Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Fréttir íslenskum hjónum neitað um fæðingarorlof vegna tímabundinnar búsetu i Svíþjóð: Hvorki fæðingarorlof á íslandi né í Svíþjóð - bótarétturinn er í Svíþjóð, segir lögfræðingur Tryggingastofnunar „Við bjuggum í Svíþjóð í átta mánuði og eignuðumst þar barn. Níu dögum eftir það fluttum við heim. Þegar heim var komið feng- um við að vita að við eigum hvergi rétt til fæðingarstyrks eða orlofs,“ segir Þórarinn Einarsson í samtali við DV. Þórarinn og kona hans, Lóa Karen Agnarsdóttir, lentu í gati á kerfinu. Dóttir þeirra hjóna er nú tveggja og hálfs mánaðar og móðir- in fær ekki fæðingarorlof og faðir- inn er atvinnulaus. Vandræði þeirra má rekja til þess að þau áttu ekki lögheimili á íslandi undan- farna tólf mánuði og lögheimili í Svíþjóð aðeins í átta mánuði. Þau eiga að því er virðist lagalega séð ekki rétt á fæðingarorlofi eða styrk, hvorki í Svíþjóð né á íslandi. „Þar sem hjónin áttu lögheimili í Svíþjóð þegar barnið fæddist áttu þau rétt á fæðingarorlofi þar. Til þess að eiga rétt á fæðingarorlofi hér á landi verður viðkomandi að hafa átt lögheimili hér í tólf mán- uði. Ef fólkið hefði átt barnið á Is- landi og flutt út eftir það hefðu þau getað flutt með sér réttinn til fæð- ingarorlofs út. Samkvæmt reglum EES ættu þau að fá greitt áfram í Svíþjóð," segir Halldóra Jóhannes- dóttir, lögfræðingur Tryggingastofn- unar á fjölskyldusviði. „Ekki virðist vera hægt að færa rétt til fæðingarorlofs á milli Norð- urlandanna. EES-samningarnir hafa gert þessa hluti miklu flóknari og Norðurlandasamningarnir eru ekki í gildi þegar peningar eru ann- Þórarinn Einarsson með Amöndu og Lóa Karen Agnarsdóttir með Berglind Sólveigu. DS-mynd BG ars vegar. Við erum búin að tala við lögfræðinga Tryggingastofnunar og heilbrigðisráðuneytisins. Lögfræð- ingur heilbrigðisráðuneytisins segir þetta vera gat í kerfinu sem vitað sé um. Samkvæmt lögunum eigum við ekki rétt á neinu en hún er að kanna fyrir okkur alla möguleika," segir Þórarinn. -em 76 kennarar voru í bæjarstjórnum á landinu á síöasta kjörtímabili: Þarf skyrar reglur um þátttöku kennara - í sveitarstjórnarmálum, segir Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla Á síðasta kjörtímabili gegndu samtals 76 kennarar, yfirkennarar eða skólastjórar trúnaðarstörfum í borgar- eða bæjarstjórn sem aðal- fulltrúar eða varafulltrúar í Reykja- vík, kaupstöðum eða kauptúnum úti á landi, samkvæmt Sveitar- stjórnarmannatali. Flestir voru kennaramir í Hafnarfirði. Þar voru fjórir kennarar aðalfulltrúar í bæj- arstjórn; skólastjóri, yfirkennari og tveir kennarar; en tveir kennarar voru varamenn. Tveir þessara manna hafa svo gegnt embætti bæj- arstjóra á þessu kjörtímabili. Á þessu tímabili vora einnig margir kennarar í bæjarstjóm Grindavíkur, Sauðárkróks og Akur- eyrar. Á Sauðárkróki voru þrír kennarar og skólastjórar aðalfull- trúar í bæjarstjóm en tveir voru varamenn. í Grindavík voru þrír kennarar aðalmenn í bæjarstjórn og einn til vara og á Akureyri var einn kennari aðalfulltrúi í bæjarstjórn og fjórir til vara. Þess eru dæmi að allir skólastjór- ar í bæjarfélagi og jafnvel aðstoðar- skólastjórar eða yfirkennarar líka sitji í bæjarstjórn sem aðal- eða varafulltrúar. Skólastjórar eru í sumum tilvikum í fimm til sex nefndum. í sveitarstjórnarmanna- tali má sjá að algengt er að sveitar- félag skipi kennara í skólanefhd og í þriggja manna skólanefnd er hugs- anlegt að sitji tveir kennarar og eitt foreldri. Eftir yfirtöku sveitarfélaga á grunnskólanum verður því mögu- legt að skólastjóri eða kennari verði yfirmaður sjálfs stn með forystu í bæjarmálum. „Að sjálfsögðu mega kennarar vera í sveitarstjórnum en ég held að það vanti skýrar verklagsreglur um afgreiðslu mála. Það verður að vera skýrt hvernig á að leysa mál varð- andi skólann þannig að kennarar séu ekki báðum megin borðsins. Eins er hugsanlegt að kennarar minnki við sig stöðuhlutfall þannig að þetta bitni ekki á störfum þeirra. Það finnst mér mjög heiðarlegt og hver og einn verður að skoða sinn hug,“ segir Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla. -GHS Fyrrum fjölmiðlafólk í röðum alþingismanna: Vilja tryggja betur aðstöðu fjölmiðlafólks - svo sem trúnaðarsamband fréttamanna og heimildarmanna þeirra Ásta R. Jóhannesdóttir hefur lagt fram þingsályktimartillögu ásamt þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, Öss- uri Skarphéðinssyni, Jóni Krist- jánssyni og Kristínu Ástgeirsdóttur en þau eru öll núverandi eða fyrr- verandi fjölmiðlafólk. Hún fjallar um það að dómsmálaráöherra láti endurskoða lagaákvæði um vernd trúnaðarsambands fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra. Sömu- leiðis á nefndin að skoða sérstak- lega og leggja mat á hvort þörf sé á frekari löggjöf sem miði að því að tryggja aðstöðu blaðamanna og ann- ars fjölmiðlafólks við starfa sinn, svo sem vernd þeirra gagna sem fjölmiðlamenn komast yfir, starfs- stöðvar þeirra og fleira, gegn rann- sóknaraðgerð yfirvalda. Ásta Ragn- heiður mælti fyrir tillögunni á Al- þingi í gær. Hún sagði að þessi þingsályktun- artillaga væri flutt að gefnu tilefni sem væri nýlegt mál blaðamanns Morgunblaðsins um upplýsinga- skyldu blaðamanna. Ásta sagði mikla nauðsyn á skýrum lögum um þessa starfsvernd fjölmiðlafólks. Eins yrði að fá skýr svör um það hvaða reglur gildi þegar ijölmiðla- fólk tekur við trúnaðarbroti heim- ildarmanns. „Mikilvægt er fyrir lýðræðið og frjálsa fjölmiðlun að fjölmiðlamenn njóti sömu eða sambærilegrar verndar samkvæmt lögum hér á landi og blaöamenn njóta í ná- grannalöndum sem við berum okk- ur saman við. Það er grundvaflar- réttur fjölmiðlamanns að vernda heimildir sínar, réttur sem er virtur í öllum lýðræðisríkjum," sagði Ásta Ragnheiður. Kristín Ástgeirsdóttir tók undir með Ástu Ragnheiði. Kristinn H. Gunnarsson sagði að skoða þyrfti allar hliðar málssins vel. Nefndi hann sem dæmi ef fjölmiðlafólk birtir efni frá nafnlausum heimild- armanni án þess að sannreyna það sem birt er. -S.dór Sandkorn py Ný forvarnar- stefna Fyrir nokkru gerðist það að maður í Reykjavík ætf aði að hálda upþ á þrítugs- aftnæli sitt með glæsi- brag. Hann fór, eins og margir aðrir sem ætla að halda upp á af- mælfíversl- un ÁTVR til að kaupa vínfong. Hann ætlaði að búa til svo kallaða bollu, sem er samansett úr hvítvíni, Krapa, sem er innlent áfengi, og gosi. Hann keypti nokkrar flöskur af þessum víntegundum og hugöi nú gott til glóðarinnar. Afmælisdagurinn rann upp. Boflan var tilbúin og gestimir tóku að streyma í afmælið. Eitthvað þótti fólki dauft bragð af bollunni og engin urðu áhrifin og einhvem veginn varð allt daufara en stefht var að. Auðvitað var farið að rann- saka málið og þegar betur var að gáð kom í ljós að þaö var vatn í öll- um Krapa flöskunum. Gámngar vom fljótir að fmna skýringuna á þessu öflu saman. Þeir fuflyrtu að búið væri að taka upp nýtt og ár- angursríkt forvarnarstarf gegn brennivínsdrykkju. Allur ervarinn Það er óum- deilt .að íslend- ingar eru ein hjátrúarfyllsta þjóðíheimi, auk þess að trúa á álfa 1 steinumog huldufólk í björgum. Og þessí hjátrú getur náö al- veg til þeirra sem bjóðá sig fram til for- setaembættisins. Guðrún Péturs- dóttir hefur fengið aðstöðu fyrir kosningabaráttu sína í Ingólfs- stræti. Hún er líka búin að fá síma og númerið er 552 7-9-13. Og hún og stuðningsmenn hennar hafa líka opnað sparisjóðsreikning i SPRON, þar sem þeir sem áhuga hafa á að styðja frambóð Guðrúnar með fjár- framlögum geta lagt inn. Og númer- ið á reikningnum er 5 7-9-13. Er ekki sagt aflur er varinn góður um leið og lamið er þrisvar í tré? Ættarveldin Og meira um forsetafram- boð. Nokkrar íslenskar ættir hafa í aldir verið valda- miklar hér á landi ogaflar með ætt- araöfn. Samt er það svo að þær hafa aldrei komist til valda á Bessastöðum eftir að forsetaembættið varð til. En nú gæti oröið breyting þar á. Af þessum miklu ættartrjám fafla nú epli sem áhuga hafa á forsetaemb- ættinu. Þar má fyrsta nefna Guð- rúnu Pétursdóttir, sem er af Thor- sætt. Guðrúnu Agnarsdóttur, sem er af Stephensenum, Pétur Hafstein hæstaréttardómara og Ólaf Egflsson sendiherra, sem er af Briemætt. Guðrún Pétursdóttir hefúr þegar boðað framboð sitt en hin eru öll sögð vera að skoða máliö. Flókalundur Ekki dregur úr vísnaflóðinu um Langholts- kirkjudeiluna. Sá snjalli ha- gyrðingur, Há- kon Aðal- steinsson, skógarbóndi á Héraði, kaflar Langholts- kirkjuekki annað en Flókalund eftir allt sem gengið hefur þar á. Og auðvitað hefúr Há- kon ort vísu um málið. Þótt sóknamefnd sitji á fundi, samt hefur orðið tjón. Friöur sé með oss í Flókalundi, farðu til andskotans, Jón! Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson góður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.