Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
11
Fréttir
íslandsmeistaramót í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð:
Fyrsta mótið þar sem fimm
erlendir dómarar dæma
Rúmba, samba, cha, cha, cha,
enskur vals og jive voru nokkrir af
þeim dönsum sem keppt var í á ís-
landsmeistaramótinu í samkvæmis-
dönsum með frjálsri aðferð. Mótið
var haldið nýlega í íþróttahúsinu
við Strandgötu í Hafnarfirði. Einnig
var boðið upp á keppni í grunnspor-
um fyrir alla aldurshópa. 5 erlendir
dómarar komu til landsins til að
dæma í keppninni. Þetta íslands-
meistaramót er þaö fyrsta þar sem 5
erlendir dómarar dæma en þeir hafa
yfirleitt verið 3.
Búið var að gera íþróttasalinn
mjög glæsilegan með ýmsum skreyt-
ingum og góðri lýsingu og er það til
fyrirmyndar hversu mikið hefur
verið lagt í umhverfið en það skipt-
ir miklu máli til að ná fram réttri
stemningu og skemmtilegu and-
rúmslofti.
Þetta var gífurlega sterk keppni
enda eigum við íslendingar nokkur
af sterkustu danspörum í heiminum
i yngri flokkunum í dag.
Þær umsagnir sem birtast í grein-
inni eiga við suður-amerísku
dansana nema annars sé getið. Ekki
er mögulegt að birta umsagnir um
öll pör í úrslitunum (úrslitin dansa
6-7 pör).
Flokkur 12-13 ára
Alltaf er gaman að fylgjast með
þegar sterk pör í grunnsporum,
„basic“, söðla um og takast á við
það erfiða verkefni að keppa með
frjálsri aðferð. Það voru nokkur af
okkar sterkustu basic-pörum frá
keppnistímabilinu í fyrra sem voru
nú í fyrsta skipti að keppa með
frjálsri aðferð og má þar nefna
Norðurlandameistarana í basic,
Harald Anton Skúlason og Sigrúnu
Ýr Magnúsdóttur, og tvöfalda ís-
landsmeistara í basic, Gunnar
Hrafn Gunnarsson og Ragnheiði Ei-
ríksdóttir. Það er töluverð breyting
að keppa með frjálsri aðferð miðað
við að keppa í grunnsporum og geta
því nýju pörin oft verið óörugg því-
þau eru ef til vill ekki búin að venj-
ast nýjum hreyfingum og dansspor-
um.
Hafsteinn Jónasson, Laufey Karit-
as Einarsdóttir: Mjög góðar og
sterkar línur í rúmbu, halda stöðugt
góðri stöðu í gegnum líkamann,
áberandi sigurvegarar í þessum
annars sterka riðli.
ísak Halldórsson Nguyen, Hall-
dóra Ósk Reynisdóttir: Voru eitt af
sterkari pörunum í basic en eru enn
sterkari í frjálsu aöferðinni, döns-
uðu af miklum krafti og öryggi. ísak
dansar oft af svo miklum ákafa að
hann gleymir stundum því undir-
stöðuatriði að hlusta á og dansa eft-
ir takti tónlistarinnar.
Úrslit 12-13 ára, suður- am-
erískir dansar
1. Hafsteinn Jónasson, Laufey Ka-
ritas Einarsdóttir
2. Edvard Þór Gíslason, Ásta Lára
Jónsdóttir
3. ísak Halldórsson Nguyen, Hall-
dóra Ósk Reynisdóttir
4. Gunnar Hrafn Gunnarsson,
Ragnheiður Eiríksdóttir
5. Haraldur Anton Skúlason, Sig-
rún Ýr Magnúsdóttir
6. Snorri Engilbertsson, Dóris
Ósk Guðjónsdóttir
Flokkur 14-15 ára
í þessum flokki er gífurleg sam-
keppni um efstu sætin því þarna eru
einhver sterkustu pör í heiminum
að leiða saman hesta sína. Má þá
sérstaklega nefna Sigurstein Stef-
ánsson og Elísabetu Sif Haraldsdótt-
ur, Brynjar Örn Þorleifsson og Sess-
elju Sigurðardóttur og Benedikt
Einarsson og Berglindi Ingvarsdótt-
Dans
Þröstur R. Jóhannsson
ur. Það er viss árangur út af fyrir
sig að vera í úrslitum í þessum riðli.
Sigursteinn Stefánsson, Elísabet
Sif Haraldsdóttir: Dönsuðu af miklu
öryggi enda búin að sigra á gríðar-
lega sterkum erlendum mótum í
haust. Glæsilegt par. Hver veit hvar
þau enda í framtíðinni?
Brynjar Örn Þorleifsson og Ses-
selja Sigurðardóttir: Komu fast á eft-
ir Sigursteini og Elísabetu. Ekki síð-
ur hæfileikarík og á góðum degi
gætu þau sigrað hvern sem er.
Vandamálið er að dagsformið er
mjög misjafnt hjá þeim. Þau döns-
uðu mun betur á sterkum mótum í
London fyrir nokkrum dögum enda
í efstu sætunum þar en ég er viss
um að þeim mun ganga betur á 10
dansa mótinu í mars.
Úrslit 14-15 ára, suður-
amerískir dansar
1. Sigursteinn Stefánsson, Elísa-
bet Sif Haraldsdóttir
2. Brynjar Örn Þorleifsson, Sess-
elja Sigurðardóttir
3. Benedikt Einarsson, Berglind
Ingvardóttir
4. Eyþór Gunnarsson, Berglind
Petersen
5. Baldur Gunnbjörnsson, Ásta
Sóllilja Snorradóttir
6. Helgi Eiríkur Eyjólfsson, Helga
Huld Bjarnadóttir
Flokkur 16-18 ára
Viktor Victorsson, Sædís Magn-
úsdóttir: Dömunni hefur farið tölu-
vert mikið fram siðan ég sá hana
keppa síðast. Herrann hefur fengið
dýpri hreyfingar en áður, sérstak-
lega í rúmbu og cha, cha, cha en
stundum er hann of sterkur í stjórn-
un á dömunni i gegnum hendurnar
sem gerir hann stífan sums staðar
og gerir henni erfiðara fyrir að
sinna sínu hlutvepki.
Þorvaldur S. Gunnarsson, Jó-
hanna Ella Jónsdóttir: Dönsuðu af
mun meira öryggi í suður-amerísku
dönsunum en í samkvæmisdönsun-
um. Hefur örugglega komið þeim
skemmtilega á óvart að sigra í þess-
um sterka riðli. Voru mjög jöfn og
sterk yfir alla 5 dansana en mér
þótti jive séstaklega skemmtilegt á
að horfa hjá þeim.
Ólafur Már Sigurðsson, Hilda
Björg Stefánssdóttir: Virkilega hæfi-
leikaríkt par, hafa allt það sem til
þarf, en mér finnst þau hafa verið
dálítið óheppin með úrslit. Ef þau
halda áfram að þróast eins og þau
hafa gert hingað til munu þau ör-
ugglega' verða meistarar í framtíð-
inni.
Úrslit 16-18 ára, suður-
amerískir dansar
1. Þorvaldur S. Gunnarsson, Jó-
hanna Ella Jónsdóttir
2. Davíð Arnar Einarsson, Eygló
K. Benediktsdóttir
3. Ólafur Már Sigurðsson, Hilda
Björg Stefánsdóttir
4. Bjartmar Þórðarson, Berglind
Helga Jónsdóttir
5. Örn Ingi Björgvinsson, Svan-
hvít Guðmundsdóttir
6. Victor Victorsson, Sædís Magn-
úsdóttir
Flokkur 16 ára og eldri
Þau pör sem keppa í 16-18 ára
flokknum mega einnig keppa í þess-
um riðli og gera þau það flest. Pörin
þurfa að hafa mjög gott úthald tO að
geta keppt í báðum þessum riðlum
með stuttum hléum á milli riðla.
Davíð Arnar Einarsson, Eygló K.
Benediktsdóttir: Þessari stúlku hef-
ur farið mikið fram, er komin með
miklu betri líkamsstöðu en áöur og
notar fæturna mjög vel. Kom mér
mikið á óvart í hvaða sæti þau
lentu. Hafði reiknað með þeim ofar.
Ámi Þór Eyþórsson, Erla Sóley
Eyþórsdóttir: Dönsuðu af miklu ör-
yggi og voru frá fyrsta dansinum
áberandi sterkust í þessum flokki.
Maður veit aldrei hverju Árni tekur
upp á í keppni og leyfir hann sér
stundum að fiflast örlítið til að
skemmta áhorfendum og kemst
maöur ekki hjá því að brosa að hin-
um ýmsu uppátækum.
Eggert Guðmundsson, Karen
Björk Björgvinsdóttir: Ég beið
spenntur eftir að sjá þau dansa sam-
an en þetta er fyrsta íslandsmót
þeirra og vonandi ekki það síðasta.
Virkilega góð þrátt fyrir að hafa ein-
ungis dansað saman í nokkra mán-
uði. Daman geysilega efnileg og Egg-
ert bætir hana enn ffekar upp með
kraftmiklum dansi. Þegar þau eru
búin að fá meiri tíma til að aðlagast
hvort öðru verður gaman að fylgjast
með næstu keppni þeirra því ég
reikna með að þau muni æfa
grimmt til að ná 1. sætinu af ís-
landsmeisturunum.
Úrslit 16 ára og eldri, suður-
amerískir dansar
1. Árni Þór Eyþórsson, Erla Sóley
Eyþórsdóttir
2. Eggert Guðmundsson, Karen
Björk Björgvinsdóttir
3. Ólafur Jörgen Hansson, Kol-
brún Ýr Jónsdóttir
4. Þorvaldur S. Gunnarsson, Jó-
hanna Ella Jónsdóttir
5. Ólafur Már Sigurðsson, Hilda
Björg Stefánsdóttir
6. Davíð Arnar Einarsson, Eygló
K. Benediktsdóttir
Atvinnumenn, suður-amer-
ískir dansar
1. Jón Pétur Úlfljótsson, Kara
Arngrímsdóttir
2. Haukur Ragnarsson, Esther
Inga Níelsdóttir
3. Jóhann Örn Ólafsson, Unnur
Berglind Guðmundsdóttir
4. Þröstur R. Jóhannsson, Hildur
Ýr Arnarsdóttir
5. Ragnar Sverrisson, Kristín Vil-
hjálmsdóttir
GR 1400
• H: 85 B:51 D:56 cm
• kælir: 140 I.
Ver& kr. 29.350,-
GR 1860
• H: 117 B:50 D:60 cm
• Kælir: 140 Itr.
• Frystir 45 Itr.
Verð kr. 41.939,-
GR 2260
• H:140 B:50 D:60 cm
• Kælir:l 80 Itr.
• Frystir 45 Itr.
VerS kr. 47.280,-
Verðstgr.
4r.isi,-j
GR 2600
• H:152 B:55 D:60 cm
• Kælir 187 Itr.
• Frystir: 67 Itr.
Ver6 kr.49.664,-
GR 3300
• H:170 B: 60 D:60 cm
• Kælir:225 Itr.
• Frystir 75 Itr.
Ver2> kr. 58.350,-
^índesíf
.../ stöðugrí sókn!
J eldhúsid og sumarbústaðinn.
BRÆÐURNIFt
=)] ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Umbobsmenn um land allt