Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 15 Fjölgun leiðbeininga Besta lausn þess vanda sem hér að framan er talið virtist af tali manna vera aukin sýnileg og ósýnileg löggæsla. Að löggæsla yrði svo öflug að hún gæti skotið mér og þér slíkum skelk í bringu að við sæjum þá lausn farsælasta að fylgjast vel með öllum breyting- um á umferðarlögum og reglum og fara eftir þeim í einu og öflu. Meðal góðra ábendinga var talin þörf á bættri staðsetningu og fjölg- un leiðbeininga um akstursstefnu. Leiðbeiningar yfir eða við gatnamót eru sýnilegri úr fjarlægð og ökumenn átta sig því betur á þeim í tæka tíð, segir m.a. í greininni. Lögreglan og við... Laugardaginn 7. október siðast- liðinn, milli kl. 14 og 16, bauð Lög- reglustjóraembættið eldri borgur- um til rabbfundar að Hverfisgötu 113. Umræðuefnið var hin sívax- andi umferð og öryggi okkar í henni. Spurt var hvað við teldum að gera mætti þar best til úrbóta til fækkunar slysum og tjónum. Framsögn og fundarstjóm höfðu þeir Jakob Þórarinsson varðstjóri, Hilmar Þorbjörnsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn og Guðmundur Guð- jónsson yífirlögregluþjónn. Tillitsleysið í upphafi ræddu stjórnendur vítt og breytt um umferðarmál, gátu um ýmislegt sem lögreglan hefði á prjónunum þar til bóta og að minu mati var býsna margt gott sem þar kom fram. Þeir hvöttu fundar- menn til þess að tjá sig um málin og koma fram með sínar ábending- ar sem yrðu vel þegnar. Margir fundarmenn tóku til máls og auð- heyrt var að þeir voru ánægðir með að fá tækifæri til að koma sín- um skoðunum hér á framfæri. Ég tel að í grófum dráttum megi taka mál þeirra saman í nokkra heild- arpunkta. Hæst bar að hinn mikli umferð- arhraði, sem viðgengst á þröngu gatnakerfi borgarinnar, svo og misgóðar gatna- og leiðarmerking- ar væru hvað erfiðust fyrir hina eldri borgara því að þegar menn færu að reskjast þyrftu þeir ein- faldlega lengri tíma til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Aflir virt- ust sammála um að tillitsleysi við náungann í umferðinni væri allt of mikið. Van- og misnotkun stefnuljósa hér var og talið alvarlegt mál sem reyna þyrfti að fá bót á. Kjallarinn Ingvar Björnsson hefur starfað að umferðarmálum Sú merking sem nú væri mest ráð- andi, málun á yfirborð gatna, væri góð svo langt sem hún næði en þar sem hér væri yfirborð gatna oft hulið snjó eða vatni kæmi hún að litlum notum. Leiðbeiningar yfir eða við gatnamót væru hins vegar sýnilegri úr fjai'lægð og því ætti ökumaður betra með að átta sig á þeim í tæka tíð. Barátta við yfirvöld Hjá lögreglumönnum kom fram beiðni um aðstoð almennings við löggæsluna í baráttu hennar við yfirvöld, það er fjármála- og dóms- völd, fyrir bættum starfsskilyrðum og tækjakosti á sem flestum svið- um. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er fyrst og fremst sú að ég er afar þakklátur fyrir það framtak lögreglunnar í samskiptum hennar við okkur eldri borgarana sem í þessum fúndi felst. Kæru samborgarar: Þar sem við erum öfl aðilar að umferðinni og eigum því sameiginlegra hags- muna þar að gæta í því að hún fari sem best og öruggast fram, eigum við þá ekki að sýna lögreglunni og öllum þeim sem að bættri umferð vinna þakklæti okkar í verki með því að taka okkur sjálfum tak og sýna ennþá meiri aðgæslu en áður og öðrum meiri tillitssemi því að lengi má gott gæta. Ingvar Bjömsson „Hjá lögreglumönnum kom fram beiðni um aðstoð almennings við löggæsluna í baráttu hennar við yfirvöld, það er fjár- mála- og dómsvöld, fyrir bættum starfs- skilyrðum og tækjakosti á sem flestum sviðum.“ Leigubilstjorinn, raðherr- ann og ræningjarnir Kristinn Snæland leigubílstjóri skrifar grein undir fyrirsögninni „íslenskir ræningjar" í DV í dag, föstudaginn 15. desember. Þessa nafngift velur Kristinn „inn- heimtumönnum á íslandi" og fetar þar í slóð Páls Péturssonar sem stóð fyrir sams konar nafngiftum á Alþingi og talaði þá reyndar um taxta lögfræðinga. Það er að sjálfsögðu mál þeirra félaga hverja þeir nefna nöfnum af þessu tagi og ekki tilefni minna skrifa að blanda mér í það. Hitt geri ég athugasemdir við að Krist- inn blandi mér inn í það'mál með þeim hætti sem hann gerði í áður- nefndri kjaUaragrein. Akureyri og félagsmálaráðherrann Tflefni skrifa Kristins er að því er virðist orðaskipti milli okkar Páls Péturssonar félagsmálaráð- herra á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Páll gerði þá að umtalsefni, reyndar í umræðum um húsnæð- ismál, það sem hann kallaði ræn- ingjataxta lögfræðinga og sagði dæmisögur af slíkum ránum. Það sem ég gerði athugasemdir við var það að ráðherrann tengdi bæði dæmin við eitt tiltekið sveitarfé- Kjallarinn Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður lag, þ.e. Akureyri. Páll klykkti út með því að segja að hann skildi ekki í að nokkur maður þyrði yfir- leitt að leggja leið sína tfl Akureyr- ar á bíl. Með þessu fannst mér sjálfur fé- lagsmálaráðherrann, ráðherra málefna sveitarfélaga, höggva full- nærri þessum ágæta stað, höfuð- stað míns kjördæmis, og láta með vissum hætti að því liggja að Ak- ureyri væri sérstakt ræningja- bæli. Að vísu bætti ráðherrann því við í lokin að ræningjar fynd- ust víðar, en sama var, mér fannst ástæða tii að taka upp hanskann fyrir Akureyri. Að þessu sneri mín athugasemd og því fer fjarri að ég hafi þar með verið að réttlæta einhverja ræn- ingjastarfsemi lögfræðinga eða innheimtumanna. Eg tel mig ekki heldur hafa gefið neitt tilefni til aö gera mér upp slíka hluti. Þaðan af síður geri ég lítið úr vanda þess fólks sem lent hefur í fjárhagserf- iðleikum og verður fórnarlömb vítahrings vaxta, dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Engin tilefni Þótt áðumefnd orðaskipti okkar Páls hafi að einhverju leyti farið fram í gamansömum tón, gefur það engin tflefni til að draga álykt- anir af því tagi sem Kristinn gerir, eða gera manni upp skoðanir. Sama á við um það þótt einhverjir fjölmiðlar hafi tekið búta út úr ræðum okkar Páls og slegið þeim upp sem skemmtiefni. Mergurinn málsins er þessi. Ég geri ekki og hef ekki gert lítið úr vanda fólks í fjárhagserfiðleikum og enn síður mæli ég því bót að farið sé offari í gjaldtöku og álög- um gagnvart slíkum aðilum. Ýmis- legt sem viðgengst í þeim efnum er þörf á að taka til skoðunar. Hitt er svo annað mál hvort ræningjatal þeirra félaga Páls og Kristins sé heppflegt orðbragð og vel til þess fallið að koma af stað málefnalegri umræðu, sem sannarlega er þörf á. Steingrímur J. Sigfússon „Mergurinn málsins er þessi. Ég geri ekki og hef ekki gert lítið úr vanda fólks í fjárhagserfiðleikum og enn síður mæli ég því bót að farið sé ofíari í gjaldtöku og álögum gagnvart slíkum aðilum.“ Með og á móti Á að standa við samning um byggingu D-álmu? Ijúka því sem byrjað er á „Ég hef alltaf gagnrýnt j)að að p hefja fram- \ jm kvæmdir, hverj- | ar sem þær eru, Hjpsy. .JB án þess að sjá I fyrir endann á I þeim. Menn fara | alltof oft af stað, binda fé í Stein- Ingibjörg Pálma- steypu sem síð- ^aóðtt^rhrgllbrlsðis' an er látin bíða svo og svo lengi vegna þess að ekki er til fé til að ljúka verkinu. í þessu tilfelli værum við að tala um aö hefia framkvæmdir, steypa fyrir einhverja tugi mifljóna í framkvæmd sem í heildiuna kost- ar um 400 mifljónir. Þar með vær- um við búin að binda tugi millj- óna króna í steinsteypu sem yrði látin biða í svo og svo mörg ár vegna þess að ekki var hugsað fyr- ir því hvemig ljúka á verkinu. Það tel ég fráleitt. Varðandi bygg- ingu D-álmu sjúkrahússins í Keflavík náðist samkomulag um að hefjast ekki handa strax. En þegar hafist verður handa liggi það fyrir hvenær menn ætla að ljúka fyrsta hluta sem er heilsu- gæsla og endurhæfing. Það sem líka náöist samkomulag um er að taka á rekstrarvanda sjúkrahúss- ins, sem er í raun mikið meira mál en að hefja byggingu D-álm- unnar. Ég geri ráð fyrir að það hafi orðið til þess að samkomulag náðist. Menn vita að lausn rekstr- arvandans var stóra og brýnasta málið sem leysa þurfti.“ Staðið verði við samninginn „Ég vil að það verði staðið við þennan upphaf- lega samning sem bæði þáver- andi heilbrigðis- ráðherra og nú- verandi fjár- málaráðherra skrifuðu undir í apríl á þessu ári. Að sögn lög- fróðra manna og eins hefur fjármálaráðherra gefið það út að ríkisvaldið gæti ekki annað en staðið við gerðan samn- ing.Þetta er búið að vera ein sorg- arsaga og nú loksins þegar við höfum öruggan samning í hönd- son, stjórnarmaður Sjúkrahúss Suður- nesja. unum á að hrifsa hann af okkur. Þetta er búið að taka okkur 15 ár að ná þessum samningum. Kostn- aður hefur verið um 10 milljónir við að hanna og endurhanna bygginguna. Byggingin þolir enga bið og eftir allan þennan tíma hafa sjúklingar beðið eftir betri þjónustu. Á þessu svæði er mikill skortur á aðstöðu til að sinna nauðsynlegri heilsugæsluþjón- ustu og lækningu sjúkra. Frestur á byggingarframkvæmdum til tveggja ára tryggir það ekki að þá verði hafist handa með bygging- una. Allur frestur á byggingunni setur málið í stórhættu. Heilbrigð- isráðherra hefur tafið fyrir að framkvæmdir gætu hafist og lét sér það ekki nægja heldur vildi ganga á upphaflega byggingu og skera hana niður án þess að at- huga málið. Hún hefur fallið frá því um sinn en gæti tekið þær hugmyndir upp aftur. Hvernig er hægt aö treysta ráðherra sem byrjar á sinni ráðherratíð að brjóta upphaflegan undirritaðan samning með því að fresta fram- kvæmdum." S.dór/ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.