Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1995, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 19 Nytfiflff í <sr Jók gf afir Verkfæri heimilislns Hleðsluborvél í tösku, m/fyIgihlut.l2V stigl.rofi Kr. 6.750 stgr. Juðari 180W Kr. 3.240 stgr Hleðsluskrúfjárn m/fyigihlutum, 3,6V Kr. 2.150 stgr. Fræsari m/bitum, 50W Kr. 10.990 stgr. Hitablásari — 1500-2000W Verð frá kr. 2.150 stgr. Hjólsög 1300W Kr. 8.990 stgr. Lóðboltasett í tösku Kr. 2.160 stgr. Slípirokkar 3 gerðir. Verð frá 3.120 stgr Límbyssusett í tösku Kr. 3.210 stgr. Limbyssa 1.100 stgr. Rafmagnshefill 800W Kr. 7.900 stgr. Ath.Opið Þorláksmessu frá kl. 9-20 og aðfangadag frá kl. 10-12 Stingsög 450W, með framskoti, stiglaus Kr. 5.990 stgr. Halogen útiljós 150-500W með hreyfiskynjara Verð frá kr. 1.820 stgr. Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) Sími 588 7332 Fréttir Ný tegund glæpamanna lætur til sin taka með skipulegum ránum i Reykjavik: Eiga ekkert skylt við smábófana Aðferðirnar við ránið á Vesturgötunni eru svipaðar og í skeljungsráninu. Það sannar hins vegar ekki að sömu menn hafi verið á ferð í bæði skiptin. DV-mynd Brynjar Gauti - aðferðirnar svipaðar og í Skeljungsráninu í febrúar, segir RLR vænta nú. „Við vitum að þetta eru ekki eit- urlyfjanevtendur en annars er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver er bakgrunnur þessara manna,“ segir Hörður. Hann sagði augljóst að þeir væru vel á sig komnir líkamlega en vildi ekki tjá sig um atgerfi þeirra að öðru leyti. Sjónarvottum ber saman um að mennirnir hafi verið háir og grann- ir. Ekki mun gott að átta sig á aldri þeirra vegna þess að ekki sást í and- litin. Af hreyfingum að dæma virt- ust þeir þó um eða yfir tvítugt en varla yngri. Fjórði maðurinn? Bílunum tveimur, sem notaðir Voru í ráninu, var stolið aðfaranótt mánudagins og nýjum númeraplöt- um á þá stolið á bllasölunum. Ekki er vitað hvenær það gerðist en gæti hafa verið um helgina. Þessi undir- búningur sýnir með öðru hve vel skipulagt ránið var. Mögulegt er að ránsmennirnir hafi verið fjórir og að einn þeirra hafi beðið í Toyota Carina bílnum sem síðar fannst við Blómvallagötu. Hafi sá bíll beðið við Mýrargötu, en þangað lá slóð ræningjanna. Hefur hann orðið að vera í gangi þar og varla mannlaus. Hörður Jóhannesson sagði að ekki væri hægt að. útiloka aðild fjórða mannsins og raunar hefði sá fimmti einnig getað komið við sögu og ekið ránsmönnunum á enn ein- væru þó allt kenningar og engum um bU frá Blómvallagötunni. Þetta sönnunum tU að dreifa. -GK „Aðferðirnar við ránið á Vestur- götunni eru óneitanlega svipaðar og í skeljungsráninu. Það sannar hins vegar ekki að sömu menn hafi verið á ferð í bæði skiptin. Þetta er bara einn af möguleikunum sem menn eru að velta fyrir sér,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hörður sagði ennfremur að þeir sem stóðu að þessum tveimur um- ræddu ránum ættu ekkert skylt við smábófana í bænum, mennina sem oft eru kallaðir „góðkunningjar lög- reglunnar". Benti hann á í því sam- handi að ekkert hefði kvisast út um Skeljungsránið frá því það var framið 27. febrúar. í góðu formi Bæði Skeljungsránið og bankará- nið í Búnaðarbankanum á Vestur- götu í fyrradag voru vel skipulögð. Þrír menn voru að verki í bæði skiptin og stolnir bílar notaðir. Og hvort sem það er tilviljun eða ekki þá létu ránsmennirnir til skarar skríða laust eftir klukkan tíu á mánudagsmorgni í bæði skiptin. Lögreglan hefur nú engar áreið- anlegar vísbendingar að fara eftir við leitina að ræningjunum. Svo var heldur ekki eftir Skeljungsránið. Fyrir hefur komið að peningarán hafi upplýst vegna þess að ræning- inn settist að drykkju að afrekinu loknu og var orðinn grunsamlega fjáður. Svo léttra lausna er ekki að STJÖRNUKORT Góó og þroskandi jólgjöf fyrir mömmu, pabba, unglinginn og alla hina. Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Sendum í póstkröfu. Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59 Gunnlaugur Guðmundsson Símar 561-7777 og 551-0377 (^PIOIMEER The Art of Entertainment Þar sem gæóin skipfa máli Aidrei meira úrval VERSLUNIN yisT RAÐGREHDSLUR \ Euro raðgreiðslur / til allt að 36 mén. 'BÆRr Skeifunni 7 - Sími 533 2500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.