Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 9 DV Stuðningsmenn Kwasniewskis sakaðir um að hafa rangt við Stuðningsmenn Aleksanders Kwasniewskis, fyrrum kommún- istans sem sigraði í forsetakösn- ingunum í Póllandi á sunnudag, hafa verið sakaðir um að hafa haft rangt við. Það voru stuðn- ingsmenn Walesa, fráfarandi forseta, sem báru fram ásakan- imar og sögðust ætla að kæra úrslitin til hæstaréttar. Aðstoðarmenn Kwasniewskis vísuðu ásökunum um svindl á bug. Menn Walesa segjast hafa sannanir fyrir því að kjörseðlum hafí verið komið fyrir í kjörköss- um. Aðeins 600 þúsund atkvæði skildu frambjóðenduma að. Bankamálinu lokið á bak við luktar dyr Málinu um vandræðabankann Færeyjabanka, sem Færeyingar tóku við af Den Danske Bank, verður lokiö á bak við luktar dyr. Rannsóknarnefndin sem á að gera grein fyrir aðstæðunum kringum yfirtökuna er þegar byrjuð að rannsaka 70 þúsund blaðsíður af efni frá málsaðilum í Færeyjum og Danmörku. Vitnaleiðslur hefjast síðan í bæj- arrétti Kaupmannahafnar þann 12. mars á næsta ári. Tíu ára drengur skaut systur sín til bana Tiu ára drengur í Bandaríkj- unum, Brandon Roses, játaði fyrir rétti að hafa skotið fimm ára systur sína til bana en hann slapp engu að síður við refsingu eftir að saksóknari og varnarað- ilar höfðu komist að samkomu- lagi. Brandon var 9 ára gamall þeg- ar atvikið átti sér stað. Hann var að gæta systur sinnar og bróður á meðan móðir þeirra var aö heiman. Hann náði í óhlaðinn veiðiriffil fóður síns, miðaði honum á systur sína og sagði henni að fara í háttinn. Þegar hún neitaði náði Brandon í kúlu, hlóð riffilinn og skaut syst- ur sína í magann. Brandon mun búa hjá frænsku og frænda fyrst um sinn en vonast er til að hann flytji aftur heim til fjölskyldu sinnar þegar frá líður. Norðmenn halda áfram að veiða hval og sel Jan Henry T. Olsen, sjáv- arútvegsráð- herra Noregs, sagði í gær að Norðmenn ætluðu sér að halda áfram að veiða bæði hval og sel, svo fremi sem hægt sé að gera það i samræmi við ákvæði sem samþykkt voru á umhverfisráðstefnunni í Rio hér um árið. í reynd þýðir þetta að Norð- menn munu á komandi árum áfram takmarka veiðikvótann við ráðleggingar norskra og al- þjóðlegra vísindamanna. Meðal veiöimanna ríkir mikil eftirvænting með hvort stjórn- völd þora að heimila aftur veið- ar á eldri selkópum sem eru hættir að nærast á móðurmjólk- inni og þar með taka áhættuna á mótmælum dýravemdunarsam- taka. Reuter, Ritzau, NTB Útlönd Skoðanakannanir í kjölfar sjónvarpsviðtalsins við Díönu: Díana vann hjörtu bresks almennings Mikill meirihluti Breta, eða 93 prósent aðspurðra, álítur að Díana, prinsessa af Wales, hafi komið vel út úr klukkustundar sjónvarpsvið- tali sem birt var í fyrrakvöld og talið var að 23 milljónir Breta hafi séð og hátt i 300 milljónir sjónvarps- áhorfenda um heim allan. í viðtal- inu lýsti Díana því hvemig hjóna- band hennar og Karls ríkisarfa fór í vaskinn og að hún hefði vitað um ástarsamband hans og Camillu Parker Bowles. Þá sagði hún frá ást- arsambandi sínu og liðsforingjans James Hewitts sem lauk með því að hann sagði frá öllu saman í bók. Díana sagði einnig frá ófrægingar- herferð gegn sér og hvemig hún ef- aðist um hæfni Karls til að verða konungur. í skoðanakönnun dagblaðsins Da- ily Mirror kom fram að 93 prósent Breta vom ánægð með viðtalið við Díönu, töldu hana koma vel út úr því. í annarri könnun vora 83 pró- senm aðspurðra á sama máli. „Að viðtalinu loknu fannst mér ég hafa hlustað á ástríðufulla konu segja frá afar sársaukafullu tímabili í lífi sínu,“ sagði kona sem tók þátt Mikill meirihluti Breta, eða 93 prósent aðspurðra, álrtur að Díana, prinsessa af Wales, hafi komið vel út úr klukkustundar sjónvarpsviðtali sem birt var í fyrrakvöld í skoðanakönnun en önnur sagði að Díana virtist vera sá ástríðufulli leiðtogi sem Bretar óskuðu sér. Dagblöð í Bretlandi sögðu viðtalið hafa komið konungsfjölskyldunni í erfiðustu aðstöðu síðan Játvarður áttundi gaf eftir krúnuna til að gift- ast fráskilinni bandarískri konu, Wallis Simpson. Frásögn hennar af framhjáhaldi Karls og lotugræðgi sinni komst í fyrirsagnir fjölmiðla um heim allan. En meðan áhrif við- talsins era metin þykir á hreinu að Díana er allt önnur manneskja en sú sem giftist Karli fyrir 14 árum. Talsmenn Buckinghamhallar vora fljótir að gera lítið úr áhrifum viðtalsins en Díana vann þó vissan sigur þar sem henni var boðið til viðræðna um framtíðarhlutverk sitt. Staða hennar sem sendiherra Bretlands er því enn til umræðu. Gagnrýnendur prinsessunnar við- urkenndu að viðtalið hefði aflað henni aukinna vinsælda „Þetta var góð frammistaða, góður leikur. En hún hefur unnið hjörtu bresks al- mennings," sagði æviskrárritarinn Penny Junor. Reuter Kari Bretaprins gantast viö Tinu Turner og leikkonuna Izabellu Scorupvo fyrir frumsýningu nýjustu James Bond kvikmyndarinnar í Bretlandi í gærkvöldi. Tina syngur titillag myndarinnar sem samið var af Bono, söngvara írsku hljómsveitarinnar U2. Símamynd Reuter Kviðdómur afgreiðir hluta af ákærum á hendur Rosemary West: Fundin sek um þrjú morð Rosemary West, sem ákærð er fyr- ir morð á tíu ungum stúlkum og kon- um, var i gær fundin sek um að hafa myrt unga stjúpdóttur sína, elstu dóttur sina og tvíkynhneigða konu sem var ófrísk eftir eiginmann henn- ar og bjó á heimilinu. Kviðdómur á enn eftir að úrskurða í sjö morðá- kærum en búist er við niðurstöðu í dag. Rosemary var fundin sek um að hafa myrt átta ára stjúpdóttur sína 1971, elstu dóttur sína, 15 ára gamla, 1987 og hina tvíkynhneigðu Shirley Robinson, sem bar bam Freds West, eiginmanns Rosemary, undir belti 1978. Lík elstu dótturinnar og tvíkyn- hneigðu konunnar fúndust í og við hús Rosemary og Freds West í Glouc- ester en lík stjúpdótturinnar við fyrrum heimili þeirra. Hún var myrt meðan Fred sat af sér fangelsisdóm fyrir minni háttar afbrot. Fred West slapp undan armi lag- anna þegar hann framdi sjálfsmorð í fangelsi um síðustu áramót. Þá hafði hann sagt í yfirheyrslum að hann bæri ábyrgð á öllum morðunum. Þau hjón vora ákærð fýrir að hafa numið ungar konur á brott, bundið þær og keflað, misnotað og myrt. Hver sem niðurstaða kviðdómsins verður varðandi þær sjö ákærur sem eftir er að úrskurða um er ljóst að Rosemary West er eitt versta morð- kvendi í sögu Bretlands. Rosemary tók niðurstöðu kvið- dómsins þegjandi en tár rannu niður eftir kinnum hennar þegar hún var leidd úr réttarsalnum eftir að úr- skurður í tveimur morðákæram var ljós. Hún kom síðan aftur í réttarsal- inn til að heyra samhljóma úrskurð um að hún væri sek um morðið á tví- kynhneigðu konunni. Kviðdómur var sammála um að Rosemary hefði haft alla möguleika og ástæðu til að fremja morðin. Dóm- ari hafði minnt kviðdómendur á að samkvæmt lögum væri Rosemary jafn sek eiginmanni sínum ef hún hefði tekið þátt í atburðum sem leitt höfðu til misþyrmingar eða dauöa fómarlambanna, jafnvel þó Fred hefði lagt síðustu hönd á voðaverkin. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.