Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 Útlönd______________________________________________________ Leiðtogar heimsins fagna friðarsamkomulaginu um Bosníu: Eg ætla að biða eftir raunverulegum friði segir íbúi Sarajevo sem er tortrygginn eins og margir landar hans Slobodan Milosevic Serbíuforseti tekur í höndina á Franjo Tudjman Króatíu- forseta áður en þeir settu stafi sína undir friðarsamkomulagið um Bosníu. Alija Izetbegovic Bosníuforseti fylgist vel með. Símamynd Reuter „Ég fagna sko ekki, alveg sama hvað þeir skrifuðu undir. Ég ætla að bíða þangað til raunverulegur frið- ur kemur,“ sagði Nezir Skoro, 55 ára gamall íbúi Sarajevo, höfuðborg- ar Bosníu, i gær þegar fréttir höfðu borist af friðarsamkomulaginu um Bosníu sem náðist í Bandaríkjunum í gær. Eins og svo margir aðrir múslím- ar, Króatar og Serbar var Skoro ef- ins um að hægt væri að koma á var- anlegum friði eftir fjögurra ára styrjöld sem hefur kostað 250 þús- und mannslíf og hrakið milljónir manna á vergang. Engu að síður mátti stöku sinnum heyra skothríð uppi í hæðunum umhverfis Sara- jevo þegar menn fögnuðu friðarsam- komulaginu. í kaffihúsum Sarajevo drógu gestir tappa úr flöskum til að skála. Leiðtogar þjóða heimsins vörp- uðu hins vegar öndinni léttar þar sem stríðið í Bosniu, verstu átök í Evrópu frá lokum heimsstyrjaldar- innar siðari, hefur verið þeim mik- ill þyrnir í augum. Dagskráin rofin Ríkisreknu sjónvarpsstöðvarnar í Sarajevo, Zagreb og Belgrad rufu dagskrá sína í gærkvöldi til að sýna beint útsendingu sjónvarpsstöðvar- innar CNN frá því þegar Bill Clint- on Bandaríkjaforseti flutti umheim- inum fréttir af friðarsamkomulag- inu sem náðist í Dayton í Ohio eftir þriggja vikna viðræður forseta Bos- níu, Króatíu og Serbíu. Myrkur var þegar skollið á á Balkanskaga þegar tilkynningin um samkomulagið var gefin út. Niðurstaðan í Dayton er mikill sigur fyrir Clinton forseta og samn- ingamenn hans. „Þjóð Bosníu fær loksins tækifæri til að snúa sér frá hryllingi stríðsins að fyrirheitum friðarins. Forsetar Bosníu, Króatíu og Serbíu hafa tek- ið sögulega og hetjulega ákvöröun," sagði Clinton. „Sá dagur er upp runninn sem margir héldu að mundi aldrei koma,“ sagði Warren Christopher, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, þegar leiðtogar deiluaðila settu stafi sína undir samkomulagið. Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem ekki alltaf hefur verið sammála stjórnvöldum í Washington og Evr- ópu um friðarumleitanirnar, lýsti yfir ánægju sinni með samkomulag- ið og sagði að Sameinuðu þjóðirnar ættu þegar i stað að aflétta við- skiptabanni á það sem eftir lifir af Júgóslavíu. Eitt ríki, tvö lýðveldi Friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að Bosnía verði eitt ríki sem skipt verði upp í tvö nánast jafn stór lýðveldi, sambandsríki Króata og múslíma annars vegar og ríki Serba hins vegar. Sameiginleg ríkisstjórn verður í landinu þar sem forseti og þing eru kjörin í frjálsum kosning- um. Þá er gert ráð fyrir að Sarajevo verið óskipt borg, ferðafrelsi ríki í landinu, flóttamenn fái að snúa til síns heima og að ákærðir striðs- glæpamenn fái ekki að taka þátt í opinberu lífi. Atlantshafsbandalagið mun senda 60 þúsund hermenn til Bosníu til að framfylgja friðarsamkomulaginu og er gert ráð fyrir að tuttugu þúsund þeirra verði bandarískir. Reuter Kínverskir verslunarstarfsmenn setja hér saman gervijólatré en verslanir eru óðum að undirbúa sig fyrir jólavertíðina. Yfirleitt halda Kfnverjar jólin ekki há- tíðleg en smásöluverslanir þar eystra hala engu að síður inn verulegar fjárhæðir á þessari hátíð kristinna manna. Jólatrén kosta 1.700-5.200 íslenskar krón- ur- Sfmamynd Reuter ^guamfa***'**' • | | r 'Æt- Frakkar sprengdu Qóröu kjarnorkusprengjuna í gær: Utanríkisráðherra Japana harmar tilraunirnar Japanar segjast harma kjarn- orkutilraunir Frakka í Kyrrahafi en þeir sprengdu fjórðu kjarnorku- sprengju sina neðanjarðar í gær þrátt fyrir áskoranir Sameinuðu þjóðanna um að láta strax af til- raununum. Japanar vöktu athygli á samþykkt sem meirihluti aðildar- ríkja SÞ stóð að, sem fordæmdi kjamorkutilraunirnar og hvatti til allsherjarbanns. Utanrikisráðherra Japana fór á fund sendiherra Frakka í Tokyo til að koma mót- mælunum á framfæri. Ráðherrann vakti athygli á að 10 aðildarlönd ESB höfðu mótmælt kjamorkutilraununum og óskað eft- ir að þeim yrði hætt. Ályktun SÞ um tafarlaust bann við kjamorkutil- raunum var samþykkt af 95 aðildar- ríkjum meðan 12 voru á móti og 45 sátu hjá. Japanar eru eina þjóð heims sem orðið hefur fyrir kjamokraárás. í sumar stöðvuðu þeir fjárhagsaðstoð sem ætluð var Kínverjum stuttu eft- ir að Kínverjar höfðu framkvæmt tilraunasprengingar neðanjarðar. Þó Japanar hafi komið formlegum mótmælum á framfæri við Frakka hafa þeir enn ekki gripið til refsiað- gerða. Reuter Stuttar fréttir *>v Holbrooke verðlaunaöur Richard Holbrooke, aðalsamn- ingamaður Clintons Bandaríkja- forseta í Bosníudeilunni, var verðlaunaður fyrir framlag sitt til friðar í gær. Skrifaö á 4 mínútum Ekki tók nema fjórar mínútur fyrir Balkanleiðtoga að setja stafi sína undir friðarsamkomu- lagið sem gert var um Bosníu í gær. Gingrich efins Newt Gingrich, for- seti fulltrúa- deildar Bandaríkja- þings, sagðist i gær vera ef- ins um að senda eigi tuttugu þúsund bandaríska her- menn til friðargæslu í Bosníu en skoða verði málið með opnum huga. Varaliðar kallaðir Bandaríkjaher ætlar að kalla þrjú þúsund varaliða til starfa vegna friðargæslustarfa í Bosn- íu en þangað fer þó enginn fyrr en Clinton gefur fyrirmæli. Námsmenn í ham Franskir námsmenn efndu til mótmælaaðgerða í gær til að krefjast aukinna framlaga til há- skóla landsins og lofuðu stjórn- völd bót og betrun. Skotbardagi í Rússlandi Ellefu manns létu lífið í skot- bardaga I rússnesku borginni Saratov á mánudag. Tony Blair leiður Tony Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokks- ins, lýsti því yfir í gær að hann væri orðinn þreytt- ur og leiður á biðinni eftir að komast til valda en ekki er áformað að kjósa í Bretlandi fyrr en árið 1997. Jörðin skelfur Að minnsta kosti tveir menn týndu lífi í öflugum jarðskjálfta sem skók Mið-Austurlönd í morgim, allt frá Egyptalandi til Jórdaníu og ísraels. Dýrgripir seldir Dýrgripir úr safhi balletts- tjörnunnar Rúdolfs Núrejevs voru seldir á uppboði í gær fyr- ir tæpar 200 milljónir króna. Peres fær stuðning Símon Peres og ný sfjóm hans í ísrael fá í dag stuðning margra þingmanna sem áður börðust gegn friðaramleitunum hans. Priebke þrætir fyrir Erich Pri- ebke, fyrram SS-foringi, sem Argent- ínumenn ffamseldu til ítaliu, sagði í gær að hann hefði ekki leikið stórt hlutverk í einhverj- um verstu fjöldamorðum á Ítalíu í heimsstyijöldinni síðari. Óljóst með Papandreou Deilt er um hversu alvarlega veikur Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, er. Læknar segja hann með lungnabólgu en fjölmiölar segja hann fársjúkan. Solana fram Spænsk stjómvöld virðast vera reiðubúin að bjóða utanrík- isráðherrann, Javier Solana, fram í embætti framkvæmda- Stjóra NATO. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.