Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 1995
5
Sjúkrahús Reykjavíkur:
Sammála tillög-
um dönsku ráð-
gjafanna
- segir Sigfús Jónsson
„Ég geri ráð fyrir að stjórnin
vOji framkvæma sem mest af
þessum tillögum dönsku ráðgjaf-
anna. Við gerum okkur hins
vegar grein fyrir því að við
erum bundnir samningum milli
Borgarspítala og Landakotsspít-
ala um sameininguna. Þeim
samningum þyrfti að breyta.
Persónulega er ég sammála til-
lögum Dananna og vil gera mitt
til að koma þeim í framkvæmd,“
segir Sigfús Jónsson, formaður
bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
DV greindi í síðustu viku frá
harðri gagnrýni danskra sjúkra-
húsráðgjafa á fyrirhugað skipu-
lag Sjúkrahúss Reykjavikur en
það mun taka formlega til starfa
um áramótin við sameiningu
Borgarspítala og Landakotsspít-
ala. í skýrslunni er skipuritið
yfir stjórn spítalans sagt úrelt og
fullyrt að það taki fyrst og fremst
mið að því að útvega stjórnend-
um gömlu spítalanna stjórnunar-
stöðu við nýja spítalann.
í greinargerð dönsku ráðgjaf-
anna eru settar fram fjölmargar
tillögur um úrbætur sem miða
meðal annars að því að auka skU-
virkni í stjómun og bæta þjón-
ustuna. Lagt er til að yfirmanna-
stöðum verði fækkað, samstarf
starfsstétta aukið og að spítalinn
fái aukin fjárhagsleg völd í eigin
málum.
Að sögn Sigfúsar er nú unnið
að því í bráðabirgðastjórn spítal-
ans að leysa ýmis aðkallandi
vandamál við sameininguna-kaa
Fréttir
Bók Þórs Whiteheads:
Aldrei verið sáttur
við þessa sagnfræði
- segir Ari Trausti, sonur Guðmundar frá Miðdal
„Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í
þessari bók. Þetta hefur áður komið
fram í bókum Þórs. í umræddu bréfi
útskýrir Gerlach ekki hvað hann á
við með traustinu á Guðmundi. Það
kom hvergi fram í skrifum eða öðru
frá Guðmundi hvað hann á að hafa
stutt eða hvað það var í fari hans
Ari Trausti Guðmundsson Einars-
sonar frá Miðdal.
Guðmundur Einarsson frá Miðdal við leirmunagerð en áhugi á stórvirkri leir-
smíð á íslandi kom honum í samband við forráðamenn Þriðja ríkisins á
fjórða áratugnum.
sem Gerlach hafði aðdáun á. Mér
finnst Þór oft á tíðum vera reyfara-
kenndur og ég hef aldrei verið sátt-
ur við þá tegund af sagnfræði,"
sagði Ari Trausti Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur og sonur Guð-
mundar frá Miðdal, I samtali við
DV, aðspurður um viðbrögð við
nýrri bók Þórs Whiteheads, Milli
vonar og ótta. Eins og kom fram i
DV í gær birtir Þór bréf í bókinni
þar sem Wemer Gerlach, ræðismað-
ur Hitlers á íslandi, segir að Guð-
mundur frá Miðdal sé eini íslend-
ingurinn sem hann geti treyst.
Ari Trausti sagðist vera búinn að
lesa bók Þórs og ekkert hefði komið
sér á óvart við lesturinn.
„Mér finnst ástæða til að menn
skoði þetta efni sem Þór hefur um
Guðmund, sem er í raun og veru
bara eitt bréf, og sjái hvort það sé
svona traust og víðtæk heimild fyr-
ir því að vera með alhæfingar um
manninn eða það sem hann stóð fyr-
ir. Þór getur ekki vitnað í neitt ann-
að. Stíðið gekk yfir og ég held að
Guðmundur, og kannski margir aðr-
ir sem litu einhverju vonarauga til
Þýskalands fyrir stríð, hafi flestir
viðurkennt að hafa haft rangt fyrir
sér,“ sagði Ari Trausti og átti ekki
von á að frekari eftirmál yrðu vegna
bókarinnar af hálfu afkomenda Guð-
mundar frá Miðdal -hih
þig langar strax til að eignast hann!
RENAULT
fer á kostum
Manstu hvað þér þótti gaman að fá bílpróf?
Rifjaðu upp ánægjuna að aka góðum bíl - og njóttu þess örugglega!
Renault sameinar þá kosti í einum bíl sem fáir aðrir búa yfir.
Hann er ástríðufullur en þó fullur ábyrgðar.
ákafur en jafnframt skynsamlegur kostur.
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236