Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Síða 12
12
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996
Spurningin
Hvert er uppáhaldssjón
varpsefni þitt?
Andrés Ásmundsson sjómaður:
Fréttirnar, Derrick og skemmti-
þættir.
Ingvar Björnsson, heldri borgari:
Derrick.
Snæbjörn Ólafsson kjötiðnaðar-
maður: Dagsljós.
Zlatan Mrayinac: Það er misjafnt,
Bráðamóttakan.
—
Nashia Mrayinac: Fréttir, Bráða-
móttakan, Dagsljós og Ó-þættirnir
með Dóru Takefusa.
Katla Hafberg matráðskona:
Fréttirnar, tvímælalaust.
Lesendur
Forsetaembættiö:
llla skilgreint,
umdeilt og óþarft
Birgir Guðjónsson skrifar:
Áður en langt líður rennur út
framboðsfrestur til forsetakjörs hér.
Þótt draga megi framboð þar til sex
vikum fyrir kjördag, er það sjálf-
sögð kurteisi að sá sem á annað
borð hefur hugsað sér að bjóða sig
fram til forseta, og þeir sem á bak
við þann aðila standa, dragi ekki í
lengstu lög að tilkynna það lands-
mönnum. Það er í raun hreinn
bjálfaskapur að láta líklega um
framboð en þora ekki að gefa skor-
inort svar, jákvætt eða neikvætt,
þar að lútandi.
Allt frá því að landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins, sem átti að vera í
janúar sl. var frestað, á forsendum
sem tengdust hörmungunum á Flat-
eyri, sárrar minningar, hefur for-
setaframboðið verið í uppnámi, og
er það enn. Og eftir að einn fram-
bjóðandi, Guðrún Pétursdóttir, hef-
ur ákveðið framboð af sinni hálfu,
hefur enn dregið niður í þeim hin-
um sem þó hafa oftast verið nefndir
til sögunnar, og sjálfír ekki neitað
fyrirætlun um framboð. Það er eins
og þeim hinum hafí, með framboði
Guðrúnar, verið veitt eitt heljar-
mikið kjaftshögg, sem þeir rísa ekki
undir.
Er þá ef til vill svo komið, að ís-
lenska forsetaembættið sé ekki einu
sinni svo mikils virði, að það sé
þess virði að berjast um það? Það er
þá nýlunda í lýðræðisþjóðfélagi.
Alls staðar annars staðar er það
talið styrkja viðkomandi stuðnings-
hóp, flokk eða samtök, sem ná að
berjast til sigurs fyrir embætti for-
seta (forsætisráðherra þar sem ekki
Dr. Guðrún Pétursdóttir forsetaframbjóðandi. - Hefur öðrum hugsanlegum
frambjóðendum verið veitt kjaftshögg sem þeir rísa ekki undir?
er forseta til að dreifa, t.d. í Sviss,
og e.t.v. víðar).
Og svo er auk þess farið að deUa
um embættið sjálft. Það kemur í
ljós, að embættið er illa skUgreint,
og menn eru ekki einu sinni sam-
mála um hvort þess sé nokkur þörf.
Þaö skyldi þó ekki verða niðurstað-
an í uppnáminu um forsetaframboð-
ið, að embættið sé best geymt sem
sameinað í embætti forsætisráð-
herraembætti landsins? Eða vilja
menn framhald á fíflahætti eins og
þeim sem felst í þvi að spyrja fólk í
skoðanakönnunum hvort þessi eða
hinn eigi nú að gefa kost á sér tU
forseta? Með því er lýðræðið á ís-
landi líklega fullkomnað.
Meiri viðskipti við Kanada
Skarphéðinn Hinrik Einarsson
skrifar:
Nú þegar Eimskip hefur hafið
reglubundnar siglingar til Kanada
hljóta viðskipti við Kanada að aukast.
KanadadoUar er frekar lágur þessa
dagana og viðskipti í Kanada að mínu
mati fýsilegri heldur en í Bandaríkj-
unum.
í Kanada bjóðast sömu vörur og þar
eru bílaverksmiðjur sem eru í eigu
bandarískra aðila. Þar er hægt að fá
aUa bíla sem við flytjum inn frá
Bandaríkjunum og það er alveg eins
hægt að fá bílana frá Kanada og gæti
hugsanlega verið hagkvæmara að fá
þá þaðan en beint frá Bandaríkjunum.
Við gætum Uutt inn bandarísk dekk
frá Kanada. Margt annað gætum við
flutt inn frá Kanada eins og krossvið,
timbur, ýmsar vélar og önnur tæki.
Ég hef komið nokkrum sinnum tU
Kanada og það er einfaldlega eins og
smækkuð mynd af Bandaríkjunum.
Þar er aUt ódýrara sökum þess að
KanadadoUar er ódýrari en Banda-
ríkjadollar.
Eflum tengsl okkar við Kanada.
Þau hafa því miður verið lítil, bæði á
menningarsviði og viðskiptasviði.
Enginn áhugi á einkafram-
taksmönnum samtímans
H.Þ.I. skrifar:
Getur verið að komið sé að því að
auglýsa þurfi eftir málsvara einka-
framtaksins, málsvara fyrir þá ein-
yrkja sem eru úti í alvörulífinu að
baxa við að reka fyrirtæki, hvort
sem það er verslun, verkstæði, bátur
eða loðdýrabú.
Það er löngu orðið Ijóst að kynslóð
sú sem alist hefur upp í gjörgæslu
hins veruleikafirrta gervUífs, og sit-
ur nú á þingi og fær launin sín á
hverju sem gengur, hefur ekki áhuga
á einkaframtaksmönnum samtím-
ans. Nei, það eru stóru auðhringarn-
ir og þeir sem tróna efst á opinberu
ILI§[1R!1I@Í\ þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mnútan
- eða hringið í síma
5000
i kl. 14 og 16
„Því miður virðist samtakaleysið vera örlög einyrkjans, en honum er alveg
óhætt að setjast niður og íhuga í fullri alvöru hvort hann yfirhöfuð á ein-
hverja málsvara á hinu háa Alþingi."
jötunni sem þeir vilja vera málsvar-
ar fyrir.
Mikið held ég að einyrkjum þessa
lands myndi líöa betur ef þessum
svokölluðum málsvörum þeirra yrði
skammtaður vinnutími í sama hlut-
falli og eigendum krókaleyfisbáta,
þeim gæfist þá knappari tími til að
gera til bölvunar,
Nýjasta dæmið um algjörlega mál-
svaralausa einyrkja er sá dæmalausi
útburður á loðdýrabændum í Ölfusi,
en ekki heyrist stuna né hósti í sam-
tökum bænda og þingmenn kjör-
dæmisins sofa þymirósusvefni og
ekkert hefur heyrst frá fyrrverandi
landbúnaðarráðherra, líklega ber að
túlka þögnina sem samþykki.
Því miður virðist samtakaleysið
vera örlög einyrkjans, en honum er
alveg óhætt að setjast niður og íhuga
í fullri alvöru hvort hann yfirhöfuð á
einhverja málsvara á hinu háa Al-
þingi.
DV
Letingjar og sóð-
ar í umferðinni
Ragnar hringdi:
Reykvískum ökumönnum tekst
alltaf að koma náunga sínum á
óvart. Maður skyldi nú ætla að
þeir hefðu lært af langri reynslu
að hreinsa nú snjóinn af öllum
rúðum bíla sinna áöur en þeir
halda út í borgarumferðina, og þá
allan snjóinn. Ó, nei, aldeilis
ekki. Maður sér þessa hálfinni-
luktu sóða á nánast hverju götu-
horni þessa dagana, stórhættu-
lega sjálfum sér og öðrum. í
þokkabót nenna þeir svo heldur
ekki að hreinsa af ljósunum, bæði
að framan og aftan. Hvernig væri
nú að lögreglan sektaði þessa
sóða eða veitti þeim ærlegt tiltal?
Óþolandi oft
körfubolti
Auður Jónsdóttir skrifar:
Ég tel það óþolandi hversu oft
körfubolti er sýndur á Stöð 2. Til
dæmis var sýndur körfuboltaleik-
ur aðfaranótt laugardags 3. febrú-
ar þannig að slökkt var á sjón-
varpinu á mínu heimili. Daginn
eftir var sest fyrir framan sjón-
varpið tfl að horfa á mynd sem
átti að byrja kl. 13. Hætt var við
sýningu myndarinnar vegna end-
ursýningar á körfuboltaleiknum
frá því nóttina áður og er þetta
ekki í fyrsta skipti sem hætt er
við sýningu mynda vegna körfu-
bolta. Gat Stöð 2 ekki sýnt þenn-
an leik á Sýn þar sem engin dag-
skrá er til 17. Á sunnudögum eru
íþróttir allan daginn og á þetta
líka að verða þannig á laugardög-
um? Ég vona ekki. Fyrir utan
hvað þetta er einhæft því mjög
sjaldan er sýnt frá fimleikum,
dansi, skautum o.þ.h., bara bolta-
leikjum.
Stórkostlegt tjón
Kristtn hringdi.
Mér þykir ákaflega hvimleitt
að heyra og sjá hvemig orðið
stórkustlegur er notað um alla
skapaða hluti. Ég er nú enginn
sérfræðingur í málnotkun en það
kemur mér spánskt fyrir sjónir að
sjá skrifað „stórkostlegt tjón“,
„stórkostlegur misskflningur",
„stórkostlegar náttúruhamfarir"
og svo framvegis. Ég hélt að nota
ætti orðið stórkostlegur til að
leggja áherslu á eitthvað sem er
jákvætt, eins og tfl dæmis stór-
kostlegur árangur eða stórkost-
legt útsýni, en ekki til að undir-
strika það sem er neikvætt. Því
miður eru það ekki bara Pétur og
Páll sem tala svona heldur einnig
æðstu ráðamenn þjóðarinnar.
Bann viö
barnavinnu
G.G. hringdi:
Ég er ansi hrædd um að það
verði þröngt í búi á mörgum ís-
lenskum heimilum verði farið eft-
ir tOskipunum Evrópusambands-
ins um bann við vinnu barna á
skólaskyldualdri nema í undan-
tekningartilfeOum. Ef svo fer að
þetta bann taki gOdi verða leiðtog-
ar verkalýðsfélaganna aldeOis að
setja í gír og sjá til þess að lág-
launafólk fái hærri laun. Margar
fjölskyldur hafa fleytt sér langt
fram á haust meö því að láta börn-
in sjálf fata sig upp fyrir veturinn.
Hvert fer
söfnunarféð?
Tónlistarunnandi hringdi:
Eftir að stuðningsmenn tónlist-
arhúss á íslandi hafa staðið fyrir
hinum og þessum söfnunum hefur
menntamálaráðherra sett á lagg-
irnar nefnd sem fara á í saumana
á því hvort ráðast eigi í byggingu
tónlistarhúss. Einnig á að ræða
hvaða starfsemi eigi að fara fram
í húsinu og svo framvegis. Af
þessu tflefni langar mig aö spyija
hvert söfnunarféð, sem líklega er
ekki mikið, fer ef ekki veröur ráð-
ist í byggingu tónlistarhúss?