Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 Vinningshafi 18. des. 1995: Elma Dögg Steingrímsdóttir Júllatúni - Höfn VINNINGUR DAGSINS: YOKO YPR-200 FM-STEREO ÚTVARPSTÆKI með segulbandi að verðmæti 3.990 kr. frá Bónus Radíó Grensásvegi 11 Þú getur tekið þátt í jólaleik Bónus Radíó á hverjum degi til 23. des. með því að hringja ísíma 904 1750 og svara þremur spurningum. Verð 39,90 mínútan. Glæsilegir vinningar eru í boði: 20 YOKO útvarpstæki með segulbandi sem eru dregin út frá mánudegi til föstudags að verðmæti 3.990 kr. 3 öflugir Affinity GSM símar sem dregnir eru út á laugardögum, að verðmæti 54.890 kr. Á Þorláksmessu verður dregið úr nöfnum allra þátttakenda um aðalvinninginn sem er fullbúin CMC margmiðlunartölva að verðmæti 202.804 kr. Jólaleikur Bónus Radíó er í sima V 904 1750 Verð 39,90 mínútan J Merming Bókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda: Fjórar bækur lenda utan við flóðið - og koma út eftir áramót Nokkrar bækur lenda utan jóla- bókaflóðsins þetta árið. Um er að ræða bækur sem settar voru í bó- katíðindi Félags íslenskra bókaútgef- enda í nóvember en ná því ekki að koma út fyrir jólin. Þetta eru fjórar bækur, þar af tvær frá Iðunni; Skot- veiðibókin eftir Ólaf E. Friðriksson og Ítölsk-íslensk orðabók eftir Paolo Maria Turchi. Margir hafa beðið spenntir eftir skáldsögunni Óhugg- andi eftir Kazuo Ishiguro, sem Bjart- ur ætlaði að gefa út, en af því verður ekki í bráð. Þá seinkar iókinni Óðs- mál, eftir Guðrúnu Kristínu Magnús- dóttur, fram yfir áramót. Freyjukett- ir gefa þá bók út. Bæði Skotveiðibókin og ítölsk- ís- lensk orðabók eru mikil rit að vexti. Stefnt er að útkomu þeirra í byrjun næsta árs og mun Skotveiðibókin líklega koma út fyrr. Ólafur E. Friðriksson sagði við DV að Skotveiðibókin væri um 500 blaðsíður með aragrúa teikninga og mynda. í lok nóvember hefði verið ljóst að bókin kæmist ekki á mark- að fyrir jól. Þvi hefði verið tekin sú ákvörðun að eyða meiri tíma í upp- setninguna og vanda betur til verka, enda hefði það ekki verið kappsmál að hans hálfu að koma bókinni út fyrir hátíðirnar. -bjb Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar að þessu sinni er Sporvagninn Girnd eftir bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams í leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar. Leikritið verður frumsýnt á þriðja degi jóla. Tíu leikarar taka þátt í sýn- ingunni en aðalhlutverkin eru í höndum Rósu Guðnýjar Þórsdóttur og Valdimars Arnar Flygenrings. Rósa og Valdi- mar eru hér í hlutverkum Blanch og mágs hennar, Stanleys. Heilagur Mar- teinn frá Tours á íslensku Þorgerður Sigurðardóttir myndlistar- maður hefur gefið út bók um heilagan Martein frá Tours. Ólafur H. Torfason skrifar um þennan dýrling Frakklands sem hefur auk þess verið dýrlingur hestamanna, klæðskera, vín- drykkjumanna, bindindismanna og fleiri ólikra hópa. í bókinni er ævisaga Marteins rakin og sagt frá tignun hans í máli og mynd- mn fram til okkar tíma Bókin kemur út í tilefhi af sýningu sem Þorgerður hélt á tréristum í Gerðarsafni frá 25. nóvember til 17. desember sl. Á forsíðu bókar- innar er einmitt trérista eftir Þorgerði af Marteini. -bjb Fimm erindi um Niflungahring Wagners Stofnun Sig- urðar Nordals hefur gefið út bókina Wagn- er’s Ring and Its Icelandic Sources: A Symposium at the Reykjavik Arts Festival, 29 May 1994. Bókin hefur að geyma fimm erindi sem voru flutt á alþjóðlegu málþingi um Niflungahring Richards Wagners og íslenskar heimildir hans í Norræna húsinu 29. maí 1994 Málþingið var haldið í til- efni af frumílutningi Niflunga- hringsins á íslandi en stytt út- gáfa hans var flutt á Listahátíð í Reykjavík 1994. Ritstjóri bókar- innar er Úlfar Bragason. Wagiier's Ríiií; iiiuI hs keUmdic Sourves Bækur sem bedið hefur verið Indianajones H Veiðiferð í Afríku Indianajones -1 dreifingu núna Gunnar Smári þýðir Bukowski Spennusag- an Reyfari, eða Pulp á frum- málinu, eftir Charles Bú- kowski er kom- in út hjá Al- 'menna bókafé- laginu. Gunnar Smári Egils- son, blaðamað- ur og fyrrum ritstjóri Morgunpóstsins, hefur þýtt söguna sem er sú síðasta sem Bukowski skrifaði áður en hann lést á síðasta ári. Jón Kaldal ritar eftirmála í bókinni um Bukowski. Bukowski hefur tvo síðustu ára- tugi verið einn af þekktustu höf- undum Bandaríkjanna. Margar af skáldsögum hans hafa verið kvik- myndaðar og er Barfly þekktust þeirra mynda. Að Bukowski látn- um ritaði Einar Kárason rithöf- undur í Pressuna í mars 1994: „Einhverntima las ég það álit á Bukowski að hann væri einhver gróf eftirlíking af Henry Miller. Ekkert er ijær sanni, Bukowski er einfaldlega miklu betri höfundur, fyndnari og beinskeyttari, og laus við væmni og snobb sem oft loddi við Henry Miller." Holræsin á strönd- inni frá Þorra Út er komin bókin Holræs- in á ströndinni eftir Þorra Jó- hannsson. Þetta er sjötta bók höfundar frá 1980. Bókin inniheldur ný Ijóð, heim- spekilega prósa og langan ljóðabálk um æskulýðsmál og trúmál. Þema bók- arinnar einkennist af þráhyggju og endurteknu efni er skáldið vill koma til skila. Útgefandi er Skák- prent og höfundur hannaði útlit bókarinnar. Allt um árið 1994 í einni bók Hefð er kom- in fyrir því um jólin að Árbók- in komi út. Núna er komin út Árbókin 1994 á vegum Al- þjóðlegs fram- taks ÍS. Um er að ræða alþjóð- legt frétta- og heimildasafn sem hefur komið út sl. 30 ár á sjö tungumálum auk íslensku. Þar má finna helstu fréttir ársins á alþjóð- legum vettvangi auk þess sem ís- lenskur sérkafli fylgir aftast í bók- inni með hátt í 100 ljósmyndum. Aðalritstjóri og höfundur frétta- skýringa er fréttastjóri svissneska sjónvarpsins í Zúrich, Erich Gysling. Ritstjóri íslenska sérkafl- ans er Úrsúla Árnadóttir en Kjart- an Stefánsson tók efnið saman. Umsjón með myndefni hafði Gunn- ar V. Andréssson, ljósmyndari á DV. Bók um íslenska pólitík Félagsvísindastofnun og Há- skólaútgáfan hafa sent frá sér bók- ina Parties and voters in Iceland eftir dr. Ólaf Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði. Bókin er að stofni til doktorsritgerð hans við London School of Economics and Political Science. Um er að ræða fyrstu heillegu greininguna á hegð- un íslenskra kjósenda og tengslum þeirra viö stjórnmálaflokka. Saga Búða og Hraunhafnar Bókaútgáfa Victors Sveinssonar hefur gefið út bókina Saga Búða og Hraunhafnar eftir Guðlaug Jóns- son. Bókin kemur út í tilefni hund- raðasta aidursárs höfundar sem lést árið 1981. Rakin er saga staðarins frá land- námsöld til vorra daga. Sagt er frá íbúunum, jafnt kotbændum sem fyrirmönnum, sjómönnum og verslunarsveinum. Sögu verslunar, útgerðar og kirkju eru gerð góð skO. í bókinni er einnig útlistun á grasbýlum og þurrabúðum sem fyrrum stóðu á Búðum og enn má sjá rústir af. Fræðast má um þá menn sem settu svip sinn á Búðir; Guðmund Guð- mundsson, Holger Clausen, Stein- unni Sveinsdóttur, Bent Lauritsen, Finnboga G. Lárusson o.fl. Bókin er prýdd fjölda mynda og korta sem tengjast sögu staðarins. Skáldsaga í bundnu máli Birna G. Friðriksdóttir, fyrrum hús- freyja á Melum í Svarfaðardal, hefur sent frá sér sína fyrstu bók. Um er að ræða skáldsögu í bundnu máli er nefhist Grýtt var gönguleið- in. Hér er á ferðinni reynslusaga alþýðukonu sem fædd var á síðari hluta 19. aldar og lauk starfsævi sinni á sauðskinnsskóm með sigg í lófum. Sagan samanstendur af um 1 þúsund ferhendum með hefð- bundnu, íslensku rími. Ásútgáfan á Akureyri gefur bókina út. -bjb OiNNA G, ^IHPAlKíCMÍTTIit GRýTTVflR GÖnGULEIÐin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.