Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1996, Page 32
44 MÁNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1996 Kemst nýr forseti á Bessastaði með 7000 atkvæði á bak við sig. Fjöldaframboð í uppsiglingu „Það eru fjöldaframboð í upp- siglingu. Við ætlum að kjósa okkur forseta með þetta 5000 til 7000 atkvæðum." Indriði G. Þorsteinsson, í Degi. Stuðningur og ekki stuðningur „Ég hef í rauninni ekki beðið neinn um að styðja mig, heldur sagt: Hér er ég, svona er ég og viljið þið styðja mig?“ Guðrún Pétursdóttir, í Tímanum. Ummæli Les fjármálaráðherra á kompásinn ...hefur nú steytt eins og Po- urquoi pas? á sínu Þormóðsskeri og kemst ekki þaðan meðan fjár- málaráðherrann les á kompásinn dag hvern og gefur stefnuna." Össur Skarphéðinsson, á Alþingi, um Ingibjörgu Pálmadóttur. Erum farnir, sem þorðum „Þingmenn þora ekki að segja neitt eða spyrja um framboðsmál Davíðs leiðtoga síns. Við erum allir hættir og farnir, sem þorð- um.“ Matthías Bjarnason, íTimanum. Bækur sumra rithöfunda seljast í milljónaeintökum. Metsöluskáld- sögur Metsöluskáldsogurnar eru margar og þá er verið að tala um eintakafjölda í milljónum. Sú skáldsaga sem selst hefur í mesta upplagi er Valley of the Dolls eftir Jacqueline Susann (1924-1979) en salan á henni var síðast þegar tekiö var saman yfir 29 milljón eintök. Þegar skáldsagan kom út 1966 seldust af henni 6,8 milljón eintök á sex mánuðum. Stærsta upplag sem prentað hefur verið af skáldsögu á Bretlandseyjum í einu er þrjár milljónir eintaka af Lady Chartterley’s Lover í pappírs- kilju, eftir D.H. Lawrence, en í heild hafa selst á Bretlandseyj- um yfir 5 milljón eintök af bók- inni. Blessuð veröldin Vinsældir Alistairs MacLeans Þótt engar ábyggilega tölur séu til þá er enginn vafi á því að Alistair MacLean er mest seldi erlendi rithöfundurinn hér á landi en hann er ekki aðeins vin- sæU hér. Þegar hann dó árið 1987 hafði hann skrifað þrjátíu bækur og hafði á Bretlandseyjum ein- um selst meira en mUljón eintök af 28 þessara bóka. Bækur hans hafa verið þýddar á 28 tungumál og 13 þeirra hafa verið kvik- myndaðar. Rétt eftir dauða hans var áætlað að á 18 sekúndna fresti seldist bók eftir hann. É1 á annesjum norðanlands I dag verður hæg austan- og suð- austanátt á landinu, smáslydduél Veðrið í dag við suður- og austurströndina og él á annesjum norðanlands en víða bjart suðvestanlands. Sólarlag í Reykjavík: 17.50. Sólarupprás á morgun: 9.32. Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.14. Árdegisflóð á morgun: 0.14. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 12 í gœr: Akureyri snjóél -3 Akurnes skúr á siö. klst 3 Bergsstaöir alskýjað -4 Bolungarvík alskýjað 2 Egilsstaðir skýjaö 2 Keflavíkurflugv. skýjað 1 Kirkjubkl. léttskýjað 3 Raufarhöfn rigning 2 Reykjavik skýjaö 1 Stórhöfói skýjaö 5 Helsinki léttskýjað -15 Kaupmannah. þokumóða -4 Ósló snjókoma -5 Stokkhólmur skýjað -6 Þórshöfn haglél á síð.klst 3 Amsterdam skúr á síð.klst 5 Barcelona mistur 12 Chicago snjókoma 1 Frankfurt rign. á síð.klst 4 Glasgow skúr á síó.klst 7 Hamborg frostúði -2 London skýjað 9 Los Angeles alskýjað 15 Lúxemborg súld 2 París skýjað 5 Róm þokumóða 9 Mallorca skýjað 13 New York alskýjað 7 Nice hálfskýjað 12 Nuuk skýjað -12 Orlando þoka 13 Vín skafrenningur -5 Washington alskýjað 11 Winnipeg alskýjað -5 Birgir Ingibergsson, formaður sunddeildar Keflavíkur: Foreldrar mjög virkir í starfinu DV, Suðurnesjum: „Það má segja að þetta sé eitt af fáum sundfélögum sem hafa mjög virka foreldra, sem starfa mikið og fylgjast vel með því sem er að ger- ast. Þeir skipta sér af öllu sem gert er og það er mjög gott að fá slíkt aðhald og ábendingar. Og það er engin spurning um það að starf þeirra hefur verið mikilvægt fyrir sunddeildina,“ segir Birgir Ingi- bergsson, formaður sunddeildar Keflavíkur, en sundfólk af Suður- nesjum hefur verið að gera það Maður dagsins gott og deildin sjálf umtöluð á landinu fyrir gott starf í þágu sundíþróttarinnar. Uppbygging deildarinnar hefur verið mikil á undanförnum árum: „Við byrjuðum fyrir fjórum árum að byggja deildina upp, þá voru um áttatíu krakkar við æfingar, en í dag eru það hundrað og þrjá- tíu sem æfa sund og eru virkir. Hjá okkur starfa þrír þjálfarar og Birgir Ingibergsson. við eigum þrjá landsliðsmenn, tvo unglingalandsliðmenn og helming- ur af þeim sem þessa dagana eru að reyna við ólympíulágmarkið, eða tveir, er frá okkur, sem verður að teljast gott hjá ekki stærra fé- lagi. Við höfum haft það að leiðar- ljósi að vera með íþróttamenntaða þjálfara og ég segi að í dag erum við með bestu þjálfarana í sundi.“ Hjá sunddeildinni eru hjón frá Þýskalandi sem þjálfa. Birgir segir að þótt það hafi kostað sitt á sín- um tíma að fá þau þá sé það búið að skila sér margfalt til baka. Sunddeildin þurfti að leita eftir fjárstuðningi og voru viðbrögðin mjög góð: „Það var með ólíkindum hvað tekið var vel í beiðni okkar og eiga allir sem þar lögðu lið miklar þakkir skildar og eins ber að þakka að vel hefur verið brugð- ist við beiðni okkar um styrk fyr- ir afreksfólkið okkar.“ Birgir hefur verið formaður deildarinnar í fjögur ár og í átta ár hefur hann starfað fyrir sund- deildina. Allar frístundir hans fara í það 'starf sem hann segir ná yfir eÚefu mánuði á ári. Önnur áhugamál hans eru gönguferðir þegar tími gefst til. Eiginkona Birgis er Guðrún Jóhannsdóttir og eiga þau fjögur börn, sem öll eru að æfa sund, Sævar, 19 ára, Ró- bert, 16 ára, Grétar, 14 ára, og Birgitta Rún, 12 ára. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1441: Loftvamaflauta Handbolti og körfu- bolti Helgin var mjög viðburðarík í íslensku íþróttalífi og því ekki mikið um að vera í kvöld. Ekki er hægt að koma því við að hafa alla leiki í handbolta og körfu- bolta um helgar og því er leikið í kvöld í 1. flokki í handbolta og íþróttir unglingaflokki í körfubolta. í handboltanum eru þrír leikir á dagskrá, Fjölnir - Grótta í Fjölnishúsi Fram - Víkingur í Framhúsi og Afturelding - Haukar að Varmá. í körfuboltan- um leika ÍA - KR á Akranesi, Njarðvík - Unglingal. í Njarðvík, Breiðablik - Haukar í Smáran- um og Valur - Fylkir í Valsheim- ilinu. Fyrir þá sem heima sitja er bent á íþróttaþátt Sjónvarps- ins þar sem helgarviðburðir eru teknir fyrir. Saga alþýðu- söngs á íslandi í Listaklúbbi Leikhúskjallarans í kvöld munu Þórarinn Hjartar- son og Ragnheiður Ólafsdóttir gefa sögulegt yfirlit yfir íslensk alþýðulög í tali og tónum, allt frá dróttkvæðum og fram á okkar Tónleikar dag. í fyrri hlutanum verður fjall- að um þjóðlög og sunginn fimm- undarsöngur og rímnalög. Seinni hlutinn er helgaður alþýðulögum frá þessari öld og verða þá ftutt lög eftir Jórunni Viðar, Valgeir Guðjónsson, Leif Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson, Hörð Torfason og fleiri. Dagskráin hefst kl. 20.30. Bridge Politiken boðsmótið danska, sem spilað var á síðasta ári, þótti takast vel en þar voru margir frægustu spilarar heims meðal þátttakenda. Fyrir mótið héldu Danir sérstakt 16 para tvímenningsmót með þátttöku flestra bestu para landsins þar sem keppt var um 2 laus sæti á Politi- ken-mótinu. Hér er eitt spil úr þeirri keppni. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og allir á hættu: 4 KDG V K1042 4- KG3 * Á95 * Á732 * ÁD876 4 4 4 G87 4 84 «4 953 4 98752 * D32 ♦ 10965 «4 G 4 ÁD106 ♦ K1064 Vestur Norður Austur Suður Bruun Werdelin K.Blakset D: 1* pass pass Dobl pass 2* pass 24 pass 34 pass 44 Dobl p/h Yngri spilarinn Bruun taldi sig verá í góðri stöðu að dobla fjóra spaða með þetta sterk spil í vestur en Werdelin spilaði vel úr spilun- um. Útspilið, spaðakóng, drap hann strax á ás, spilaði tígli á ás og hjartagosa úr blindum. Bruun setti kónginn, Werdelin ásinn og síðan fylgdi hjartadrottning og laufi hent í blindum. Hjarta var nú trompað, tígull trompaður, hjarta trompað með spaðaníu og tígull trompaður (kóngur féll hjá vestri). Werdelin spilaði sig nú út á spaða, Bruun komst inn á gosann og varð að spila laufi. Sagnhafi tók slaginn á tíuna í blindum og spilaði tíguldrottningu. Sagnhafi gat trompað eða látið það vera en Werdelin fékk alltaf 10 slagi. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.