Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 24
32 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 Sviðsljós Nýtt Bítlaæði er í hraðri uppsiglingu og um fátt meira talað en „nýja“ lagið þeirra. Þegar Bítlaplatan Anthology kemur út á næstunni verða liðin 25 ár frá því Bítlarnir sendu síðast frá sér plötu. Á myndinni eru Bítlarnir þrír, Ringo Starr, Paul McCartney og George Harrison, ásamt framleiðanda sínum, George Mart- in, í Abbey Road hljóðverinu. Símamynd Reuter Pantaði kjötbollur með frönskum á jólunum Alexandra prinsessa mun ekki eiga í sérstökum vandræðum með að elda ofan i eiginmann sinn, Jóakim prins af Danmörku. Jóakim er alinn upp við allan venjulegan "NÝKOMlN barnakjólaefni og jólakjólaefni úr rósóttu flúneli Q VIRKA f Vi, Mörkinni 3 við Suðurlandsbraut heimilismat og hefur alla tíð verið hrifinn af dæmigerðum dönskum réttum. Ekki spillir fyrir að hann hefur, eins og svo margir aðrir, fail- ið fyrir austurlenskri matargerð. Fyrrum matselja í Amalienborgar- höll, Grethe Pedersen, segir að Jóakim og Friðrik krónprins hafi fengið að velja sér mat á aðfanga- dagskvöld. Jóakim var yfirleitt ekki lengi að hugsa sig um, valdi kjöt- bollur (frikadeller) með frönskum kartöflum eða svinakótelettur með grænum baunum. Matarvenjur Jóakims hafa senni- lega breyst nokkuð hin síðustu ár enda hefur hann ferðast mikið og kynnst matargerðarlist í fjarlægum heimsálfum. En vilji hann fá mat MATUR& KÖKUR /////////////////////////////// Aukablað um MAT OG KÖKUR fyrir jólin Miðvikudaginn 29. nóvember nk. mun aukablað um matartilbúning fyrir jólin, kökuuppskriftir og jólasiði fylgja DV eins og undanfarin ár. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýs- ingadeild DV, hið fyrsta í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 23. nóv. ATH.! Bréfasími okkar er 550 5727. Alexandra verður ekki í vandræðum með að elda ofan í Jóakim prins. Símamynd Reuter eins og hann var heima hjá pabba og mömmu þarf ekki annað en fletta upp í matreiðslubók sem hirðmat- seljan fyrrverandi gaf þeim hjóna- kornum í brúðkaupsgjöf. Grethe var ráðin matselja þegar Margrét ÞórhOdur og Henrik prins fluttu inn í Amalienborgarhöll 1967, þá nýgift. Prinsarnir voru með her- bergi uppi á lofti og fengu matinn sinn þangað. Oftar en ekki borðaöi Henrik prins með þeim og lýsir Grethe honum sem afar umhyggju- sömum fóður. Hann sá um allt sem viðkom málum inni á heimilinu meðan Margrét sinnti erindum út á við. Einu sinni í viku borðuðu prinsamir með foreldrum sinum og fengu þá enga sérmeðferð. „Börnin eiga að læra að borða allan mat,“ sagði Margrét Þórhildur. Ken Russell fer enn ótroðnar slóðir: Langi-Jón Silver sem Langa-Jóna Breski kvik- mynda- leikstjór- inn Ken Russell er lifandi sönnun þess að óhóf er best í öllu. Karlinn er orðinn 68 ára gamall og ekkert á þeim buximum að láta af því að hneyksla samborgara sína með yfirkeyrðum bíómyndum sín- um þar sem kynferðismálin skipa veglegan sess. Nýjasta hneykslunarhellan, sem kannski verður svo, er söngleilq- auppfærsla hans á Gulleyju Steph- ensons fyrir breska sjónvarpið. Þar hefur hann breytt hinum ógurlega sjóræningja Langa-Jóni Silver, þeim einfætta drjóla, í konu. Það er síð- asta eiginkona Russells, sú þriðja i röðinni, sem leikur Löngu-Jónu. „Þegar ég var að kynna mér efnið fyrir gerð myndarinnar las ég ein- hvers staðar að til hefðu verið kven- sjóræningjar. Mér fannst það því bera vott um kynferðishroka hjá Stephenson að láta þá alla vera karl- kyns,“ segir Ken Russell. En það er ýmislegt fleira sem Ken breytir í uppfærslu sinni og hætta er á að hreinstefnumönnum mislíki allsvakalega. Karlinn hefur þó ekki af því hinar minnstu áhyggjur. Þótt Ken sé ekkert unglamb leng- ur hefur hann næg verkefni á prjón- unum. Næsta verkefni hans verður kvikmynd í samvinnu Frakka og Pólverja en síðan taka við tvær myndir í Hollywood. Þá er hann að gera röð tólf þátta fyrir útvarp um kvikmyndatónlist. Ken Russell er alltaf við sama heygarðs- hornið. Æskuheimilið þjóðargersemi Æskuheimili Bítilsins Pauls McCartneys er orðið að þjóðar- gersemi. Góðgerðarstofhun, sem hefur það markmið að varðveita glæsihýsi Bretlands, eignaðist húsið á mánudag. Paul bjó þar á árunum 1955 til 1964 og er óhætt að segja að það sé fæðingarstaður Bítlanna. Þar sömdu þeir félagar og æiðu mörg af fyrstu lögum sín- um. Garth Brooks dáir írland Bandaríski sveitasöngvarinn Garth Brooks, einhver sá vinsæl- asti vestanhafs, er afskaplega hrifinn af írlandi. Hann hefúr líka ærna ástæðu til þess þar sem frændur okkar írar tóku vel á móti honum. Garth hefur nú launað þeim með því að syngja óð til írlands á nýjustu plötunni sinni. Lagið er í anda keltneskra þjóðlaga. 100 ára afmæli á hóteli Grínistinn George Burns ætlar að halda litla og rólega veislu þegar hann verður 100 ára í jan- úar á næsta ári. í stað húllumhæs í Las Vegas, eins og til stóð, verð- ur veislan haldin á hóteli nærri heimili hans í Hollywood. Ekki verða nema 300 ríkisbubbar í veislunni en þeir þurfa líka að borga hátt verð fyrir. Ágóðinn rennur til líknarmála. Líkt eftir lífinu í sjónvarpi Stundum kemur það fyrir að listin líkir óþægilega eftir lífinu sjálfu. Slíkt gerðist á dögunum þegar Richard Pryor kom fram í sjónvarpssyrpu í Apieríku, Chicago Hope. Þar lék hann mann með MS-sjúkdóminn, þann hinn sama og hefur þjáð Pryor sjálfan um nokkurra ára skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.