Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 1
— ir^- !0 !sO LT\ DAGBLAÐIÐ - VISIR 268. TBL. - 85. OG 21. ARG. - MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1995. VERÐ I LAUSASOLU KR. 150 M/VSK Fjórir menn, sem gengust árið 1991 í víxilábyrgðir fyrir kunningja sinn, kærðu Islandsbanka í vor fyrir umboðssvik eftir að starfsmenn hans höfðu fyllt út óútfyllta víxla upp á um milljónatug hærri upphæð en þeir töldu að ábyrgðir þeirra yrðu. Bankaeftirlit Seðlabankans telur framkomu bankans sérstaklega ámælisverða enda fengu ábyrgðarmennirnir engar tilkynningar um slíkt fyrr en þremur árum síðar og þá með rukkunum upp á samtals rúmar 14 milljónir með gjalddaga átta dögum síðar. Þegar málið sætti rannsókn RLR í sumar hét bankinn því með skriflegri yfirlýsingu að ábyrgðarmennirnir yrðu ekki krafðir um hærri upphæðir en dómstóll úrskurðaði. í kjölfar þess var ákveöið að ákæra ekki fyrir hegningarlagabrot. Þegar málið síðan kom fyrir dóm í síðustu viku sýndi bankinn engin grið og neitar að leyfa ábyrgðarmönnunum að halda uppi vörnum. Á myndinni er Hróbjartur Jónatansson, annar lögmaður ábyrgðarmannanna, með yfirlýsingu bankans í höndunum DV-mynd GVA Reykhólahreppur: Leyna íbúa stöðunni - sjá bls. 3 Afmæli um allt land: Jóra hefur reynst góð fjáröflunarleiö - sjá bls. 26 Ari Trausti: Aidrei verið sáttur við þessa sagn- fræði - sjá bls. 5 Samið um frið í Bosníu - sjá bls. 8 Emerald Air: Hefur ekki greitt krónu af láninu - sjá bls. 10 Aukablað um Selfoss fylgir DV í dag - sjá bls. 17-24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.