Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 13 Hringiðan Veitingar Kven- félags Selfoss runnu ijúflega niður i gesti á afmælishátíð DVí Tryggvaskála. Hver glæsitert- an af annarri var sett á borð- ið og rómuðu gestir bakkels- ið. DV-mynd JJ Fjöidi manns mætti í 60 ára af- mælishóf Knúts Bruun, lög- fræðings og forseta bæjar- stjórnar Hveragerðis, að Hótel Örk 10. nóvember - sveitar- stjórnarmenn, þingmenn, ráð- herrar og vinir og vandamenn. Margar ræður voru fluttar og af- mælisbarninu færðar gjafir. Meðal gesta voru, Davíð Schev- ing Thorsteinsson ásamt Ing- unni Jensdóttur og Stefaníu Borg, eiginkonu sinni. DV-mynd Sigrún Lovísa Hveragerði Það var enginn skítamórall f kringum hljómsveitina Skíta- móral á afmælishátíð DV á Sel- fossi. Sannkölluð karnivalstemn- ing var á Tryggvatorgi enda skein sól í heiði og veður var hið fegursta. Sungið var og dansað og gat Tígri ekki stillt sig um að taka nokkur spor með kátum Sel- fyssingum. DV-mynd JJ Ballettinn Mars & Venus eftir enska dansarann David Greenall var frumsýndur í Hinu húsinu á föstudagskvöld, 17. nóvember, í tilefni útkomu metsölubókarinnar Karlar eru frá Mars, konur frá Venus eftir dr. John Gray. Með David dansaði rússneska ballerínan Júlía Gold og vakti dans þeirra mikla hrifninu áhorfenda á útgáfuhátíðinni. Þau David og Júlía eru dansarar í íslenska dansflokknum sem þessa dagana sýnir dansröðina Sex ballettar á einu kvöldi. Hún hefur verið sýnd fyrir fullu húsi áhorfenda í Borgarleikhúsinu. Það var rómantík í loftinu á Ingóifskaffi á laugardaginn, í það minnsta hjá þessum turtildúf- um, þeim Hrefnu og Gunnari sem létu diskóið ekki trufla sig. DV-mynd Teitur Það var partý zone kvöld á Tunglinu á laugar- daginn með öllu sem því fylgir. Guðrún Osk, Særós og Dagný skemmtu sér vel og stilltu sér upp fyrir eina netta. DV-mynd Teitur kastalanum þar sem verið var að sýna Rocky Horror. Hann staldraði einnig við i Kringlunni og áritaði plötur og rakst þá á vinylplötu úr MH-uppfærslunni sem honum þótti merkileg. DV-mynd Teitur L__________:------------------i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.