Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTI0
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
íslandsbanki:
Ábyrgðar-
mennirnir
geta fariö í
annað mál
- segir Björn Björnsson
Bjöm Björnsson, framkvæmda-
stjóri hjá íslandsbanka, sagði í sam-
tali við DV í morgun að fjórir
ábyrgðarmenn, sem kærðu starfs-
menn bankans fyrir umboðssvik
upp á a.m.k. milljónatug, geti leitað
réttar síns í endurkröfumáli fyrir
dómstólum. Eins og fram kemur í
frétt DV á bls. 4 voru mennirnir í
góðri trú um að þeir bæru aðeins
ábyrgð á samtals tveimur milljón-
um króna á óútfylltum víxlum en
þegar bankinn fyllti út vixlana upp
á samtals rúmar 14 milljónir kærðu
þeir starfsmenn hans fyrir umboðs-
svik.
„Það kann að vera að þeir sem
þarna eru krafðir um greiðslu geti
leitað réttar síns i endurkröfumáli,"
sagði Björn. „Bankinn hefur hins
vegar aldrei lokað fyrir að ljúka
þessu máli með samningum.
• Ábyrgðarmennirnir hafa á hinn
bóginn séð hag sínum best borgið
með því að klekkja á bankanum
með því aö kæra starfsmenn hans
fyrir umboðssvik. Nú er niðurstaða
fengin í því máli og í framhaldi af
víxilmáli sem nú er höfðað geta við-
komandi leitað réttar síns í endur-
kröfumáli og krafist þess mismunar
sem ágreiningurinn snýst um,“
sagði Bjöm. -Ótt
Friðarsamningarnir:
Skipta sköpum
fyrir Evrópu
- segir Halldór Ásgrímsson
„Þetta samkomulag er að mínu
mati með þýðingarmeiri viðburðum
aldarinnar. Nú reynir á það að
tryggja framgang þess. Það mun
kosta óhemjufé og fram undan er að
samræma átak Evrópulanda,
Bandaríkjanna og fjármálastofnana
heimsins. Við biðjum þess að friður
haldist. Það mun skipta sköpum fyr-
ir þróunina í Evrópu," sagði Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
við DV um friðarsamkomulagið sem
náðist í gær milli rikja fyrrum
Júgóslavíu.
Halldór sagði að íslensk stjóm-
völd gætu með ýmsum hætti aðstoð-
að við komandi uppbyggingu í fyrr-
um Júgóslavíu. Áfram yrði sent fólk
með norsku friðargæslusveitunum
og verkefni gætu skapast fyrir ís-
lenska aðila við uppbyggingarstarf-
ið. -bjb
L O K I
Frystihúsið Hafberg í Þorlákshöfn:
Lltill áhugi á vinnu
hjá Stokkseyringum
- þrátt fyrir mikið atvinnuleysi
„Við fengum lista frá atvinnu-
málanefhd með 60 nöfmun. Það
bar hins vegar ekki mikinn árang-
ur að hringja og bjóða þessu fólki
vinnu,“ segir Steingrimm- Matthí-
asson, framkvæmdastjóri frysti-
hússins Hafbergs í Þorlákshöfh.
Hafberg tók nýverið til starfa og
auglýsti þá eftir starfsfólki. í ljósi
þess að fjöldi manna hefur verið
atvinnulaus á Stokkseyri ákváðu
forsvarsmenn fyrirtækisins að
bjóða fólki þar vinnu í frystihús-
inu. Lítill áhugi reyndist hins veg-
ar á vinnu í frystihúsinu.
Steingrímur segist ekki vita
hvers vegna Stokkseyringar vildu
ekki vinnu í frystihúsinu. Fyrir
því hljóti að vera margar ástæður.
Greinilega sé hins vegar litill
áhugi hjá sumum að fara af at-
vinnuleysisbótum en í síðasta
mánuði voru aö meðaltali 30
manns á atvinnuleysisskrá í sveit-
arfélaginu. Aðspurður segir Stein-
grímur að vel hafi gengiö að fá
fólk annars staðar til starfa, með-
al annars frá Reykjavík, en alls
vinni um 30 manns hjá fýrirtæk-
inu.
Að sögn Steingríms Jónssonar,
varaformanns Verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins Bjarma á Stokks-
eyri, er engin ein skýring á því af
hverju Stokkseyringar hafa ekki
þekkst boð Hafbergs um vinnu.
Steingrímm- bendir hins vegar á
að atvinnuleysið á staðnum sé til
komið vegna tímabundins verk-
efnaskorts í fiskvinnslu staðarins.
Þá sé allt eftirlit í molum með því
hverjir eru atvinnulausir því at-
vinnumálanefnd Stokkseyrar hafi
verið lögð niður i sparnaðarskyni
og starfsemi hennar flutt til Sel-
foss.
-kaa
Friörik Sophusson fjármálaráðherra stóð í gær fyrir ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um nýskipan í ríkisrekstri. Meðal
fyririesara á ráðstefnunni var Ruth Richardson sem greindi frá þeirri uppstokkun á rfkisrekstri sem hún stóð fyrir
sem fjármálaráðherra Nýja-Sjálands fyrir nokkrum árum. Umskiptin í ríkisrekstrinum þar í landi vöktu heimsathygli
á sínum tíma enda var bákninu nánast eytt. Friðrik og Inga Jóna Þórðardóttir ráðstefnustjóri fylgdust grannt með
málflutningi Ruth og hafa vafalaust haft bæði gagn og gaman af því að fræöast um „nýsjálensku leiðina".
DV-mynd ÞÖK
Veöriö á morgun:
Víðast
stinnings-
kaldi
Norðanátt, víðast stinn-
ingskaldi en allhvasst eða
hvasst austan til. Norðaust-
anlands verður snjókoma,
einkum framan af degi, en
dálítil él vestan til á Norður-
landi og á Vestfjörðum.
Sunnan til verður þurrt og
nokkuð bjart. Kólnandi veð-
ur.
Veðriö í dag er á bls. 36
Kjaramálin:
Búist við
litlu frá
ríkis-
stjórninni
- máliö órætt þar
Um klukkan tíu í morgun ætlaði
Davíð Oddsson forsætisráðherra að
hitta forsvarsmenn verkalýðshreyf-
ingarinnar og gefa svar við spum-
ingum þeirra um hvað liði fram-
kvæmd loforðalistans sem ríkis-
stjómin gaf við undirritun kjara-
samninganna.
Samkvæmt heimildum DV er
ekki búist við innihaldsmiklu svari
frá forsætisráðherra. Málið hefur
ekki verið rætt innan ríkisstjómar-
innar og Halldór Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra hefur verið erlendis
um skeið.
Launanefhdin verður að taka af-
stöðu innan viku um það hvort for-
sendur kjarasamninga séu brostn-
ar. Aukin harka er að færast í af-
stöðu verkalýðsleiðtoga á lands-
byggðinni. Þeir em undir þrýstingi
síns fólks um að segja kjarasamn-
ingum upp frá og með áramótum.
Verkalýðsleiðtogar telja að þar sem
ríkisstjómin hefur ekki staðið við
loforðalistann sem hún gaf við und-
irritun kjarasamninganna séu for-
sendur þeirra brostnar.
-S.dór
Grensasvegi 11
Stmi: 5 886 886 Fdx: 5 886 888
Grœnt númer: 800 6 886
K I N G
LtTfl
alltaf á
Miövikudögnm