Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Fréttir_____________________________________ Séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtssókn: Vil ekki bellibrögð til að draga fólk í kirkju - telur Jón Stefánsson og Langholtskórinn hafa sagt upp starfi Séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur í Langholtssókn og Jón Stefánsson, organisti í sömu sókn, hafa áður deilt. Eftir langvinnar deilur náðist samkomulag. Nú hefur slitnað upp úr á ný. Hér ræðir sr. Flóki málin við Ólaf Skúlason biskup. DV-mynd GVA „Við gáfum út fréttabréf, eins og kirkjurnar gera í upphafí aðventu. Vegna þess að svona fréttabréf eru illa lesin var ákveðið að senda nú út einblöðung þar sem fram kæmi hvernig helgihaldi í Langholts- kirkju yrði varið um hátíðarnar. Þar var tilgreint um hvenær aftan- söngur væri, hvenær jólamessan væri og áramótamessurnar og svo framvegis. Á síðustu stundu varð mér ljóst að það átti að fara að aug- lýsa líka einsöngvara við messurn- ar. Það er mitt sjónarmið að þegar boðað er til helgihalds þá komi fólk á þeirri forsendu að það sé að lofa guð sinn. Ég hef ætíð verið því andsnúinn að notuð séu einhver bellibrögð til að draga fólk til kirkju," sagði séra Flóki Kristins- son, sóknarprestur i Langholtssókn, í samtali við DV um deilur hans og Jóns Stefánssonar organista. Hann sagði þetta vera í samræmi við það sem prestar hefðu samþykkt til að mynda á sínódunni 1991. „Við eigum ekki að auglýsa mess- ur undir eigin nafni. Helgihaldið snýst ekki um prestinn. Það snýst heldur ekki um kórinn eða organist- ann, ræðumanninn eða einsöngv- ara. Það er þjónustugjörð guði til dýrðar. í ljósi þessa sjónarmiðs míns sagði ég að við auglýstum ekki sérstaklega einsöngvara þegar við auglýsum messurnar. Búið, punkt- ur, basta. Þetta varð til þess, af því að eiginkona organistans, Ólöf Kol- brún Harðardóttir, gjaldkeri sóknar- nefndar, átti að syngja einsöng, að þau hjón firrtust við. Þau sögðu þaö móðgun við hana og við Jón eftir áratuga starf hans í kirkjunni að hún væri ekki tilgreind sérstaklega sem númer við þjónustugjörðina. Þessi litla þúfa velti svo stóru hlassi sem raun ber nú vitni um. Með öðr- um orðum að Jón, sem er á samn- ingi við kirkjuna til þess að leika á orgel og stjórna söng við helgihald- ið, ætlar ekki að leika. Hann ætlar ekki að standa við samning sinn og kórinn, sem líka hefur ráðningar- samning við kirkjuna, ætlar ekki að syngja vegna þess að Jón ætlar ekki að leika. Þetta fólk ætlar að rjúfa samninginn og það er erfitt að skilja það öðruvísi en að um uppsögn sé að ræða,“ sagði séra Flóki. Hann var þá spurður hvort deila þeirra Jóns væri ósættanleg. „Ég lagði töluvert á mig til að ná fram samkomulagi í sumar er leið sem væri ásættanlegt fyrir báða að- ila. Við eigum að geta starfað að hlutverkum okkar hvort sem okkur líkar vel eða illa hvorum við annan eða að okkur greini á um alla hluti. Nú koma tilfinningamar upp á yfir- borðið, eins og í þessu sambandi. Þá á skoðun mín á helgihaldinu, sem að framan greinir, ekki upp á pallborð- ið hjá Jóni og hann bregst þannig við að hann ætlar að kúga söfnuðinn," sagði séra Flóki Kristinsson. Kórinn syngur ekki í Langholtskirkju um jólin: Orgamstinn biður um ffrí fram í janúar - deila okkar er ósættanleg, segir Jón Stefánsson „Ég átti fund með sóknamefnd- inni og óskaði eftir fríi fram yfir miðjan janúar og ég vonast til þess að við þessari ósk minni verði orðið. Þá hefur kórinn sagt að hann treysti sér ekki til að syngja undir stjórn einhvers sern aldrei hefur stjórnað honum. Ég bjó þennan kór til og hef alltaf stjórnað honum. Deilan milli mín og séra Flóka Kristinssonar er ósættanleg. Það er nú komið í ljós. Ef ég á að koma þarna aftur til starfa þurfa að vera komin starfs- skilyrði fyrir mig. Þau em ekki tU staðar eins og er,“ sagði Jón Stef- ánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, í samtali við DV í gær. Aftur hefur soðið upp úr miUi Jóns og séra Flóka en deila milli þeirra, sem varð til þess að Flóki fór í árs námsleyfi, var sett niður í sumar er leið þegar séra Flóki kom aftur heim. DeUan snýst rnn tónlist og söng Langholtskórsins í messu í Langholtskirkju. „Það var gerð sátt okkar á mUli í sumar er leið sem hefur ekki staðið á nokkurn hátt. Kirkjuyfir- völd eru svo máttiaus að þau geta ekki einu sinni látið prestinn standa við þaö samkomulag sem meira að segja er undirritað. Hann byrjaði á þvi eftir að hann kom aftur tU starfa að þurrka út aUa tónlist Langholtskórsins úr messunni. En vegna þrýstings sóknarnefndar fékk kórinn smá- hlutverk við messur aftur. DeUan hefur svo verið að hlaðast upp í aUt haust,“ sagði Jón. Hann sagði að það sem fyUti mælinn nú hefði verið að í írétta- bréfi, sem átti aö fara út til safnað- arins varðandi helgihald yfir jól- in, hefði séra Flóki krafist þess á mánudaginn að nöfn allra sem eiga að syngja einsöng í messum yfir jólin yrðu þurrkuð út úr fréttabréflnu. „Þegar ég spurði hann um þetta sagði hann það ekki eiga neitt er- indi tU fólks. Þar að auki sagði hann það móðgun við sig ef Ólöf Kolbrún ætti að syngja einsöng á aðfangadagskvöld en það hefur hún gert I fjölmörg ár. Ég spurði hann þá hvort frekar væri ástæða til að geta um gestapredikara í fréttabréfinu. Hann sagði það aUt annað mál. Þar væri um að ræða boðun orðsins. Þetta er deilan í hnotskurn því tónlistin er ekki guði til dýrðar í augum séra Flóka. Hann lítur svo á að við sem erum í tónlistarflutningi í kirkj- unni séum bara að þessu til að baða okkur sjálf í frægðarljóma. Þegar ég spurði hann hver væri munurinn á boðun orðsins í predikuninni eða í sungnum texta, tU að mynda lagsins Ó, helga nótt, þá sagði hann að það væri mikiU munur þar á og engar aðrar skýringar gefnar. Við svona skilyrði er ekki hægt aö starfa," sagði Jón Stefánsson. -S.dór Dagfari_________ Ný tegund bankarána Fram til þessa hafa menn ekki þurft að beita neinu ofbeldi til að ræna banka. Alls konar fólk hefur gengið inn í bankana og haft á brott með sér stórar fúlgur fjár án þess að nokkur hreyfði hönd né fót. Menn hafa aðeins þurft að koma sér upp gleraugum og skjalatösku ásamt því að fá léðan góðan frakka til að fá áheym hjá bankastjóra sem hefur vald tti að afhenda miUj- ónir á miUjónir ofan af fúsum og frjálsum vilja. Upp úr töskunni góðu eru dregin skjöl og skýrslur sem hafa að geyma útreikninga á ævintýralegum gróöa ef bankinn bara vUdi vera svo liðlegur að lána nauðsynlegt startkapital. Og bank- inn er alltaf reiðubúinn að hjálpa stórhuga athafnamönnum að efla atvinnulífið og hagvöxtinn um leið og fyrirhuguð viðskipti eru talin ákjósanleg til að efla hag bankans. Svo er skrifað undir viðeigandi pappíra og bankinn opnar fjár- hirslur sínar og segir gjörðu svo vel. Taktu úr sjóðnum það sem þarf og megir þú vel njóta. Svo þeg- ar fram líða stundir kemst bankinn að raun um að viökomandi við- skiptavinur haföi aldrei gert sér grein fyrir því að honum hefði ver- ið veitt lán úr bankanum heldur álitiö að um gjöf væri að ræða. Þá fara lögmenn bankans á stjá og reyna að hafa uppi á skuldara og fá hann til að borga peningana til baka sem hann fékk hjá bankan- um. En þá er athafnamaðurinn stórhuga búinn að týna gleraugun- um, skjalatöskunni og frakkanum á mánaðarfylliríi á Spáni og man ekki til þess að hann skuldi neitt í bönkum. Eftir fjárnám og lögtök og aðfarir af ýmsu tagi tekst bankan- um svo á nauðungaruppboði að fá eitt skrifborð og tvo stóla að verð- mæti fimm þúsund krónur upp í 50 milljón króna skuld. Mismunurinn er settur á afskriftarreikning og ránið þar með úr sögunni. Þetta hefur verið hin hefð- bundna aðferð við bankarán hér á landi og þótt gefast vel. Engu of- beldi er beitt og engum mannslíf- um ógnað. Bankaræningjar hafa ekki þurft önnur vopn en penna til að krota nafnið sitt á flna pappíra og síðan getað gengið út með feng sinn eftir að hafa kvatt gjaldker- ann með handabandi. Bankarán sem framin eru með svo siðuðum hætti eru til hreinnar fyrirmyndar og hafa verið bankaræningjum annarra landa öfundarefni. En eins og fyrri daginn er aldrei friður í þessu þjóðfélagi fyrir alls konar öf- undsjúku pakki sem sér ofsjónum yfir velgengni annarra, hvort sem um er að ræða bankaræningja eða aðra dugnaðarforka. Illa innrættir þingmenn fóru aö skammast yfir því hvað bankarnir töpuðu miklu á þessum tegundum viðskipta og lugu því að þetta ylli því að vextir á lánum til þeirra sem borguðu til baka væru hærri fyrir vikið. Að venju löptu fjölmiðlar upp þennan óhróður og skömmuðu bankana blóðugum skömmunum. Bankamir fóru að leggja til hliðar milljarða á milljarða ofan til að bæta upp tap- ' iö af hinum vinsamlegu bankarán- um. í kjölfarið fór að gæta tregðu hjá bankastjórum að láta menn hafa peninga þótt þeir státuðu af virðu- legum gleraugum og vínrauðum skjalatöskum og leggðu fram listi- lega útreikninga. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Menn eru famir að ryðjast grímuklæddir irin í bank- ana veifandi hnífum og byssum og hóta morðum ef þeir fá ekki pen- inga strax. Þessar aðferðir við bankarán eru þekktar í öðrum löndum og yfirleitt fremur illa þokkaðar. Áður en slík vinnubrögð verða almennt tekin upp af hér- lendum bankaræningjum verður að grípa til viðeigandi ráðstafana. Ríkisstjórnin verður að láta málið til sín taka og koma á fót einhverj- um sjóði í líkingu við Byggðasjóð sem á sínum tíma forðaði mörgum manninum frá því að þurfa að hafa með sér byssu í bankann. Það er ekki hægt að stofna lífi og limum bankagjaldkera í hættu út af ein- hverjum nýjungum í bankarekstri sem bersýnilega hafa illt eitt í för með sér. Dagfari :.—-v: ...: Bílheimar eru fluttir ................ -n. .x .■•r . ’ ' IKB m ... MmmmssmmmBmrnwimm ab Sœvarhöfba 2b vib hlib Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.