Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIÁS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDS30N Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vopnaðir atvinnumenn Bankaránið á mánudaginn vekur athygli á nokkrum atriðum, sem einkenna íslenzk afbrot í vaxandi mæli. Ber þar einna hæst aukna aðild atvinnumanna, sem eru vel skipulagðir og fremja ekki afbrot sín undir þungum áhrifum læknalyfja, áfengis eða fíkniefna. Reynslan sýnir, að íslenzkir rannsóknamenn eru van- búnir að fást við glæpi af þessu tagi. Algengast er, að ræningjar fínnist ekki og þurfi því ekki að svara til saka. Þannig hafa til dæmis ekki enn fundizt þeir, sem í febrú- ar rændu tvo benzínafgreiðslumenn á leið í banka. Mikilvægt er, að rannsóknamenn nái sem fyrst tökum á þessari tegund glæpa til þess að draga úr fordæmisgildi þeirra. Með aukinni þjálfun, erlendri fræðslu og bættum mannskap á að vera unnt að upplýsa fleiri mál af þessu tagi og fækka afbrotum atvinnumanna. Að ýmsu leyti eru aðstæður til rannsókna á afbrotum betri hér á landi en annars staðar. Landamæri ríkisins eru ljós og þjóðfélagið er í senn fámennt og heildstætt. Hér á landi ætti fremur en annars staðar að vera unnt að einangra undirheimana og skyggnast inn í þá. Vopnaburður eða hótanir um vopnabeitingu eru ann- að atriði, sem í vaxandi mæli einkennir afbrot hér á landi. Skiptir þá litlu, hvort um raunveruleg vppn er að ræða eða ekki, því að fólkið, sem fyrir þeim verður, hef- ur enga aðstöðu til að ganga úr skugga um slíkt. Aukinn vopnaburður afbrotamanna kemur raunar ekki á óvart frekar en aukin atvinnumennska þeirra. Hvort tveggja hefur í vaxandi mæli einkennt afbrot í ná- grannalöndunum. Og rannsóknamenn á Norðurlöndum hafa einnig átt í mesta bazli með slík mál. Vopnaburðurinn er alvarlegri en atvinnumennskan. Hún setur óbreytta borgara í hættu, sem atvinnu- mennskan ein gerir ekki. Raunar má gera því skóna, að atvinnumenn séu fólki minna hættulegir en skyndi- glæpamenn, sem eru ruglaðir af notkun lyfía eða áfeng- is. Bankar og aðrar stofnanir, sem hafa mikla peninga með höndum, geta aukið varúðarráðstafanir sínar langt umfram það, sem nú tíðkast hér á landi, og þannig lagt steina í götu atvinnumanna. Aukin gætni og aukin tækni í gæzlu peninga getur þannig haft mikil áhrif. Öðru máli gegnir um vopnaburðinn. Ekki er hægt að verjast honum á sama hátt og atvinnumennskunni. í því efni duga ekki varnir, heldur þarf að sækja inn í skúma- skot þjóðfélagsins og lýsa þau upp. í því efni er nauðsyn- legt að beina athyglinni að rótum vandans. íslenzka þjóðfélagið dregur því miður óhjákvæmilega dám af umhverfi sínu. Það er að verða flóknara og marg- breytilegra. Gjár eru að myndast milli þjóðfélagshópa. Ekki sízt er taumlaus græðgi í vaxandi mæli höfð að leið- arljósi í öllum þrepum þjóðfélagsstigans. Á efri þrepum eru ótal tækifæri til að þjóna græðginni innan ramma laganna. í neðri þrepunum telja menn sig fremur þurfa að stytta sér leið út fyrir þann ramma, en hafa um leið óbeina fyrirmynd af hinum, sem greinilega þjóna græðgi sinni, þótt innan rammans sé. Með betri innsýn í hugarheim og þjóðfélagsaðstæður vopnaðra atvinnumanna eiga rannsóknamenn að geta náð betri árangri við að upplýsa glæpi þeirra. Brýnt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við upprennandi afbrotamenn, að þess háttar glæpir borgi sig ekki. Hinn ljúfi tími viðskipta við vímaða kunningja lögregl- unnar er að byrja að víkja fyrir tíma baráttu við alvöru glæpamenn eins og þeir tíðkast úti í hinum harða heimi. Jónas Kristjánsson „Menntun er lítils virði ef hún er ekki studd af starfsreynslu," segir Jón m.a. í grein sinni í dag. Menntahroki Einn versti löstur á fólki sem hefur átt þess kost að sitja lang- tímum saman á skólabekk er að fyllast hroka og stærilæti yfir því litla sem það hefur komist yfir að læra. Menntahroki er þó sem bet- ur fer ekki yfirgnæfandi meðal langskólamanna. Margir lærdóms- menn eru haldnir af viðeigandi hógværð yfir eigin ágæti. Þetta á sérstaklega við þá sem hafa náð það langt á eigin fagsviðum að þeir eru farnir að skilja glöggt tak- markanir þeirra og ófullkomleika, sem sé þá sem eru mest og best menntaðir. Studd af starfsreynslu Ærin ástæða er fyrir hæfilegri hógværð. Hver og einn getur ekki lært nema brot af því sem til er af þekkingu hvers fagsviðs. Margir ná ekki neinum afburðatökum á því sem þeir læra þótt þeir sitji árum' saman á skólabekk. Við þetta bætist síðan að það sem vit- að er á hverjum tíma er oft glopp- ótt og takmarkað. Sumt er beinlín- is rangt. Þetta kastar engri rýrð á menntun sem slíka. Hún er mjög mikilsverð auk þess sem hún hef- ur oftast yfirburði yfir brjóstvitið einbert þótt það sé oftast nauðsyn- legt til að bæta upp bókvitið. Menntun er lítils virði ef hún er ekki studd af starfsreynslu. Lítið dugar að kunna utan að hvers kyns fræði ef menn geta síðan ekki hagnýtt þau til að ná árangri í störfum sínum. Margir æðri skólar hafa á undanfórnum árum legið undir ámæli fyrir það að skila fólki fremur óþjálfuðu og getulitlu til raunhæfra verka út í lífið. Þetta virðist horfa til betri vegar í seinni tíð en mikið virðist samt á vanta enn sem komið er. Athafnir eða athuganir Einn megingalli á skólakerfinu hér á landi er það verulega áherslubrengl sem felst í hlutfalls- lega mjög mikilli áherslu á hvers kyns huglæga og bóklega iðkun, svo sem athuganir, greiningu, út- Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsingaþjón- ustu Háskólans listanir, útreikninga og annað þess háttar en lítilli eða jafnvel engri áherslu á athafnir, frum- kvæði og framtak. Þegar út í lífið er komið byggir árangur oft að langmestu leyti á því að geta átt upptök að nýjung- um, hrundið þeim í framkvæmd og fylgt málum eftir af krafti og seiglu allt þar til að lokamarki er náð. Þetta eru allt aðrir hlutir en skólinn gerir að aðaláherslu. Hroki hjá nýgræðingum Sérkennilegt að verða vitni að því þegar fremur ungt og óreynt bókvitsfólk, sem hlotið hefur gloppótta fræðslu og þjálfun og er ekki farið að ná neinum áberandi árangri, lætur skína í hroka gagn- vart þeim sem eru minna mennt- aðir en hafa oft sannað sig í störf- um sínum með árangursríkum verkum. Þótt sá sem hefur meiri menntun hafi nánast alltaf til- tekna þekkingarlega yfirburði þá er það kjánalegt að gera í því að halda þeim á lofti. Sá sem lætur skína í mennta- hroka eða yfirlæti af einhverju tagi spillir með þessu athæfi sínu möguleikum sínum til að ná ár- angri í samstarfi með öðrum. Hann eitrar andrúmsloft meðal samverkamanna sinna og getur þannig dregið stórlega úr mögu- lefkum hópsins til að ná árangri. Þótt framlag slíks manns geti í sjálfu sér haft nokkra þýðingu þá verður það oft léttvægt i saman- burði við þann skaða sem fram- koma hans veldur. Hún er því beinlínis skaðleg og hana á að meðhöndla sem slíka. Menntahroki er óþurftarfyrir- bæri sem koma þarf fyrir kattar- nef alls staðar þar sem hann lætur á sér kræla. í hans stað þarf að koma eðlilegt og yfirlætislaust stolt fólks sem er meðvitað um hæfileika sína og þekkingu og er fært um að vinna með öllu öðru fólki á jafnréttisgrundvelli. Jón Erlendsson „Einn megingalli á skólakerfinu hér á landi er það verulega áherslubrengl sem felst í hlutfallslega mjög mikilli áherslu á hvers kyns huglæga og bóklega iðkun, svo sem athuganir, greiningu, útlistanir, út- reikninga og annað þess háttar, en lítilli eða jafnvel engri áherslu á athafnir, frum- kvæði og framtak.“ Skoðanir annarra Brú yfir Hvalfjörð? „Hvað með brú yfir Hvalfjörðinn I staðinn fyrir göng? Enginn veit t.d. hvað skástagsbrú/hengibrú á miðjum firðinum með jarðfyllingum að sitt hvorum megin, myndi kosta, þ.e. ef Hvalfjörðurinn yrði brú- aður á svipaðan hátt og Borgarfjörðurinn.Það yrði örugg fjárfesting og lyftistöng fyrir ferðamannaiðn- aðinn að fá tækifæri til að aka með ferðamennina yfir einn fegursta fjörð landins í stað þess að skella þeim niður í niðamyrkur og hættur jarðganganna." Friðrik Hansen Guðmundsson í Mbl. 19. des. Goðsögn gærdagsins „Gamla sáttin um velferðarkerfið er að bresta alls staðar i Evrópu og hér á landi hefur umræðan snú- ist um sparnað hér og sparnað þar, án þess að hetju- legt undanhald okkar sem verja velferðarhugsjón- irnar hafi skilað raunverulegum árangri....Goðsögn gærdagsins er farin - það geta ekki lengur allir haft skilyrðislausan rétt til alls óháð aðstæðum þeirra. En goðsögnin hefur gefið okkur trú á tilgang morg- undagsins, og sá tilgangur er að tryggja ákveðið efnahagslegt og félagslegt öryggi, þannig að allir hafi raunhæfa möguleika og eitthvað val til að þroskast og taka þátt í samfélaginu." Birgir Guðmundsson í Tímanum 16. des. Sameining vinstri manna „Þegar við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar er sameining „vinstrimanna" engin töfralausn, enda er umræðan nú að mestu eins og slitin plata sem spil- uð hefur verið í meira en hálfa öld. Menn hljóta að viðurkenna að fyllsta ástæða er til að skoða hlutina uppá nýtt þegar mesti sameiningarsinninn vill helst vinna með Sjálfstæðisflokknum. Niðurstaðan hlýtur því að vera sú, að menn setjist á rökstóla um það hvemig flokkakerfi hentar nýrri öld. Skipting á mönnum og hugmyndum til hægri og vinstri á í reynd jafnmikið erindi við samtíðina og væri mönn- um deilt niður í fylkingar landvarnarmanna og heimastjómarmanna.“Úr forystugr Alþ.bl. 16. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.