Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996
17
pv________________________Menning
Menningarverðlaun DV 1996:
Fimm tilnefningar
í bókmenntum
Fimm rithöfundar eru tOnefndir
til Menningarverðlauna DV 1996 í
bókmenntum. Þetta eru þau Sigfús
Bjartmarsson, Steinunn Sigurðar-
dóttir, Pétur Gunnarsson, Sigurður
Pálsson og Gyrðir Elíasson.
Menningarverðlaunin eru veitt
fyrir markverða atburði eða sér-
stakt framtak sem tengist eftirtöld-
um sjö listgreinum: bókmenntum,
tónlist, leiklist, myndlist, bygging-
arlist, kvikmyndum og listhönnun.
Þriggja manna dómnefnd tilnefnir
fimm aðila sem þykja hafa skarað
fram úr í hverri listgrein og hafa
nefndirnar verið að störfum síðustu
vikur. Tilnefningar dómnefndar um
myndlist voru kynntar í DV sl.
fimmtudag.
Fram að afhendingu verðlaun-
anna, sem fram fer við málsverð í
Þingholti, Hótel Holti, fimmtudag-
Pétur Gunnarsson: Frú Bovary
(þýðing).
inn 22. febrúar, verða tilnefningar
nefndanna kynntar hver af annarri
í blaðinu.
Dómnefnd um bókmenntir skipa
Sigríður Albertsdóttir, bókmennta-
fræðingur og gagnrýnandi DV, Ást-
ráður Eysteinsson, prófessor í al-
mennri bókmenntafræði, og Rúnar
Helgi Vignisson rithöfundur.
Hér á eftir fara tilnefningar
nefndarinnar og rökstuðningur:
Speglabúð í bænum eftir Sigfús
Bjartmarsson: Speglabúð Sigfúsar
hefur á boðstólum fjölbreytilegt
safn ljóða, stuttra hugleiðinga og
frásagna sem einkennast af ögrandi
framsetningu og frjórri hugsun,
þannig að úr verður krefjandi og
áleitinn texti, fullur af ísmeygileg-
um og eftirminnilegum spegilmynd-
um.
Hjartastaður eftir Steinunni
Sigurðardóttur: Stílfimi og glöggt
auga fyrir tengslum manns og nátt-
úru einkenna þessa metnaðarfullu
skáldsögu. Hún er í senn spaugileg
og átakanleg frásögn af konu sem
tekur sér ferð á hendur til að bjarga
vegvilltu einkabarni sínu og sjálfri
sér í leiðinni. Þroski, ást, vinátta,
fjölskyldubönd - allt er þetta spunn-
ið saman af innsæi svo úr verður
skáldlegur og manneskjulegur vef-
ur.
Þýðing Péturs Gunnarssonar á
Frú Bovary eftir Gustave
Flaubert: Frú Bovary er tímamóta-
verk í skáldsagnagerð á Vesturlönd-
um; öðrum þræði hápunktur raun-
sæisstefnunnar á 19. öld en vísar
um leið fram til bútímaskáldsagna
20. aldar. Pétri hefur lánast að þýða
þetta merka verk þannig að hin
rómuðu stílbrögð höfundar öðlast
glæsilega samsvörun í íslensku
máli og bera í senn klassískan og
nútímalegan blæ. Þýðing Péturs
telst því vera eitt merkasta framlag-
Sigfús Bjartmarsson: Speglabúð í
bænum.
Sigurður Pálsson: Ljóðlínuskip.
ið til íslenskra bókmennta á síðasta
ári.
Ljóðlinuskip eftir Sigurð Páls-
son: Lágvær en áleitin ljóðabók þar
sem fjallað er á tæru tungumáli um
dásemdir lífsins, náttúruna og
þrána sem ólgar í blóðinu. Bókinni
er skipt í átta kafla sem saman
mynda sterka heild og miðla
sammannlegri reynslu á kunnugleg-
an en um leið nýstárlegan og fersk-
an máta. í þessum ljóðum er seið-
andi tónlist sem kallast á við sigl-
inguna sem er meginstef bókarinn-
Steinunn Sigurðardóttir: Hjartastað-
ur.
Gyrðir Elíasson: Kvöld í Ijósturnin-
um.
ar.
Smásagnasafnið Kvöld í ljós-
turninum eftir Gyrði Elíasson:
Hér færir Gyrðir enn út mörk þess
ljóðræna sagnasviðs sem hann hef-
ur skapað í fjölmörgum verkum á
liðnum árum. Sá heimur telst til
merkilegustu nýmæla sem íslensk-
um lesendum hefur borist á undan-
förnum áratug. í þessari bók birtist
næm skynjun umheimsins í mynd-
máli sem gjarnan beinist að einstak-
lingum og stöðum á jaðri ráðandi
menningarlífs og hvetur um leið til
nýs skilnings á mannfélaginu og
tengslum okkar við náttúruna.
Einn þessarra rithöfunda mun
síðan hljóta Menningarverðlaun DV
í bókmenntum sem afhent verða 22.
febrúar. -bjb
GSR 12 VES-2
Borvél í tösku
með hleðslutæki
GBM16-2 RE Borvél 1050w
GWS 9-125
Slípirokkur 900w
GFZ16-35 AC Trésverðsög
GWS 21-180 J
Slípirokkur —
2100w
GBH 2-24 DSR |
Lofthöggborvél
m© BOSCH
BOSCH umboðlð aökeyrsla frá Háaleitisbraut
B R Æ Ð U R N I R
ŒMSSONHF
Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807
Söluaðiiar:
Málningarþjónustan, Akranesi (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bílavara-
hlutir og fl). Póllinn, ísafirði (Handverkfæri). KEA, Akureyri (Handverkfæri og fl).
Þórshamar, Akureyri (Bilavarahlutir og fl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og bílavarahlutir).
Víkingur, Egilsstöðum (Handverkfæri, bílavarahlutir og íhlutir).Vélsmlðja Hornafjaröar,
Hornafirði (Handverkfæri, bílavarahlutir og fl). Byggingavörur Steinars Árnasonar hf.,
Selfossl (Handverkfæri).
© BOSCH
Handverkfæri
KÆLISKAPAR
ÞU GETUR TREYST FAGOR
FAGOR
nsssr
RONNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 562 40 11
FAGOR S30N
Kælir: 265 I - Frystir: 25 I
HxBxD: 140x60x57 cm
innbyggt frystihólf
Stgr.kr41.300
FAGOR D27R
Kæiir: 212 I - Frystir: 78 I
HxBxD: 147x60x57 cm
49.800
FAGOR C34R - 2 pressur
Kælir: 290 I - Frystir: 1101
HxBxD: 185x60x57 cm
Tvöfalt kælikeríi
%78b800