Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
25
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVIÐ:
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
Sýning, fid. 4/1, fáein sæti laus, rauð
kort gilda, laud . 6/1 blá kort gilda,
fimd. 11/1, gul kort gilda.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Sun. 7/1 kl. 14, lau. 13/1 kl. 14, sun.
14/1 kl. 14.
LITLA SVIÐ KL. 20:
HVAÐ DREYMDI ÞIG,
VALENTÍNA?
eftir Ljúdmflu Razumovskaju
Lau. 6/1, föst. 12/1, lau. 13/1.
STÓRA SVIÐ KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Föstud. 5/1, fösd. 12/1.
Þú kaupir einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Fös. 5/1, fáein sæti laus, sun. 7/1, föst.
12/1.
Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og
Línu-púsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, auk þess er tekið á
móti miðapöntunum í síma
568-8000 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
c|þ
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
STÓRA SVIDIÐ KL. 20.00:
DONJUAN
eftir Moliére
4. sýn. á morgun, nokkur sæti laus, 5.
sýn. mvd. 10/1, 6. sýn. Id. 13/1.
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Ld. 6. jan., örfá sæti laus, föd. 12/1,
örfá sæti laus, Id. 20/1, nokkur sæti
laus.
GLERBROT
eftir Arthur Milier
8. sýn. föd. 5. jan., 9. sýn. fid. 11. jan.
föd. 19/1.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Ld. 6/1 kl. 14.00, uppselt, sud. 7/1, kl.
14.00, uppselt, sud. 7/1 kl. 17.00,
uppselt, sud. 14/1 kl. 14.00, nokkur
sæti laus, sud. 14/1 kl. 17.00.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30:
KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN
eftir Ivan Menchell
Frumsýning föd. 5/1, uppselt, 2. sýn.
sud. 7/1, 3. sýn. fid. 11/1, 4. sýn. Id.
13/1, 5. sýn. sud. 14/1.
Cjafakort í leikhús -
sígila og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og
fram að sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá ki. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSID!
ÍSLENSKA ÓPERAN
l=!i'" sími 551-1475
Laugard. 6. jan. ki. 21.00. Síðasta sýn.
IWWIA
BUTTERFLY
Föstud. 19/1 kl. 20.
HANS OG GRÉTA
Frumsýning laugard. 13/1 kl. 15.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 15-19,
sýningardaga er opið þar til
sýning hefst.
SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
nýtt íslenskt leikrit
eftir Kristínu Ómarsdóttur___•
ITllka
hræðilegur ærslaleikur
forsýning fim. 4/1, kl. 20.00
frumsýning fös. 5/1, kl. 20.00
2 sýn. lau. 6/1 kl. 20.30
3 sýn. sun. 7/1 kl. 20.30
miðaverð kr.1000 - 1500
miðasalan er opin ffá kl. 18 sýningardaga
III pöntunarsími: 5610280 ||||j
lllllilll allan sólarhringinn llllllllil
GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA
Tilkynningar
Happdrætti HSÍ
í tengslum við heimsmeistara-
keppnina I handknattleik 1995 stóð
Handknattleikssamband íslands fyr-
ir happdrætti og rann ágóði af happ-
drættinu til undirbúnings íslenska
landsliðsins fyrir HM 95. Dregið hef-
ur verið og hefur vinningaskrá ver-
ið birt. Meðfylgjandi mynd var tek-
in þegar Öm H. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri HSÍ (t.v.), afhenti
Kristjáni Harðarsyni (t.h.) lyklana
að Nissan Micra bifreið frá Ingvari
Helgasyni hf. sem hann vann í
happdrættinu.
Hópþjálfun fyrir gigtarfólk
Gigtarfélag íslands stendur fyrir
hópþjálfun fyrir gigtarfólk. Hóp-
þjálfun fyrir gigtarfólk er sérhæfð
leikfimi fyrir þá sem haldnir eru
gigtsjúkdómum, svö sem slitgigt,
vefjagigt, iktsýki, hryggikt o.fl.
Starfsemin er nú flutt í nýtt hús-
næði að Ármúla 5, 2. hæð. Vatns-
þjálfun verður, eins og áður, í Sjálfs-
bjargarlaug tvisvar í viku. Ný
þriggja mánaða námskeið hefjast í
byrjun janúar 1996. Skráning og
upplýsingar á skrifstofu Gigtarfé-
lags íslands, Ármúla 5, 3. hæð, sími
553 0760, dagana 2.-5. jan. kl.
13.00-15.00.
Afmæli
Ágúst Böðvarsson
Sigfús Ágúst Böðvarsson,
fyrrv. forstöðumaður Landmæl-
inga íslands, sem nú dvelur á
Hrafnistu við Skjólvang í Hafn-
arfirði, er níræður í dag.
Starfsferill
Ágúst fæddist að Hrafnseyri
við Arnarfjörð og ólst þar upp.
Hann lauk námi frá Verslunar-
skóla íslands 1925 og stundaði
nám í landmælingum hjá Ge-
odætisk Institut í Kaupmanna-
höfn 1935-37.
Ágúst var hóndi að Hrafnseyri
1926-29 en vann við landmæling-
ar íslands 1930-76 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Ágúst
var forstöðumaður Landmælinga
íslands 1959-76.
Ágúst samdi texta við ýmis
þekkt dægurlög fyrri tíma, s.s.
Skautapólka og Ljósbrá. Hann sat
í stjórn Byggingasamvinnufélags
starfsmanna ríkisstofnana um
árabil frá 1948, i ömefnanefnd og
situr í Hrafnseyrarnefnd frá 1973.
Hann er heiðursfélagi Ferðafélags
íslands, hefur verið virkur félagi
í Oddfellw-reglunni, stúku nr. 11.,
Þorgeiri og er heiðursfélagi henn-
ar. Þá hefur hann verið sæmdur
Fálkaorðunni.
Fjölskylda
Ágúst kvæntist 18.12. 1930 Sig-
ríði Sveinbjömsdóttur, f. 12.6.
1909, d. 24.12. 1977, húsmóður.
Hún var dóttir Sveinbjörns Sæ-
mundssonar, fylgdarmanns í
Reykjavík, og k.h., Ólafíu Bjargar
Jónsdóttur, húsmóður og sauma-
konu.
Sonur Ágústs og Sigríðar var
Gunnar Hrafn, f. 18.10. 1931, d.
23.12. 1990, verkfræðingur í Hafn-
arfirði, var kvæntur Önnu Baur
hárgreiðslumeistara og em synir
þeirra tveir, Ágúst Jóhann, f. 3.6.
1963, tannlæknir í Hafnarfirði, og
Sveinbjöm Styrmir, f. 19.9. 1965,
bakarameistari í Reykjavík.
Alsystkini Ágústs: Bjarni Ein-
ar, f. 21.11. 1900, látinn, hljóm-
sveitarstjóri í Reykjavík; Guðrún,
f. 9.7. 1902, dó ung kona; Þórey
Kristín Ólína, f. 4.7. 1904, nú lát-
in, húsmóðir í Reykjavík.
Hálfsystkini Ágústs, samfeðra:
Baldur, f. 7.11. 1921, dó tveggja
ára; Bryndís, f. 13.5. 1923, nú lát-
in, húsmóðir á Akureyri; Baldur,
f. 6.11.1924, fyrrv. símstjóri á Sel-
fossi.
Foreldrar Ágústs voru Böðvar
Bjarnason, f. 18.4. 1872, d. 11.3.
1953, prófastur á Hrafnseyri við
Arnarfjörð, og Ragnhildur Teits-
dóttir, f. 22.7. 1877, d. 30.7. 1963,
húsfreyja.
Ætt
Böðvar var hálfbróðir Ragn-
heiðar, móður Jóns Leifs. Böðvar
Ágúst Böðvarsson.
var sonur Bjarna, b. á Reykhól-
um, bróður Gísla, langafa Klem-
ensar Jónssonar leikara. Bjami
var sonur Þórðar, b. í Belgsholti í
Melasveit, Steinþórssonar. Móðir
Böðvars var Þórey Kristín Ólína
Pálsdóttir, b. á Reykhólum, Guð-
mundssonar.
Ragnhildur var systir Önnu,
langömmu Guðrúnar Ágústsdótt-
im, forseta borgarstjórnar. Ragn-
hildur var dóttir Teits, gullsmiðs
og veitingamanns á ísafirði, Jóns-
sonar.
Fréttir
Árleg hefð er fyrir því að Hvammstangabær bjóði þeim sem vilja bað í Hvammstangalaug að morgni aðfangadags
og hefur svo verið síðan að laugin var vígð 1982. í ár þáðu 74 gestir boðið eða um 10% íbúa Hvammstangahrepps.
Yfir vetrarmánuðina koma daglega 30-40 gestir í laugina, að sögn Kristjáns Björnssonar forstöðumanns. Um ára-
mót varð sú breyting á afgreiðslutíma að fram í apríl verður lokað á morgnana en opnað fyrr eftir hádegi á virkum
dögum. Um helgar veröur áfram opið á klukkan 10-14. DV-mynd Sesselja
Skophátíð í Hafnapfirði í sumar:
Hæfileikakeppni og
erlendir grínistar
„Hugmyndin er sprottin upp frá
því að Hafnarfjörður er brandara-
bær íslands og þess vegna finnst
okkur upplagt að halda skophátíð.
Við viljum létta lund fólks og lengja
lífið. Við getum sagt að við séum að
spara í heilbrigðiskerfinu með því
að fá fólk til að hlæja meira,“ segir
Rögnvaldur Guðmundsson, ferða-
málafulltrúi í Hafnarfirði.
Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að
standa fyrir átta daga skophátíð í
Hafnarfirði 1.-8. júní í sumar. Verið
er að skipuleggja hátíðina og ráða
skemmtikrafta. Allar líkur eru á því
að hátíðin fari einkum fram á veit-
inga- og kaffihúsum í Hafnarfirði og
hugsanlega í íþróttahúsinu í Kapla-
krika eða á stóru útisviði sem reist
yrði vegna hátíðarinnar. Kappkost-
að verður að ná til allra aldurshðpa
og hafa dagskrá jafnt að degi til sem
að kvöldi.
„Við höfum fengið til liðs við okk-
ur hafnfirska skemmtikrafta og svo
erum við að fá menn til að hjálpa
okkur við framkvæmdina. Við ætl-
um að fá einn til tvo þekkta erlenda
skemmtikrafta til að troða upp og
svo ætlum við líka að virkja sem
flesta í bænum þannig að töluvert
mikið verði um að vera á hverjum
degi og hverju kvöldi. Hátíðinni lýk-
ur svo líklega með stórri og mikilli
hátíð,“ segir Rögnvaldur.
„Við erum aö móta þetta en ger-
um ráð fyrir að þetta verði dálítið
umfangsmikið og stórt. Meiningin
er að safna Hafnarfjarðarbröndur-
um og vera til dæmis með hæfi-
leikakeppni á ýmsum sviðum en
það er erfitt að segja frá þessu í
smáatriðum. Það leynist víða
skemmtikrafturinn í fólki. Margir
kunna að segja frá án þess að hafa
það fyrir atvinnu og við viljum
gjarnan uppgotva nýja skemmti-
krafta,“ segir Rögnvaldur.
- En skyldi hann kunna einhvern
Hafnarfjarðarbrandara?
„Af hverju eru Hafnarfjarðar-
brandarar ekki sagðir um Reykvík-
inga? Af því að þá eru það ekki
brandarar," segir hann. -GHS