Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
25
Iþróttir
Iþróttir
Stórleikur í Madríd
Það eru margir sem bíða
spenntir eftir viðureign Real
Madrid og Ajax í meistaradeild
Evrópu sera fram fer á Santiago
Bernabeu í Madríd í kvöld.
Ajax vann fyrri leik liðanna í
Amsterdam en Real Madrid verð
ur aö vinna í kvöld til að laga
stöðu sína í riðlinum. Leikurinn
verður sýndur beint á Sýn. Fjöl-
margir aðrir leikir fara fram í
kvöld i keppninni.
Norman langefstur
Greg Norman frá Ástralíu er
sem fyrr langefstur aö stigum á
styrkleikalista Alþjóöa golfsam-
bandsins.
Norman er með 21,73 stig en
næstur i rööinni kemur Nick
Price frá Zimbabwe með 16,03
stig. í þriðja sæti er Bernhard
Langer frá Þýskalandi með 15,53
stig, Emie Els, S-Afríku, er fjóröi
raeö 15,16 stig og fimmti er Nick
Faldo, Bretlandi, með 14,54 stig.
Óánægjameðlaun
Dómarar í NBA em ekki
ánægðir með launin og hafa verið
í verkfalb um nokkurt skeiö.
Ekki hefur komið til frestunar á
leikjum því varadómarar hafa
veriö kallaðir til starfa. Dómarar
vilja ýmsar lagfæringar á launa-
málum sínum og hefur Iiina síð-
ustu daga verið stirt á milli samn-
ingsaðila.
StefáníVal
Stefán Ómarsson knattspymu-
maður, sem leikið hefur með Vík-
ingi, hefur ákveðið að ganga til
liðs við Val. Steían er rúmlega
tvítugur að aldri og leikur í stöðu
varnarmanns.
Buttífangelsi?
Hinn ungi Nícky Butt, leikmað-
ur Manchester United, hefur ver-
ið kærður fyrir árás.
Miklar ryskingar áttu sér staö
á veitingastaö sem hann var á og
raun Butt hafa ráöist á mann og
nefbrotið hann. Butt mun koma
fyrir dómara eftír áramót og á þá
yfir höfði sér fangelssvist. Butt
var um helgina dæmdur i þriggja
leikja bann þar sem hann var
kominn með svo mörg refsistig
og missir hann af leikjum United
gegn Chelsea, Sheffield Wed-
nesday og Liverpool.
limpartil Leeds?
Sænsk hlöð greindu frá því í
gær að Leeds væri á höttunum
eftir Svíanum Anders Limpar
sem leikur með Everton. Talið er
að verðið á Limpar sé um 200
milljónir og telja sænsk blöð að
gert verði út um máliö næstu
daga.
Bruceferhvergi
frá Old Trafford
Martin Edwards, stjórnarfor-
maður Manchester United, neit-
aði Wolves um að fá að ræöa við
Steve Bruce en Úlfamír voru með
hann í sigtinu i stöðu fram-
kvæmdastjóra í stað Grahams
Taylors sem hætti hjá Úlfunum á
dögunum. Edwards sagði við
forráðamenn Wolves að Bruce
væri með samning út tímabilið.
Sacchi framlengir
Arrigo Sacchi, þjálfari ítalska
landsliðsins í knattspyrnu, hefur
framlengt samning sinn viö ít-
alska knattspyrnusambandið.
Samingur hans átti að renna út
eftir úrslitakeppni Evrópumóts-
ins í Englandi á næsta ári en
hann hefur verið framlengdur
fram yfir heimsmeistarakeppn-
ina 1998. Samningurinn tryggir
Sacchi 68 milljónir króna í árs-
laun.
Úrskurður framkvæmdastjórnar Handknattleikssambands Evrópu:
FH-ingar þurfa ekki að
greiða 765 þúsund krónur
- Héðinn Gilsson loksins orðinn löglegur með FH og leikur í kvöld gegn Aftureldingu
Héðinn Gilsson verður í fyrsta sinn
í leikmannahópi FH, frá því hann gekk
til liðs við félagið frá þýska félaginu
Turo Dússeldorf, í kvöld þegar FH-
ingar taka á móti Aftureldingu í Niss-
an-deildinni í handknattleik í Kapla-
krika.
Það er fyrst núna sem Héðinn er
orðinn löglegur með Hafnarfjarðarlið-
inu en FH og Dússeldorf náðu ekki
samkomulagi um félagaskiptin.
Heimtaði 765.000 kr. frá FH
„Dússeldorf neitaði að samþykkja fé-
lagaskiptin. Félagið heimtaði 17.000
mörk (765.000 krónur) fyrir hann en
þegar hann á sínum tíma gerði samn-
ing við Dússeldorf gerði þýska liðið
og HSÍ samning þess efnis að Héðinn
ætti fría heimfór og hann tilheyrði
okkur þegar samningstímanum væri
lokið. Frá því í lok apríl og fram til
dagsins í dag eru forráðamenn
Dússeldorf búnir að vera að
„ströggla". Máhð fór því fyrir fram-
kvæmdastjórn EHF (Handknattleiks-
samband Evrópu) sem úrskurðaði í
málinu á þann veg að hann væri lög-
legur með FH,“ sagði Jón Auðunn
Jónsson, formaður handknattleiks-
deildar FH, við DV í gær og bætti því
við að þetta væri líklega í fyrsta sinn
sem íslenskt félag hefur þurft að skjóta
félagaskiptum til EHF.
Þrátt fyrir að Héðinn sé nú loks orð-
inn löglegur með FH er hann ekki al-
veg tilbúinn í slaginn á fullu. Hann er
enn aö jafna sig eftir erfið meiðlsi í
hásin og í hæl en hann var skorinn
upp í vor. Héðinn hefur síðan í sumar
æft undir handleiðlsu sjúkraþjálfara
og er hann nýbyrjaður að æfa af ein-
hverju viti með félögum sínum í FH.
Víst er þó að Héðinn á eftir að styrkja
FH-liðið mikið þegar á leiktímabilið
líður enda einn sterkasti handknatt-
leiksmaður íslands.
Maður sér dagamun á honum
og þetta er á réttri ieið
„Maður sér dagamun á honum og
þetta virðist allt vera á réttri leið hjá
honum. Hann er þó engan veginn
kominn í nógu gott form en það stend-
ur allt til bóta. Ég hef ákveðið að vera
með hann í leikmannahópnum í þess-
um leik en ég veit ekki hvort hann fær
eitthvað að spreyta sig,“ sagði Guð-
mundur Karlsson, þjálfari FH, við DV
í gær.
• Heil umferð fer fram í Nissan-
deildinni í kvöld. FH leikur gegn Aft-
ureldingu, KR gegn Haukum, KA gegn
Gróttu, Selfoss gegn Val, ÍR gegn Vík-
ingi og ÍBV gegn Stjörnunni. Allir leik-
irnir hefjast kl. 20.00.
• í 1. deild kvenna leika KR og
Haukar kl. 18.15 og á sama tíma leika
FH og Valur í Hafnarfirði.
-GH
Ég neita því ekki að þetta
er nokkuð freistandi tilboð
- segir Sigurður Jónsson og íhugar enn tilboð Örebro
„Eg neita því ekki en þetta er nokk-
uð freistandi tilboö sem ég hef frá
Örebro en ég get ekki sagt til um það
á þessari stundu hvort ég geng að
því. Þetta er umhugsunarvert og það
verður tekin ákvörðun fljótlega,"
sagði Sigurður Jónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu og máttarstólpi
íslandsmeistara ÍA, við DV í gær.
Stjóm knattspyrnufélagsins ÍA á
eftir að ræða málin til hlítar viö Sig-
urð en hefur ekki getað gert þar sem
formaðurinn, Gunnar Sigurðsson, er
fjarverandi. Sigurður á eftir eitt ár
af samningi sínum við IA og sagði
hann við DV að hann heföi gert svo-
kallað heiðurssamkomulag við
Skagamenn þess efnis að ef eitthvað
spennandi kæmi upp á borðið gæti
hann farið.
Sigurður var í Örebro um síðustu
helgi og átti viðræður við forráða-
menn félagsins sem vildu ólmir fá
hann til að skrifa undir. Sigurður
ákvað hins vegar að hugsa málið hér
heima og ræða við sína menn uppi á
Akranesi. Norska 1. deildar liðið
Lilleström hefur einnig sýnt Sigurði
áhuga og bauð honum út til æfmga
á dögunum.
„Mér líst miklu betur á Örebro og
ég hef eiginlega alveg afskrifað Lille-
ström. Það er að heyra frá þessum
strákum sem leika með Örebro að
það er hægt að láta sér líða mjög vel
þarna úti og það virðist vera mikill
metnaður í félaginu. Ég hef hins veg-
ar sagt að ég fari ekki út nema eitt-
hvert verulega gott tilboð sé á ferð-
inni,“ sagði Sigurður.
-GH
ísland niður um fjögur sæti
íslenska landsliðið í knattspyrnu
fellur niður um fjögur sæti á nýjum
styrkleikalista Alþjóða knattspyrnu-
sambandsins sem gefmn var út í
gær. Á síðasta lista, i lok október, var
Island í 44. sæti en er nú í 48. sæti.
í lok árs 1994 var ísland hins vegar
í 39. sæti á styrkleikalistanum.
Heimsmeistarar Brasilíumanna
eru sem fyrr í efsta sæti á listanum.
Þjóðverjar skjótast úr fimmta sætinu
í það annað en Spánverjar falla um
eitt sæti, úr öðru í það þriðja. Tutt-
ugu efstu þjóðirnar á listanum eru
þessar:
1. Brasilía................68,25
2. Þýskaland...............61,65
3. Spánn...................61,02
4. Ítalía..................60,53
5. Rússland................58,39
6. Noregur.................57,98
7. Argentína...............56,77
8. Danmörk.................56,26
9. Frakkland...............56,14
10. Holland................56,00
11. Svíþjóð.................55,36
BjargarVilla
StanCollymore?
Aston Villa er reiðbúið að losa
framherjann Stan Collymore frá
Liverpool en eins og kunnugt er
hefur kappinn verið mjög óhress
með aö verma varamannabekk-
inn hjá Liverpool á sama tíma og
hann er dýrasti leikmaður Bret-
landseyja.
Hjá forráðamönnum Aston
Villa opnaðist sá möguleiki aö
láta bakvörðinn Steve Staunton
upp í kaupin á Collymore sem
kostaði Liverpool 8,5 milljónir frá
Nottingham Forest. Vitað er að
Liverpool hefur undanfarin miss-
eri haft áhuga á að iá Staunton
til baka en hann var seldur til
Villa á 1,1 milljón punda fyrir
fjórum árum.
Aston Villa varö undir í barátt-
unni þegar Liverpool keypti
Collymore frá Nott. Forest.
12. Rúmenía...
13. Mexíkó....
14. Búlgaría..
15. Sviss.....
lö.Portúgal...
17. Kólumbía..
18. Tékkland..
19. Bandaríkin..
20. England...
48. ísland....
.........55,14
.........55,14
..........54,47
.........54,25
..........54,19
.........53,23
.........52,72
..........51,19
.........50,02
..........38,19
-GH
• Sigurður Jónsson liggur undir feldi á Skaganum.
Stórleikir
í körf ubikar
16 liöa úrslitin í bikarkeppni
KKÍ í körfuknattleik fara fram
annað kvöld. Margir áhugaverðir
leikir eru á dagskrá. Þar ber fyrst
að nefna leik Hauka og íslands-
meistara Njarövíkinga sem fram
fer í Hafnarfiröi. Þessi tvö liö eru
f efstu sætum í A-riðli úrvals-
deildarinnar og leikir á milli
þessara félaga hafa jafhan veriö
hörkuspennandi.
í öðrum leikjum mætast KR og
Kefiavik á Seltjarnarnesi, Skaga-
menn Ieika gegn ÍR-ingum á
Akranesi, Grindavík fær Tinda-
stól í heimsókn, Valur og Skalla-
grfmur leika að Hlíöarenda, Þór
og Snæfell á Akureyri, Selfoss
tekur á móti Leikni og Breiðablik
mætir b-liði Njarðvikur.
-GH
I kvöld
1. deild karla í handknattleik:
KR-Haukar..................20.00
FH-Afturelding...
KA-Grótta........
Selfoss-Valur....
ÍR-Víkingur......
ÍBV-Stjarnan....
.....20.00
.......20.00
.......20.00
.......20.00
.......20.00
1. deild kvenna:
KR-Haukar................18.15
FH-Valur.................18.15
Bikar kvenna í körfu:
Njarðvík-Breiðablik......20.00
• Sex leikir fara fram í kvöld í
14. umferð ensku úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu.
• Tólf leikir eru á dagskrá NBA-
deildarinnar í körfuknattleik í
nótt og glóðvolg umfjöllun um
leikina verður í DV á morgun.
Gassi hættur í bjórnum
og lætur vínið nægja
Vandræðagemhngurinn og knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne er enn í sviðs-
ljósinu. Ekki vegna kvennamála og ekki vegna grófra árása á andstæðing á knatt-
spyrnuvellinum. Ástæðan að þessu sinni er brosleg yfirlýsing hans í samtali viö
breskt tímarit.
Tímarit þetta sérhæfir sig í umfjöllun um hollt matarceöi. Má það teljast skondiö
aö slíkur fjölmiöill skuli sjá ástæðu til að tala við Gascoigne sem frægur er fyrir
rúmlegt holdafar í gegnum árin og óhóf varðandi óhollan mat og drykki. Hafa afleið-
ingarnar gjaman verið kappanum miður skemmtilegar en að sama skapi kætt
skrautlega fréttahauka breskra slúðurblaða. Oftar en ekki hafa landar hans legið
sárir og nefbrotnir eftir átök og rúmur hluti kvenþjóðarinnar sakað hann um ósið-
lega áreitni í heilsíðuviðtölum.
Útkoman úr viðtalinu varð reyndar spaugileg. Þar segir Gassi meðal annars að
hann hafi ekki snert bjór i marga mánuði. Hann stefni aö hófsemi í drykkju og
hyggist endurheimta sína góðu daga á knattspyrnuvelhnum. Þegar hann hins vegar
fái sér drykk eða tvo verði vín eða kampavín fyrir valinu. Gassi segir jafnframt að
hann fái sér enn sælgæti en í minna mæh en áður.
-SK
• Héðinn Gilsson leikur fyrsta leik sinn á keppnistímabilinu með FH-ingum
í Kaplakrika.
kvöld er FH mætir Aftureldingu
Enneittslit
á krossbandi?
Nú virðist ljóst aö Ingimundur
Helgason handknattleiksmaður
úr Aftureldingu leikur að öllum
líkindum ekki meira með liðinu
á þessu keppnistímabili. Ingi-
mundur meiddist í fyrri leik Aft-
ureldingar og Zaglieb Lubin á
sunnudaginn og menn óttast að
krossband í hné hafi slitnað. Það
þýðir 4-6 mánuði frá keppni.
Þetta er bagalegt fyrir Áftureld-
ingu enda Ingimundur sterkur
leíkraaður og breiddin í stöðu
hans sem útileikmanns er ekki
mjög mikil hjá Mosfehingum.
Afturelding verður fulltrúi ís-
lands í 3. umferð Evrópukeppn-
innar og verður dregíð í höfuð-
stöðvum evrópska handknatt-
leikssambandsins næsta þriðju-
dag. -GH
Enn og aftur fór
Jordan á kostum
Chicago Bulls sigraði Dallas eftir
framlengdan leik á útivelli í banda-
ríska körfuboltanum í nótt og er
þetta besta byrjunin í sögu félagsins
í NBA. Chicago getur þakkað Micha-
el Jordan hvernig fór í Dallas í nótt,
hann skoraði alls 36 stig og fór á
kostum í framlengingunni. Chicago
byrjaði tímabilið 1992-93 einnig vel
og vann þá síðasta titil sinn. Hjá
Dallas skoraði Jason Kidd 25 stig.
Toronto vann sinn þriðja leik í röð
þegar liðið lagði Seattle á heimavelli
í jöfnum og spennandi leik. Nýliðinn
Damon Stoudamire tryggði sigurinn
mínútu fyrir leikslok með tveimur
vítaskotum. Hann gerði 20 stig, tók
12 fráköst cg 11 stoðsendingar. Gary
Payton skoraði 24 stig fyrir Seattle.
Annar nýliði, Antonio McDyess hjá
Denver, skoraöi 22 stig þegar Denver
sigraði Atlanta. Andrew Lang skor-
aði 22 stig fyrir Atlanta.
Portland sigraði LA Lakers í For-
um í Inglewood meö einu stigi. Ja-
mes Robinson skoraði þriggja stiga
körfu undir lokin sem gerði útslagið.
Lakers hafði fyrir þennan leik unnið
fjóra leiki í röð. Rod Strickland skor-
aði 28 stig fyrir Portland en Cedric
Ceballos 38 stig fyrir Lakers.
Úrslit leikja í nótt:
Toronto - Seattle...........102- 97
Dallas - Chicago............102-108
Denver - Atlanta............107- 99
LA Lakers - Portland........108-109
■
I
Arsenal skaust í gærkvöldi í
þriðja sæti ensku úrvalsdeildar-
innar í knattspymu með því að
sigra Sheffield Wednesday í mikl-
um markaleik á Highbury, 4-2.
Dennis Bergkamp kom Arsenal
yfir á 3. mínútu en David Hirst
jaínaði fyrir Wednesday á 9. mín-
útu og Cliris Waddle kom Wed-
nesday yfir á 20. mínútu. Þeir
Winterburn, Dickov og Hartson
skoruðu síðan þrívegis fyrir
Arsenal á 53., 64. og 86. mínútu.
• Chris Armstrong er heldur
betur að komast í gang h)á Tott-
enham og í gærkvöldi skoraði
hann sigurmark Tottenham gegn
Middlesboro á útivellí. Þetta er
annar leikurinn í röö þar sem
Armstrong skorar sigurmark
Tottenham en það gerði hann
gegn Arsenal sl. laugardag.
Newcastle er efst í úrvalsdeild-
inni með 35 stig, Manchester Un-
ited í öðru sæti með 29 og leik
inni. Arsenal kemur næst með 27
stig í þriðja sæti og Aston Viha
er með sama stigafjölda en lakari
markatölu en Arsenal. Totten-
ham er komið í fimmta sæti dehd-
arinnar með 25 stig.
Millwallefstíl.deild
Millwall er enn efst í 1. deild eftir
jafntefli, 2-2, á útivelli gegn Old-
ham í gærkvöldi. Úrslit í öðrum
leikjum:
Huddersfield-Leicester.....3-1
Birmingham-Derby...............1-4
Barnsley-Portsmouth........0-0
Charlton-Reading...........2-1
Sheff. Utd-Grimsby.........1-2
Watford-Luton..............l-l
WB A-Norwich........1-4
-SK
Klinsmanti með fjögur
Júrgen Klinsmann skoraði öh
fiögur mörk Bayem Múnchen
gegn Benfica í UEFA-keppninni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Loka-
tölur 4-1. Önnur úrslit:
PSV-Werder Bremen..........2-1
Bröndby-Roma...............2-1
Bordeaux-Real Betis........2-0
Nott. Forest-Lyon..........1-0
Seviha-Barcelona...........l-l
Slavia Prag-Lens...........0-0
Dómaranum mútað
með gleðikonum
- einn virtasti knattspymudómari Bretlands viðurkennir ýmislegt misjafnt
Dómgæsla í handknattleik hefur
verið mönnum umræðuefni und-
anfama daga og vikur í kjölfar
landsleikja og Evrópuleikja. í þeim
efnum er víða pottur brotinn og
úrbóta þörf. Eftir viðtal, sem birtist
í breskum fiölmiðlum við einn
þekktasta knattspyrnudómara
Bretlands á dögunum, má ljóst vera
að vandamál varðandi dómgæslu
eru einnig til staöar í knattspyrn-
unni.
Knattspyrnudómarinn sem hér
um ræðir heitir Howard King.
Hann var knattspyrnudómari í
fremstu röð í heiminum í 14 ár en
hætti í fyrra. Alls dæmdi King um
500 deildaleiki í Englandi, 20 lands-
leiki og fiölda Evrópuleikja. Ef
marka má orð hans hefur hann
haft það gott á þeim tíma sem hann
starfaði sem dómari. King hefur
viðurkennt aö hafa þegið mútur
fyrir leiki og það sé algengt meðal
dómara. Hann segist nú vera hætt-
ur og því geti hann leyst frá skjóð-
unni.
í fiölmiðlum hafa verið birtar
myndir af honum með glæsilegar
gjafir frá hinum og þessu liðum í
Evrópu en svo virðist sem King
hafi tekið því sem sjálfsögðum hlut
að knattspyrnulið í Evrópu mút-
uöu honum fyrir leiki. Auk glæsi-
legra gjafa segir King að forráða-
menn liða í Evrópukeppni hafi út-
vegað honum gleðikonur fyrir og
eftir leiki.
Howard King hefur greinilega
upplifaö sitthvað á ferh sínum sem
knattspyrnudómari. Nýlega viður-
kenndi hann aö hafa orðið þess
valdandi að George Graham, þá-
verandi framkvæmdastjóri Arse-
nal, hafi gersamlega misst stjórn á
sér eftir leik Arsenal og Manchest-
er United í ensku knattspyrnunni
fyrir þremur árum. King flautaði
þá leikinn af strax eftir að venjuleg-
um leiktíma lauk en allir voru sam-
mála um að tafir hefðu numið um
fimm mínútum. King viðurkenndi
á dögunum að hann hefði verið að
Oýta sér að ná lest til Cardiff. Því
hefði hann orðið að flauta leikinn
af eftir 90 mínútur.
Þessar frásagnir Kings staöfesta
grun margra að ekki sé allt með
felldu í dómaramálum í knatt-
spyrnunni. Hvað með aðra dóm-
ara? Getur verið að dómurum sé
mútaö út og suður og gjafir og
gleðikonur notaðar sem trygging
fyrir velgengni ákveðinna liða á
knattspyrnuvellinum? Á þessi
spilling sér einnig stað í öðrum
íþróttagreinum? Margar spurning-
ar vakna eftir opinská viðtöl viö
Howard King. Innihald þeirra ætti
að duga æðstu samtökum knatt-
spyrnumanna í heiminum til rann-
sóknar og aðgerða ef þörf krefur.
-SK
• Howard King hefur leyst frá
skjóðunni eftir að hann lagði flaut-
una á hilluna.