Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995 Fréttir Lífeyrissjóður bænda: Emerald Air hefur ekki greitt krónu af láninu - innheimtuaðgerðir reyndar á írlandi en litlar sem engar eignir til „Það hefur ekkert verið greitt af láninu og það eru hafnar inn- heimtuaðgerðir gegn Emerald Air á írlandi. Þeim verður auðvitað fylgt eftir eins og hægt er en því miður bendir allt til þess að þarna sé litlar eða engar eignir að finna,“ sagði Guðríður Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur og stjórnarformaður Lífeyris- sjóðs bænda, um nærri eitt hundra milljóna króna lán sem flugfélagið fékk hjá lífeyrissjóðnum i gegnum fyrrverandi framkvæmdastjóra þess. Hún sagði að stjórn lífeyrissjóðs- ins gæti ekkert annað gert á N-ír- landi, þar sem Emerald Air er skráð og hefur aðsetur, en að reyna inn- heimtuaðgerðir. Þær hófust í síð- ustu viku og þar er gefinn 21 dags frestur í slíkum málum. Því verður það vart fyrr en um miðjan desem- ber sem málið ætti að fara skýrast þar. „Ef skuldin verður ekki greidd eða samið um greiðslu fyrir tiltek- inn tíma verður væntanlega gerð krafa um gjaldþrot. Það mun þá fara eftir þeim reglum sewm gilda um gjaldþrot á írlandi. Við munum út af fyrir sig ekki gera annað þar. Það sem er í gangi hér heima er að við höfum vísað lánamálinu til rann- sóknarlögreglu ríkisins til rann- sóknar og er vinna við það hafln þar,“ sagði Guðríður. Hún sagði að skuldin væri nú komin í yfir eitt hundrað milljónir króna með vöxtum. -S.dór Austur-Landeyjar: Daggarskríkja í fjósinu á Bakka Daggarskríkjan á Bakka. DV-mynd Jón Ben. Jón Benediktsson, DVi Hvolsvelli: Á bænum Bakka í Austur-Land- eyjum hefur daggarskríkja sest að - gul að lit með silfurgráan koll. Fugl- inn er orðinn nokkuð spakur og var á flögri við bæinn þegar sólar naut. Hann hefur sest að í fjósinu og unir hag sínum vel. Hyggst líklega hafa þar vetursetu enda hlýtt og notalegt hjá kúnum. Daggarskríkjan kemur sennilega frá Kanada og er þessi fugl sá fyrsti þessarar tegundar sem sannanlega finnst hér á landi. Hann hefur að- eins einu sinni fundist á meginlandi Evrópu. Þetta er farfugl sem flýgur til Kúbu á haustin og dvelst þar vetrarlangt. Menn frá Náttúrufræðistofnun komu austur á Bakka. Þeir veiddu fuglinn í fiðrildaháf og sannreyndu að þetta er daggarskríkja. Hægt að ná góðum árangri með samvinnu fýrirtækja - segir Jón Dýrfjörð, framkvæmdastjóri á Siglufirði Örn Þórarinsson, DV, Fjónun: Hjá Vélaverkstæði Jóns og Er- lings á Siglufirði er að ljúka endur- bótum á togaranum Hauki GK frá Sandgerði. Framkvæmdin felst í því að settar voru í skipið tvær togvind- ur ásamt flottrollsvindu. Endurnýj- aðar voru vökvalagnir og breyting- ar gerðar á milliþilfari og í lest. Að sögn Jóns Dýrfjörðs fram- kvæmdastjóra stóð viðgerðin yfir í sjö vikur og unnu 10-12 manns að jafnaði í skipinu. Nær allir starfs- menn Jóns og Erlings unnu að verk- efninu og auk þess fjórir menn frá Vélsmiðju Sauðárkróks. Þá tóku fyr- irtækin Rafbær og Berg hf. á Siglu- firði að sér vissa verkþætti. Jón Dýrfjörö segir að skipavið- gerðir, breytingar og vélaniðursetn- ing séu sífellt vaxandi þáttur í starf- semi fyrirtækisins. Það sé ekki síst fyrir samvinnu við nokkur fyrir- tæki sem þeim hafl tekist að fá nokkur verkefni norður. Þannig hafi þeir verið með 11 undirverk- taka við breytingarnar á Sunnu fyr- ir 2 árum. Það verk var gott dæmi hvernig smærri verktakar unnu saman að stóru verki sem þeim hefði verið ofviða að ráðast í hefði samvinna ekki komið til. Jón Dýrfjörð, Erling Jónsson og Árni Ingimundarson við vélaverkstæðið. DV-mynd Örn Kap VE 4 að koma með síld til Eyja. DV-mynd Ómar Eyjamenn langt komnir meö síldarkvótann Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: í Vinnslustöðinni og Isfélaginu hefur mikil vinna verið í síldinni og eru á 14. þúsund tonn af 18 þúsund tonna kvóta Vinnslustöðvarinnar komin á land. Þá er ísfélagið búið að taka á móti um 2.500 af um 7.000 tonna kvóta. Miðað við þann gang sem verið hefur endist kvóti Vinnslustöðvar- innar fram í fyrstu viku í desember en i ísfélaginu fram i janúar. Sam- kvæmt upplýsingum Viðars Elías- sonar, framleiðslustjóra Vinnslu- stöðvarinnar, er búið að frysta 2.700 tonn, salta í 3.500 tunnur og byrjað er að vinna síldarflök í súr. „Því miður er kvótinn ekki meiri og við erum að sjá fyrir endann á síldarvinnslunni nú,“ sagði Viðar. í ísfélaginu er eins og áður var sagt búið að taka á móti um 2.500 tonnum, að sögn Einars Bjarnason- ar verkstjóra. „Vinnsla hefur gengið mjög vel hjá okkur og unnið alla daga í síldinni. Við erum búin að framleiða um 850 tonn af frystum flökum," sagði Einar. Akranes: Heimild til að segja upp samningum Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: A fundi hjá Verkalýðsfélagi Akraness 21. nóvember var sam- þykkt samhljóða tillaga þess efnis að stjórn og trúnaðarráð fengju um- boð tO að segja upp samningum fyr- ir 1. desember - samningnum sem gerðir voru af hálfu félagsins 21. febrúar 1995, meti stjórn og trúnað- arráð það svo að slíkt reynist nauð- synlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.