Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 27
27 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Lalli og Lína OlMS WM. HOEST ENTERPRJ3ES. INC. 0>ll»BulM b* Klng FhIIXH S*r«J.cil« DV Sviðsljós Roseanne losar sig við karl Roseanne hin þéttholda ætlar að halda áfram með sjónvarps- þáttinn sinn á næsta leikári og því þarf hún að upphugsa ráð til að losa sig við eiginmanninn, sem John Goodman leikur, enda Goodman búinn að fá nóg og mætir ekki aftur eftir þetta árið. Jackson á leið til Evrópu Michael Jackson hefur fengið fyrir- skipanir frá læknum um að hvíla sig til áramóta, enda nærri dauður um daginn. Stráksi hefur komist að því að besti staðurinn til að hvíla sig ærlega sé í skemmti- garði Disney-félagsins fyrir utan París og þar ætlar hann sem sé að jafna sig. Dennis Hopper enn í máli Það er ekkí kært með þeim fornvinum Dennis Hopper og Peter Fonda vegna myndarinnar Easy Rider sem þeir gerðu sam- an einhvern tíma á steinöld. Dennis hefur enn einu sinni höfðað mál gegn Pétri og sakar hann um að hafa haft af sér dágóðan skilding. Dennis, sem leikstýrði myndinni, segist ekki hafa fengið sinn skerf af hagnaðinum. Andlát Ingunn Elín Blöndal andaðist í Phoenix, Árizona, 18. desember. Fjóla Guðbrandsdóttir, Öldu- granda 3, Reykjavík, lést á heimili sinu 18. desember. Herdís Elín Steingrímsdóttir lést að morgni sunnudagsins 17. desem- ber. Jarðarfarir Kristín Guðbrandsdóttir, sem andaðist 8. desember sl., var jarð- sungin í kyrrþey 18. desember að ósk hinnar látnu. Árni Jóhannsson, Meðalholti 3, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. desember. Jarðar- förin fer fram frá kirkju Óháða safn- aðarins föstudaginn 22. des.kl. 15. Kristinn Guðmundsson, Suður- götu 11, Sandgerði, síðast til heimil- is á dvalarheimilinu Felli, lést 8. desember. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vilborg S. Dyrset verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju í dag, 20. des- ember, kl. 13.30. Guðrún Tómasdóttir frá Auðsholti er látin. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. des- ember kl. 13.30. Útför Halldórs Þ. Jónssonar, sýslumanns á Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudag- inn 21. desember kl. 14. Pétur Friðrik Baldvinsson, er lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. des- ember, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 21. desember kl. 14. Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést 15. desember, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 21. desember kl. 14. Útför Helgu Finnbogadóttur, Birkimel 6, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 21. desember kl. 15. Útför Friðrikku Milly Muller, Austurbrún 6, fer fram frá Áskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 21. des- ember kl. 15. Ómar Svanur Olsen andaðist þann 13. desember. Jarðarfórin hef- ur farið fram. Slökkvilið - Lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 551 1166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 561 1166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan simi 560 3030, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 555 1166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 555 1100. Keflavík: Lögreglan s. 421 5500, slökkvi- lið s. 421 2222 og sjúkrabifreið s. 421 2221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 481 1666, slökkvilið 481 2222, sjúkrahúsið 481 1955. Akureyri: Lögreglan s. 462 3222, slökkvilið og sjúkrabifreiö s. 462 2222. ísafjörður: Slökkvilið s. 456 3333, brunas. og sjúkrabifreið 456 3333, lög- reglan 456 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótek- anna i Reykjavík 15. desember til 21. desember, að báðum dögum meðtöldum, verður í Hraunbergsapóteki, simi 557- 4970. Auk þess verður varsla í Ingólfsapóteki, Kringlunni 8-12, sími 568-9970kl. 18 til 22 alla daga nema sunnudaga. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 551-8888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9- 18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 565 1321. Apótek Kópavogs: Opiö virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mán.-föstud. kl. 9-19, laug. 10-14 Hafnarfiarðarapótek opið mán.-föstud. kl. 9-19. laugard. kl. 10-16 og apótikin til skiptis sunnudaga og helgidaga kl. 10- 14. Upplýsingar í simsvara 555 1600. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnamesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga 10-14. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 462 2445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 569 6600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 555 1100, Keflavík, sími 422 0500, Vestmannaeyjar, sími 481 1955, Akureyri, simi 462 2222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 i síma 562 1414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í síma 552 1230. Upplýsingar um lækna og lyijaþjónustu í símsvara 551 8888. Barnalæknir er til viðtals i Domus Medoca á kvöldin virka daga til kl. 22, laugard. kl. 11-15, sunnud. kl. 19-22. Uppl. í s. 563 1010. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefúr heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 569 6600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólarhringinn (s. 569 6600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17. Vaktþjónusta Vísir fyrir 50 árum Miövikud. 20. des. Vetrarhjálpin úthlutar gjöfum til rúml. 400 manns. Hátt á 5. hundrað umsóknir hafa borist. frá kl. 17-18.30. Sími 561 2070. _ Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 555 1328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 552 0500 (sími Heilsugæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 481 1966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 462 2311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 85-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 462 3222, slökkviliðinu í síma 462 2222 og Akureyrarapóteki í sima 462 2445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud- föstud. kl. 18.30- 19.30. Laugard - sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30- 20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30- 20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30- 16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvitabandið: Frjáls heimsóknartími. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud - laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítalí: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 551 6373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er opin mán,- miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 560 2020. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar f síma 558 4412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsaín, Þingholtsstræti 29a, s. 552 7155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 557 9122. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 553 6270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 553 6814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud- fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 552 7029. Opið mánud - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.552 7640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud,- föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 568 3320. Bókabílar, s. 553 6270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sól- heimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofan opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar. Safnið opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16. Höggmyndagarðurinn er opinn Spakmæli Svallarinn lifir eins og hann eigi stutt eftir ólifað en hinn ágjarni eins og hann eigi aldrei eftir að deyja. Aristoteles. alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard - sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Nesstofan. Seltjarnarnesi opið á sunnud., þriðjud., tlmmtud. og laugard. kl. 13-17. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laug- ard. Þjóðminjasafn íslands. Opið sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 12-17 Stofnun Áma Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagaröi við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Seltjarnarnesi: Opið samkvæmt sam- komulagi. Upplýsingar i síma 5611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, simi 462-4162. Opnunartími alla daga frá 11-17. 20. júní-10. ágúst einnig þriðjudags og fimmdagskvöld frá kl. 20-23. Póst og símamynjasafnið: Austurgötu 11, Hafnarfiröi, opið sunnud. og þriðjud. kl. 15-18. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjarnarnes, sími 568 6230. Akureyri, sími 461 1390. Suöurnes, simi 613536. Hafnar- fjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 481 1321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 552 7311, Seltjarnarnes, sími 561 5766, Suðurnes, sími 551 3536. Vatnsveitubilanir: Reykjavik sími 552 7311. Seltjarnarnes, sími 562 1180. Kópavogur, sími 85 - 28215. Akureyri, sími 462 3206. Keflavík, sími 421 1552, eftir lokun 421 1555. Vest- mannaeyjar, símar 481 1322. Hafnarij., sími 555 3445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarnesi Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 145. Bilanavakt borgarstofnana, sími 552 7311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað aflan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum til- fellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjörnuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 21. desember Vatnsberinn (20. jan.-18 febr.): Þú verður fremur niðurdreginn og orkulaus framan af degi en það breytist og í heild verður þetta skemmtilegur dagur. Eitthvað óvænt gerist í kvöld. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Einhverjir erfiðleikar láta á sér kræla i samskiptum ástvina og tilfinningamar fá útrás. Gættu þess aö særa ekki með orð- um sem betur væru ósögð. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): íhugaðu vandlega að breyta lífsháttum þínum á þann veg að þú hafir meiri tíma fyrir sjálfan þig. Taktu ekki á þig of mikla ábyrgð. Nautið (20. april-20. mai): Litilsháttar en leiðinlegur misskilningur er líklegur til að koma upp. varðandi tímasetningar. Mikilvægt er að þú takir ekki afstöðu i deilu vina þinna. Tvíburamir (21. mai-21. júni): Þú þarft að eyða tíma í að skipuleggja hlutina fyrir aðra. Þin mál verða að bíða á meðan. Þú verður að koma því að á já- kvæðan hátt að þú þarfnist tíma fyrir þig. Krabbinn (22. júní-22. júli): Þetta er ekki góður dagur fyrir hópvinnu þar sem líklegt er að ágreiningur komi upp. Best er fyrir þig að vera einn eða með þinum nánustu. Ljónið (23. júli-22. ágúst): Þetta verður ævintýralegur dagur og þú kemur á nýja og áhugaverða staði og hittir fólk sem er einkar áhugavert. Já- kvæð þróun verður í samskiptum ástvina. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Vertu viss um að þú vitir hvað þú vilt áður en þú ferð að segja öðrum lrá því. Ef þú ert hikandi verður það tekið sem merki um veikleika. Vogin (23. sept.-23. okt.): Allt virðist verða þér auðveldara næstu daga en verið hefur og er líklegt að framhald verði á því. Gestur kemur með nýtt andrúmsloft inn á heimilið. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Eitthvað sérstaklega ánægjulegt gerist í dag í sambandi við ástvini. Sýndu erfiðri manneskju þolinmæði og forðastu að lenda i orðaskaki. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Mikið verður um að vera í félagslífinu á næstunni. Eitthvað sem þú heyrir auðveldar þér að taka ákvörðun og hún færir þig nær takmarki þínu. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú veist hvað þú vilt. Láttu engan fá þig ofan af að fram- kvæma það. Vertu viðbúinn gagnrýni á áætlanir þínar en ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.