Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Fréttir___________________ Hagsmunafé- lagið Borgar- smiðjan stofnað í Skeifunni Stofnfundur hagsmunafélags fyrirtækja og rekstraraðila í Múlum, Skeifunni, Eenjum, Mörkum og Glæsibæ hefur verið haldinn og verður framhalds- stofnfundur haldinn eftir ára- mót. Félagið ber nafnið Borgar- smiðjan. Ásgeir Hannes Eiríksson, einn af stofnfélögum, segir að félagið muni beita sér í skipulagsmál- um, umferðarmálum og sam- göngumálum í hverfinu. „Stóra vandamálið er að hverfið er skipulagt sem iðnað- arhveríl en byggt sem verslunar- hverfl og er verslunarhverfi í dag. Það er erfitt um aðkomu sums staðar og umferðarmál og samgöngur eru fyrstu málin sem verður tekið á,“ segir hann. Hagstæð viðskipti við útlönd Fyrstu tíu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 94,4 milljarða króna en inn fyrir 83,8 milljarða, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Hagstofu íslands. Vöruviðskipti við útlönd voru því hagstæð sem nemur 10,6 milljörðum króna á þessu tíma- bili. Á sama tímabili í fyrra voru þau hagstæð um 14,5 milljarða á föstu gengi. í september nam vöruútflutn- ingurinn 10 milljörðum króna og innflutningurinn 8,5 milljörðum fob. Vöruskiptin voru því hag- stæð um 1,5 milljarða en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 3,1 milljarð króna. í október nam útflutningurinn 8,8 milljörðum króna og inn- flutningurinn 9,7 milljörðum fob. Vöruskiptin voru því óhagstæð um 900 milljónir króna en á sama tíma í fyrra voru þau óhag- stæð um 1,9 milljarða á föstu gengi. -GHS Lífleg viðskipti á hlutabréfamarkaði: meiri i Viðskiptin nú en desember í „Það er mikill stöðugleiki í við- skiptunum og ekki miklar sveiflur upp á við. Það skýrist kannski af því að margir káupa sig inn í hluta- bréfasjóðina í dag. Skýringin gæti verið sú að hlutabréfaverð hefur verið að hækka á árinu og ekki von á því að eins mikil hækkun verði á næsta ári. Þá er ágætt að verja sig og vera í hlutabréfasjóði," segir Bjarni Brynjólfsson, verðbréfamiðl- ari hjá Landsbréfum. Viðskipti með hlutabréf hafa ver- ið talsvert líflegri undanfarnar vik- ur en á sama tíma í fyrra, að sögn Stefáns Halldórssonar hjá Verð- bréfaþingi íslands, og má búast við því að viðskiptin fari vaxandi til áramóta. Stefán telur að viðskiptin nemi nú þegar um 800 milljónum bara í desember sem er meira en á sama tíma í fyrra, að hans sögn. „Að okkar mati er ástæða til að ætla að viðskipti í desembermánuði í heild verði ekki minni og trúlega meiri en í sama mánuði í fyrra. Þá voru þau í námunda við 1,5 milljarð í desembermánuði einum. í lok við- skiptanna 13. desember voru við- skiptin komin í um 500 milljónir fyrra króna. Það bendir til þess að við- skiptin verði engu minni en í fyrra og jafnvel heldur meiri,“ segir Stef- án Halldórsson hjá Verðbréfaþingi íslands. Einstaklingar sem kaupa hluta- bréf fyrir 135 þúsund krónur fyrir áramót fá 80 prósent af þeirri upp- hæð til lækkunar á tekjuskatts- stofni. Ef staðgreiðsluskattur hefur verið greiddur um hver mánaðamót fást þannig um 45 þúsund krónur endurgreiddar frá skattinum. Upp- hæðirnar tvöfaldast fyrir hjón. -GHS [ „KlvU' ' Lífleg viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði það sem af er desember og er búist við að viðskiptin haldi áfram og verði heldur meiri nú en í desember í fyrra. Hlutabréfakaupin eru venjulega mest milli jóla og nýárs en aukningar- innar er nú þegar farið að gæta verulega. Þessi mynd var tekin hjá Landsbréfum í gær. DV-mynd GS OECD gerir ráð fyrir minni hagvexti á íslandi: Verðbólga eykst á næsta ári Tveir togarar lönduðu afla sínum erlendis í síðustu viku. Skagfirðing- ur SK landaði í Bremerhaven og fékk 106,72 krónur að meðaltali á kflóið af karfa og blönduðum afla. Kambaröst SU landaði í Hull í Bret- landi og fékk 114,10 krónur á kílóið af fiski. Aflinn samanstóð af þorski, ýsu, ufsa, karfa; kola og blönduðu og fengust 107,83 krónur fyrir kílóið af þorski. Þá fengust 136,18 krónur fyrir kílóið af gámaþorski. Bandaríkjadollar hefur lækkað li- tillega að undanförnu og sama má segja um gengi breska pundsins. Gengi þýska marksins hefur hins vegar hækkað. Samkvæmt Gjald- eyrismálum eru horfur á því að gengi Bandaríkjadollars lækki enn frekar og sama gildir um breska pundið. í Gjaldeyrismálum kemur einnig fram að Efnahags- og framfarastofn- unin í París, OECD, gerir ráð fyrir minni hagvexti á íslandi á næsta ári en í ár í nýrri hagspá sem stofnun- in hefur birt fyrir Island. í forsend- um spárinnar er gert ráð fyrir því að stækkun álversins í Straumsvík hafi örvandi áhrif á efnahagslífið. Viðskiptin nema 3,3 milljörðum Frá áramótum hafa átt sér stað viðskipti á hlutabréfamarkaði fyrir tæplega 3,3 milljarða króna og má búast við að viðskiptin fari í um 5 milljarða fyrir áramót. Á timabilinu 8.12,- 15.12. áttu sér stað viðskipti fyrir tæplega 129 milljónir króna. Mestu viðskiptin voru viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum hf. fyrir 319 milljónir, Hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 312 milljónir og Lyfiaverslun íslands fyrir 218 milljónir króna. -GHS Órói getur aukið verð- bólgu Samkvæmt verðlagsspá Seðla- bankans fyrir árið 1996 hækkar neysluverð um 2,6 prósent milli ára. Það þýðir meiri verðbólgu en i ár þótt verðbólgan verði svipuð og í viðskiptalöndum ís- lands. Verðlagsspáin gerir ráð fyrir að launaþróun verði í samræmi við gildandi kjarasamninga og nýlegan úrskurð launanefndar ASÍ og VSÍ. í fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum segir að ef órói á vinnumarkaði leiði til meiri launahækkana sé hætt við að verðbólga vaxi og atvinnuleysi aukist. Það gæti orðið tilefni tfl aðhaldsaðgaiða í peningamálum. Jólaverslun við Laugaveg er mjög góð Kaupmenn við Laugaveg segja að jólaverslunin hafi gengið mjög vel í nóvember og það sem af er desember og reyndar mun betur en á sama tíma og í fyrra. Jólaviðskiptin hafi aukist jafnt og stígandi að undanförnu. „Veðrið hefur verið svo gott og fólk vill fá jólastemninguna á Laugaveginum með því að koma hingað í stað þess að vera í stressinu. Það höfum við líka fundið síðustu þrenn jól,“ segir María Sigurðardóttir kaupmað- ur. Flugleiðir með hagnað Rekstur Flugleiða skilaði hagnaður fyrstu níu mánuði árs- ins og nam hann 1.056 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var hágnaðurinn 765 milljönir króna. í fréttatflkynningu frá Flug- leiðum kemur fram að hagnaður af sölu ílugvélar á verulegan þátt í þessum bata en afkoma af reglulegri starfsemi, sem er beinn rekstur auk fiármagns- kostnaðar, hefur batnað um 40 milljónir króna á tímabilinu. ’ Ný stjórn hjá Tennishöllinni Aðalfundur Tennishallarinnar hf. var haldinn um helgina. Fyrrverandi stjórn gerði grein fyrir stöðunni í fiármálum fé- lagsins, ný stjórn var kosin og rætt um hlutafiáraukningu. Nýr formaður heitir Hjörleifur Hringsson. Sigurður I. Halldórsson, fyrr- verandi formaður, segir að engin átök hafi verið á fundinum. Stjórnarskiptin hafi átt sér stað í sátt og samlyndi. Verið er að vinna að hlutafiár- aukningu fyrirtækisins og semja við lánardrottna. Félagið skuld- ar yfir 100 milljónir króna. Von á svari um áramótin „Þeir eru bara að vinna. Ég á frekar von á að heyra ekkert frá þeim fyrr en eftir jól. Þeir eru á fullu að vinna í samanburðarat- hugunum og þaö kemur fyrir þá eins og aðra menn að vinnunni getur seinkað aðeins,“ segir Garðar Ingvarsson hjá markaðs- skrifstofu Landsvirkjunar. Eins og DV hefur greint frá taka stjórnendur bandaríska álfyrirtækisns Columbia Alum- inum ákvörðun um þaö hvort nýtt álver verður byggt á íslandi eða í Venesúela fyrir eða eftir áramót. Búið er að sækja um starfsleyfi fyrir verksmiðju hér. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.