, túrtappa, nauðganir og eitt morð til eða frá virðist ekki skipta sköpum. Margir hafa sagt að Kids sé óþægilega raunveruleg samtíma- lýsing. Hún var sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor Kvikmyndir og vakti mikla athygli. Meðal annarra kvikmynda sem er verið að sýna á hátíöinni þessa dagana má nefna And the Band Played on sem er um upp- haf sjúkdómsins alnæmis á Vest- urlöndum. Það er Roger Spott- iswood sem leikstýrir þessari mynd sem er í raun leikin heim- iláarmynd. Nýjar myndir Háskólabió: Fyrir regnið Háskólabíó: Jade Laugarásbíó: Apollo 13 Saga-bíó: Sýningarstúlkurnar Bfóhöllin: Mad Love Bíóborgin: Dangerous Minds Regnboginn: Kids Stjörnubíó: Benjamín dúfa Gengið Almenn gengisskráning Lt nr. 272. 17. nóvember 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Doilar 64.250 64,570 64.690 Pund 100.080 100,590 101.950 Kan. dollar 47.350 47.650 48.430 Donsk kr 11.8040 11.8670 11.8280 Norsk kr 10.3670 10.4240 10.3770 Sænsk kr 9.7600 9.8140 9.7280 Fi. mark 15.3630 15.4540 15.2030 Fra. franki 13.2560 13.3320 13,2190 Belg. franki 2.2247 2.2381 2.2311 Sviss. fianki 56,5400 56.8500 56.8400 Holl. gyllir.i 40.8300 41.0700 40.9300 Þýskl mark 45.8000 46.0300 45.8700 It lira 0.04037 0.04063 0.0405: Aust. sch. 6,5050 6.5450 6.5240 Port. escudo 0.4364 0.4392 0.4352 Spá. peseti 0.5317 0.5350 0.5296 Jap. yen 0.63090 0.63470 0.63481 Irskt pund 103.170 103.810 104.670 SDR 96 26000 96.84000 96.86001 ECU 83.7100 84.2100 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krossgátan um við Kasthúsatjörn. Eftir mikið skeljar og oft eru þar selir að for- brim er stundum hægt að tína öðu- vitnast um vegfarandann. T~ i r~ vi r r 7 ■ 8 hT" c\ mmmm II j 1'i> H \s )l» ÍT“ 1 J Lárétt: 1 suddi, 5 henda, 8 tala, 9 einnig, 10 kurteisari, 11 jarðyrkja, 13 ofnar, 14 svik, 16 spor, 18 mundar, 20 flas, 21 spil. Lóðrétt: 1 leit, 2 hafgolan, 3 enda, af- reksverk, 5 fátækt, 6 ögn, 7 karl- mannsnaifn, 10 reyna, 12 fiskur, 15 forfeður, 17 stöng, 19 kyrrð. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 pískur, 8 ámur, 9 rós, 10 lak, 11 ótal, 12 mökkur, 15 alinn, 17 ar, 18 risanum, 21 æða, 22 miða. Lóðrétt: 1 pálmar, 2 íma, 3 sukki, 4 krók, 5 urt, 6 róar, 7 öslar, 13 ölið, 14 unni, 16 nam, 17 auð, 19 sa, 20 MA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.