Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Útlönd KIENZLE EES ökurita færö þú hjá okkur! Hafðu fyrirvara! Pantaðu tímanlega lHfÓllils ELDSHÖFÐA17 SIMI 587 5128 Skæð inflúensa herjar á Dani Margir Danir neyðast til að eyða jólunum í rúminu með hita, beinverki og hósta. Skæö inflúensa af A-stofni herjar í Danmörku og hefur þegar lagt 50-100 þúsund manns í rúmið. Flensan hefur ekki náð hámarki en búist er við að hennar verði vart næstu sex vikur. Flensan grasserar einnig í Noregi, Norður-Sviþjóð, Bret- landi og Frakklandi. Margir ís- lendingar, sem búa í þessum löndum, eru á leið heim í jólafrí þessa dagana og því má búast við að flensan fari einnig að gera vart við sig hér heima ef hún hefur ekki þegar gert það. Einkennin eru hefðbundin; fólk svitnar fyrst og kólnar á víxl, fær mikla beinverki og kvef meö hósta. Ritzau Söngkonan Whitney Houston og eiginmaður hennar, Bobby Brown, þurftu að dúða sig heldur betur í kuldanum í New York í gærkvöldi þegar þau sóttu frumsýningu myndarinnar Waiting to Exhale sem Whitney leikur í. Kommúnistar meö 150 þingsæti í Rússlandi: Breytingar í ríkis- stjórn útilokaðar „Við munum ekki breyta um stefnu, ekkert slíkt mun gerast," sagði Viktor Chernomyrdin, forsæt- isráðherra Rússlands, eftir fund sinn með Boris Jeltsín forseta í gær. Þá var ljóst að þingkosningarnar höfðu fært kommúnistum 150 af 450 þingsætum í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Chernomyrdin ítrekaði að breytingar á ríkisstjórn- inni í kjölfar kosninganna væru úti- lokaðar. Jafnt rússneskir sem erlendir stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að þrátt fyrir stórsigur kommúnista í þingkosningunum gætu þeir ekki notað hina sterku stöðu í þinginu til að þröngva stefnumálum sínum í gegn. Ein ástæðan væri að komm- únistar og þjóðernissinnar, undir forustu Vladimirs Zhirínovksýs, gætu ekki unnið saman. Við bætist að kommúnistar horfa vonaraugum til forsetakosninganna á næsta ári og vilja því tæpast valda óstöðug- leika eða hr|kja Chernomyrdin úr embætti. Samkvæmt síðustu tölum hafa einungis fjórir af 43 flokkum í fram- boði náð því 5 prósenta atkvæðalág- marki sem þarf til að komast á þing. Reuter Hreinsun á Markúsartorgi í Feneyjum: Allar dúfur drepnar Borgaryfirvöld í Feneyjum hafa lýst yfir stríði á hendur dúfunum sem gleðja auga gesta og gangandi á Markúsartorginu, frægasta torgi borgarinnar. Massimo Cacciari borgarstjóri sagði í gær að rannsóknir dýra- lækna hefðu sýnt að 30 prósent þeirra fimm þúsund dúfna sem halda til á torginu væru sýktar af salmonellubakteríu sem gæti borist í menn. Yfirmaður heilbrigðiseftir- lits borgarinnar, sagði að börn og fólk með veikt ónæmiskerfi væru í mestri smithættu og hann varaði fólk við því að snerta fuglana. „Það er þó engin ástæða til að vera með neinar hrakspár eða halda að ekki sé óhætt að ganga um Mark- úsartorgið," bætti Piccoli við. HeUbrigðisyfirvöld hafa lagt til að dúfurnar verði lokkaðar inn í búr með kornmeti og þær síðan drepnar með banvænu gasi. Piccoli sagði aðferðina skjóta og áhrifaríka en um leið mannúðlega. Að undanförnu hafa um 100 dúfur fundist dauðar á torginu á hverjum morgni. Salmonellusýkingin í þeim kemur úr rottum. Reuter Mikill viðbúnaður í New York og víðar í Bandaríkjunum: Snjókoma setur allt úr skorðum Gífurleg snjókoma í norðaustur- hluta Bandaríkjanna í gær setti all- ar samgöngur á annan endann. Veg- ir voru hálir og hættulegir og flugfé- lög þurftu að seinka eða aflýsa tug- um áætlunarferða með fólk á leið í jólafrí, m.a. frá Kennedyflugvelli við New York. „Þetta er enginn brandari. Þetta er sko alvöru bylur,“ sagði George Klein, veðurfræðingur á bandarísku veðurstofunni. „Allt svæðið lendir illa í því.“ Borgaryfirvöld í New York höfðu mikinn viðbúnað vegna fannfergis- ins sem búist var við að yrði 25 sentímetra jafnfallinn snjór. Járn- brautarlestum var fjölgað, 1.800 starfsmenn voru sendir út af örk- inni og 1.300 snjóplógar og 350 salt- bílar fóru um götur borgarinnar, að sögn talsmanns borgarinnar. Veðurstofan sagði að snjókoma hefði einnig verið í Rhode Island, Connecticut og Massachusetts. Veð- urspáin gerir ráð fyrir allt að 45 sentímetra ' jafnföllnum snjó í Boston og nágrenni. Snjókoman náði alla leið vestur til Cleveland í Ohio og í höfuðborginni Was- hington var frostrigning. „Þetta gæti orðið með meiri snjó- komu sem gerist," sagði Jeff Tongue, talsmaður veðurstofunnar. „í fyrra fengum við aðeins einu sinni almennilega stórhríð og vetur- inn byrjar ekki opinberlega fyrr en aðfaranótt 22. desembers." Gert er ráð fyrir að snjó haldi stofunnar spáði því að hvít jól yrðu áfram að kyngja niður langt fram í New York borg í fyrsta skipti frá eftir degi í dag og talsmaður veður- árinu 1983. Reuter Bubbi Morthens - i skugga MortKens Oskar Páll Ymsir - Pottþéit '95 Ymsir - Reif í skóinn Geirmundur Valtysson Lifsdansinn 0Ymsir - Pottþétt 2 Jolagestir 3 - Björgvin Halldórssen Hærra til þin Partyzone ^5 Emilíana Torrini - Croucie D’oíi lá Stórverslun Laugavegl 26 (opið alla daga til kl. 22) - Sími 525 5040 Krlnglunnl (Opið virka daga til kl. 21. Laugardaga og sunnudaga til kl. 18) - Sími 525 5030 Laugavegl 86 Sfmi 525 5065 Póstkröfusími 525 5040 Stuttar fréttir i>v Mannskætt flugslys Farþegaflugvél frá Saír fórst í Angóla i gær og létust 139 manns en fimm komust lífs af. Ekki aftur snúið Warren Christopher, utanríkisráð: herra Banda- ríkjanna, sagði í gær að þrátt fyrir velgengni kommúnista í kosningun- um í Rúss- landi yrði ekki aftur snúið á braut umbótastefnunnar. . Mestu aðgerðirnar NATO hefur mestu hernaðar- aðgerðir sinar í dag þegar sveit- ir bandalagsins taka við gæslu- störfum í Bosníu af sveitum SÞ og eru yfirmenn liðsins bjart- sýnir á að vel takist til. Nýir fundir Bandaríkjaforseti og leiðtogar þingsins hittast enn á ný í dag til að reyna að leysa deiluna um fjármögnun á starfsemi ríkisins. Forsetar ákærðir Saksóknari í Suður-Kóreu mun formlega ákæra tvo fyrrum forseta landsins á morgun fyrir uppreisn í tengslum við valda- rán hersins árið 1979. Áfellast Chirac Meirihluti Frakka áfellist Chirac for- seta fyrir af- skiptaleysi hans af verk- fallsátök- unum sem lömuðu al- mennings- samgöngur í landinu að mestu leyti í þrjár vikur en Chirac skarst aldrei í leikinn opinber- lega. Örygginu ógnað Walesa Póllandsforseti, sem lætur af embætti á laugardag, segist hafa undir höndum skjöl sem sýni að öryggi ríkisins sé ógnað og kallaði háttsetta menn á fund sinn í gærkvöldi. Aukin hryðjuverk Bandaríska leyniþjónustan CIA segir að hryðjuverkastarf- semi eigi eftir að aukast á næstu árum. 22 prestar á sjó 22 norskir prestar munu sjá um guðsþjónustur á olíuborpöll- unum á Norðursjó um jólin. Múslímar sigra Búist er við aö múslímar sigri í þingkosningum í Tyrklandi um jólin. Fleiri hænur lausar Danskir fuglabændur hafa sleppt 300 þúsund hænsnfuglum úr búrum sínum þar sem þeir fá um 200 króna styrk fyrir hverja lausa hænu. Enn dúsa þó 3,3 milljónir hænsnfugla í búrum sínum. Major tapaði John Major, for- sætisráð- herra Bret- lands, varð fyrir niður- lægingu í þinginu í gær þegar nokkr- ir flokks- menn hans gengu í liö með stjórnarandstöð- unni og felldu fiskveiðistjórnún- arfrumvarp ESB. Margir veikir af mat Um 170 þúsund Danir veikjast árlega vegna þess matar sem þeir borða. Reuter/Ritzau/NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.