Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 Enn er deilt í Langholtskirkju. Hafði hugmynd- ir um að færa mig um set „Fyrir tveimur árum hafði ég hugmyndir um að færa mig um set og taka við öðru brauði. Úr því sem komið er er það útilok- að.“ Flóki Kristinsson, í DV. Óhæfur til að starfa með fólki „Það er búið að koma í ljós að þessi maður er gjörsamlega óhæfur til að starfa með fólki.“ Jón Stefánsson, í Tímanum. Ummæli Ekki orð um kjara- baráttuna „Það er athyglisvert að for- göngumenn þess mótframboðs sem boðað er í Dagsbrún hafa ekki minnst einu orði á kjara- baráttuna í skrifum sínum og umsögnum í fjölmiðlum." Halldór Björnsson, formanns- frambjóðandi í Dagsbrún, í DV. Daman mun ekki fara hljóðlega „Ég hef alltaf sagt að daman muni ekki fara hljóðlega og núna veit ég að þau trúa mér.“ Díana prinsessa i samtölum við vini sína. Innandyra í frönsku kvikmynda- húsi árið 1913. Kvikmyndir í upphafi Það fór ekki fram hjá neinum að í fyrra var hundrað ára ártíð kvikmyndarinnar og var þess minnst á margan hátt bæði hér á landi og erlendis. Það voru nokkrir framsýnir menn sem seint á síðustu öld voru að velta fyrir sér hugmyndum um lifandi myndir á tjaldi, en í dag eru hin- ir frönsku Lumiére bræðúr, Lou- is og Auguste, taldir upphafs- menn kvikmyndarinnar og fyrsta opinbera kvikmyndasýn- ingin fór fram á þeirra vegum í París 28. desember 1895. Tiu Blessuð veröldin mánuðum áður höfðu þeir sótt um einkaleyfi á tæki sem þeir nefndu cinématographe. Aifyrsta mynd þeirra sýndi lest sem brunar á fleygiferð fram hjá myndavélinni og voru myndirn- ar teknar frá sjónarhomi sem gerði áhorfendur skelkaða. Kvikmyndatökuvél Pathé Á fyrstu árum kvikmyndanna voru Frakkar fremstir i flokki. Árið 1897 skipti Charles Pathé vél Lumiére í tvær einingar og hefur sá háttur viðgengist síðan. Frakk- amir Baron og Gaumont urðu fyrstir til að samhæfa hljóð sýn- ingu lifandi mynda, það var árið 1902, en filman sjálf var þögul. Slydda eða snjókoma í dag verður austan- og norðaust- anátt, víða allhvöss, en hvassviðri á norðvestanverðu landinu. Síðdegis fer að lægja suðaustanlands og síðar einnig á Austurlandi. Það verður skýjað um allt land og talsverð rign- Veðrið í dag ing á austanverðu landinu. Norð- vestanlands verða él en slydda eða snjókoma í kvöld og nótt. Suðvest- anlands verður rigning með köflum en þurrt að mestu í kvöld og nótt. Hiti verður frá +8 stigum suðaust- anlands niður í 3 stiga frost norð- vestanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan og norðaustan strekkingur og rigning með köflum í dag en þurrt að mestu í kvöld og nótt. Hiti 4 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.47. Sólarupprás á morgun: 11.16. Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.21. Árdegisflóð á morgun: 5.40. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 1 Akurnes rigning 6 Bergsstaöir skýjaö 0 Bolungarvík skafrenningur -4 Egilsstaöir súld 1 Keflavíkurflugv. skýjaö 4 Kirkjubkl. alskýjaö 3 Raufarhöfn alskýjaö 1 Reykjavík skýjaö 6 Stórhöfói rigning 5 Helsinki skýjaö -10 Kaupmannah. léttskýjaö -5 Ósló léttskýjað -18 Stokkhólmur skýjaö -11 Þórshöfn alskýjaö 7 Amsterdam þokumóöa -2 Barcelona skýjaö 8 Chicago alskýjaö -6 Frankfurt frostúöi 0 Glasgow mistur 6 Hamborg alskýjaö -3 London þokumóöa 5 Los Angeles heiöskírt 17 París jxtkumóóa 2 Róm heiöskírt 6 Mallorca skýjaö 6 New York ískorn -1 Nice léttskýjaö 7 Nuuk léttskýjaö -1 Orlando skúr á síö. klst. 18 Valencia skýjaó 9 Vín skafrenningur -4 Winnipeg alskýjaó -17 Katrín María Andrésdóttir, starfsmaður Rauða krossins á Norðurlandi: Veiti þá aðstoð sem hægt er að veita DV, Fljótum: „Það hefur verið mikið að gera síðan ég byrjaði í þessu starfi. Ég er m.a. búin að heimsækja nokkr- ar deiidir á Norðurlandi og auk þess dvaldi ég 10 daga á Flateyri eftir að snjóflóðið féll og aðstoðaði Rauða krossfólk á staðnum enda er Rauði krossinn fyrst og fremst mannúðarsamtök sem í hverju til- viki veita þá aðstoð sem hægt er að veita,“ sagði Katrín María Andrésdóttir, starfsmaður Rauða kross íslands á Norðurlandi. Maður dagsins í september sl. var sett á fót svæðisskrifstofa Rauða krossins fyrir Strandir og Norðurland vestra. Skrifstofan hefur aðsetur á Sauöárkróki. Starfsmaður er Katrín M. Andrésdóttir og var hún valin úr hópi 40 umsækjenda sem sóttu um starfið. „Starfssvæðið er frá Hólmavík til Þórshafnar. Á því eru starfandi 13 Rauða kross deildir. Sameigin- Katrín María Andrésdóttir. DV-mynd Örn leg verkefni þessara deilda eru einkúm tvö. Annað er stuðningur við heilsugæslustöðvar í Afriku- ríkinu Lesotho. Hitt er eignarhald og rekstur á flugvelli sem er bún- aður sem nýtist við sjúkraflug. Allar deildimar standa að sjúkra- flutningum og rekstri sjúkrabif- reiða." Katrín María segir að með- al annarra verkefna deildanna séu fatasafnanir, skyndihjálparfræðsla og annað námskeiðahald, einstak- lingsaðstoð, framlag til reksturs Rauða kross hússins og Vinjar (sem er athvarf fyrir geðfatlaða) og íjölmargt annað. Hún segir að þrátt fyrir að ýmsum þyki samtök- in leggja mikla vinnu og fjármuni til hjálparstarfs erlendis þá sé staðreyndin engu að síður sú að um það bil 80% af fjármagni Rauða krossins fari til innanlands- starfs. Þetta starf er margþætt og ekki allt áberandi enda oft um að- stoð við einstaklinga að ræða og því geri margt fólk sér ekki grein fyrir umfangi þess. Katrín María segir að helstu verkefni svæðisskrifstofunnar á Norðurlandi séu að auka tengsl milli skrifstofu RKÍ og deildanna á Norðurlandi og milli deildanna innbyrðis, að vera framkvæmda- stjóm fyrir svæðisráð og að fýlgja eftir skipulagi neyðarvarna á svæðinu. Katrín María er í sambúð meö Rúnari Gíslasyni bifreiðarstjóra. -ÖÞ. Myndgátan Lausn á gátu nr. 1407: Veðurhorfur á miðurn Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. ísland gegn úr- valsliði frá Bandaríkjun- um Þaö er ekki mikið um að vera á innlendum íþróttavettvangi þessa dagana, en þó er allt að lifna við, því að á morgun verð- ur leikið í úrvalsdeildinni í íþróttir körfúbolta og á föstudaginn hefst handboltinn aftur. Ungir íslensk- ir skákmenn hafa þó ekki setið auðum höndum yfir áramótin. í gangi er keppni milli ungra ís- lenskra skákmanna og úr- valsliðs ungra skákmanna frá austurströnd Bandaríkjanna. Keppt er á 25 borðum og eftir þrjár umferðir af fjórum er stað- an 43 vinningar gegn 32 íslensku sveitinni í hag. í gærkvöld fór fram hraðskákkeppni en lokaumferðin er í dag í skákmið- stöðinni að Faxafeni 12. Gengið milli safna í fyrstu kvöldgöngu HGH á nýju ári í dag verður gengið múli Miðbakka og Sundabakka. Hægt verður að velja um mis- langar gönguleiðir. Farið verður frá akkerinu í Hafnarhúsport- inu kl. 20 og byrjað á því að fara í stutta allsérstæða heimsókn. Útivist Val um að ganga til baka frá Sundabakka eða fara með SVR. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Bridge Árið 1954 voru Bandaríkjamenn og Frakkar með sterkustu landslið heims í bridge. Frakkar voru Evr- ópumeistarar og þessar þjóðir mætt- ust í einvígi í heimsmeistarakeppn- inni en franska liðið var styrkt með Jean Besse frá Sviss og Karl Schneider frá Austurríki. Banda- ríkjamennimir höfðu sigur í úr- slitaleiknum en í þessu spili úr leiknum var það Jean Besse sem lét ljós sitt skína. Sagnir gengu þannig, allir utan hættu og vestur gjafari: V ÁKD10742 * KD873 * 4 * Á107632 * 63 * 94 * 972 * K4 * 5 * 62 * ÁDG108653 Vestur Norður Austur Suður pass 2» pass 3* pass 3-f pass 5* pass 6* p/h Gegn sex laufum byrjaði vestur á því að spila út tígulás og síðan var hjartaníunni spilað. Besse drap á ' hjartaásinn í blindum og spilaði strax laufi á ásinn! Af hverju ætli Besse hafi fundið þessa spilaleið? Ekki vegna þeirrar hjátrúar að lauf- kóngurinn væri oftar einspil en önnur spil! Fyrsta vísbendingin, sem Besse fór eftir, var útspil vest- urs. Vamarspilarar, sem byrja á þvi að taka slag á ás gegn slemmu í lit sem andstæðingarnir segja, eiga mjög oft von á því að fá slag annars staðar síðar í spilinu. Hin vísbend- ingin fólst í því spili sem vestur spilaði í öðrum slag. Ef vestur hefði ekki átt laufkónginn þá er ekki ólík- legt að hann hefði spilað spaða í þeirri von að fjarlægja trompið í blindum svo að ekki væri hægt að svína litnum. ísak Örn Sigurðsson * DG985 G98 ÁG105 * K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.